Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1983, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1983, Blaðsíða 9
DV. MÁNUDAGUR 28. MARS1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Islendingar verða karla og kerlinga langelstir — samkvæmt nýútkominni árbók Sameinuðu þjóðanna um mannfjölgunarfræðin Island er það landið þar sem menn geta vænst að verða langlífastir, samkvæmt upplýsingum sem fram koma í Arbók Sameinuðu þjóðanna um mannfjölgunarfræði fyrir árið 1981, en hún er nú nýkomin út. Skýrslur um Noreg, Holland, Japan og Svíþjóö sýna einnig líkur á, að fólk þar komist til hárrar elli. I árbókinni er að finna margvíslegar upplýsingar um íbúa heims sem á miðju ári 1981 voru taldir vera 4.508 milljónir, en það var 76 milljóna f jölgun frá því árið áður. Þar kemur fram að meyböm fædd á Islandi geti vænst lengstra ævidaga, því að meðalæviskeið kvenná þar sé 79,7 ár. íslendingar virðast af þessum tölum einnig verða allra karla elstir, eða að meðaltali 73,7 ár. Annars eru talin þar upp 20 önnur lönd þar sem konur verði aö jafnaði eldri en 75 ára. Efst á blaði þar eru Noregur (79 ár), Holland (78,9 ár), Japan og Svíþjóð (78,8 ár) og Færeyjar (78,7 ár). Á eftir Islandi er talin upp tylft landa þar sem kariar geti vænst þess að verða sjötugir. Þar er Japan (73,3 ár), Svíþjóð (72,8), Holland (72,4),Noregur (72,3),Israel (72,1) ogfleiri. Ef litið er á hinn endann á listanum yfir lengd æviskeiðs, eru talin upp 47 lönd eöa svæði í Afríku, þar sem lítil von er að konur nái því að verða fimmtugar. I Afríku eru einnig þau tíu lönd sem hæsta hafa bamsburðartíönina. I Kenya fæðast t.d. 53,8 börn á hverja 1000 íbúa. I Niger 51,4 börn. Þau tíu lönd, sem fæstar barnsfæðingar hafa, eru öll í Vestur- Evrópu. V-Þýskaland 10,1, Danmörk 10,4, Italía 11,2, Svíþjóð 11,3. - En áætlað meðaltal fyrir barnsfæðingar í heiminum á bilinu 1975 til 1980 er talið vera 29 á hver ja 1000 íbúa. Eitt, sem vekur mikla athygli í árbókinni, er að bamsfæöingum hefur fækkað í 25 mannflestu löndunum, þar sem landsmenn em nær 80% af öllum jarðarbúum. Bamsfæðingar í Kína námu 33,8 á hverja 1000 árabilið 1960— 65 en voru komnar niður í 21,3 á ámnum 1975—80. Árið 1980 var þriðjungur mannkyns undir 15 ára aldri en 6% voru 65 ára eða eldri og hafði það lítiö breyst frá því1975. 13% íbúa Evrópu voru 65 ára eða eldri. 11% í N-Ameríku og 10% í Sovétríkjunum. En í Afríku voru það aðeins 3% íbúanna í þeim aldursflokki og 4% í Asíu og latnesku Ameríku. I Afríku voru 45% íbúa yngri en 15 ára. Sami aldursflokkur var 40% íbúa latnesku Ameríku og 37% íbúa Asíu. I nær öllum heimshomum vom um 60% ibúanna á aldursbilinu 15—64 ára. Þessi mynd var tekin þegar selavinir héldu um árið út á ísinn til þess að varpa sér yfir veiðibráðina og verja hana með iikama sínum fyrir veiðimönnum en síðan er óviðkomandi bannað að koma innan vissrar vegalengdar irá veiðislóðunum. Selavinir yfirbugaðir með táragasi og reyk Kanadíska lögreglan beitti táragasi og reyksprengjum þegar hún réöst í gær um borð í skip selavina, sem situr fast í ísnum á St. Lawrenceflóa. 24 manna áhöfn skipsins gafst upp átaka- laust en 15 voruhandteknir. Selavinir hafa haldið sig á veiðislóð- unum í flóanum til þess að mótmæla selveiði Kanadamanna. „Sea Shepherd”, skip þeirra, hafði verið kallað til hafnar af yfirvöldum til að svara ákæmm um að hafa verið með átroöning á veiðisvæðunum. Skipstjór- inn hafði neitað. Hann haföi búið sig undir að veita lögreglunni viðnám með vatnsslöng- um, þegar hún réðst um borð, en ekk- ert varð af viðnámi. CP »\V> V#” 7 jO' e<< * ef 3\ ^ ^ es'*' •'>CS<'1<<<> ,9? • ..*?< ' ,o» iö.o< i .. 9?v • &e' V< <a „o< _ ■ Ae'V-af ^ \ ^ é< • st<t <***%* °C . oe^' _ae\^ ' se 9 1 ýb<"s JAPIS hf. BRAUTARHOLTI 2 - SÍMI 27133

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.