Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1983, Side 4
4
DV. ÞRIÐJUDAGUR 3. MAl 1983.
Eldur kviknaði
á Kópavogshæli
Slökkviliðið í Reykjavík fór að
Kópavogshælinu laust fyrir klukkan
sjö í fyrrakvöld, en þar hafði komið
upp eldur í ruslafötu í einu her-
bergjanna og var hann kominn í
gluggatjöld.
Þegar slökkvilið kom á staðinn
var starfsfólk búið að slökkva eldinn
með handslökkvitækjum sem eru á
hælinu.
Orsök eldsins er ókunn.
-JGH.
Fjölbrautaskólinn á Selfossi:
Þór Vigf ússon sett
ur skólameistari
Menntamálaráöuneytiö hefur sett
Þór Vigfússon menntaskólakennara
skólameistara Fjölbrautaskólans á
Selfossi um eins árs skeið frá 1. ágúst
1983 að telja. Þór var áöur kennari
við Menntaskólann við Sund.
Um skólameistarastöðuna sóttu auk
Þórs Björn Pálsson fjölbrautaskóla-
kennari, Guðjón Sigurösson skóla-
stjóri, sr. Haukur Ágústsson, skóla-
stjóri, Jón Hannesson menntaskóla-
kennari og Þorlákur Helgason
aðstoðarskólastjóri. Einn umsækjandi
óskaði nafnleyndar.
-PÁ.
Aðalf undur Sparisjóðs
Reykjavíkur og nágrennis
Innlán hafa aukist
um rúmlega
90 milljónir
Alfa klúbburinn, klúbbur þroskaheftra á vegum Æskulýðsráðs i Árseli, hélt kökubasar til ágóða fyrir
ferðasjóð i Glæsibæ á föstudag. Myndina tók Ijósmyndari DV af hinum vösku ungmennum þegar þau
seldu afurðir sinar i Glæsibæ.
D V-mynd Bjarnleifur.
Sparisjóður Reykjavíkur og ná-
grennis hélt aðalfund sinn nýlega.
Þar kom fram að innlán sparisjóðs
höfðu aukist á árinu um 62,6% eða
91,4 millj. kr. Er það nokkru meiri
aukning en almennt varð í banka-
kerfinu. A árinu jukust útlán
sparisjóðs um 69,4% eða um 66,6
millj. króna.
Formaður sparisjóðsstjómar, Jón
G. Tómasson, skýrði frá því að seint
á liðnu ári heföi sparisjóðurinn,
fengið heimild til þess að setja upp
útibú í Seitjamarneskaupstað. Nú er
unniö að undirbúningi þess að koma
útibúinu á fót og veröur þaö
væntanlega opið á miðju sumri.
Starfsemi sparisjóðs efldist mjög
á árinu og jukust eignaliðir á.
efnahagsreikningi sjóösins um 100
millj. króna, í um 275,45 miilj., eða
65%.
Innlánsaukning á árinu varð um
91,4 millj. króna eöa 62,6%, sem er
nálægt því 3% meira en almennt
gerist í bankakerfinu. Heildar-
innistæður í sparisjóðum í árslok
vom um 237,5 miilj. kr.
Heildarútlán sparisjóðs vom í árs-
iok um 162 millj. kr. og höföu þá
aukist um 69,7% af heildarútlánum
sparisjóðs. Vom lán til einstaklinga
u.þ.b. 105millj. króna.
-KJ/Starfskynning.
Togarinn Jón Kjartansson:
Seldi f isk í Cuxhaven
— fékk 2,6 milljónir fyrir 173 tonn
Togarinn Jón Kjartansson frá
Eskifirði seldi fisk í gærmorgun í
Cuxhaven í Þýskalandi, 173 tonn, fyrir
2.624.688 krónur. Meöalverð var 15,19
krónur fyrir kílóiö. Aflinn var mjög
blandaöur, uppistaðan ufsi, karfi, grá-
lúða og fleiri óteljandi sortir eins og í
góðum ávaxtagraut. Þetta þykir bara
þokkalegt verð fyrir svona blandaöan
afla.
Hólmanesiö kom inn í fyrrakvöld
með 117 tonn, grálúðu, karfa og
eitthvað af þorski. Annars hefur afli
togaranna veriö lélegur og einnig hjá •
netabátunum, miðað við sama tíma í
fyrra. Regína, Eskifirði/-JBH.
Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði
„Lögbundnum” hríng viðræðna lokið
Stjórnarmyndunarviðræður halda
áfram undir fomstu Sjálfstæðis-
flokksins. Um helgina lauk
„lögbundnum” hring viðræöna og
vonandi verður ekki farinn annar
hringur í bráð. Geir Hallgrimsson
vinnur að þessum máium með
tuttugu og þriggja manna nefnd. þ.e.
allan þingflokkinn á bak við sig, og
hefði það hálfa verið nóg. Ein nefnd á
vegum þingflokksins vinnur nú aö
einskonar efnahagsúttekt, en byggir
athuganir sínar og skoöanir náttúr-
lega á athugunum og skoðunum
Þjóðhagsstofnunar, : sem em öllum
frjálsar. Ekki verður séð að lausnir á
efnahagsvandanum liggi á borðinu,
a.m.k. hafa þær lítið verið ræddar á
þeirri „lögbundnu” hringferð, sem í
gangi hefur vcrið. Þannig virðast
ekki liggja fyrir mótaðar alvöruskoð-
anir flokka á næstu viðfangsefnum,
aðrar en sá vaðall, sem uppi var í
kosningunum. Að vísu gaf Alþýðu-
bandalagið út sinn samstarfsgmnd-
völl fyrir kosningar, svona til að leið-
beina viðmælendum um að hafa ekki
uppi rangar hugmyndir, en að auki
kemur bandalagið með yfir hundraö
prósent verðbólgu í farangrinum.
Ljóst er að nú þurfa ákveðnir og
harðir menn að taka höndum saman
og setjast niður og semja. Hið svifa-
seina „lögbundna” kerfi við stjórn-
armyndanir er alveg ófært við þær
aðstæður sem ríkja, og þótt hundrað
þingmenn vildu verða ráðherrar, er
alveg Ijóst að þeir verða ekki nema
tíu í mesta lagi, og eins gott að þeir
áköfustu geri sér grein fyrir því í
tíma. Menn geta auðvitað gamnað
sér við að funda út og suður um ein-
földustu atriði, en almcnningur í
Iandinu krefst þess að mynduð verði
ríkisstjórn fyrir miðjan þennan mán-
uð, og mun ekki taka létt á þeim, sem
setja fótinn fyrir þann möguleika.
Auðvitað er alveg sjálfsagt að leita
allra færra leiöa, en spá Svarthöfða
er sú að í næstu stjórn sitji Sjálf-
stæöisflokkur, Framsókn og Alþýðu-
flokkur. Forsætisáðherra verður án
efa úr Sjálfstæðisflokknum og hafa
verið nefndir í því sambandi Birgir
ísleifur Gunnarsson, Matthías
Bjarnason og Ólafur G. Einarsson,
að því frágengnu að Geir Hallgríms-
son gegni embættinu. En grunur
Svarthöfða er sá að fjórði maður
komi hér við sögu og sé þeirra líkleg-
astur um það bil sem menn hafa tal-
að sig þreytta.
Sagt var um Vinston ChurchiII að
galíar hans hefðu verið svo augljós-
ir, að kostir hans hefðu ekki fengið að
njóta sín fyrr en menn fóru að kynn-
ast honum. Hið sama mætti segja um
einn mann í þingflokki Sjálfstæðis-
manna, Sverri Hermannsson. Hann
hefur verið næsta umdeildur bæði í
flokki sínum og utan hans. Hitt ættu
menn að skoða nú, þegar mikill
vandi er á hðndum, og þegar þörf er
fyrir ákveðinn mann, sem gæti bæði
haft nokkra stjórn á þingflokknum
og í ríkisstjórn og verið skjótvirkur,
þegar mikið liggur við, og fáir munu
þeir, sem nú sitja á þingi, sem búa
yfir sama áræði og Sverrir til hvaða
verka sem þari aö vinna. Engum
getum skal aö því leitt hvort svo
tekst til að Sverrir Hermannsson
verði forsætisráðherra. En fari svo
mundi það reynast vel ráöið miðað
við allar aðstæður og þá erfiðleika,
sem framundan eru og teljast fáum
bjóðandi.
Ekkert af því sem hér hefur verið
sagt virðist augljóst í dag, enda eru
viðræður rétt sloppnar út úr hinum
„lögbundna” hring. Núverandi ráð-
herrar sumir eru að rísa úr flensu, en
veikindi þeirra hafa út af fyrir sig
ekki hindrað rúmstokksviðræöur um
viðhorf til einstakra stjórnar-
munstra. Fram að þessu hefur að-
cins verið rætt um menn og flokka, en
lítið sem ekkert um þann vanda, sem
næstu ríkisstjórn ber að leysa. Þótt
þetta þyki kannski ekki bera vott um
skjótar aðgerðir skulu menn hafa í
huga, að úrslit kosninganna juku
frekar á erfiðleikana en hitt. Auðvit-
að munu erfiðleikar okkar teknir til
meðferöar, þegar kemur að sjálfum
stjórnarsáttmálanum, en þá ríður á
miklu að menn kunni að rifa sig úr
sjálfsstjórnarfari verðbólgunnar.
Svarthöfði.