Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1983, Blaðsíða 4
4 DV. MÁNUDAGUR28. MARS1983. Framkvæmdir Lands- virkjunar halastýfðar — framkvæmdaféð lækkað um 364 milljónir króna Framkvæmdaáætlun Lands- virkjunar var skorin niöur með láns- fjárlögum ríkisins úr 1.224 milljónum í 860 milljónir króna, eða um 364 milljónir. Nokkur verkefni tefjast um minnst ár. Lúkning Suðurlínu er þar á meðal, eins og DV hefur áöur skýrt frá. Rannsóknir á Fljótsdalsheiði eru nær alveg skornar af og sama upphæð skorin af athöfnum á Þjórsársvæðinu. 1 greinargerð frá Landsvirkjun eru upplýsingar um niðurskurðinn í helstu þáttum f ramkvæmdanna. Hrauneyjafossvirkjun: Lækkun úr 109,3 í 57 milljónir. ,,Fyrri áætlun of há, einkum vegna þess að meira var gert árið 1982 en reiknað hafði verið með áður. Auk þess er áætlun um kröfugerð verktaka o. fl. mun lægri en áður.” Sultartangastífla: Hækkun úr 289,3 í 292 milljónir. „Samnings- bundið og því ekki hægt að fresta.” Kvíslarveitur og Þórisvatn: Lækkun úr 67,5 í 48 milljónir. „Aðeins reiknaö meö styrkingu á stíflugrunnum við Svartá, Þúfuver og Eyvindarver og lúkningu botnrásar í Þúfuversstíflu. Mælingar (Sprengisandslína o. fl.): Lækkun úr 12,9 í 12 milljónir. „Taliö nauðsynlegt að halda opnum mögu- leika, aðlínan getikomist í gagnið 1987.” Rannsóknir (Þjórsársvæði, Fljóts- dalsvirkjun): Lækkun úr 92 í 60 milljónir. „Rannsóknir á Fljótsdals- heiði skornar næstum alveg niður og svipuð upphæð skorin niður á Þjórsársvæði.” Sigöldulón, yfirfall: Hækkun úr 15,3 í 21 milljón. „Aríðandi fram- kvæmd, ný kostnaðaráætlun.” Viðbygging á Geithálsi: Var áætluð 10,7 milljónir, felld alveg niður. „Þarfnast ekki skýringa.” Mötuneyti Búrfelli: Hækkunúr4,6 í 5 milljónir. „Samningsbundið og þegar framkvæmd aö mestu leyti.” Straumfræðistöð: Var áætluð 6,1 milljón, felld niður. „Þarfnast ekki skýringa.” Ýmislegt, ófyrirséð: Lækkun úr 61,4 í 5 milljónir. „Frestun á ýmsu smálegu og minnkun svigrúms.” Blönduvirkjun: Lækkun úr 270 í 200 milljónir. „Aætlun aðeins skert vegna stífluframkvæmda á Auð- kúluheiði sem fresta má, án þess aö fresta þurfi gangsetningu Blönduvirkjunar til 1988. ” Suðurlína, aðveitustöðvar o. fl.: Lækkun úr 284,9 í 160 milljónir. „Frestun alls sem er ekki þegar samningsbundiö. Lúkning frestast til 1984.” Greinargerð Landsvirkjunar lýkur á þessum orðum: „Að öllu samanlögöu virðist sem fyrir- liggjandi framvarp til lánsfjárlaga geri ráð fyrir lánsfjárheimild til Landsvirkjunar sem við megi una með þeim skýringum og fyrirvörum sem að ofan greinir.” En áöur höfðu veriö raktir margvíslegir fyrirvarar. Er frestun sumra framkvæmdanna talin hafa kostnaðarauka í för með sér. En ekki eru allir sáttir við frestun orkuframkvæmdanna. Eins og greint var frá í DV nýlega er nú leitað að fé til Suðurlínu í stað þess sem skorið var af. Er sú leit fast sótt. Blönduvirkjunarmenn eru ekki sáttir við niðurskurðinn og enn síður þeir sem vona á Fljótsdalsvirkjun. -HERB. ökukennarar og framkvæmdastjóri Umferðarráðs með nýju bókina, Akstur og umferð. D V-mynd Bjarnieifur. ökukennarafélag íslands gefur út: Akstur og umferð — kennslubók fyrir ökunema og almenning ökukennarafélag Islands hefur gefiö út bókina Akstur og umferð. Bókin er ætluð sem kennslubók fyrir ökunema og allan almenning. Henni er skipt niður í 33 kafla um flest það sem viðkemur þeim er með ökutæki fara. I bókinni eru líka á annað þúsund myndir til skýringar á texta bókarinnar. Akstur og umferð má nota sem uppsláttarbók um flest það er viðkemur akstri og umferðarmálum. Bókin er framlag ökukennarafélags Islands á norrænu umferðaröryggis- ári til bættrar umferðarmenningar Islendinga. -JBH. NÝ RADÍÓÞJÓNUSTA SETT Á LAGGIRNAR Nú er í ráði að setja á stofn radíóþjónustu fyrir báta og skip sem gerð eru út frá Reykjavík. Það er Magnús Ásgeirsson stýrimaöur sem hefur haft frumkvæöi aö því að koma fyrirtækinu á laggimar og mun það bera nafnið Grandaradíó. Hugmynd hans er að koma upp örbylgjustöð og símasambandi. Magnús Ásgeirsson sagði í viðtali við DV að þörfin fyrir slíka þjónustu væri mjög brýn og væru menn sam- mála um að hér væri um að ræða mikið hagsmuna- og öryggismál. Á fjölmörgum stööum víðs vegar um landið eru rekin bátaradíó, en hefur hins vegar vantað í Reykjavík. Kostina kvað Magnús ótvíræöa. Algengt er að skipstjórnarmenn þurfi að eyða mörgum tímum í alls kyns út- réttingar eftir að komið er að landi og þá venjulega á þeim tíma sem öll fyrir- tæki og stofnanir hafa lokað. Að sögn Magnúsar gæti talstöðvarþjónusta annast ýmiss konar þjónustu fyrir báta og skip og nefndi hann sem dæmi upplýsingar um komutíma, aflatil- kynningar báta, útvegun á hlutum eins og olíu, veiðarfærum, varahlutum viðgeröum, lausamönnum til af- leysinga og froskköfun svo eitthvað sé undanfarið unnið að fjáröflun til stofn- setningar Grandaradíós, en fyrir- tækið verður til húsa að Hólmsgötu 8a. Stofnkostnaöur er 200.000 krónur. DV-mynd: EinarÓlason. nefnt. Þá nefndi Magnús að fisk- verkanir á Stór-Reykjavíkursvæðinu myndu vita nákvæmlega um komutíma og afla bátanna. Einnig væri þess að geta að radíóið myndi létta mjög undir meö fjölskyldum sjómanna sem upplýsingar þurfa um ferðir bátanna á degi hverjum. Magnús sagði að radíóþjónusta af þessu tagi væri ekki einkamál sjómanna og útgerðarmanna, heldur myndi verslun og annað atvinnulíf hafa af henni mikið gagn. Flestir bátaeigendur í Reykjavík hafa undirritaö yfirlýsingu þar sem hvatt er til að þessari þjónustu verði komið á. -PÁ. Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Sama um vamir landsins Vilmundur Gylfason, formaður Bandalags jafnaðarmanna, var spurður að því í fréttatíma útvarps- ins hver væri afstaða þessa banda- lags til Atlantshafsbandalagsins. Hann svaraði með löngu svari þar sem vísað var til friðar og andstöðu við mannréttindabrot. Síðan var talað um að Bandalagiö væri fylgjandi samstarfi við lýðræðis- þjóðir, þar næst að rétt væri að vera í Norðurlandaráði og Sameinuðu þjóð- unum. Þá fyrst var kominn timi til þess aö svara spumingu frétta- manns: sem sé að Bandalagið væri fylgjandi því, að íslendingar störf- uðu innan Atlantshafsbandalagsins Var þar langur formáli að einföldu svari. Því næst var Vilmundur spurður að því, hver væri afstaða Bandalags- ins til vem hersins á Keflavíkurflug- velli. Hann lýsti því þá yfir, að Bandalagið tæki ekki afstöðu til varaarliðsins, þótt hann persónulega væri fylgjandi dvöl hans. Er þá komið fram, sem margir ótt- uðust, að til þess að ná til óánægðra kjósenda Alþýðubandalagsins ákveður Vilmundur aö skera sig úr hópi lýðræðissinna og láta eitt af gmndvallaratriðum utanrikisstefnu landsins afskiptalaust. Ekki er að efa, að ýmsir vinstri sinnaðir menn, sem em óánægðir meö Alþýðubanda- lagið, munu nú telja sér óhætt aö kjósa Vilmund. Það vill nefnilega þannig til, að Alþýðubandalagið á í sívaxandi erfiðleikum með þá félaga sína, sem vilja gera varnarmál að meiri mála- flokki við stjórnarmyndanir. Og þvi er ekki aö neita, að með því að kasta vamarmálunum í bunka ósvaraðra spursmála, verður Vilmundur æski- legur stjórnaraðili með Alþýðu- bandalaginu og gætu bandalögin tvö þá unnið talsvert tjón. Það hlýtur hins vegar að verða borgaralega sinnuðu fólki, sem hefur haft trú á Vilmundi, veraleg vonbrigði, að hann skuli nú, er hann haslar sér völl sem flokksleiðtogi, feta í fótspor þeirra manna, sem loka augunum fyrir nauösyn varaa. Og þessi vonbrigði eru slík, að þau hljóta að vera til þess, að fjölmargir kjósendur skipti nú um skoðun og hætti stuðningi viö Bandalag jafnaðarmanna og kjósi í þess stað einhvera af borgaralegu flokkunum þremur. Eins og kosningalöggjöfin er, getur Vilmundur ekki vænst þess, að aðrir Bandalagsmenn muni ná kjör- dæmakosningu en hann sjálfur. Þá er hugsanlegt, að hann muni fá til fylgdar uppbótarmenn úr ýmsum kjördæmum. Ekkert er vitað um afstöðu þessa fólks til varnarliðsins, og verður væntanlega ekkert um hana vitað fyrr en það birtist á þingi og tekur sér stöðu með Hjörleifi Guttormssyni að koma hér á austur- þýsku stjórnarfari og hefur notað sér einfeídni Vilmundar til að koma sér í framboð. Og þá rennur e.t.v. upp fyrir fleirum, að margar af stjórnskipunarhugmyndum Vil- mundar samrýmast vel hugarfari þeirra manna, sem vilja ekki aö þingið ráði of miklu. Að sjálfsögðu er Vilmundur ekki stuðningsmaður herranna í Kreml. Hann er hins vegar nokkuð valda- fikinn og sér ofsjónum yfir stöðugu fylgi sjálfstæðismanna. Hann dreymir um að verða leiðtogi sterk- asta stjóramálaafls þjóðarinnar, og fyrst hann treysti sér ekki til þess að ganga til samstarfs með sjálfstæðis- mönnum, þá reynir hann nú að koma á svig við þá og notfæra sér erfitt ástand um forustu flokksins. Að hve miklu leyti honum tekst þetta ætlunarverk sitt skal ósagt látið, en ef braut hans til valda á að vcrða vörðuð undanlátssemi í varnar- málum, atlögu að grundvallarprins- ípum um stjórakerfi landsins og tillitsleysi um menningararf, þá er eins gott aö snúast strax til varnar og líta á liðsbón hans sem bréf sem ekki á að svara. Allt of oft hafa átök innan borgara- legra afla á íslandi orðið til þess að áhrif Alþýðubandalags hafa orðið langt of mikil og kominn tími til að sá flokkur hafi áhrif í samræmi við fylgi sitt en ráði ekki öllu til sjós og lands. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.