Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1983, Síða 22
22
DV. LAUGARDAGUR12. MARS1983.
47. þáttur
Margrét Olafsdóttir yrkir vísur, er bún kallar
„Kærleiksvon”:
Ým>,irþungan út um svid
œvidrungan þregja,
böl og hungur búa vid.
Börnin ungu deyja.
Aörir plœgja kra og sá,
eiga slœgju fína,
nautnum hægja atdr i á,
eta nœgju síria.
Ef viö réttum aumum hönd,
ödrum léttum byröi,
kœrleiks fléttum friðarbönd
fólkiö mettaö yröi.
„Þjóstólfur” botnar fyrriparta Margrétar
Olafsdóttur:
Upp til heiöa hulin þrá
hugann leiöir víöa,
sporagleiöum gandi þá
gott er skeið að ríöa.
Tíminn græöir opna und
einsþótt blæöi núna,
aö hann lœöir líknarmund,
lífi glæöir trúna.
„Og þinn fyrripartur,” segir Þjóstólfur:
Trauöla er von, aö ýtar yrki,
ef aö svona dýrt er kveöiö,
um þess konar víravirki
viröist konan hafa beöiö.
P.S.P. botnar vísuparta frá 11. des.:
Oft á tiöum veginn vísar
vísagerö afskáldi slyngu.
Ljúfur óöur tjóöadísar
leiöir sál frá örvæntingu.
Töfrar húmsins glœða geö,
góöa, komdu aö sofa.
Áöurgetur eitthvaö skeö.
Ég öllu góðu lofa.
Fennir grimmt ígömul spor,
gróa fornar slóðir.
Kemur eftir vetur vor,
væn er lífsins móðir
Alltafþegar innra ’ er kalt,
óöur snjallur hlýjar,
lœtur blómstra lífiö allt,
leiöa burtu stíar.
P.S.P. sendir vísu og segir til skýringar, aö
enn sé verið aö grúska í aðild aö morðtilrauninni
í fyrra á Jóhannesí Páli II., páfa í Róm. Hann er
Pólverji (Póli)
Heima í Póllandi er andstæöa páfa, hers-
höfðinginn Jaruzelsky, sem geröi þann
kisuþvott um jólaleytið að afnema herlög að
nokkru leyti. Hvorugur þessara manna kvartar
opinberlega yfir hlutskipti sínu:
Fólar tveir í basli bisa,
berja sjaldan lóm:
Jaruzelsky jólakisa,
Jóhannes í Róm.
Þórunn Stefánsdóttir, Borgarholtsbraut 59 í
Kópavogi, yrkir:
Sá ég feitan, soltinn hrút
sautján geitur annast,
þorskinn teita þamba af stút,
þetta veit ég sannast.
Kvikar áin krapablá,
koönar í fjalli hengja.
Blessuö sólin sækir á,
senn fer dag að lengja.
Olafur Gunnarsson, Borgum Strandasýslu,
skrifar þættinum og segir, að vísan „Lotinn
standa leit ég mann” sé eftir Böðvar Guölaugs-
son, kennara í Kópavogi, en ekki eftir Rósberg
G. Snædal. Þetta mun aö öllum líkindum rétt hjá
Olafi og biöst ég afsökunar á að hafa rangfeðrað
vísuna.
Olafur sendir nokkrar vísur, sú fyrsta er
þessi:
Fáirgista Fornahvamm,
fœst ei bœttur skaöinn,
eyöilegging líknarhramm
leggur yfir staöinn.
Næsta vísa Olafs ber yfirskriftina „Vinstri
sinni”:
Bilnum ek ég breiöan veg
beint að holu hverri,
hægri kantinn hata ég,
hann er alltaf verri.
Næsta fyrirsögn hjá Olafi er: „Fréttir 11.11.”:
Andar köldu um hugarhjallinn,
hvaö því veldur enginn spur:
Brésneff dauöur, Friörik fallinn,
fœr í klofiö Vilmundur.
Okkar króna er enn að smækka,
allt um þverbak held ég keyri.
Þingmönnunum þarf að fœkka,
þeir mega ekki vera fleiri.
Nú er bjart við Breiöafjörö,
blikar máninn fagur,
mjallarhjúpur hylur jörð.
hniginn sumardagur.
Syndir hef ég drjúgum drýgt,
dægurvísur flogiö.
Sumt er bæöi satt og ýkt,
svo er annaö logiö.
Engum fœr er fiskaslóö,
fljúga kærar stundir.
Vindur hlær í vígamóö,
veltur sær á grundir.
Lifna blóm og léttast spor,
lindir glaöar tifa.
Nú er sífellt sól og vor
sœla hrein að lifa.
Dýrmundur Olafsson sendir þrjár samstæðar
vísur, er hann kallar, ,Eggert svíkur Gunnar ”:
Eggert veitir enga fórn
eöa fyllir vikiö,
því garpurinn hefur Gunnarsstjórn
greinilega svikiö.
Annaö sinn hann ekki má
ulanflokka gista,
enda mun hans æöstaþrá
öruggt sœti á lista.
Á Bergþórshvoli bjó hann Njáll,
bækur eru' um þaö kunnar,
afbragös karl í oröum háll,
en aldrei sveik hann Gunnar.
Einhver J.E., því miöur gefur hann ekki upp
fullt nafn, sendir bréf dagsett 22. jan. Hann
botnar:
Upp til heiöa hulinþrá
hugann leiöir víöa.
Flesta seiöa fjöllin há
og fannabreiöur hlíöa.
Tíminn græöir opna und,
eins þótt blæöi núna.
Kíminn sæöir halur hrund
hafti gæöa rúna.
Ef á ferö ég vönkuö verö,
vegagerö það kenni.
Lofti og sjá sem óbyggö á
enginn lá mun henni.
Annað úr þessu bréfi er ekki birtingarhæft, ef
gæta skal velsæmis í þessum þáttum. En í bréfi
dagsettu 29.1. botnar J.E.:
Ekki er fjandinn iöjulaus,
oft þaö sannazt hefur,
öllu granda æöra kaus,
aö því vann sá refur.
Ekki er tíöar andskotinn
yfriö blíöur núna.
Ef aö hríöar enn um sinn,
úr mér líöur mátturinn.
J.E. yrkir að lokum:
Rækarls mikil raun þaö er
aö ríma á móti,,núna”.
Stikluvik því valdi hér,
vond þó þykir skiptin mér.
Er ég var aö grauta í drasli á skrifborðinu hjá
mér, fann ég bréf frá Stefáni Guðmundssyni,
Hringbraut 28, og var það dagsett 11. des. sl. Þó
að seint sé, ætla ég nú að birta botna, sem Stefán
sendi mér í þessu bréfi:
Oft á tiðum veginn vísar
visa gerö af skáldi slyngu.
Stefni ég til draumadísar,
detta tjóö um háls og bringu.
Töfrar húmsins gæöa geö,
góða, komdu aö sofa,
Yndi húmsins mæli'ég meö,
mey skal aö kvöldi lofa.
Alltafþegar innra er kalt,
óöur snjallur hlýjar.
Sé þar ekkert fleira falt,
fæöast stökur nýjar.
I ööru og nýrra bréf i botnar Stef án:
Ég á garö með grænum runnum,
gróöurmold og blómaangan, —
friöarreit hjá fögrum brunnum,
frjálsan glaöning daginn langan.
Ég á garö meö grænum runnum,
gróöurmold og blómaangan.
Óska fœöis milljón munnum,
mætti lengjast friöargangan.
Jón Jónsson botnar og gerir úr braghendu:
Nú vill kappinn Eiöur eyöa
öllum hvölum.
Þingsins hrópar hátt í sölum,
hafnar amerískum dölum.
Guömundur Sigurður Jóhannsson í Keflavík,
hvort tveggja í senn Húnvetningur og Skag-
firöingur aö ætt, sendir mér bréf. Hann segist
hafa sent Halldóri Kristjánssyni frá Kirkjubóli
þessa vísu á nýárskorti:
Halelúja, til hægri snú,
hertu þig upp með víni,
og hýrgaöu oft þitt heilabú
meö hassi og amfetamíni.
En Guömundur segir, að Halldór vilji kannski
heldur hafa vísuna svona:
Efldu meö þér ást og trú,
afneitaðu víni,
og hafnijafnan þitt heilabú
hassi og amfetamíni.
Um einn vinnufélaga sinn og skólabróöur seg-
ist Guömundur hafa ort:
Ásjónan er afar fríö
yfirbjört aö líta,
en alla sina aumu tiö
er eins og hún sé aö skíta.
Guðmundur Sigurður segir: „Ekki er ég viss
um, að allir kannist viö draumavísu þá, er Jón
Arnason á Víðimýri í Skagafirði kvað, er hann
birtist vini sínum í draumi skömmu eftir dauða
sinn:
Margan galla bar og blett
bágt mun varla aö sanna.
Drottinn alla dæmir rétt,
dómar falla manna. ”
Guðmundur Sigurður kvað til Olafs Lárus-
sonar, ömmubróður síns, bónda og hreppstjóra í
Skarði í Göngusköröum:
Hattinn ber á höföi sér,
hreifur fyrr en varöi.
Hláturmildur heilsar mér
hreppsstjórinn í Skaröi.
Trútt viö rætur Tindastóls
téöur safnar aröi,
árla kominn er til róls
Ólafur í Skaröi.
/ bœndafarir bregöur sér
búandkarlinn haröi,
kœtist þá og ólmur er
Ólafur i Skaröi.
Hefur enga í réttum ró,
rœöur aldrei sparöi,
sveiflar staf og segir hó
signorinn í Skaröi.
Býr við rausn í beztum rann
í bænda ræmdum garöi.
Biö ég Guö, að geymi hann
goðann þarna í Skaröi.
Guðmundur Sigurður segir: „Sögusögn
nyröra hermir, að á trésmíöaverkstæöi norður á
Blönduósi hafi smiður unniö við tveggja blaða
vélsög og voru stillanlegir hraðar á henni.
Einnig voru utan á vélinni tveir „pungar”. Lágu
frá þeim leiðslur fram að sagarblöðunum, og
dældu þessir „pungar” olíu á sagarblööin til aö
kæla þau. Þá orti maöur nokkur, þá ungur aö
árum, en telst nú til hinnar geistlegu stéttar,
þessa vísu:
Veit ég eina verkaglaöa
vændiskonu, sem er ung,
tveggja blaöa, tíu hraöa,
með tvöfalt sæti fyrir „pung. ”
Karl Sævar Baldvinsson í Keflavík sendir mér
bréf. Þessa vísu segist hann tileinka Sigurgeiri
Þorvaldssyni:
Listamannsins Ijúft er geö,
lífs þótt sé í stormipeö,
enga merkir sorg né sút,
sínum hampar flöskustút.
Þá sendir Karl og þessa:
Þóttþú berirþungan kross
og þrautir reynir stundum.
muntu síöar herlegt hnoss
hljóta ígrænum lundum.
Maður nokkur bauð konu vinar síns í Grikk-
landsferð. Hann hafði fullan hug á því að ná
tangarhaldi á konu þessari í ferðinni. En konan
stakk brúöarræningjann af þrem tímum fyrir
brottför. Þá orti Karl:
Kvenfólkinu hann kynntist seint,
en kvalafull var raunin.
Geystist hann til Grikklands beint,
en gæran hirti launin.
Þá er komiö að fyrripörtum. „Loki” segist
ætla að koma mér til aöstoðar með nokkra nýja:
Sátu aö drykkju dólgar tveir,
deigan létu ei síga.
Brátt er liöinn leiöur vetur,
Ijúft er ekki hans aö minnast.
Oft á tíöum víli og vá
veldur stundargaman.
Ef kosningar í vetur veröa,
víst mun einhver rauöu snýta.
Yrkiö meyjar, yrkiö sveinar,
allt er betra en híma og þegja.
Með þessum fyrripörtum lýkur þessum þætti.
SkúliBen.
Utanáskriftin er:
Helgarvísur
Pósthólf 161.
230 Keflavík.
Ef kosningar í vetnr verða
vísl ninn einliver ranðu snýta