Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1983, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1983, Blaðsíða 34
34 DV. ÞRIÐJUDAGUR 3. MAl 1983. BHarnir i hlaðinu. Mercedes Benz 280 B árgerð 1976 og Izuzu Trooper érgerð 1982. D V-mynd Bj. Bj. íslendingar kunna ekki að þvo bfla Þessi dráttarvól, eða traktorsbarn, sem Sveinn hefur til garðstarfanna, er ólíkt myndarlegri gripur en garðsláttuvél. Hún er orðin 11 ára og eina viðhaldið eraðþað hefur einu sinni verið skipt um kerti. DV-myndBj. Bj. DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL Sveinn Torfi Sveinsson sýnir okkur f lotann Sveinn Torfi Sveinsson verkfræðingur býr í fallegu einbýlishúsi viö Alftanes- veginn. Þar stendur Izuzu Trooper jeppi í hlaöinu og inni í bílskúr lúrir silfurgrár Benz. I skúrsem er byggður inn í hraunið í lóöinni er líka aö finna dvergtraktor sem Sveinn notar við störf í garöinum. Þaö er greinilegt að bíladellan hefur fylgt honum vel og dyggilega um mörg ár. „The kings car" „Ætli bílaáhuginn hafi ekki byrjað 1949 þegar ég Iauk prófi. Þá fékk ég Renault bíl meö vinnunni, einn af þessum svonefndu hagamúsum. Þaö var mikiö lélegur bíll. Svo eignaðist ég Buick bíl meö tuskuþaki og öllum þeim sjálfvirka búnaöi sem þá var til. Mikiö skemmtilegan. Þaö var alger bíladella í kringum þann bíl. Eg keypti hann af manni í bandaríska sendiráöinu. Sá átti hund sem var kaliaöur King. Bíllinn var svo kallaöur „The kings car ”. Svo fékk ég Volkswagen 1955 og þaö var einhver albesti bíll sem ég hef átt. Mikið lifandis skelfing var harrn óskaplega góöur. Hann átti ég í níu ár. Eg tók viö honum úr stroffunni. Þaö var alveg yfirburöabíll. Eg fór á honum til Húsavíkur einu sinni og hann eyddi 6,7 lítrum á hundraöiö þá. Og vegimir voru ekki par góöir. Bensín- tankurinn, sem tók 40 lítra, entist alla leiöina. Svo fór Volkswagen aö eyöa tvöfalt meira þegar hann var kominn meö sjálfvirkt innsog og fleira,” bætir Sveinn viö. Þú hefur átt margar tegundir. Ekki einskoröaö þig við stóra eöa litla bíla? ,,Ég hef átt tvo ameríska bíla og það var sameiginlegt með þeim að þeir lágu mjög illa. Þeir voru meö fastan öxul aö aftan,” segir Sveinn til skýr- ingar. „Volkswageninn lá hins vegar alveg frábærlega vel, enda með sjálfstæða fjöörun á öllum hjólum. Svo náttúrlega Benzamir,” segir Sveinn. „Ég er búinn aö eiga fjóra Benza. Þeir hafa reynst alveg fordæmalaust góöir,” segir hann meö áherslu. „Þann síðasta átti ég í 12 ár og þennan sem ég á núna er ég búinn aö eiga í 7 ár. Hann er alveg eins og úr kassanum. Eg skal leyfa þér aö koma upp í hann á eftir,” segir Sveinn og þaö er greinilegt aö þaö verður gaman. Hann er aö öllu leyti alveg frábær. Einstakur bíll. Hann hefur ekki veriö þveginn meö kústi nema einu sinni. Þegar hann er þveginn þá er hann þveginn meö þvottabóni, barnasvampi og svoskolað af honum og þurrkað meö vaskaskinni. Hann hefur aldrei komið á þvottaplan. Þvotturinn er alveg ákveðið ferli og tekur tuttugu mínútur. Ég held aö’ Islendingar kunni ekki að þvo bíla. Menn fara á þvottaplön og þvo bílana meö kústum sem em meira eða minna haröir, meöal annars af asfalti sem kemur af götunum þegar borgin er að leysa upp vegina sína meö salti. Þetta rispar lakkiö á bílum mjög mikið. Þetta er mjög slæmur hlutur og þvotta- plön eru ekki þekkt í neinum öðrum löndum. Þau eru hreinlega skaöleg og dýr. Rall sjálfsagður hlutur Viö víkjum talinu að FlB. Sveinn var formaður félagsins í fjögur ár, frá ’53 og hefur veriö í ýmsum trúnaðar- störfum fyrir þaö félag lengst af. Sveinn telur FlB hafa mikið gildi. Meö því að ganga í félagið séu menn orðnir þátttakendur í alþjóölegri samvinnu bifreiöafélaga og hafi aögang aö þeirri þjónustu sem völ sé á fyrir félaga í klúbbum um allan heim. Hann nefnir feröaskrifstofu, aögang aö erlendum bílablöðum, þá fylgist þeir meö skatt- heimtu á bifreiöaeigendur. — Sátta- þjónusta sé starfandi meö bifreiöa- eigendum og verkstæöaeigendum á vegum þeirra og Bílgreina- sambandsins. „Ferjan sem kemur í sumar held ég aö verði til aö gera Evrópu frekar að einu menningar- samfélagi. Viö getum þá haft fullt menningarsamband viö þessar þjóöir á jafnréttisgrundvelli. Það gerum viö meö því aö aka til þeirra og skoöa hvernig er hjá þeim. Láta þá koma hingaö og skoöa hjá okkur. Viö erum eina þjóöin í Evrópu sem er meö svona slæma vegi. Svo slæma að það er talaö um aö koma meö rall hingað, sem er mjög sjálfsagöur hlutur. Það eru þeir menn sem væntan- leg skemma vegi minnst allra manna, því þeir geta ekki fariö út fyrir vegi. Þá eru þeir orönir of seinir og eru búnir aö tapa. Ég hef nefnilega tekið þátt í ralli og ég veit þetta,” segir S veinn til skýringar. „Heyra ekkert hljóð nema músíkina og svífa bara áfram" Hvaö er skemmtilegast við bfia- delluna? „Mesta fullnægingin í akstri er eigin- lega tvenns konar. Annars vegar aö fara á afspyrnuvondum vegum uppi á fjöllum í fyrsta gir og lága drifinu. Að komast yfir torfærur án þess aö pína nokkum hlut í góöu veöri. Landið er ákaflega vont og hart en það er óskaplega fallegt. Hins vegar aö aka, kannski á Benzanum, spila góöa músík og heyra ekkert hljóö nema músíkina og svífa bara áfram. Þaö er óskaplega skelfing mikið gaman. Sakar kannski ekki aö hraöinn væri eilítiö meiri en 70 km viö slíkar aðstæöur,” segir Sveinn og hlær. Hvaöa bíl hefuröu veriö hrifnastur af? ,,Eg hef alltaf veriö hrifinn af þeim bíl sem ég hef átt sjálfur og alltaf taliö mig vera á besta bíl sem fáanlegur var á hverjum tíma. Mér þótti mjög vænt um Volkswageninn sem ég átti í 9 ár og Benzinn sem ég átti á undan þessum. Hreinn fátæklingabíll. Meö fjórum sílindrum. Alveg sérstaklega spar- neytinn. Fór niður í 8,4 lítra á hundraöið. Svona grútarsál eins og ég tekur nú eftir þvi,” segir Sveinn og hlær. Sveinn segir einnig frá Lada Sport sem hann hafi átt og látið taka lakkið af, sprauta aftur, sett í nýja Koni dempara með tvívirkri fjöörun og Michelin radíaldekk sem hafi lækkaö eyösluna um tvo lítra á hundraöiö og niður fyrir þaö sem gef ið hafi verið upp í bæklingnum með bílnum, „ábyggi- lega samt ritskoöuðum.” Hann hafi verið mjög góöur. Þá er bara eftir aö fá einn rúnt á Benzinum. Hann er meö sóllúgu í toppnum, tvöfaldri miöstöö eins og allir Benzar, einni fyrir ökumann, annarri fyrir farþega. Tvær tölvur eru í bílnum, önnur stjórnar innspýtingunni á sílindrana, hina er hægt aö stilla á ákveöinn ökuhraöa og hún sér síöan um aö hann haldist. Af segulbandinu heyrist klassísk tónlist og viö rennum um malbikað og malarboriö nágrennið á Benzinum sem liggur eins og klessa áveginum. Með drykkjusjúkling á f ramfæri Magnús Árni Sigff ússon á Skoda og Benz „Ég hef alltaf veriö meö bíladellu. Mamma segir mér aö þegar ég var þriggja ára þá hafi hún verið aö keyra meö mig og bent mér út um gluggann og sagt: „Sjáöu jeppann Maggi.” Ég svaraði, segir hún: „Þetta er ekkert jeppi. Þetta er Austin Gipsy.” Þetta segir Magnús Arni Sigfússon, tuttugu og tveggja ára gamall vél- skólanemi, sem á 21 árs gamlan Benz sem hann er meö á fornbílatryggingu og 7 ára gamlan Skoda sem hann ekur á hversdags. „Ég byrjaöi á skellinöðru skömmu fyrirl5ára aldur.” Tókstu hana þá í gegn áður en þú fékkstprófiö? „Já,” segir Magnús og glottir „hún var alltaf í upptekt ööru hverju. Maöur þurfti alltaf að vera meö þetta í hönd- unum. Svo þegar ég varö 17 ára fékk ég mér torfæruhjól sem líka var löglegt á götum. Eg tók þátt í keppnum í motocross á því. Áriö 1979 fékk ég svo skyndilega Benz-dellu sem yfirbugaði mótorhjóladelluna á svipstundu. Annárs vil ég ekki viðurkenna aö ég sé meö ólæknandi dellu. Núna i vetur hefur allt fariö í skólann og heimiliö,” segir Magnús, sem á þriggja mánaöa dóttur oghefurnýlega stofnaöheimili. Er ekki dýrt aö eiga svona bíl eins og Benzinn? „Eg hef aldrei reiknaö þaö saman hvaö þaö hefur kostaö en það er áreiðanlega mikiö. Eg endumýjaöi hjólabúnaðinn að framan og þaö var dýrt. Annars var hann í mjög góöu ásigkomulagi þegar ég keypti hann. Boddíið var gott en það þurfti aö lagfæra mekanik og hjólabúnað, bremsukerfiö og fleira. Ég nota hann mest til spari. Svo neyöist ég til aöfara á honum ef Skodinn er bilaður eða í notkun annars staðar.” Hefur aldrei séð eftir tíma eða peningum Hver er mesta skemmtunin við bíla- delluna? „Líklega að spóka sig um á bílnum á góðviðrisdögum,” segir Magnús. Eg hef ekki velt því fy rir mér h vað mig myndi helst langa í af bílum. Það væri gaman að eiga einhvem eldri. Einhvern frá áratugunum ’20—’40. Eg heföi auðvitað ekkert á móti þvi að eiga Benzfrá þvítímabili.” Hefur þessi della verið lærdómsrík ? „Já, ég hef auðvitaö lært mikiö á þessu. Ég er búinn að taka Benzinn að meira eða minna leyti á sínar frumeindir meö dyggilegri aðstoð fööur míns sem er bifvélavirki. Nei, ég hef aldrei séö eftir peningum eða tíma í Benzinn. Eg var einhleypur þegar ég var mest í þessu og þá var ekki verið að velta því fyrir sér hvað hlutimir kostuöu, ef maður haföi efni á þeim. ” IMokkuð dýrt hobbí Þú hefur ekki hugleitt að selja Benzinn? „Nei. Eg held að það fáist ekkert út úr því miðað við það sem í hann hefur verið lagt. Ef ég myndi reikna kostnað og vinnu við upptektina á bílnum myndi ég líklega fara út úr því með bullandi tapi. Eg hef aö minnsta kosti í hyggju aö eiga hann á meðan ég get, svona í minningu um þaö hvemig bílar voru einu sinni. Eg veit ekki hvaö Benzinn myndi endast ef ég keyrði hann bara,” segir Magnús þegar hann er spuröur. „Ég myndi aö minnsta kosti ekki endast mjög lengi til að borga bensínið á hann. Hann er nefni- lega drykkjusjúkur. Hann er auðvitað ekki eins traustur og hann var 1962. Hann myndi að minnsta kosti ekki endast lengi á möl. Jú, ég hef vissulega áhuga á að halda áfram með bíla- áhugamáliö þegar ég er búinn aö eignast eigið heimili og bílskúr. Hins vegar er þetta nokkuð dýrt hobbí og núna veltir maður meira fýrir sér krón- unum. Ég býst við því að það yrði ekki nema að ég yrði mjög vel stæður að ég tæki svona fyrir aftur. Helst vfidi ég varðveita þennan. Nei ég hef ekki áhuga á spánýjum kagga. Það hefur læðst að mér svolítil jeppadella undanfarið ei henni hefur verið haldiö niðri af fjárhags- ástæöum og tímaleysL Maður kemst víst ekki langt á áhuganum einum saman,” segir Magnús og glottir. Magnús með bilana sína. Annan notar hann hversdags, hinn tíl spari. DV-myndBj. Bj.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.