Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1983, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1983, Síða 40
79°90 SENDIBÍLASTÖÐ KÓPAVOGS AUGLÝSINGAR £/\JjLÆ SÍÐUMÚLA33 SAAÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11 Símsvari á kvöldin og um helgar RITSTJÓRN OOO 1 1 SÍÐUMÚLA 12—14 ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1983. . s ' ' . I Geir Hallgrímsson ræddi við Kjartan Jóhannsson og Steingrím Hermannsson i gær á skrifstofu Matthiasar Á. Mathiesen i Vonarstræti 12. Að viðræðunum loknum hófst þingflokksfundur Sjálfstæðis- flokksins. DV-mynd GVA. 1 iis | 1 1 'iilir f in ! 1 , ' visr Efnahagsmál Steingríms _ _ K ^7 m ogKjartans fA|ri|t haldaáfram: Cwflfff f JTf ff Geir Hallgrímsson mun i dag eiga sameiginlegan fund með Kjartani Jóhannssyni, formanni Alþýðu- flokksins, og Steingrími Hermanns- syni, formanni Framsóknarflokks, til frekari viðræðna um myndun samstjómar þessara flokka. Geir átti fundi með Kjartani og Steingrímihvorumí sínu lagi í gær. Samkvæmt heimildum DV verða í dag til umræðu tillögur flokkanna í efnahagsmálum og þær aðgerðir sem þeir vilja standa að fyrir 1. júní. Þaö er talið hafa dregiö úr gangi viðræönanna að Geir hefur ekki enn lagt fram tillögur Sjálfstæðisflokks- ins í efnahagsmálum. Formennimir hafa fram til þessa hist einir og ekki hefur þótt ástæða til aö skipa viðræðunefndir flokkanna. Þingflokkur Sjálfstæöisflokksins kom saman í gær og var þar sam- þykkt að halda áfram viðræðum viö Framsókn og krata. Enn er þó haldið opnum öðrum möguleikum til stjómarmyndunar. Geir Hallgríms- son bíður nú eftir svörum frá Svavari Gestssyni, formanni Alþýðu- bandalagsins, um skilyrði flokksins, einkum í álmáli og herstöövar- málum. Flokksstjórn Alþýðuflokks kom saman í gær en engin afstaða var tekin til þeirra stjómar- myndunarviðræðna sem nú fara fram. -ÓEF. ársf undur Seðlabankans: Viðskiptahalli og skuldasúpa Dregin var upp dökk mynd af stöðu þjóðarbúskaps tslendinga og horfun- um fyrir næsta ár í ræöu Jóhannesar Norödal seölabankastjóra á 22. árs- fundi bankans í gær. Þjóðarfram- leiðsla dróst á síðasta ári saman um 2% og viöskiptakjör rýrnuðu auk þess um 1,5%. Þjóðartekjurnar rýmuðu nokkuð meira eða um 2,3%. Helsta ástæðan fyrir þessu er samdráttur í fiskafla. Þorskaflinn minnkaði úr 462 í 373 þúsund tonn og loðnuveiðar voru al- gjörlega bannaðar 1982. Viðskiptahallinn við útlönd jókst úr 5% af þjóðarframleiðslu á árinu 1981 í 10% á síðastliðnu ári. Meginverðmæti útflutnings minnkaði um 19% frá árinu áöur. Þessi samdráttur stafaði af tvennu fyrst og fremst, 10% lækkun út- flutningsframleiöslu og 1065 milljón króna aukningu í birgöum útflutnings- afurða. Heildarverðmæti vöruinnflutnings árið 1982 nam 10.364 milljónum króna. Innflutningurinn minnkaði að magni um nálægt 6%. Halli á viðskiptum þjóðarbúsins viö útlönd nam 3110 millj- ónum sem jafngildir 10% af verðmæti þjóðarframleiöslu á árinu. Erlendar lántökur til langs tíma námu 3625 milljónum en afborganir af eldri lánum 1250 milljónum. Skulda- aukning viö útlönd nema tæpum 20 milljöröum, sem nemur 47,9% af þjóðarframleiðslu. Greiðslubyrði er- lendra lána hækkaði úr 16,6% 1981 í 21,4% 1982. I lok ræðu sinnar ræddi Jóhannes Nordal nokkuð um efnahagsaðgeröir sem beitt hefur veriö undanfarin ár og það sem við blasir, nauðsyn þess að vinna á verðbólgunni meðal annars með því að afnema, ,hið vélgenga verö- bótakerfi launa og verölags,” eins og hann komst að orði. JBH Hótuðu lög- taki í álverinu — en skattadeilunni vísað í alþjóðlega gerð Alusuisse og Isal hafa ákveðið að vísa í alþjóðlega gerð deilunni við ís- lenska ríkið um skattgreiðslur álvers- ins 1976—1980. Fjármálaráðuneytið hefur hækkaö framleiðslugjald þess- ara ára og bætt á þaö viðurlögum, og eru þetta alls 220 milljónir króna. Tæp- um helmingi var jafnað á móti eldri skattainneign Isals en fjármálaráðu- neytiö hafði uppi kröfur um greiðslu á eftirstöðvunum fyrir 1. maí og hótaði lögtaki. Skattadeilan hefur verið eitt þeirra atriða sem gengið hafa á milli iðnaðar- ráðherra og Alusuisse í kröfum og til- boðum um nýja samninga um rekstur álversins. Hvor aðili beitir fyrir sig áliti alþjóðlegra endurskoöenda og stangast álit þeirra á. HERB Skutuírúðu með loftríffli Unglingar á bíl skutu úr loftriffli í eldhúsrúðu húss eins viö Rauðagerði í gærdag. Þeir höfðu ekki náðst í morg- un. Böm voru í húsinu þegar þetta gerð- ist. Þau sögðu foreldrum sínum, þegar þeir komu heim, aö þau hef öu séö ungl- inga koma á bíl og skjóta úr loftriffli í eldhúsrúðuna. Þeir hefðu síðan ekið á brott. -JGH LOKI Þá vitum við hvað verður í hádegismat í Seðla- bankanum. HVERFASLAGURIHILU BARNA OG UNGUNGA Nokkur átök urðu meðal unglinga í Breiöholti í gærkvöldi í nágrenni við verslunina Kjöt og Fisk viö Selja- braut. Að sögn lögreglunnar áttust þarna við hópar ungUnga úr Selja- hverfi og unglingar úr Fellahverfi. Taliö er aö á þriðja hundraö böm og unglingar hafi tekiö þátt í þessum átökum. Engin meiðsl urðu svo kunnugt sé. Það var um klukkan 20 að lögregl- unni barst tilkynning um að hópar unglinga ættu í átökum í Breiöholti. Var sendur einn lögreglubíll á staðinn og reyndu lögreglumennimir að stilla til friðar. Því var ekki vel tekið og mætti þeim grjótkast og einnig var kastaö í þá moldarköggl- um. Var því kallað á liðstyrk og komu þrír bílar til viöbótar. Tókst þá að skakka slaginn og dreifa hópunum. Ekki verður betur séö en að upp séu risnar í Breiðholti hverfaerjur eins og tíökuðust milli vesturbæjar og austurbæjar hér endur fyrir töngu. -SbS. Myndin er tekin er átökunum miiii barna og unglinga i Seljahverfi og Feiiahverfi var að Ijúka og lögregl- unni hafði tekist að skiija hina stríðandi hópa að. Eins og sjá má tók mikill fjöidi þátt i slagnum, á þriðja hundrað að sögn sjónarvotta. pV-mynd S.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.