Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1983, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1983, Blaðsíða 22
30 DV. M ANUDAGUR 28. MARS1983. Technico vasatölvur. Týsgötu 1, simi 10450 Reykjavik. HMÓpflVEIt J Slmi (96)23626'0/Giw*rao(u 32 Akureyrl , -g>r> GÖNGUSKÍÐASETT Þetta sett bjéðum við á aðeins kr. 2.500,- Eigum einnig úrval af gönguskíðafatnaði. Sportborg Hamraborg 6 Kópavogi, sími 44577. Póstsendum Göngu-skíði -skór -stafir -bindingar ÉG og HÁSETARNIR MÍNIR SÆNSKU BJ5 TÖLVUFÆRA RÚLLURNAR Komið og skoðið uppsettar vélarnar í verslun okkar, Súðarvogi 4, Reykjavík. Símar 84677 og 84380. eru örugglega bestu hásetarnir sem ág hef haft um borð. Við erum í mann- réttindabaráttu — segir Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, efst i maður Kvennalistans í Reykjavík ,jEg hóf mín afskipti af stjómmál- um með þátttöku í Kvennaframboð- inu, fyrir tæpum tveimur árum, og upptendraöist af þeim málum sem þar var verið að ræða” — sagði Sig- ríður Dúna Kristmundsdóttir, efsti maður á Kvennalistanum í Reykja- vík. „Eg fann strax að þama var kom- inn baráttuvettvangur. Gerði mér Ijóslega grein fyrir því, ekki síst vegna náms míns í félagsvísindum, hvemig stöðu kvenna er háttað — hér og annars staðar. Kvennafram- boöið og Kvennalistinn em hreyfingar sem byggja á hugmyndum kvenna. Það er mín sannfæring að aöeins á þann máta geti konur komið sínum sjónar- miðum á framfæri. Reynslan hefur sýnt að það stoðar lítt fyrir konur að ganga inn í hið hefðbundna flokkakerfi vegna þess að það er þyggt upp samkvæmt pýra- mída-hefðum. Þau gildi, sem em þeim flokkum töm, má segja að séu karlkynjuð; önnur heldur en þau sem em konurn eiginleg. Þar eiga konur því ákaflega erfitt með aö koma skoöunum sínum og viðhorfum á framfæri. Sem sagt, öll uppbygg- ing gömlu stjórnmálaflokkanna hentar konum mjög illa, að mínu áliti. Það var athyglisvert að hlusta á Dorothy Thompson, breskan sagn- fræðing, sem hér kom í fyrravetur og flutti erindi í Norræna húsinu um þátt kvenna í bresku verkalýðs- hreyfingunni á síðustu öld. Fyrst framan af vom konur mjög virkt afl í þessum málum. En þegar hreyfingin hafi verið „skipulögö”, þá hurfu konurnaraf sjónarsviöinu; gátu ekki lengur starfað. — Það skipulag var auðvitað samkvæmt því sem tíðkast í hefðbundnum stjómmálasamtök- um. Við á Kvennalistanum teljum hann auðvitað ekki, á nokkurn máta, vera afturhvarf til þeirra hluta sem viö í raun emm að berjast gegn. Því vil ég taka skýrt fram aö ég iít á þessi af- skipti mín af pólitík sem framlag til baráttu kvenna, fyrst og fremst. Það er mín gmndvallarforsenda. Ég tel engan veginn að þessi aðferð okkar sé önnur tegund af misrétti, né við- haldi misrétti á nokkurn hátt. Undanfarin tíu—tólf ár hefur hug- takið jafnrétti einkum verið notað í merkingu þess að konur hafi sama rétt og karlar; fái að fara á sjóinn, aka vömbíl og þar fram eftir götun- um. Þessitúlkun hentaðikannski sér í lagi ungum konum sem áttu lífið framundan. En hvernig átti sú túlk- un jafnréttis að eiga við miðaldra eða eldri konur? Þess vegna setjum við á oddinn að þau sjónarmið, er mótast af reynslu kvenna, sem er ööruvísi en reynsla karla, komist á framfæri. Þaö em hugmyndir sem við teljum aö allar konur eigi sameiginlegar og nái til allra kvenna. Viö berjumst fyrir frelsi kvenna — rétti kvenna — á þeim grundvelli. Jafnrétti er stórt orð, varasamt orð. Við viljum að konur fái sjálfar að segja hvað þær hugsa, hvað þær vilja og að hlustað sé á það sem þær hafa til málanna aö leggja — að við eigum raunvemlegt val um líf okkar og hvemig við háttum því. — Það sem við er að eiga eru, þegar allt kemur til alls, gmndvallarhug- myndir samfélagsins. Við erum í mannréttindabaráttu. — Og það er ljóst, af framboði kvenna til bæjar- og sveitarstjóma- kosninga í fyrravor, að konur eiga fullt erindi með sín sjónarmiö inn á vettvang stjórnmála.” -FG. „Ég fann strax að þarna var kominn baráttuvettvangur. Gerði mér ljóslega grein fyrir því, ekki síst vegna náms míns í félagsvísindum, hvernig stöðu kvenna er háttað—hér og annars staðar.” DV-mynd: Einar Ólason. Kiwanisklúbburínn Esja: HAPPORÆTTl TIL STYRKTAR SJÓNSTÖD FYRIR BLINDA — dregið á fjölskylduskemmtun í Laugardalshöll annan í páskum Kiwanisklúbburinn Esja er þessa dagana að hleypa af stokkunum happ- drætti. Gefnir era út 12 þúsund miöar. Vinningur er Nissan Cherry að verð- mæti 220 þúsund krónur. Dregiö verður annan í páskum á fjölskylduhátíö í Laugardalshöll. Þar verður fjöldi landskunnra skemmtikrafta, klassík, popp, gamanmál og bingó með glæsi- legum vinningum. Hápunktur dagsins er hinn glæsilegi vinningur í happ- drættinu og ef vinningshafinn verður viðstaddur ekur hann út á nýjum bíl. Drætti verður útvarpað beint þannig að ef einhver úti í bæ er með vinnings- miðann hefur sá hinn sami möguleika á því að mæta í höllina og taka við vinningnum. Um kvöldið veröur síðan unglinga- dansleikur, þar munu Grýlurnar sjá um stemmninguna. Allur ágóði rennur til tækjakaupa í sjónstöð Blindrafé- lagsins sem verður til húsa í nýbygg- ingu félagsins að Hamrahlíö 17, Reykjavík. Sjónstöð er stofnun sem blindir geta leitað til. Þar fá þeir skoðun hjá augnlækni. Gleraugna- smiöur útvegar viðeigandi sjón- hjálpartæki og sjónþjálfi þjálfar fólk í aö nýta sem best sínar sjónleifar. J.G.I., starfskynning.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.