Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1983, Side 31
DV. ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ1983.
31
Sandkorn
Sandkorn
Sandkorn
Steingrímnr út á sloppnum.
Ef Steingrímur
væri ekki
framsóknar-
maður
Það heyrðist til Steingrims
Hennaunssonar, formanns
Framsóknarflokksins, um
daginn þar sem hann var að
skamma blaðamann Tímans
fyrir slæiega frammistöðu
við dreifingu blaðsins.
Steingrímur kvartaði mjög
yfir því að hann sæi aldrei
blaðiðfyrr endaginneftirað.
það kæmi út og klykkti út með
þessum orðum: „Ef ég væri
ekki sannfærður framsóknar-
maður, væri ég fyrir löngu
búinn að segja þessu blaði
upp!”
Engar fréttir,
góðar fréttir
Það hefur ekki farið
miklum sögum, enn sem
komið er, af stjórnar-
myndunartilraunuro Geirs
Hallgrímssonar, enda mun
hann hafa skipt um bil og
farið ferða sinna á frúarbiln-
um tU að gera blaðamönnum
eftírförina erfiðari. Þó fór
svo, er hann ætlaði að ræða
við Steingrim Hermanusson,
að fulltrúi fjölmiðlanna var
þar viðstaddur.
Þar sem Steingrímur lá í
fiensu varð Geir að fara heim
til hans og þegar hann kom
þar að sá hann ljósmyndara
Tímans á vakt fyrir utan.
Geir keyrði þá framhjá og
Geir forðast f jölmiðla.
heim til Matthiasar Bjarna-
sonar, sem býr ekki alllangt
frá, og hringdi til Steingríms.
Krafðist hann þess að ljós-
myndarinn yrði rekinn frá og
varð Stcingrímur að fara út á
sloppnum til að stugga við
manninum. Fyrir slíka hörku
í veikindum á hann skUið að
uppskera ráðherrastól!
Ekkert liggur á
Eimskip hefur nú á leigu
enskt flutningaskip, City of
Hartlepool, með enskri áhöfn.
Það gerðist um daginn að
skipið varð tveim dögum á
eftir áætlun og þegar skip-
stjórinn var spurður hverju
þetta sættí bar hann því við
að þeir heföu hreppt vont
veður og ekkert vit verið í
öðru en slá af. Skipstjóranum
var þá sagt að svona nokkuð
þýddi ekki, skipstjórar hjá
Eimskip stæðust sínar
áætlanir. Karl svaraöi því þá
til að hann hefði vcrið hjá
skipafélagi sem hefði átt
yfir 500 skip á hundraö árum
og aðeins misst f jögur skip á
öllum þeim tíma. Hann
sagðist skUja nú af hverju
íslendingar hefðu misst jafn-
mörg skip á örfáum árum.
Þorskar draga
ýsur
Maður nokkur, nákunnugur
sjávarútv-'"!, sero missti
þingsæti sitt i síðustu
kosningum var spurður að
því hvort hann sæi eftir
sætinu. Hann svaraði því
neitandi: „Það er betra að
vinna i þorski en með
þorskum,” sagði hann.
Láklega hefur hann oft
dregið ýsur meðan hann vann
með þorskunum.
Umsjón: ÓlafurB.
Guðnason
Kvikmyndir
Kvikmyndir
Kvikmyndir
Laugarásbíó:
HÖNDIN
Michael Caine er góður i hiutverki
teiknarans Jon Landsdale i
myndinni Höndin. Hann er
höfundur teiknimyndasögu og
eftir að hann missti höndina er
annar fenginn tH að sjá um að
teikna eftir hugmyndum hans.
Hér sjáum við hann ásamt „arf-
takanum" rökræða teiknimynda-
söguna.
„GÓÐIR HÁLSAR”
SEGIR HÖNDIN
Laugarásbíó: The Hand (Höndin).
Leikstjóri: Oliver Stone.
Handri*: Oliver Stone.
Kvikmyndun: King Baggot.
Framleiðandi: Edward R. Pressman á vegum
Orion Pictures.
Aðalhlutverk: Michael Caine, Andrea Marco-
vicci, Mara Hobel og Annie McEnroe.
Kvikmyndin Höndin getur tæplega
talist til mynda í fyrsta gæðaflokki
aö mínu mati. Þaö sem gerir
myndina þó á margan hátt
eftirtektarveröa er frumlegt handrit
Oliver Stone, góöur leikur Michael
Caine og síðast en ekki síst er
myndin allspennandi — eins og
þessar í hroUvekjustílnum eru
oftast.
Þó ég segi aö handritið sé frumlegt
er þaö ekki aö sama skapi trúverö-
ugt. Þaö kemur ekki aö sök, myndin
á greinUega fyrst og fremst aö vera
spennumynd og lítiö meira.
Eins og nafniö bendir til gengur
myndin út á hönd eina, sem lætur til
skarar skríöa og gerist aösópsmikU í
kyrkingum, en þaö er hennar aðferð
viöaömyrða.
Myndin byrjar sakleysislega.
TeUcnari aö nafni Jon Landsdale
vinnur viö að teikna myndasöguna
sína Mandro í Utlu glerhúsi, sem er í
fallegum garöi viö hús í litlu friðsælu
þorpi. Hann er kvæntur konu að
nafni Anne og þau eiga eina dóttur,
Lizzie.
Er Jon hefur lokiö viö dagskammt-
inn sinn í teikningunum kemur hann
inn til konu sinnar, sem fer aö ræða
um þaö við hann hvort þau eigi ekki
aö flytja til New York. Jon er því
mótfalUnn, en Anne er æst í aö flytja.
Síöan er sýnt hvar þau eru aö aka
um á bU sínum og enn eru þau aö tala
um New York-flutninginn. Þaö er
Anne sem ekur og í öllu rifrUdinu
reynir hún aö fara fram úr bif reið, en
þaö tekst ekki betur en svo aö þau
lenda í árekstri meö þeim afleiðing-
um aö Jon missir hægri höndina.
Höndin finnst ekki viö árekstrar-
stað þrátt fyrir mikla leit og þykir
það nokkuö undarlegt. En úr þessu
fer ýmislegt gruggugt aö gerast.
Þaö kemur nefnUega í ljós aö
höndin situr ekki aðgerðalaus,
heldur fylgir húsbónda sínum eftir.
Og meira en þaö, hún gerist hinn
mesti drápari, sem svífst einskis. En
hún velur fómarlömbin ekki af
handahófi, heldur tengjast þau
hugsun Jons.
Hér skal láta staðar numiö við aö
segja frá efnisþræðinum. Sjón er
sögu ríkari, eins og þar stendur.
Meö aöalhlutverk í myndinni fer
leikarinn kunni, Michael Caine, og
hann stendur sig mjög vel. Það er
einmitt hann sem er teiknarinn og
jafnframt „eigandi” handarinnar.
Michael hefur leikið í mörgum
myndum í gegnum tíöina og ég hef
ávallt haft mikið dálæti á honum.
Hann er aö mínu mati einn af
þessum leUcurum sem alltaf standa
fyrir sínu.
Kvikmyndunin er góö og önnur
tækniatriði reyndar líka og tekst aö
ná upp dágóðri hrollvekjustemmn-
ingu meö öllum þeim taugaspenn-
ingi sem henni fylgir. Þá er höndin
s jálf vel úr garði gerð og leit maður á
hana sem sjálfstæða „veru” sem
framkvæmdi allt og geröi allt eins og
um manneskju væri að ræða.
Þegar upp er staöiö er þaö einmitt
þessi eiginleiki handarinnar, sem
gerir þessa mynd jafnóvenjulega
sem raun ber vitni, og aö mínu áliti
einnig frumlega.
Þrátt fyrir aö ég hafi aldrei veriö
gefinn fyrir hrollvekjur eða myndir í
slikum dúr haföi ég þokkalega
gaman af þessari mynd. Eg get þó
ekki leynt því aö mér leið dálítiö
ónotalega þegar ég kom út af henni á
föstudagskvöldið. En þaö vildi til að
laugardagur og sunnudagur voru
framundan, þannig aö þokkalegur
tími gafst til aö jafna sig.
Jón G. Hauksson.
Kvikmyndir
Kvikmyndir
Kvikmyndir
Smáauglýsinga
og áskriftarsími
7022
STARFSFÓLK í
VEITINGAHÚSUM
Umsóknir um dvöl í sumarhúsum félagsins aö Svignaskaröi
og Húsafelli þurfa að berast til skrifstofu félagsins fyrir 15.
maí 1983.
FÉLAG STARFSFÖL.KS í VEITINGAHÚSUM
Hverfisgötu 42.
ER KOMIÐ!
kr.
Alltaf eitthvað fróðlegt og skemmtilegt.
F«est á
kladsölusloitum