Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1983, Side 21
U V . iVUL/V lIVUL/AUUn 10. ivirvi 1300.
^ v • miivviivuL/nuua 10. m/\i 1300.
íþróttir
íþróttir
íþróttir
fþróttir
íþrótt
íþróttir
fþrótt
íþróttii
íþróttir
„Höfum ekki áhuga
á Rummenigge”
— segir varaformaður Barcelona um þá frétt að
Karl-Heinz Rummenigge sé á förum til Barcelona
— Viö höfum engan áhuga á aö fá
Karl-Heinz Rummenigge, sagði einn af
forráöamönnum Barcelona, þegar
hann var spurður um þann orðróm
sem skaut upp kollinum í V-Þýska-
landi í gær, aö Rummenigge væri á
leiðiuni til Barcelona.
Fréttastofa í V-Þýskalandi sagöi frá
því í gær aö Bayern Miinchen þyrfti aö
neyðast til aö selja Rummenigge og
væri líklegt aö hann færi til Barcelona
á 6,5 milljónir marka en Miinchen
fengi Bernd Schuster í kaupbæti frá
Barcelona.
— „Eg veit ekkert um þetta,” sagði
Rummenigge þegar hann var spuröur
um fréttina. Forráðamenn Bayern
sögöu aö þaö væri ekki á prjónunum
hjá þeim aö selja Rummenigge.
Nicolas Casaus, varaformaöur
Barcelona, sagöi aö þeir heföu ekki
áhuga á Rummenigge. — Bemd.
Schuster veröur áfram hjá okkur ann-
aö ár, eins og samningur hans segir til
um. Viö erum mjög ánægöir að hann
veröi áfram hjá okkur, sagöi Casaus.
-SOS
Stóri-bikarinn
til Selfyssinga
Selfyssingar tryggðu sér sigur í
Stóru-bikarkeppninni er þeir lögöu Aft-
ureldingu frá Mosfellssveit að velli, 4—
2, á Selfossi. 186 áhorfendur sáu Sel-
fyssinga fá óskabyrjun því að eftir að-
eins 3 mín. var Sigurlás Þorleifsson bú-
inn að senda knöttinn í netið hjá Aftur-
eldingu og stuttu síðar skoraði Heímir
Bergsson með þrumuskoti af 20 m færi
— 2—0. Jón Birgir Kristjánsson og
Sigurlás bættu síðan mörkum við en
Lárus Jónsson skoraði bæði mörk
Aftureldingar. Víðir í Garði gaf nýjan
bikar til keppninnar og tóku Selfyss-
ingar við honum eftir leikinn. Selfyss-
ingar fengu fimm stig, Víðir úr Garði
fjögur, Afturelding tvö og ÍK úr Kópa-
vogieitt. -KB/-SOS
Sigurvegarar Þórs í bikarkeppni Akureyrar.
DV-mynd Guðm. Svansson.
Þór bikarmeist-
ari Akureyrar
Þór varð bikarmeistari Akureyrar í
knattspymu um helgina. Þrjú félög
tóku þátt í keppninni. Auk Akureyrar-
liðanna Þórs og KA voru Siglfirðingar
með, KS. Völsungi frá Húsavík var
einnig boðin þátttaka en leikmenn liðs-
ins sáu sér ekki fært að mæta.
Orslit í leikjunum uröu þessi.
Þór — KS 3-0
KS-KA 0-0
Þ6r — KA 1-1
(Jrslitaleikurinn var á Sanavelii,
hálfgerður „drullupollaleikur”. Aö-
staöa erfið. Gunnar Gíslason náöi for-
ustu fyrir KA í lok fyrri hálfleiks. í síð-
ari hálfleik voru Þórsarar sprækari.
Þeir jöfnuöu á 75. mín. Árni Stefánsson
var felldur innan vítateigs og dæmd
vítaspyrna, sem Guöjón Guðmundsson
skoraði úr. Jafntefliö nægöi Þór til sig-
urs.
Fyrsti leikur Islandsmótsins, 1.
deild, verður á Þórsvelli á fimmtudag.
Þá leikur Þór við Akranes.
GSV, Akureyri.
Burnley f éll
Crystal Palace sendi Burnley niður í
3. deild á Selhurst Park í London í gær-
kvöldi, þar sem Palace vann 1—0. 23
þús. áhorfendur sáu Ian Edwards
skora sigurmark Palace um miðjan
seinni hálfleik. Eftir leikinn brutust út
slagsmál á milii áhangenda félaganna.
Tveir leikir voru leiknir í 4. deild:
Darlington—Peterborough 4—3
Tranmere—Rochdale 0—0
Heimir
meiddur
Heimir Karlsson, markaskorarinn
mikli úr Vikingi, mun aö öllum lík-
indum ekki leika með Víkingum gegn
Breiðabliki á Laugardalsvellinum á
morgun. Heimir fékk högg á læri í leik
Víkinga gegn Skagamönnum þannig
að það blæddi inn á vöðva. Það er enn
ekki ljóst hvort Heimir geti leikið með
Víkingum gegn Skagamönnum á
mánudaginn kemur uppi á Akranesi.
-SOS
Sigurður Sveinsson.
Sigurður
til Lemgo
Átta leikmenn eru farnir frá Nettelstedt
Frá Axel Axelssyni — fréttamanni DV
íV-Þýskalandi:
—Sigurður Sveinsson, landsliðs-
maður í handknattleik sem hefur leikið
með Nettelstedt, hefur gerst leik-
maður með Lemgo sem vann sér sæti í
„Bundesligunni” fyrir stuttu. Sigurður
gekk til Uðs við félagið ásamt Michael
Schuppel, sem einnig lék með Nettel-
stedt, en aUs hafa átta leikmenn yfir-
gefið félagið að undanförnu.
Það er enn ekki ljóst hvort Bjarni
Guðmundsson fer frá félaginu, en aUt
bendirþótUþess. — Axel/—SOS
^ Getraunaleikur DV og Japis:
Hverjir tryggja sér
SONY-tækin?
MikU þátttaka hefur verið i get-
raunaleik DV og Japis um bvaða
leikmaður verður fyrstur tU að
skora mark í 1. deUdarkeppninni í
knattspyrnu. Undanfarna daga
hafa birst getraunaseðlar hér á síð-
unni. Siðustu forvöð tU að skila
seðlunum tU DV — Síðumúla 12—14
— er kl. 18 í dag. Þeir seðlar sem
koma eftir það verða ekki teknir
með i „pottinn”
Eins og lesendur vita þá fær sá
leikmaður sem er fyrstur tU að
skora í fyrstu umferð 1. deUdar-
keppninnar glæsUegt SONY út-
varps- og kassettutæki í verðlaun
og einnig sá lesandi sem spáir rétt
um markaskorarann.
SkUið inn getraunaseðlum fyrlr
kl. 18 í dag. Fyrsti leikur 4. deUdar
- Þróttur og KR fer fram í kvöld
kl. 20.00.
• Rl. A.U.W.
Rætt við Eystein Þorvaldsson, formann Júdósambands Islands, sem er að láta af störfum
Eysteinn Þorvaldsson mun láta ai
formennsku Júdósambands íslands á
næsta ársþingi JSl sem verður síðar í
þessum mánuði. Eysteinn hefur verið
formaöur Júdósambandsins frá stofn-
un þess en það varð 10 ára fyrr á þessu
ári.
I tilefni þess, og þar sem Eysteinn er
nú aö hætta formennsku eftir langt og
gifturUct starf, lögðum viö nokkrar
spurningar fyrir hann nú í vikunni.
Hafði hann m.a. þetta að segja um
stofnun Júdósambandsins:
„Þegar Júdósambandið var stofnað
fyrir 10 árum biðu mörg og brýn við-
fangsefni úrlausnar. Júdó haföi þá ver-
iö iðkaö hér í tveimur félögum um
nokkurt árabil en samvinna þeirra'
haföi verið lítt vinsamleg. Á vegum ISI
haföi júdónefnd starfað undir forystu
Sveins Björnssonar í nokkurn tíma
áöur en JSI var stofnað og hafði hún
unnið gott starf.
JSI varö auðvitað strax samstarfs-
vettvangur íþróttarinnar. Tekið var
til við að skipuleggja mót og að reyna
aö vinna aö útbreiöslu íþróttarinnar.
Útbreiöslan hefur alltaf verið miklum
erfiðleikum háð. I fýrsta lagi vegna
skorts á þjálfurum og í ööru lagi vegna
mikils stofnkostnaðar. Síöustu árin
hafa veriö starfandi 8—9 félög, þau eru
á Reykjavíkursvæðinu, á Suðumesj-
um, Akureyri og Egilsstööum. I öllum
félögunum er líflegt starf og víðast
fjöldi bama og unglinga sem æfa
íþróttina.”
Framarlega miðað við
hin Norðurlöndin
„Stjórn JSI ákvaö strax í upphafi aö
stefna aö sem mestri samvinnu við er-
lend júdósamtök og að þátttöku í fjöl-
þjóðlegum mótum íslenskra júdó-
manna. Við höfum alla tíö lagt rækt við
samstarf Norðurlandanna, ekki síst
vegna þess að viö stöndum þeim á
sporði og það samstarf tryggir okkur
það aö Norðurlandamótin, karla,
kvenna og júníora eru haldin hér á
landi með reglulegu millibili.
Við höfum aö sjálfsögöu tekið þátt i
öllum Noröurlandamótum karla síðan
JSI var stofnaö. Þrír úr okkar hópi
hafa orðið Norðurlandameistarar, þar
af einn tvisvar. Silfur- og bronsverð-
laun hafa íslenskir júdómenn fengið á
þessum mótum í tugatali. Þá hefur Is-
land fjórum sinnum hlotiö silfurverð-
launin í sveitakeppni Norðurianda-
mótsins og það er órækasta sönnunin
fyrir því að viö erum framariega í
íþróttinni miöaö viö hin Norðurlönd-
in.”
Víða vakið á sér athygli
„Islenskir júdómenn hafa veriö í
ólympíuliöi Islands á þeim tveimur
ólympiuleikum sem haldnir hafa verið
síöan JSI var stofnaö og ég efa ekki aö
þeir veröa líka meö á næsta ári. Þetta,
ásamt öðru, sýnir styrkleika íþróttar-
innar miöað við aðrar íþróttir hér á
landi.
En íslenskir júdómenn hafa víðar
látið aö sér kveöa. Viö höfum tekið þátt
i tveimur síöustu heimsmeistaramót-
um og þar hafa islenskir júdómenn
unnið samtals fjórar viöureignir. Af
hinum stóru opnu mótum í Evrópu höf-
um við einkum beint athyglinni að
þremur slíkum, þ.e. því skandin-
avíska, hollenska og breska. Islenskir
júdómenn hafa þrívegis fengið gull-
verðlaun á Opna skandinavíska mót-
inu, en hin mótin tvö eru mun sterkari.
Þess er skemmst aö minnast aö Bjami
Friðriksson vann bronsverölaunin í
léttþungavigt á Opna breska mótinu í
síðasta mánuöi og það er frábær
frammistaða á alþjóðlegan mæli-
kvarða.
Evrópumeistaramótiö er haröasta
mótið sem haldiö er og tæplega nokk-
urt mót í heiminum meö eins háan
standard. Viö höfum átta sinnum sent
menn á Evrópumótið, nú síðast i ár, og
hafa þeir jafnan staðið sig vel. ”
LAUGARDALSVÖLLUR 1, DEILD - FYRSTI LEIKUR Á GRASI
ÞROTTUR
/ fyrsta leik ís/andsmótsins
í KVÖLD KL. 20.
KR
Komið og sjáið spennandi
ieik á grasinu í Laugardai.
Hérgreiðslu- og
rakarastofa.
Langholtsvegi 128,
simi 85775.
HÓPFERÐAMIÐSTÖÐIN - SÍMI 82628 - 81345.
Skyndibitastaður,
Laugavegi 86.
LEIGUFLUGOy
Sverrír þóroddssort J
ORKUBÓT
GRENSÁSVEGUR 7 - SÍMI 39488
Hvers konar íþrótt
er júdó?
„ Júdó er íþrótt sem krefst ástundun-
ar og elju af iökendum sinum, en hún
launar það ríkulega ef fólk hefur þolin-
mæði til aö læra hin vandasömu atriöi
hennar og öölast kunnáttu og þjálfun.
Júdó má iðka meö mismunandi mark-
miö i huga. Ekki þurfa allir aö stefna
aö keppni. Þetta er lika ákjósanleg
trimm-íþrótt, alhliða þrekaukandi og
styrkjandi. Það er sifellt hægt aö bæta
við kunnáttuna og gráðunarkerfið er
mjög hvetjandi í þvi efni. Júdóíþróttin
stendur á ævafornum menningarleg-
um grunni. I upphafslandi hennar er
megináhersla lögö á það að hún sé ekki
síður þroskandi fyrir sálina en lík-
amann. Þaö er taóísk heimspeki sem
býr að baki þessari íþrótt, og þess
vegna valdi Jigoro Kano henni nafnið
judo, þ.e. „hin milda aöferð” fyrir
rúmum hundrað árum.”
Hvers vegna hœttirðu
nú í stjórn?
„Þaö er ekki endalaust hægt að ætl-
ast til þess að sömu menn fómi starfs-
kröftum sínum fyrir nein samtök. öll-
um samtökum er líka hollt að endur-
nýja stjóm sína öðm hverju.
Þvi er ekki að neita aö ég hef alloft
ætlað aö hætta í stjórninni vegna þess
að ég hef oft átt erfitt meö aö sjá af
þeim tíma sem fer í félagsstörfin. Eg
hef jafnan látið til leiðast aö halda
áfram, en tel mig nú geta hætt með
góöri samvisku. Það hefur lengi veriö
mjög traustur stofn í stjórninni og
mannaskipti fátið. Nú tel ég tryggt aö
farsæl og samhent stjórn verði við
stjómvölinn áfram, menn sem ég hef
unnið lengi með og treysti til fullnustu
að vinna íþróttinni og samtökum henn-
arallthiðbesta.
Samstarfið i stjóm JSI hefur jafnan
verið mjög gott og sömuleiðis við ISI
og önnur iþróttasamtök. Sama er að
segja um starfið við þjálfara og
íþróttafólkið sjálft sem með mörgum
góðum afrekum hefur aukið forystunni
kraft og áræði. En síðast og ekki síst er
ég þakklátur fyrir að hafa lagt stund á
júdóíþróttina, sem er heilsubætandi í
víöasta skilningi.”
-klp-
Erlendir
leikmenn
bannaðir
— eingöngu íslendingar leika í úrvals-
deildinni fkörfuknattleik næsta vetur
Miklar umræður urðu á 23. ársþbigi KKÍ sem haldið var
um helgina um þá tillögu að banna erlenda lcikmenn hér á
landi á næsta keppnistímabili. Voru menn ekki á eitt sáttir
um gæði tillögunnar en svo fór þó að lokum að tillagan var
samþykkt með miklum mun eða 25:13 og einn sat h já.
Þaö er því ljóst, hvort sem mönnum líkar þaö betur eöa
verr, að engir erlendir leikmenn leika hér á landi næsta
vetur. Tillagan var nokkuð eitruð, ef svo má segja, því hún
gengur mjög langt,- lengra kannski en hún hefði þurft að
ganga. Með samþykkt hennar er það ljóst að enginn leikmað-
ur sem ekki hefur íslenskan ríkisborgararétt, er löglegur hér
næsta vetur. Og það þýðir meðal annars að leikmenn eins og
Dakarsta Webster og Stewart Johnson mega ekki leika með
félögum sinum i úrvalsdeildinni næsta vetur.
En þrátt fyrir að leikmennirnir hafi verið bannaðir er að
mörgu leyti hægt að gleðjast yfir samþykki tillögunnar. Þeir
erlendu leikmenn sem hafa leikið hér á landi hafa kostað
félögin mikla peninga og reyndar er svo komið að mörg félög
eru í svöðusárum peningalega séð vegna veru þessara
manna hér á landi.
-SK.
Undanúrslit EM unglinga
Englendingar mæta Tékkum og ítalir leika gegn Frökkum í
undanúrslitum Evrópukeppni unglingalandsliða sem fer nú
fram í Englandi. Undanúrslitaleikirnir verða á föstudaginn.
Þessar þjóðir urðu sigurvegarar í sínum riðlum. Tékkar og
V-Þjóðverjar urðu jafnir í sínum riðli en Tékkar komust
áfram á betri markatölu.
Stærstu mistök
Csernai voru að
láta Ásgeir fara
Pal Csernai er áttundi þjálfarinn sem hef ur verið rekinn f rá
Frá Axel Axelssyni — fréttamanni DV
í V-Þýskalandi:
—Mikið hefur verið skrifað hér í
blöðum um Pal Csernai þjálfara sem
nú hefur verið reklnn frá Bayern
Miinchen. Stórblaðið BILD segir frá
því að Cseraai sé snjall þjálfari en
hann hafi gert mörg mistök. Stærstu
mistökin sem hann hafi gert hafi verið
að láta íslendinginn Ásgeir Sigurvins-
son fara til Stuttgart, en hann væri sá
eini sem hefði getað fyllt í það skarð
sem Paul Breitner hefur skilið eftir sig
hjá Bayem.
—„En Sigurvinsson fékk ekki tæki-
færi til að spreyta sig hjá Bayern undir
stjórn Csernai. Aftur á móti hafi hann
fengið tækifæri hjá Stuttgart og sýnt
þá að hann væri einn besti miðvallar-
spilari V-Þýskalands. Csernai færði
Stuttgart Sigurvinsson á silfurfati og
Ólaf ur með
Skallagrím
Ólafur Jóhannesson, knattspyrau-
maður úr Haukum, sem hefur þjálfað
Einherja frá Vopnafirðl með góðum
árangri tvö sl. keppnistímabil, hefur
gerst leikmaður og þjálfari Skalla-
gríms frá Borgarnesi sem leikur i 3.
deild.
Þá mun Gunnar Orrason leika áfram
með Skallagrími en hann var búinn að
tilkynna félagaskipti og ætlaði að leika
með Eyjamönnum í sumar.
-SOS
Bayern Miinchen
forráðamenn félagsins hafa svo
sannarlega metið eiginleika Ásgeirs
Sigurvinssonar sem sést best á því að
þeir framlengdu samning hans til 1987
eftir að hann haföi aðeins leikiö hálft
keppnistímabil meö Stuttgart,” segir
blaðiö.
Þá er sagt frá öörum mistökum sem
Csernai hafi gert, en þaö voru kaup
hans á Norbert Nachtweih frá Frank-
furt á 1,7 milljónir marka. Nachtweih
hefur þurft aö verma varamannabekk-
inn í vetur.
Csernai er áttundi þjálfarinn sem
hefur verið rekinn fró Bayern og hann
er 118 þjálfarinn sem hefur verið rek-
inn frá „Bundesliguliði” áður en
samningur er útrunninn. Csernai er þó
sá þjálfari sem hefur starfað lengst
hjá Bayern, eöa í 54 mánuöi. Undir
hans stjórn varð félagiö V-Þýskalands-
meistari 1980 og 1981 og bikarmeistari
1982.
Þessi skapstóri þjálfari hefur veriö
gagnrýndur mjög fyrir framkomu sína
gagnvart áhorfendum og áhangendum
Bayern. Hann hefur litið stórt á sig og
verið óvinsæll og hann hefur nú fengið
aö blæöa fyrir þaö.
—Axel/—SOS
Miley þjalfar
Keflvíkinga
Keflvíkingar fyrstir til að ráða sér þjálfara
fy rir næsta keppnistímabil í körf unni
Keflvíkingar hafa ráðið Banda-
rikjamanninn Brad Miley sem
þjálfara fyrir næsta keppnistíma-
bll i körfuknattleik. Brad Mfley lék
með liðinu á siðasta keppnistíma-
bili og voru Keflvíkingar mjöp
ánægðir með störf hans bæði sem
leikmanns en ekki siður þjálfara.
Mikill hugur ku vera i þeim
sunnanmönnum og mun liö IBK
hefja æfingar nú siðla sumars og
má vænta mikils af líðinu á vetri
komanda.
Af öðrum félögum er nánast ekk-
ert að frétta hvað þjálfara varðar
en þó hefur það kvisast út aö Kol-
beinn Kristinsson muni þjálfa lið
tR og væri iR-ingum mikill f engur í
honumsemþjálfara.
•SK
ÆFINGA- OG
JOGGING GALLAR
FÓTB0LTAR
HANDB0LTAR
•
ÍÞRÓTTA-
SKÓR
VINDGALLAR
•
GÖNGU
FATNAÐUR
é
Póstsendum
samdægurs.
Sportval
!
Hlemmtorgi — Símar 14390 og 26690