Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1983, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1983, Side 11
DV. ÞRIÐJUDAGUR3. MAl 1983. 11 Við Elliðavatn: Veiðimenn rufu þögnina og nokkrir svanir... Beöiö eftir því að sá stóri bíti á og á meðan er fengið sér kaffi. Myndir G. Bender. förum venjulega að Þingvöllum en það er alltof snemmt núna, ákváðum því að prufa að renna héma. Fisk- urinn héma er tregur en maður veit aldrei hvenær hann tekur. Þeir era að láta vita af sér hérna silungarnir fyrir framan, sumir vel vænir. ” Þetta höfðu nokkrir veiöimenn að segja við Elliöavatn fyrsta daginn. Já.það var margt um manninn viö vatnið. En engum tókst, meðan við stóðum við, að ná silungi. En tölu- vert virtist vera af silungi í vatninu því að hann vakti um allt. Það var friðsælt um að litast á sunnudaginn. Það eina sem rauf þögnina voru stangaveiðimennirnir og nokkrir svanir. Það má segja að vorið hafi fagnað veiðimönnum innilega í morgunsælunni. Þegar við hurfum á brott var klukkan ekki nema rétt tíu og menn reyndu að fá fiskinn til að taka fluguna, maökinn, spúninn og rækjuna. En hann virtist vera tregur ennþá, vatnið hefur líklega veriö of kalt. En það lagast vonandi innan tíðar. G. Bender „Þaö er góða veðrið sem dregur mann hingað upp eftir, það sést einn og einn fiskur stinga sér. En þeir narta varla í beituna.” ,,Það er urriði héma, ég er að reyna að fá hann til að taka Stremer en tregur er hann. Ljómandi veiðiveður og verður vonandi svona áfram.” „Viö Ifeiðst hafa um 80 sjóbirtingar í vorveið- inni í Geirlandsá , þótt vorið hafi verið heldur risjótt. „Við fengum 14 fiska um heigina, "sagði Ragnar Pétursson i Kefiavík. „Sá stærsti var um 9 pund. Það er eitthvað af fiski neðst i ánni en það er bara svo kaltennþá." mynd G. Bender. Þessi kastaði flugunni fallega en fékk silunginn samt ekki til að taka. GunnarBender VEIÐIVON Varðskipsmenn fóru í rússneskan togara Skipsmenn af varðskipinu Tý fóru um borð í sovéska togarann Sergej Esenin, þar sem hann var á karfa- veiðum skammt utan viö tvö hundruð mílna mörkin suðvestur af Reykja- nesi, snemma á sunnudagsmorgun. Var um eftirlitsferö að ræða af hálfu varöskipsmanna. Að sögn Guðmundar Kjærnested hjá Landhelgisgæslunni hafa varöskips- menn heimild samkvæmt svokölluðum Norðaustur-Atlantshafssamningi að fara um borð í togara þótt þeir séu fyrir utan landhelgina. Varðskipsmenn báðu skipstjóra togarans um leyfi til að koma um borð og heimilaöi hann það. Þegar varðskipsmenn ræddu við skipstjórann kom í ljós, að hann hóf veiðar þann 7. apríl og mun ljúka þeim 5. maí. Þeir á togaranum veiöa með flotvörpu á um fimm hundruð metra dýpi. Karfinn sem þeir veiddu var frá 22 til 34 sentimetra að lengd. Hann er haus- aður og frystur og þaö sem meira er, innvolsið er líka nýtt og notaö til skepnufóðurs. Þrjátíu og sjö aðrir sovéskir togarar voru á þessu svæði auk aðstoðarskipa. -JGH. Viðbót um Kaffivagninn Sigurður E. Guömundsson borgarfulltrúi hafði samband við blaðið vegna greinar um Kaffivagn- inn i síðasta helgarblaði. Hann vildi bæta því viö að upphaf Kaffivagnsins mætti rekja til fjórða áratugarins, áranna 1935—1936. Sigurðui- kvaðst hafa verið uppvöskunarstrákur í fyrsta Kaffi- vagninum, sem var vörubíll meö yfirbyggðum palli. Bjami Kristjáns- son, sem rak vagninn þá, tengdist fjölskyldu Sigurðar. Kaffivagninn stóð á þessum árum þar sem Elling- sen var áður, i Tryggvagötu. Þrátt fyrir frumstæða aðstöðu var aðsóknin mjög mikil, og var þessi sérstæði veitingarekstur rekinn þarna fram yfir stríðsárin eða uns núverandi eigendur tóku við. -pa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.