Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1983, Qupperneq 36
36
DV. MIÐVIKUDAGUR18. MAl 1983.
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Hörður Sigurjónsson klyfjaður verðlaunum. Það er Ragnar Örn Pétursson, formaður Barþjónaklúbbs
íslands, sem afhendir Herði hór stóran bikar frá Cointreu. Hörður fékk líka meðal annars horn frá Agli
Vilhjélmssyni, bikar fré Martini og 100 ára koniak, Camy, á kristalsflösku i verðlaun.
„BÚSS”, BLAND OG
BRAGÐMIKIÐ FÓLK
—á hátíð Barþjónaklúbbs íslands þar sem „Stripper”
Harðar Sigurjónssonar sigraði
„Stripper” heitir drykkurinn og
þykir ljúfur mjöður í meira lagi. Og
hann hefur þaö sér til frægöar unniö aö
vera valinn sá besti í „long drinks”
keppni Barþjönaklúbbs Islands sem
fram f ór í Súlnasal Hótel Sögu ekki alls
fyrirlöngu.
En þaö þarf einhvern til að möndla
drykkinn. Sá er það gerði var auövitaö
höfundur drykkjarins, Hörður Sigur-
jónsson, yfirþjónn íBroadway, einhver
kunnasti barþjónn landsins. Og fyrir
„bragöiö” hlaut hann titilinn Islands-
meistarií „long drinks” áriö 1983.
Þegar við litum inn á Sögu var allt á
fullu við að blanda á staðnum. Tuttugu
barþjónar með glösin á lofti og
„smakkararnir” orðnir örlítið
glaseygðir.
Það var nokkuö skemmtilegt með
hvaða hætti þeir voru valdir. Við
komuna á hátíöina voru þeir nefnilega
spurðir hvort þeir vildu ekki taka þetta
„starf” að sér. Þurfti hver
„smakkari” að bragða á fjórum
drykkjum og gáfu þeir stig eftir hvert
smakk. „Hikk, þessi fær stig.” Þið
skiljið.
Höröur sigraði í keppninni með
óvenjumiklum glæsibrag, hlaut 59 stig
af 60 mögulegum sem er met. Greini-
legt að menn hafa verið á einu máli um
aö „Stripper” væri bestur.
„Það hefur verið roksala í
drykknum síöan ég kom með hann. Og
ekki annaö aö sjá en fólk sé ánægt,”
sagði Hörður er við ræddum við hann.
„Ástæðan fyrir því að ég skýrði
drykkinn „Stripper” er sú, að ballett
meö sama nafni var sýndur í
Broadway í fyrravetur.”
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
Hörður verður Islandsmeistari í „long
drinks.” Hann vann þann titil áður
1979 og tók þá sama ár þátt í heims-
meistarakeppninni í Júgóslavíu og
náði bronsinu, hlaut þriðja sætið. I
keppninni tóku þátt fulltrúar frá 26
löndum.
Hörður lærði til þjóns á Hótel Sögu og
útskrifaðist þaðan 1969. Hann var lengi
kunnur fyrir að vera með Astrabarinn
viö Grillið. Árið 1981 hætti hann síðan á
Sögu og tók við yfirþjónsstarfi í
Broadway.
Þess má aö lokum geta aö Barþjóna-
klúbburinn á 20 ára afmæli á þessu ári,
en hann var stofnaður árið 1963. Fyrsti
formaður hans var Símon „í Naust-
inu” Sigurjónsson og var hann gerður
að heiöursfélaga á hátíð barþjónanna
um daginn.
-JGH
Farandgripur frá McKinley, sverðið góða, sem Hörður var sleginn tH
verðlauna og riddara með. Við ættum kannski að segja sverðlaun i staðinn
fyrir verðlaun.
Blokkin og „bússið". Hér er einn „smakkaranna" að störfum. „hlammi,
nammi, namm, hikk, kikk og blikk. Þessi fœr sko stig fyrir að koma mór á
bragðið. Meira afþessu takk. ”
Hór er það heiðursmaðurinn sjótfur, Simon „i Naustinu", Sigurjónsson.
Hann var gerður að heiðursfélaga Barþjónaklúbbsins. Við sjáum hvar hann
tekur við viðurkenningu úr hendi framkvæmdastjóra Camy koniaksins á
Norðuriöndum.
D V-myndir: Einar Ólason.
Olivia Newton-John súperstjarna, sem sló rækilega i gegn i myndinni
Grease. Nú hefur hún fengið eftírsótt hlutverk i söngleiknum Evitu.
JOHN OG
JOHN SAMAN
ÍEVITll
Olivia Newton-John á að leika Það er enginn annar en Travolta-
aðalhlutverkið í myndaflokki um steggurinn John sem fer með
söngleikinn Evitu sem notið hefur titilhlutverkið á móti Olivu. Leikur
feikilegra vinsælda í Bretlandi og hann Suður-Ameríkumanninn Er-
Bandarikjunum. nesto„Ché”Guevara.
Sú ljóshærða þurfti að hafa tals- Eigum við ekki bara að segja að
vert fyrir því að fá hlutverkið því þau John og John Newton og
Liza Minelli og Elaine Page voru á Travolta, standi sig jafnglæsilega og
meðal þeirra stjarna sem vildu fá þau gerðu forðum í kvikmyndinni
það. Grease.