Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1983, Blaðsíða 39
DV. FIMMTUDAGUR10. MARS1983.
39
Fyrir skömmu birtí DV forsiöu-
mynd frá hádegisleikfimi stúlkn-
enna i fiskverkun Bæjarútgerdar
Reykjavikur. Margir hafa spurst
fyrir um þessa skemmtilegu
nýbreytni og skruppum viö á
staðinn til þess að rabba við upp-
hafskonur leikfiminnar, þær Bryn-
disi Axelsdóttur og Guðrúnu
Þórðardóttur og þjálfarann sköru-
loga, hana Aðalheiði Frantzdóttur,
sem stendur lengst tíl hægri á
myndinni og skipar fyrir af mikilli
hörku enda kann hún ýmislegt
fyrir sir i iþróttum og veit að
góður árangur fæst ekki án fyrir-
hmfnar.
DV-myndir S.
stækkaöi hópurinn ört og flestar vorum
viö35.”
„Þaö var þegar hún Alla var í
burtu! ” sagði Bryndís og hló.
„Þá hefurðu leyft þeim að slugsa!”
sagði Aðalheiöur aö bragði.
— En hvernig atvikaðist það að þú
gerðist þjálfari hópsins, Aðalheiður?
„Þær voru byrjaðar á þessu og ég
fékk að vera með en þá sá ég að þær
geröu nokkrar æfingarnar ekki alveg
rétt og fór að segja þeim til,” sagði
Aðalheiður og kveikti sér í vindlingi en
ilmandi reykurinn bylgjaðist um loftið
og kitlaði nasavængina.
— Þú keyrir þær áfram af ansi
mikilli hörku.
„Það þýðir ekki annað. Annaðhvort
verða menn að stunda svona lagaö svo
aö um munar eöa láta það eiga sig. Þaö
er klukkustundar hlé í hádeginu og það
segir sig sjálft að menn verða slappir
og kólna upp ef þeir bara setjast niöur
og éta og hreyfa sig ekkert. En þessi
leikfimi heldur öllum líkamanum vel
heitum og liðugum, örvar blóðrásina,
styrkir vöðvana og brennir fitunni,”
sagðiAðalheiður.
— Ertþúnokkuðí vöðvarækt?
„Nei, ég er ekkert hneigð fyrir hana.
Leikfimi eins og sú sem við stundum
hér er yfrið nóg til þess að grenna sig,
þú verður bæði liðugur, stæltur og vel á
þigkominn.”
— Hver, ég? varð mér á orði og vissi
ekki sem snöggvast hvort hún ætti við
mig eða Svenna ljósmyndara.
En þá hlógu stelpumar dularfullar,
spruttu á fætur og snöruöust fram því
nú var hádegisstundin liðin og kominn
fiskur á færibandiö.
Það er æsispennandi handknatt-
leiksleikur í beinni útsendingu í sjón-
varpinu, þaö eru þrjár mínútur til
leiksloka og íslensku strákamir eru
búnir að vinna upp fimm marka for-
skot Vestur-Þjóðverja og komnir einu
marki yfir — „ótrúlegt en
satt”, æpir Hermann Gunnarsson
í útvarpinu, og ótrúlegt en satt verður
þér að oröi þegar leiknum er lokið með
íslenskum sigri og þér verður litið á
finguma á sjálfum þér og uppgötvar
að neglumar eru nagaðar upp í kvxku.
Ljóta ástandið, en það er ekki gott við
því að gera. Það er einn algengasti
ósiður mannkynsins að naga á sér
neglurnar, og þeir hálærðu vísinda-
menn úti í heini, sem linnulaust em aö
grafast eftir smæstu atriðum mann-
legrar hegðunar, hafa uppgötvað vest-
ur í Ameríku, að kringum30% háskóla-
stúdenta þar naga á sér neglurnar í
tíma og ótíma. Sem betur fer virðist
þessi ávani dvína með aldrinum (eins
og ýmislegt annað) og þegar komið er
um fertugt naga aðeins 8% á sér
neglurnar.
Þeir hinir sömu vísindamenn sem
fyrr er getið hafa dottið niður á injög
svo heilladrjúga aðferð til þess að
venja fólk af ósómanum, og þykir okk-
ur dægradvölum ekki nema sann-
gjamt að koma henni áleiðis til þeirra
lesenda okkar, sem ekki geta stillt sig
um að fá sér bita af og til.
Aðferðin er þessi: berðu á þér lítið
umslag hvert sem þú ferð og þegar
freistingin ber þig ofurliði skaltu
merkja kross utan á umslagið og
stinga naglbitanum niður í það, í stað
þess aö háma hann í þig. Skráðu síðan
afrakstur hvers dags og búðu til línurit
yfir framleiösluna. Haltu nöglunum
ævinlega vel snyrtum og fægðum, þá
hefurðu enga afsökun fyrir að naga
þær. Berðu gjaman á þær bragðvond
efni.
Þegar þér hefur lánast að lifa af
fyrstu heilu vikuna án þess að fá þér
snarl af eigin fingrum, þá haltu upp á
daginn á einhvern viðeigandi hátt:
farðu í handsnyrtingu ef þú átt kost á
því, skrepptu á fjölskylduhátíð á
Broadway eða bjóddu sjálfum þér upp
á herlegar krásir á flottum veitinga-
stað.
Vísindamennimir heita þér góöum
árangri ef þú beitir þessari úthugsuöu
aðferð. Hvorki meira né minna en
99,5% allra sem reyna hana venja sig
af ósiðnum og skarta æ síðan fögrum
nöglum og fínpússuðum.
stínga naglbitanum ofan lþað, i stað þess að háma hann iþig.
„Halla ykkur meira
„Aftur nú eins langt og þiö getiö,”
kallaði rauðhærða snarfenglega stúlk-
an og renndi hvössum augum yfir hóp-
inn til þess að gá hvort nokkur væri að
slugsa.
„Halla ykkur vel aftur, já, einn og
tveirogþrírogfjórir.. .”
„Ææææææ, hún slítur á okkur lær-
in!” veinaði ein stúlkan en alls voru
þær 19 taldist mér til, stúlkurnar í
Bæjarútgerð Reykjavíkur, sem koma
saman hálftíma í hádeginu til þess að
stæla líkamann og kasta burt vöðva-
bólgunum.
....og fimm og sex og sjö og kyrrar
og upp og aftur, halla ykkur meira aft-
ur og ekkert hangs! ”
„Æ, Alla mín, ekki svona hörð!”
En Aðalheiður Frantzdóttir sýndi
enga miskunnsemi, „næst eru það
brjóstæfingarnar,” sagði hún og þá
hlógu allar, spenntu saman olnbogana
fjrir framan sig og hnykktu brjóstun-
um, þessu marglofaöa stolti kven-
þjóöarinnar, og þá var ekki alveg frítt
„Þá eru það brjóstæfingarnar
stelpur, " sagði Aðalheiður llengst
tíi hœgri) og þá hiógu þær allar,
spenntu saman olnbogana fyrir
framan sig og hnykktu brjóst-
unum, þessu marglofaða stoltí
kvenþjóðarinnar." ■----->
Forvígiskonur hádegisleikfiminnar, frá vinstri: Guðrún Þórðardóttír, Aðal-
heiður Frantzdóttir og Bryndis Axelsdóttír.
O V-myndir S.
við að fáeinir vinnufélagar af „sterk- ,,Svona,komiðþiðnúmeð, strákar,”
ara” kyninu slæddust á vettvang til kallaði ein, „verið ekki svona feimn-
þessaðmissa ekkiaf neinu. ir.”
i
— Er þessi hádegisleikfimi líka
fyrir stráka, spuröi ég.
„Hún er fyrir alla sem vilja vera
meö okkur,” sagði Bryndís Axelsdótt-
ir, en hún er reyndar upphafskona há-
degisleikfiminnar ásamt Guðrúnu
Þórðardóttur.
„Við byrjuðum á þessu fyrir 6 vik-
um,” sagðiGuðrún.
— Bara 6 vikum? Og strax orðnar
svona grannar?
„Við erum nú í megrun líka,” sagöi
Bryndis, „við sáum að þetta gat ekki
gengiö svona lengur, við vorum orðnar
svo þybbnar. Við erum báðar með
bam og höfum ekki tima til þess að
fara í líkamsrækt á kvöldin svo að
þetta var eina leiðin — að nota hádegið
til leikfimisiðkana.”
— Og þið finniö svona mikinn mun á
ykkur?
„Je minn, já. Þetta er allt annað, við
erum orðnar miklu harðari og stinn-
ari,” sagðiGuörún. „Það er mjög ein-
hæf hreyfing í því sem ég vinn héma og
heldur bara fáeinum vöðvum í þjálfun.
Fyrst héldu stelpurnar að þetta væri
bara fyrir einhverja litla klíku en við
sögöum að allir mættu vera með og þá
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
Ertu
naglbítur?