Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1983, Qupperneq 10
10
DV. MIÐVIKUDAGUR18. MAI1983.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Palestínuarabar:
Hve margir
og hvar
eru þeir?
Þaö er talið aö Palestínuarabar
séu um 4,1 milljón talsins, en enginn
viröist vita meö vissu, hvar stór hluti
þeirra heldur sig. Reyndar eru menn
ekki alveg vissir um heildarfjöldann
heldur. Þaö er einfaldlega ekki
áreiðanlegri tölur að hafa.
Margir Palestínuarabar yfirgáfu
ísraelskt landsvæði eftir stríöið 1948.
Aörir fluttu sig frá Vesturbakkanum
og Gaza-svæðinu þegar Israelsmenn
hertóku svæðin tvö í stríðinu 1967. Og
brottflutningur þaðan hefur verið
stöðugur síðan.
Starfshópur á vegum Sameinuöu
þjóðanna hefur unnið að því að
kanna þetta mál og nýlega sam-
þykktu þrettán arabaríki á fundi
sem haldinn var í tengslum við
könnun starfshópsins áskorun til
allra arabaríkja þess efnis að þau
létu uppi nákvæmar tölur um fjölda
palestínskra flóttamanna.
Samkvæmt tölum starfshópsins
búa um 40% Palestínuaraba enn í
Israel eða á herteknu svæðunum. Á
árunum milli 1977 og 1980 yfirgáfu
um 10 þúsund PalestínuarabarGaza-
svæðiö á hverju ári og sneru ekki
aftur. Og á sama tíma fluttu allt að
24 þúsund manns á ári burt af
Vesturbakkanum.
Starfshópurinn hafði ekki aðgang
aö öðrum tölum en þeim sem Flótta-
mannahjálp Sameinuöu þjóðanna
gat látið í té. En í skýrslu hópsins
segir að þeir Palestínuarabar sem
flúðu eftir 1948, hafi skipst í tvo
hópa. Hluti flóttamannanna fékk
vegabréf frá ríkjum sem þeir flúðu
til og voru taldir jafningjar þeirra
sem þar voru fyrir. Aðrir fengu að-
eins flóttamannavegabréf.
i búðum sem þessum hafa hundruð þúsunda Palestinu-araba hirst frá þvi 1948. Og ekki hefur lífsbaráttan
veist þeim léttari með árunum. ■
Þetta hefur gert alla rannsókn
mjög erfiða. Sum ríki, svo sem Jór-
danía, héldu ekki skrá yfir þá
Palestínuaraba sem fengu vegabréf
og við Persaflóa, þar sem nóg er um
atvinnu eru einnig stórir hópar
Palestínuaraba. Flóttamenn sem
komu til Líbanon og Sýrlands eftir
1948 fengu bráðabirgðavegabréf, en
eftir átökin í Líbanon í sumar hafa
allar reglur um útgáfu og endur-
nýjun slíkra vegabréfa í Líbanon
verið hertar svo að erfitt er um vik
fyrir flóttamennina aö hafast við
þar. Líbönsk stjórnvöld bera því við
að líbönsku vegabréfin hefðu verið
ótæpilega föisuð af PLO, meðan sam-
tökin höfðu aðsetur i landinu og að nú
verði að hreinsa til eftir óreiðuna. En
þessar ráðstafanir hafa haft slæmar
afleiðingar fyrir flóttamenn með slík
vegabréf sem nú vinna við Persaflóa
en gætu misst vinnuna, þar sem skil-
ríki þeirra eru ógiid.
Sameinuðu þjóðirnar leggja mikla
áherslu á að tekið veröi áreiðanlegt
manntal Palestínuaraba, svo að
hjálparsamtök fái betri hugmynd
um við hvaða vanda er að glíma og
hvar. Eitt það gott sem gæti leitt af
slíku væri að skilríkjalausum flótta-
mönnum mætti þá útvega skilríki út-
gefin af alþjóðlegumsamtökum.
Líbanon:
Erlendu herímir gætu
setið sem fastast
Svo virðist sem andstaða Sýr-
lendinga við samkomulag um brott-
flutning herja frá Líbanon verði til
þess að þar verði erlendar hersveitir
enn um hríð. Það er mikið áfall fyrir
viðleitni bandarískra stjórnvalda til
þess að koma á friði í Austurlöndum
nær.
Israelsmenn hafa lýst því yfir að
hinir 25 þúsund hermenn þeirra sem
nú eru í Líbanon, verði ekki kallaðir
heim þó svo samkomulagið verði
undirritað, nema hinar sýrlensku
hersveitir, rúmlega 40 þúsund
manns, og um 6 þúsund palestínskir
skæruliðar, verði einnig á brott úr
landinu. Með því að neita að fallast á
samkomulagsdrög Bandaríkja-
manna hafa Sýrlendingar tryggt
áframhaldandi veru herjanna í
Líbanon, en Sýrlendingar segja
drögin engum koma til góða nema
Israelsmönnum.
Þó sagöi utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, George Shultz, eftir við-
ræður sínar viö Assad Sýrlandsfor-
seta í Damaskus aö forsetinn hefði
ekki útilokað frekari samningavið-
ræður um brottflutning allra herja
frá landinu. Shultz sagði aö nú væri
það hlutverk líbanskra stjórnvalda
að reyna að komast að einhverju
samkomulagi við Sýrlendinga.
En jafnvel hin hóflega bjartsýni
Shultz virtist bera vott um óraunsæi
þegar Sýrlendingar hófu herferð í
opinberum fjölmiölum heimafyrir.
Og í einkaviðræðum virtust sýr-
lenskir embættismenn tilbúnir að
ganga jafnvel lengra og var haft
eftir einum ónefndum að ekki væru
Sýrlendingar tilbúnir til þess einasta
aöhafna samningsdrögunum, heldur
væru þeir tilbúnir til að berjast gegn
þeim af fullri hörku meö öllum til-
tækum ráöum, vegna þess að með
þeim væri sjálfstæði Líbanons haft
að engu auk þess sem hagsmunum
Sýrlendinga og allra araba væri
ógnaðmeðþeim.
Ísraelskur hermaður fellur i átökum í Beirút. Nú virðist sem erlendir
herir verði iLíbanon enn um hrið.
Líbanir vitnuðu til þess, að þær kring-
umstæður sem ríktu, þegar Sýrlend-
ingar voru beönir að halda inn í
Líbanon, í borgarastríðinu 1976,
væru nú ekki lengur fyrir hendi. Sýr-
lendingar voru beðnir um að halda
inn í Líbanon af Arabíska þjóðasam-
bandinu, með blessun forseta
Líbanon, en umboð þeirra rann út
fyrir ári.
Það er lykilatriði í málflutningi
Sýrlendinga, að vegna þess að þeir
voru beðnir um aö halda inn í
Líbanon, öfugt við Israelsmenn sem
gerðu innrás í landið, sé ekki hægt að
bera saman veru herjanna tveggja í
landinu. Og Shultz, utanríkis-
ráðherra Bandarikjanna, viður-
kenndi þessa afstöðu óbeint í viðtali
við fréttamenn þegar hann sagöi að
nú yrði að reyna aö ná samkomulagi
um brottflutning sýrlenska hersins,
án þess að kæmi til beinna
samningaviðræðna milli Sýrlend-
inga og Israelsmanna.
Ein grundvallarkrafa sem Sýr-
lendingar gera í þessu sambandi er
sú að Israelsmenn megi ekki hagnast
á nokkum hátt af innrás sinni í
Líbanon. Sýrlendingar eru því sér-
Við innrás ísraelsmanna i Libanon
varð stór hluti libönsku þjóðar-
innar að flóttamönnum. Og jafn-
ve I i bráðabirgðabúðum sem
hróflað var upp fyrir eina nótt, var
enginn öruggur.
lega mótfallnir ákvæðum þeim, sem
sagt er að séu í samkomulagsdrög-
unum, um tryggingu fyrir Israel í
Suöur-Líbanon og tiltekið hlutverk
fyrir bandamann Israela, Saad
Hadad majór. Það er því ljóst að eigi
að nást árangur í samningavið-
ræðum um brottflutning herja frá
Líbanon, þarf annað tveggja að
gerast, að Israelsmenn fallist á
frekari tilslakanir, eða að Sýrlend-
ingar breyti afstöðu sinni.
Á meðan allt þetta er til umræðu,
hafa Sýrlendingar endurheimt orð-
stír sinn sem helstu andstæðingar
Israel meðal arabarikjanna. Vopna-
sendingar frá Sovétríkjunum hafa
bætt Sýrlendingum upp hinn gífur-
lega skaða á hergögnum sem þeir
urðu fyrir við innrás Israelsmanna.
Og samband Sýrlendinga við PLO
hefur stórbatnað frá því sem þaö var
fyrst eftir brottflutninginn frá
Beirút. Assad Sýrlandsforseti hefur
nú rætt viö Arafat leiðtoga PLO í
fyrsta sinn í langan tíma, og eftir því
sem ólíklegra verður að samkomu-
lag náist um nokkurskonar sjálf-
stjómarríki fyrir Palestínuaraba,
hneigjast PLO-samtökin og þar með
Arafat sjálfur aftur til þeirrar leiðar
að halda uppi stríði á hendur Israel.
En þó hlýtur þaö að valda Sýrlend-
ingum áhyggjum að ísraelskar her-
sveitir eru nú í Bekaa-dalnum, að-
eins 40 kílómetra frá Damaskus.
Undir slíkum kringumstæðum er
ekki við því að búast að Sýrlendingar
vilji átök við Israel.
Assad Sýrlandsforseti hafði vart
lokið viðræðum sínum við Shultz fyrr
en hann lagði af stað til Saudi-
Arabíu, til fundar viö Fahd konung.
Víst er aö þar falaðist hann eftir
stuðningi Fahds við afstöðu sína
enda skiptir afstaða Saudi-Araba
meginmáli fyrir alla aðila. Banda-
ríkjamenn líta á Saudi-Araba sem
lykilríki á svæðinu, ríki sem gæti
haft áhrif til hófsemdar á harölínu-
ríki eins og Sýrland. Og fyrir Sýr-
lendinga skiptir efnahagsaðstoð frá
Saudi-Arabíu höfðumáli, enda
kæmust þeir vart af án hennar.
Þess vegna voru margir þeirrar
skoðunar, að harkaleg viðbrögð Sýr-
lendinga við samningsdrögum þeim,
sem Shultz lagði fram, væru aöeins
til sýndar, aðeins til þess að Sýrlend-
ingar hefðu betra svigrúm eftir á til
samninga. Hugsanlega gætu Líbanir
samið viö Sýrlendinga um brott-
flutning sýrlenskra herja, ef það
væri gert á réttum forsendum. Helst
benda fréttaskýrendur á þá leiö, aö