Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1983, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1983, Page 14
14 DV. LAUGARDAGUR12. MARS 1983. JASS - J ASS - J ASS - JASS - JASS - JASS - JASS - J ASS - J ASS - J ASS - JASS - Jass t ónlis t arnmn t FIH-skolanum Haustiö 1980 stofnaði Félag íslenskra hljómlistarnianna tónlistarskóla. Skóli þessi skiptist í þrjár deildir. Almenna deild, jass- deild og fulloröinsfræösludeild. Viö skólann starfa 25 kennarar. I skólanum er með öðrum oröum hægt að verða sér úti um almenna tón- listarmenntum auk þess sem hægt er aö innrit- ast í jassdeild þegar vissum skilyröum, svo sem þriöja stigi í hljóðfæranámi og almennri tónfræði, er náð. Auk þess þarf aö taka inn- tökupróf þar sem ákveöin skilyröi eru sett. Eins og fram kemur í spjallinu viö Sigurö I. Snorrason skólastjóra hér á síöunni, þá var ein af grunnhugmyndunum viö stofnun skóla- ans sú aö leita á sviö þar sem þörfin var mest. Af þeim rótum eru jassdeildin og fullorðins- fræðsludeildin sprottnar. Mestan áhuga okkar vakti jassdeildin því hún á sér ekki hliöstæöur hérlendis og er mjög virk. Þar má ef til vill eygja möguleika fyrir ungt fólk, sem vill spila i bandi, hvort sem þaö er nú jassáhugamaður, rokkari, pönkari, nýrómantíker, bræðingsunnandi eöa annað, til aö afla sér staðgóðrar þekkingar og byggja traustan grunn á því sviöi tónlistar sem vekur áhuga þess. Þaö skal þó tekið fram hér til að valda eng- um misskilningi að almenna tónlistardeildin er stærsta deild skólans. -SGV r Jasskvöld FIH skólans: Jákvætt andrúmsloft og spenna Jasskvöldin hjá FlH skólanum eru nokkum veginn mánaðarlega. Spilað er á sal skólans og þar koma hljómsveitir skólans fram skipaðar kennurum og nemendum. I fullskip- uðum dimmum salnum sitja svo nemendur og aðrir áhugasamir og hlusta. Tónlistin er margvíslegasti jass og jassblendingur. Hljóðfærin sem leikiö er á eru píanó, svuntuþeysir, trommur, gítar, raf- og kontrabass- ar. Þá heyrðist þetta kvöld sungið og impróviseraö meö mannsrödd. Stemmningin virtist góð þetta febrúarkvöld. Jákvætt andrúms loft- iö hlaðiö spennu. Hljómsveitimar vom misjafnlega æföar en ef mönn- um hlekktist á eða eitthvað fór ööm- vísi en ætlað var brostu hljóöfæra-. leikarar jafnt sem áhorfendur. Ekki illkvittnislega heldur af skilningi. Meirihluti salargesta haföi áreiðan- lega lent í einhverju svipuöu ein- hvem tíma. Gestir höföu sjálfsagt einnig óvenjumikið vit á því sem var að gerast á sviðinu. Böndin fóm inn og út og maður heyrði athugasemd- irnar. Einhver var dapur yfir frammistööu sinni, annar sagöi: „Blessaöur maöur, eftir þrjár sam- æfingar. Þetta hefur aldrei gengiö betur.” Menn fengu klapp á öxlina. Eitthvert bandiö var aö leita sér aö trommara fyrir sinn sem hafði for- fallast. Maður haföi virkilega á tilfinning- unni aö skóli gæti ekki oröiö öllu frjálslegri. Kennarar og nemendur uröu vart þekktir sundur. Menn rölt- andi innan úr eldhúsi meö kaffibolla eða prófandi gítar sessunautarins. Var ekki þarna komin menntapara- dís alþýðutónlistarmannsins? -SGV Gítarbandið með óvíga sveit harðskeyttra gítar/eikara. Um fiautuna heldur Einar Bragason, som spjaiiað er við annars staðar i opnunni. A ftast eru Gunniaugur Briem trommari i Mezzo■ forte og Bjarni Sveinbjörnsson bassaleikari. Þeir hafa fundið sér sameiginlegt lesefni. DV-mynd GVA J ASS - JASS - JASS - JASS - JASS - JASS - JASS - JASS - JASS - JASS - JASS -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.