Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1983, Page 35

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1983, Page 35
DV. ÞRIÐJUDAGUR 3. MAl 1983. 35 DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL Lilja og Jóhann heima i stofu. Á borðinu fyrir framan þau grillir i eina dag- bókina sem Jóhann hefur haldið um uppbyggingu bílsins. DV-mynd Bj. Bj. „ÞETTA ER ALGJÖR SPRENGJA AÐ KEYRA ÞETTA” Gömulmyndaf Jóhanniað vinna við vélina úr Corvettunni. /baksýn er bíllinn. Þarna er enn langt ilandað hann só tilbúinn. Þungur bensínfótur Þiö eruð ekki á leiðinni að láta þennan bíl? „Nei,” segir Jóhann, á þann hátt að ekki er annað hægt en trúa honum. Lilja skýtur inn í: „Svona loksins þegar viö erum búin með hann?” „Það þyrfti að minnsta kosti að bjóöa ríflega íhann,” segir Jóhann. Hverju eyðir bíllinn? „Við keyrum á Escort dags daglega. Ég býst við að Corvettan eyði svona 5 sinnum meira. Annars fer það mikiö eftir keyrslu,” segir Jóhann, „hvort það er ég sem keyri eða Lilja.” „Það er miklu minni eyðsla hjá mér,” segir Lilja. Jóhann viðurkennir að hægri fót- urinn á sér sé liklega eilítið þyngri á bensíngjöfinni. „Þetta er eini bíllinn,” segir Jóhann, „sem ég hef upplifað það á að þegar maöur keyrir nið'ur Lauga- veginn þá arga 15—16 ára stelpur upp yfir sig. Það er glápt svo mikið á mann aö það Uggur við að það sé óþægUegt. Við höfðum ekkert keyrt hann í vetur þangað tU við fórum niður í bæ núna um síðustu helgi og maður var bara tölu- verðan tíma að venjast þessu. Við vorum aöeins komin í æfingu í fyrra,” segir Jóhann. Við sjáum mynd í albúminu af HaUærisplaninu þar sem hópur manna hefur safnast saman í kringum bíUnn þar sem LUja og Jóhann hafa lagt honum. Sjáið þið ekki eftir peningum í bensínið? „Hann eyðir minna en Escortinn,” segir Jóhann brosandi og er þá vitan- lega að tala á ársgrundveUL „Nei, ég held að peningunum sé mjög vel varið miöað við þá ánægju sem við höfum af bUnum. Þetta er algjör sprengja að keyra þetta.” Rætt við Jóhann Krist jánsson og Lilju Oddsdóttur um bflaáhugann Chevrolet Corvette Stingray L 36 árg. ’69 heitir bUl þeirra Jóhanns Kristjánssonar og LUju Oddsdóttur. Þau eiga einnig bíl af Ford Escort gerð sem þau aka á dags daglega. Cor- vettan er notuð í kvartmUukeppnir og sem laugardagskvöldsbíU. Þau keyptu bílinn saman í jan. 1979. Þá var hann klesstur og var á fjórum stööum í bænum. Síöan hafa þau byggt hann upp. Er ekki óalgengt að kvenfóll^ hafi svona mikinn bílaáhuga? „Það held ég aö sé ekki mjög algengt. Það hefur komið fyrir að þær keyri. Þær hafa keppt eins í ralUnu til dæmis. Eg veit ekki til að nein taki þátt í viðgeröum. LUja gerir það,” segir Jóhann. 1400 vinnustundir Jóhann sýnir dagbækur sem hann hefur fært þann tíma sem liöinn er frá því að þau keyptu bíUnn og til dagsins í dag. Þar eru ljósmyndir af bílnum á ýmsum stigum og ýmsir dagbókar- punktar um það hvemig gengið hefur að fá varahluti og fleria. Jóhann upp- lýsir að þau hafi eytt um 1400 vinnu- stundum í bUinn og þar af hafi LUja eytt um það bil einum þriöja. „Ég er ekki alveg eins iðin við að fara í bíl- skúrinn og hann,” segir LUja. Hver er mesta ánægjan af bílaáhuga- málinu? „Hún er eiginlega margþætt,” segir Jóhann. „Það er þessi skapandi vinna sem maður fær út úr því að byggja upp bUinn. Maður fær útrás fyrir sköpunar- gleðina. Við keyptum þennan bíl klesstan og byggðum hann upp frá grunni má segja. Við réðum hvemig bfliinn yrðL Það er öðmvísi ef þú kaupir bíl út úr búð. Þá færðu bara bílinn eins og hann er framleiddur. Þarna höfum við gert ýmsar breyt- ingar á bílnum frá upprunalegri mynd sem eykur gildi hans fyrir okkur.” „Maður á miklu meira í honum heldur enfólk sem hefði bara keypt hann,” segir Lilja.” „Það er kannski misjafnt Lilja Oddsaotar / mioju kan. Tryllitækið fullbúið. hver ánægjan er,” segir Jóhann. „Ég hef ofsalega gaman af að keppa á bílnum. Ég hugsa aö LUja hafi meira gaman af bara að keyra. Hún hefur nú ekki enn haft tækifæri tU að keppa. Ánægjan er að byggja bUinn upp, nota hann við hátíöleg tækifæri: Á laugar- dagskvöldum, keppa á honum. Síðan kemur þess fyrir utan félagsskap- urinn. Þetta eru yfirleitt hressir strákar sem eru í KvartmUuklúbbn- um. Félagsskapurinn veitir líka ánægju.” Skynjar kraftinn sem býr í honum Er þetta ekki dýrt hobbí? „ Jú,” segir Jóhann. „Það fer auðvitaö eftir því hvernig á þaö er litið. Ef við verðmetum svona bíl þá býst ég viö því að þaö myndi samsvara svona íbúð eins og þessari.” Við erum stödd í íbúð þeirra, sem er snotur tveggja Bílar Sigurður Valgeirsson herbergja íbúð í Kriuhólum. Er ekki sjaldgæft að færa svona nákvæma dagbók og vinna svona kerfisbundið eins og þið hafið gert? Þau vita ekki til þess að það hafi verið gert. Við skoðum þrjár svartar bækur með myndum og frásögnum af upp- byggingunni. „BíUinn hefur fengið fjölmörg verðlaun. Hann hirti til dæmis öll verðlaun á bUasýningu Kvartmílu- klúbbsins í fyrra. Var kosinn faUegasti bíUinn, verklegasti kvartmUubíUinn og athyghsverðasti bíUinn. A bílasýningu á Akureyri var hann kosinn faUegasti bUUnn. Síðan keppti ég í tveimur keppnum í fyrrahaust og varð í öðru sæti í annarri en fyrsta sæti í hinni,” segir Jóhann. Breyttuö þið bítaum mikið í upp- byggingunni? „Þaö eru smávægUegar breytingar í útliti sem gera hann miklu — hvað á ég að segja — ruddalegri,” segir Jóhann. „Hann virðist vera aUur samanreknari. *Ef þú sérð hann standa kyrran þá skynjarðu samt kraftinn sem býr í honum. Hann er með öðruvísi ljós, húddiö er aðeins hærra og dekkin eru breiðari. BíUinn hefur náð bestum tíma 13,15 sek. í kvartmílunni.” Jóhann upplýsir að Corvettan er eini verksmiöjuframleiddi ameríski sport- bUUnn og að hann hefur frá upphafi verið framleiddur úr plasti frá árinu 1953.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.