Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1983, Page 12
12
DV. MIÐVIKUDAGUR18. MAI1983.
DAGBLADID-VÍSIR
Úfgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
StjómarformaOurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóriogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
AöstoOarritstjóri: HAUKUR HELGASON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON.
Ritstjóm: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI86411. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA33. SÍMI 27022.
Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022.
Sími rítstjómar: 86611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF.,SÍÐUMÚLA12. Prentun:
ÁRVAKUR HF., SKEIFUNNI19.
.Áskriftarverðá mánuði 210 kr. Verð f lausasölu 18 kr. Helgarblað22 kr.
Óþarfirí ríkisstjóm
Svavar Gestsson, formaöur Alþýðubandalagsins,
reynir enn stjórnarmyndun, þegar þetta er skrifað. Til
eru þeir stjórnmálamenn, sem telja, að betra væri að
hafa Alþýðubandalagið innan stjórnar. Þetta er rangt.
Alþýðubandalagsmenn eru til óþurftar í ríkisstjórn.
Það hafa þeir sýnt meö stjórnarsetu síðan 1978, að mestu
óslitiö. I ríkisstjórnum þessa tíma hefur Alþýðubanda-
lagið staðiö í vegi fyrir nægilega öflugum aðgerðum í
efnahagsmálum. Þetta man fólk vel frá tíð ríkisstjórnar
Gunnars Thoroddsens. Margsinnis reyndu samstarfs-
menn þeirra í ríkisstjórn að fá fram aðgerðir, sem hefðu
dugað. Jafnoft strandaði á Alþýðubandalaginu.
Alþýðubandalagsmenn eru fremur í minnum hafðir
fyrir embættaveitingar og offors í álmálinu, sem spillti
stööu okkar, þótt hún væri góð í upphafi.
Ekkert bendir til, aö Alþýðubandalagiö tæki sinnaskipt-
um, þótt það settist enn í nýja ríkisstjórn, til dæmis með
Sjálfstæöisflokki. Samstarfsmenn alþýðubandalags-
manna yrðu stöðugt í vandræðum með þá, og það á
tímum, sem stefnir í 100 prósent verðbólgu eða þar yfir.
Ef til vill mætti hafa Alþýöubandalagið í ríkisstjórn með
öðrum á gósentímum, en alls ekki þegar öflugra aðgerða
er þörf.
Sumir segja nú, að Alþýðubandalagið ætti aö vera í
ríkisstjórn til að tryggja vinnufrið. Menn minnast ársins
1978, þegar samtök gengu fram í að brjóta niður aðgerðir
ríkisstjórnar. Að vísu voru þær aðgerðir ekki vel gerðar.
En þarf þetta að þýða, að Alþýðubandalagið þurfi að sitja
í ríkisstjórn?
I fyrsta lagi höfum við ekki efni á að hafa þann flokk í
ríkisstjórn, einkum nú, af því að hann hindrar jafnan
raunhæfar aðgerðir.
I annan stað væri lýðræðislegt að taka eitthvað af því
fámennisstjórnarvaldi, sem forystumenn verkalýðssam-
takanna, verkalýðsrekendurnir, hafa nú.
Alkunna er, hvernig nokkrir tugir, sem mæta á félags-
fundum verkalýösfélaga, hafa getað staðiö fyrir verk-
föllum þúsunda. Þetta er ekki lýðræðislegt.
Þegar atvinna verður stopulli, eins og nú er, munu
launþegar hugsa meira um atvinnuöryggi en, hvort þeir
geti með verkföllum fengið nokkrum krónum meira í
launaumslög. Krónurnar brenna hvort eð er jafnóðum í
verðbólgunni. Með of miklum kauphækkunum fara fyrir-
tæki á höfuðið og fólkið missir vinnuna.
Samt gæti sú staða komið upp, væri Alþýðubandalagið
— í stjórnarandstööu, að nokkrir verkalýðsrekendur á
þess vegum og nokkrir tugir tryggra stuðningsmanna
stæðu fyrir verkföllum, jafnvel þótt flestir félagsmenn
væru því andvígir.
Sú staða kom upp fyrir síðustu kjarasamninga, að hinn
almenni launamaöur varaði forystumenn sína viö
hörðum vinnudeilum. Þetta á miklu fremur við nú, þegar
efnahagsástandið er hálfu verra.
En það er ekki í anda lýðræðis, að fámennur hópur
forystumanna ráðskist með þessi mikilvægu efni launa-
fólks.
Rétt væri því aö gera vinnulöggjöfina lýðræðislegri.
Þannig ætti hún að kveða á um, að verkföll eða verkbönn
megi ekki hefja nema meira en helmingur félagsmanna
hafi lýst stuðningi við þær aðgerðir við leynilega
atkvæöagreiðslu undir eftirliti óháðs aðila.
Við þær aðstæður er mikið af valdinu tekið úr höndum
verkalýðsrekendahópsins og afhent almennum félags-
mönnum, eins og rétt er. Þá þarf minna að sinna verka-
lýðsrekendum Svavars Gestssonar. Haukur Helgason.
Blekkingarskrif
DV-ritsfjórans
. í5Tr?tS.’S?jiS.‘t5Sá
\Ía^erÖa . æöra, ^ara°é svo 06
\ neíndar ... eVtenda, W?%ratn\eiöstora^ ^ se\t eg6
\ samto^ nJ. ráöageTÖ r . „aö tU hat ,,ræIndara&s- |
ihata mÓ^&eaáartse^narverö'ltóaS'unum \
1 Munu cUVium re6 . „nna se&ir’ ■
I nerjast 6e6 . ^asamta^ áratugal
I^öU^-^um ^ aínema^rp^e\qa mbrsl
Vvanáamatm aö ^yrvst, abl
\atUíoa&*1^>essUbe i
1 trjátsva aa ^ýrim'mar tramna6 Qg s*a*
Jónas Kristjánsson, ritstjóri Dag-
blaösins-Vísis skrifar einn skap-
illskulegasta leiöara sinn í blaö sitt
hinn 5. maí síöastliöinn. Víst væri á-
hugavert að velta því fyrir sér,
hvaöa öfl þaö eru, sem ráöa tíöni og
lengd þeirra geöbrigðatímabila rit-
stjórans, sem lýsa sér í órökstuddum
fúkyrðaskrifum um landbúnaöar-
mál, sem dembt er yfir landsmenn
alltaf annaö slagiö, venjulega í þó
nokkrumgusum.
Hugsanlega er ritstjórinn aö hefna
sín á málefnalegum skrifum í eigin
blaði meö þeim eindæma þvættingi
og rangfærslum sem leiöarinn flytur,
hlakkandi yfir því aö koma þó sínu
inn á hvers manns gafl í gegnum
íslenska ríkisútvarpiö.
Sjálfsagt má um þaö deila, hvort
skrif Jónasar eru svara verö. Menn
sem telja sig vita allt og kunna ráö
við öllum sköpuöum hlutum milli
himins og jarðar eru dálitið tor-
tryggilegir í augum okkar þessara
miölungsmanna, sem sífellt eru
minntir á eigin ófullkomleika og
kveljast af óvissu um aö rétt sé ráðiö
fram úr þeim vandamálum sem upp
koma í amstri hins daglega lifs. Viö
hljótum því aö velkjast í nokkrum
vafa um, hvort líta beri upp til allrar
ráðkænskunnar og fullyröinganna í
Jónasarskrifunum, eða dylst ef til
vill eitthvað þaö á bak viö stóryröin,
sem ekki ristir svo d júpt þegar betur
er aö gáð? Hvaö sem öllum þessum
vangaveltum líöur eru landbúnaöar-
skrif DV, hvort sem þau koma úr
rauðum haus eða svörtum, fremur til
þess fallin aö blekkja menn en leiða í
sannleika, fremur skapa þau úlfúö
og tortryggni en traust og sáttfysi
manna á milii. Gagnrýni er holl, en
hún þarf að vera byggö á réttum
rökum og skilningi en ekki löngun til
aö biása að eldum úlfúðar og hleypi-
dóma.
Blekkingar og
rangfærslur
Fyrrnefndur leiöari morar af
blekkingum og rangfærslum. Fullyrt
er í upphafi leiðarans aö Fram-
leiðsluráð landbúnaðarins sé að
skipuleggja einokun á eggjasölu.
Þetta er rangt. Framleiðsluráö hefur
samþykkt stofnun eggjasölusamlags
að beiöni nefndar sem kjörin var til
þess af samtökum eggjaframleiö-
enda aö koma skipulagi á sölu eggja.
Ekkert liggur fyrir um þaö enn,
hvort fleiri aöilar fá leyfi til
stofnunar sliks eggjasamlags. Vafa-
laust yröi öllum hagkvæmast aö
heildarskipulag næöist á eggja-
sölunni, þaö yrði í senn ódýrast og
öruggast fyrir neytendur. Slikt fyrir-
komulag yrði þó engin einokun, opin-
bert aðhald tryggöi þar hagsmuni
allra.
Fullyrt er í leiöaranum, aö Fram-
leiösluráð skrái viðmiöunarverö á
eggjum. Þetta er alrangt, Fram-
leiðsluráð hefur aldrei skráö neitt
verö á eggjum. Stjórn Sambands
eggjaframleiðenda skráir viðmiö-
unarverðið. Stjórnarmaður í sam-
bandinu greindi frá því i sjónvarps-
þætti ekki alls fyrir löngu, aö sér
dygöi lægra verð en hiö skráöa viö-
miðunarverö. Sjálfur hafði hann
ákveðið viömiöunarveröiö og ekki
heyrst aö hann gerði ágreining um
verðlagninguna fyrr en hann kom í
sjónvarpið.
Nauðsynlegt
gæðaeftirlit
Fullyrðingar Jónasar um að eftir-
litsleysi tryggi bestu gæði seldrar
vöru eru vægast dálítið hjákátlegar.
Jónas hefur aldrei heyrt talað um að
„frjáls vara á borð viö egg sé ekki í
góöu lagi.” Um þessi orð má segja að
heyrir hver það sem heyra vill.
Gæðaeftirlit meö þeim landbúnaöar-
IngiTryggvason
vörum sem seldar eru á skipulags-
bundnum markaöi er mjög gott, þótt
slys geti hent á þeim vettvangi eins
og öðrum. Ef stofnað veröur eggja-
samlag munu viöskiptavinir þess fá
dagstimpluð egg, flokkuö og gegn-
umlýst. Það gæðaeftirlit, sem mögu-
legt er viö slíkar aöstæöur er
neytendum mikilsverö trygging,
enda þykir slíkt jafnsjálfsagt í ná-
grannalöndum okkar og hvert annaö
matvælaeftirlit. Undirboö þau sem
átt hafa sér stað að undanförnu, má
m.a. rekja til þess, aö gömul egg í
þann veginn að eyðileggjast, eru seld
neytendum.
Skipulagning
búvöruframleiðslu
Jónas Kristjánsson kennir Fram-
leiðsluráði um umframframleiðslu
þá sem nú er á nautgripa og sauð-
fjárafurðum. Framleiðsluráð hafði
engin tæki í höndum til framleiðslu-
skipulagningar fyrr en meö
breytingu á löggjöf þar um vorið
1979. Síðan hefur það gerst, að
mjólkurframleiðslan hefur náð jafn-
vægi miðað viö þarfir þjóöarinnar og
vetrarfóðruöu sauðfé hefur fækkað
um 150 þúsund síðan 1978. Um ein-
staka þætti þessarar framleiöslu-
skipulagningar má sjálfsagt deila.
Hatur Jónasar á skipulagningu, og
þeim árangri sem náöst hefur í land-
búnaöinum, er svo rótgróið, aö nú
heimtar hann afnám þeirra laga sem
gera skipulagninguna mögulega til
þess m.a. að draga úr útflutnings-
bótaþörf.
Lokaráð ritstjórans
Ráöleggingar Jónasar tilneytenda
um aö brjóta á bak aftur þaö sölu-
kerfi landbúnaðavara, sem viö nú
búum viö, eru sannkölluð Lokaráö.
Viö búum viö skilvirkt og ódýrt
dreifingarkerfi landbúnaöarvara,
milliliðakostnaöur er hér lágur og
vörugæði fullkomlega sambærileg
við það sem best gerist. Skipu-
lagning framleiöslu og dreifingar er
nauðsynleg til aö tryggja nægilegt
framboð fjölbreyttrar vöru á eðli-
legu verði. Ég álít, aö Islendingum sé
ekki eiginlegt aö níðast á einstak-
lingum eöa hópum sem í vandræði
rata. Þaö gerist, þegar menn eru
neyddir til aö selja vöruna sína langt
undir sannviröi eða jafnvel gefa
hana alveg, eins og nú þekkist meöal
eggjaframleiðenda.
Skipulagslaus
markaðsstefna
Aödáendur skipulagslausrar
markaösstefnu virðast gleyma því,
hversu smár markaöur okkar er,
þeir virðast sumir þrá þaö heitast aö
koma vissum framleiðslugreinum í
hendur eins manns eöa örfárra. Þeir
menn kunna aö finnast, sem vilja
láta nágranna sína vinna kauplaust
viö framleiöslu daglegra nauðsynja.
Þeir fagna niöurboöum á eggjum.
En sá fögnuður mun vart standa
lengi. Engar tölur eru til sem sýna aö
ódýrara sé að framleiða egg á stór-
búum heldur en á vel reknum og
tæknivæddum miðlungsbúum —
búum meö 4—6 þúsund varphænur. A
þessum búum er flest eöa öll tækni
nákvæmlega sú sama og á stór-
búunum. Þessi bú eiga nú að hverfa
aö mati DV-ritstjórans. Þessir
smærri bændur hafa ekki gefiö sig á
vald neinum draumum um auð-
söfnun og markaðseinokun. Þeir
stefna aö samvinnu um hagkvæma
dreifingu og eru tilbúnir að leggja
verðlagningu vöru sinnar undir dóm
þar til kvaddra manna.
Þessa menn og viðhorf þeirra eiga
neytendur aö styðja. Það verður
öllum hagstæðast þegar lengra er
litið, ekki síst neytendunum sjálfum.
Ingi Tryggvason
formaöur Stéttarsambands
bænda.