Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1983, Side 3
DV. MIÐVIKUDAGUR18. MAl 1983.
3
Spár um áhrif aðgerða sjálf stæðis- og f ramsóknarmanna:
Kaupmattur kauptaxta
■ ■ aðsjafyrir
talinn rýrna um 1—4% S?
„Fljótlega í viðræðunum var reynt
að spá um áhrif þriggja mismunandi
leiða í elnahagsmálunum sem þessir
tveir flokkar ræddu um. Utreikning-
amir, sem starfsmenn Þjóðhagsstofn-
unar önnuðust fyrir flokkana, sýndu
meðal annars að kaupmáttur kaup-
taxta myndi rýma á þessu ári um 8 eða
9 eða 6%, eftir því hvaða leið var um að
ræða. Ennfremuraömildandiaðgerðir
bættu hvert dæmanna um allt aö 5%,
mest hjá þeim lakast settu. Hjá þeim
var því umað ræða 1—4% rýrnun.”
Þetta eru orð heimildarmanns DV
sem fylgdist náið með viðræðum Sjálf-
stæðisflokksins og Framsóknarflokks-
ins um myndun ríkisst jórnar.
Hann kvað það af og frá aö hægt væri
að bera saman annars vegar núver-
andi kaupmátt ráðstöfunartekna og
óbreytt ástand í efnahagsmálum og
hins vegar endanleg áhrif tiltekinna
aðgerða í þeim málum.
Undir þessa skoðun tóku þeir hag-
fræðingar í kerfinu sem DV ræddi við
sérstaklega um þessi mál. Það var
samdóma álit þessara manna að
núverandi þróun stefndi atvinnulífinu
rakleitt í strand innan skamms. Þar
með fylgdi að sjálfsögðu almennt at-
vinnuleysi og þá yrði lítið úr núverandi
kaupmætti ráöstöfunartekna fólks. I
annan stað þýddi frekari skuldasöfnun
erlendis að æ erfiðara yrði að rétta at-
vinnulífið úr kútnum. Það úrræði
stefndi þjóöfélaginu í meiriháttar öldu-
dalumlengritíma.
Viðmælendur blaðsins bentu hver
eftir annan á það, að eina leiðin til þess
að vemda kaupmátt tekna fólks og
auka hann í kjölfariö væri að koma at-
vinnulífinu á traustan rekstrargrund-
völl, rétta af rekstur ríkissjóðs og
stöðva erienda skuldasöfnun við nú-
verandimörk.
„Þau úrræði sem rædd hafa verið
milli sjálfstæðis- og f ramsóknarmanna
eru mjög víðtæk og ná til allra þátta
efnahagslífsins og það til lengri tíma.
Það er því algerlega óraunhæft að
hægt sé að sjá fyrir í prósentum endan-
leg áhrif þeirra á kaupmátt launa hjá
öllum almenningi. Þeir útreikningar
sem gerðir voru sýna að hægt er að
takmarka kjaraskerðingu nú fyrst um
sinn mjög verulega hjá þeim sem
þurfa þess með.
Síðan er það mat manna, að mjög
fljótlega rakni úr á ný fyrir launafólki,
ef tekst að slá á verðbólguna og koma
atvinnulífinu á réttankjöL
Það er hins vegar alveg ljóst að með
sama áframhaldi og nú hefur verið um
skeið og ef ekkert verður að gert,
stöðvast atvinnulífið. Og þá þýöir lítið
að tala um kaupmátt launa ef þau eru
engin,” sagði heimildarmaður DV sem
vitnað vartil héríupphafi.
HERB
Putte Pan réð ekki
við skeljasandinn
Sementsverksmiðjan á Akranesi
hefur snúið sér til Björgunar hf. og
óskað eftir að hún sjái um aðföng á
skeljasandi fyrir verksmiðjuna i
sumar eins og hún hefur gert undan-
farin ár.
Fyrirtækið Sjóleiðir hafði fengið
verkið fyrr á þessu ári en þá var það
boðið út. Voru Sjóleiðir með 20%
lægra tilboö í verkið en Björgun og
fékk það með þeim fyrirvara að það
gætisannaðaðþaðréð viðþað.
Sjóleiðir fengu leigt lítið dæluskip
frá Danmörku, Putte Pan að nafni og
átti það að s já um að ná í skeljasand-
inn. Er hann sóttur út af Faxaflóa og
dælt upp í gegnum langa leiöslu í
höfninni á Akranesi.
Putte Pan gekk vel að ná skelja-
sandinum upp en aftur á móti náði
hann ekki að koma honum frá sér í
gegnum leiðsluna á Akranesi. Haföi
hann ekki nægilegt vélarafl til þess.
Þegar útséð var með það, sneri
Sementsverksmiðjan sér til Björg-
unar og óskaði eftir að hún tæki að
sér verkið. Björgun hafði sagt upp
stórum hluta af starfsfólki sínu
þegar Sjóleiðir fengu verkið. Mestur
hluti þess hefur nú verið endurráðinn
og Sandey er þegar byrjuð að dæla
upp skeljasandinum og skila honum
til verksmiðjunnar.
-klp-
Vélarafi danska sanddælu-
skipsins Putte Pan var ekki
*f nægilegt til að dæla skelja-
:...i.sandinum upp á land á
Akranesi. Nú liggur skipið
verkefnalaust i Hafnarfirði.
DV-mynd GVA.
LÆRIÐ ENSKU
í ENGLANDI
Síðast/iðin 9 ár höfum við sent fó/k á öllum a/dri ti/ að
læra ensku i Eng/andi hjá „Anglo Continental Educational
Groups" skólunum, sem staðsettir eru i Bournemouth á
suðurströnd Englands, rúmlega 2 tíma ferð suðvestur af London.
Þar gefum við nemendum tækifæri til þess að dveljast á einka-
heimilum sem valin eru úr hópi umsækjenda og hafa verið i þjónustu
skólanna um árabil. Þar fá nemendur einkaherbergi, aðgang að baði og
wc, og fá hálft fæði frá mánudegi tíl föstudags en fullt fæði um helgar.
Á skólunum gefst svo tækifæri til að stunda nám í timum hjá reyndum
kennurum sem nota alla þá tækni sem þekkt er i nútima málakennslu, sjónvarp,
kvikmyndun, útvarp, video eru notuð við kennsluna.
Kennslutimi er 20/26/32 tírnar á viku, eftir eigin vali.
Fræðslufyrirlestrar, skemmtanir og skoðunarferðir eru á hverjum degi eftir eigin vali.
Auk þess geta nemendur stundað alls kyns iþróttir á staðnum, svo sem tennis
ÍS^f/o'Con^®<'
— „ „squash" — sund — siglingar — skautahlaup — útreiðar — golf — knattspyrnu
— leikfimi — sjóskiði — frjálsar iþróttir eða siglingar á flekum (water-surfing) svo
nokkuð sé nefnt. Fyrirliggjandi eru kynningarbæklingar á islensku og ensku sem
sendir eru út. Við höfum videospólu til útlána. Farið er alla sunnudaga til London
i flugi með Flugleiðum og hægt er að dveljast eins lengi og hver vill. Við ráð
leggjum þó að taka þrjár vikur minnst. Enska er alheimsmál sem notað er
i flestum viðskiptum um allan heim.
Þið lærið að tala og skilja málið hjá reyndum kennurum og dveljist
hjá úrvals fjölskyldum og eruð á úrvalsskólum.
Foreldrar: E: til betri gjöf tíl barnsins ykkar en þessi?
Spyrjið þá 1600 nemendur sem sótt hafa þessa skóla. --S
Spyrjið foreldra og kennara. Við erum ekki i
vafa um að meðmælin eru góð.
r <3?
f A* ,\
mO ,Gy
////
v>- " .o :■& <h-
Næsta brottför 5. júní.