Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1983, Qupperneq 19
.
DV. LAUGARDAGUR12. MARS1983.
19
við*illsku*heimsiiis
kvikmynd f yrir inyndbaiid hjartans
Hans Alfredson er einn þeirra
manna sem ekki er ævinlega að dútla
viö það sama. Flestir Svíar þekkja
hann undir nafninu Hasse og tengja
hann jafnharðan félaga sínum Tage.
Þessir tveir menn hafa gerst nokk-
urs konar Bakkabræður Svía og leik-
ið í fjölmörgum gamanmyndum.
Sumar hafa náð til Islands, til dæmis
Eplastríöið og gamanmynd Hasse og
Tageumlíf Picassos.
Hans Alfredsyni er fleira til lista
lagt en að fást viö gamanleik. Hann
er einnig rithöfundur og kvikmynda-
leikstjóri. Mynd hans, Den enfaldige
mördaren, hefur víða hlotið frábæra
dóma, ekki síöur á Islandi en annars-
staðar. Einfaldi morðinginn byggir
á bók sem Hans Alfredson skrifaði
um víðtækt efni; hið vonda í þessum
heimi. Bókin heitir einfaldlega Vond-
ur maöur og hefur undirtitilinn:
Eins konar skáldsaga.
Kvikmyndin byggir að mestu á
einum kafla bókarinnar. Hún gerist í
Suður-Svíþjóð á fjórða áratugnum.
Sven býr í litlu þorpi. Hann er ungur
maöur, hefur skarð í vör og talar
mjög óskýrt og þvoglulega. Flestall-
ir kalla hann „hálfvitann”. Þegar
móðir hans deyr er honum komiö fyr-
ir hjá verksmiðjueigandanum Hög-
lund. Höglund er grimmur maöur og
virðist ekki hafa frið í sínum beinum
nema hann sé að kvelja aðra og
valda einhvers konar hörm-
ungum. „Hálfvitinn” vinnur fyrir
verksmiöjueigandann, en þiggur
engin laun og verður að gera sér að
góöu að sofa á kálfabásnum í f jósinu.
Gegn samstöðu
smælingjanna
Sven verður smám saman vitni aö
ódæöum Höglunds, en illvirki hins
vonda manns bitna bæði á hans eigin
fjölskyldu og starfsmönnunum. I
eymd sinni snýr Sven sér að lestri
biblíunnar og brátt tekur hann að sjá
englana.
Dag nokkum hittir „hálfvitinn”
önnu og tilvera hans tekur algerum
stakkaskiptum. Foreldrar önnu líta
á Sven sem jafningja og hann flýr til
þeirra eftir að hafa orðið vitni að
nasistafundi á heimili Höglunds.
Verksmiðjueigandinn er nefnilega
fyrstur manna til að taka upp hina
nýju stefnu frá Þýskalandi. Fjöl-
skylda önnu tekur Sven opnum örm-
um og þau hjálpa honum til að láta
draum sinn rætast. Honum tekst aö
festa kaup á nýju mótorhjóli.
Höglund hefur sakir ónáttúru sinn-
ar illan bifur á þessari samstöðu
smælingjanna og þegar hann hefur
verið sviptur ókeypis vinnuafli Svens
hefnir hann sín grimmilega á fjöl-
skylduönnu.
Eins og þessi efnisútdráttur
bendir til er Einfaldi moröinginn
kvikmynd af alvarlegra taginu, and-
stæða fyrri mynda Hans Alfredsons.
Þó má ef til vill segja að þrátt fyrir
grínið og gamanið sem jafnan hefur
ríkt í myndum Hasse og Tage sé oft
að finna í þeim alvarlegan undirtón.
Innsti kjarni myndanna hefur f jallað
um náttúrueyðingu, mengun, kjam-
orkuvopn og síðast en ekki síst hefur
verið í þeim að finna harða ádeilu á
velferðaríkiðSvíþjóð.
Hóran og fávitinn
á fjósbásnum
En í einfalda morðingjanum er
Hasse alveg án Tage. Hann leikstýr-
ir myndinni sjálfur og fer með hlut-
verk verksmiðjueigandans og ill-
mennisins. Að sumu leyti mun mynd-
in byggja á atburðum úr barnæsku
Alfredsons á Skáni, en aö hluta til
hefur hún yfirbragð þjóðsögunnar.
Að illsku jafnast vondi maðurinn
ekki á viö neinn nema fjandann sjálf-
an og „hálfvitinn” er mesta gæða-
blóð sem hugsast getur. Hann fær sig
ekki einu sinni til að drepa rottu sem
gerir honum lífið leitt á nóttunni.
Verksmiðjueigandinn lætur sér
ekki nægja að rýja fátæka bændur
inn að skyrtunni. Hann brennir til
dæmis þrjú hundruð króna seðil fyrir
framan bónda sem neyðst hefur til
að selja skepnurnar sínar til að
standa í skilum meö þessa upphæð.
„Þetta snýst auðvitað ekki um þess-
ar skitnu 300 krónur Maanson, þetta
snýst um grundvallaratriöið: að
borga það sem maður skuldar.” Og
þetta segir Höglund á jólakvöld.
Systir Svens er í hópi nasistanna
sem heimsækja Höglund. Hún er
fyrrverandi hóra en hefur snúiö baki
viö þessari atvinnugrein. Hún ber af
sér allan skyldleik við fávitann á
f jósbásnum, en gefur honum þó biblí-
una aðskilnaði.
Þaö eru ekki hættulegir, morðóðir
nasistar sem sækja Höglund heim,
heldur þessir ógeöfelldu, skamm-
sýnu og kímnigáfulausu broddborg-
arar. Fasisminn er möguleiki, en
ekki alvara hjá vonda manninum.
Hann er ekki að leita eftir valdi.
Hann hefur valdiö í sínum höndum.
MótorhjóHð og
frelsið
Eins og í mörgum þjóðsögum er
hetjan í Einfaldi morðinginn ein-
feldningur. Stellan Skarsgaard fer
meö hlutverk Svens og frammistaða
hans er ævintýri líkust. Hann hefur
hlotið einróma lof og vann fyrir leik-
inn Silfurbjörninn á kvikmynda-
hátíðinni í Berlín 1982.
Sven fær ekki að vera meðal
manna heldur er hann hafður hjá
skepnunum. Hann slefar og vegna
skarðsins í vörinni er skánskan sem
hann talar því sem næst óskiljanleg.
Með aðstoð mótorhjóls getur hann
veitt sér og önnu, sem er lömuð,
frelsi, en það varir aðeins stutta
stund.
„Hálfvitinn” er ekki aðeins aðal-
persóna Einfalda morðingjans heldur
eru atburðirnir sýndir frá sjónarhóli
englar hefndarinnar birtast. °g Ckki Iíður á ,ön8u þar tii
hans. Líf Svens er fullt af grimmd og
til að bæta sér upp óhrjálegan veru-
leikann tekur hann að sjá englana.
Englamir eru í gylltum stígvélum og
ganga meö gyllta mótorhjólahanska.
Þegar þeir koma fram á sviðið er í
kvikmyndinni leikin Requiem eftir
Verdi og tignarleg tónlistin eykur á
dramatísk áhrif myndarinnar.
Hér að framan hefur verið minnst
á frammistöðu Stellan Skargaard en
allir leikararnir í Einfalda morðingj-
anum skila hlutverkum sínum af
stakri prýði. Hans Alfredson leikur
sjálfur Höglund verksmiðjustjóra og
er eins óþverralegur og frekast má
verða. Það var dálítið undarlegt á
frumsýningu myndarinnar í Regn-
boganum að s já og heyra þennan við-
kunnanlega gráhærða grínista þegar
hann ávarpaöi áhorfendur og nokkr-
um mínútum síöar birtist sami
maður á tjaldinu, sadisminn og
mannvonskan uppmáluö.
Grimmd og tign
á Suður-Skáni
En það eru fleiri en leikararnir
sem gera sitt til að Einfaldi morðing-
inn verði áhorfandanum eftirminni-
legur. Jörgen Person stjórnaði kvik-
myndatökunni og tekst aö nýta
grimmdarlegt en jafnframt tignar-
legt landslag Suður-Svíþjóöar.
Sagan um skánska „hálfvitann”
sem leggur til atlögu við hiö vonda
undir verndarvæng engla hef ur verið
gerð ógleymanleg á hvíta tjaldinu.
Hans Alfredson hefur sjálfur sagt að
hann hafi reynt að draga skýrar lín-
ur í mynd sinni og einfaldleiki henn-
ar er á köflum magnaður, en verður
aldrei kjánalegur þótt oft sé teflt á
tæpasta vað.
Vonandi verður Einfaldi morðing-
inn sýndur enn um sinn í Regnbogan-
um þó aö myndin hafi vikiö úr
stærsta salnum strax í fyrstu sýning-
arviku. Margir þeirra sem sjá
Einfalda morðingjann vilja án efa
taka sér í munn orð sænska gagnrýn-
andans sem sagði eftir að hafa séð
myndina: „Stöku sinnum rekst þú á
kvikmynd sem þú vilt strax taka upp
á myndband hjarta þíns. Þegar þig
langar til geturðu svo tekið hana
fram, hugsað meira um hana og not-
ið hennar. Einfaldi morðinginn hans
Hans Alfredsons er ein úr þessum
hópi.”
-SKJ