Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1983, Qupperneq 14
14
DV. FÖSTUDAGUR 27. MAl 1983.
Spurningin
Hefurðu smakkað
karfa?
Asgeir Elnarsson sölumaöur: Já, bann
er ágætur. Það eru þó orðin mörg ár
síðan ég smakkaði hann.
Hörður Oskarsson bílstjóri: Nei,
aldrei. Eg hef ekki áhuga á þvi, held
hann sé hálfóætur.
Sigurður Friðgelrggou frystihússtarfs-
maður, Patreksfirði: Já. Hann er
ágætur í boUum, mér finnst hann best-
urþannig.
Aslaug Þórlsdóttir, vinnur i Hátúni
lOb: Nei. Eg held hann sé ekki góður,
mér list ekkert á hann.
Öskar Pálsson bílstjóri: Já, hann er
mjög góður. Maöur getur þó ekki borð
að mikiö af honum i einu, en það er
mjög gott að smakka hann ööru
hverju.
Asa Hjartardóttir hárgreiðslukona:
Já, mér finnst hann mjög góður. En
hann verður að vera nýr, hann er fljót-
uraöþrána.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
„Einungis
gripiðtil
koppsins í
ýtrustu neyð”
Geir Thorsteinsson, starfsmannastjóri
Álafoss, sendi lesendasíðunni línu
vegna skrifa 6765-0484 á síðunni á
dögunum um kopp nokkura sem Pétur
Eiriksson forstjóri veitti starfsmönn-
um fyrir vei unnin störf.
Með bréfi Geirs fylgdi blaðiö Ala-
fossfréttir, aprílhefti, en í þvi blaði
greinir Pétur Eiríksson frá gagn-
merkri sögu koppsins.
Einn starfsmanna Álafoss gaf Pétri
koppinn á árshátíð fyrirtækisins 1977.
Við það tækifæri hét Pétur því aö ef
tækist að afgreiða mikla treflapöntun
til Sovétríkjanna á réttum tíma myndi
hann mæta á prjónastofuna með
koppinn fullan af vodka. Það tókst og
Pétur forstjóri stóö við orö sín. Næst
er af koppnum að segja árið 1979 er
treglega gekk að afgreiöa frá fataút-
flutningsdeild. Til þess að örva liðið
var gripið til þess ráðs að heita deild-
inni koppnum ef tækist aö afgreiða
vörur fyrir 1 milljarö fyrir 1. október
sama ár. Reyndist þetta vel og fékk
koppurinn að safna ryki allt þar til
brann hjá Álafossi 15. mars sl. Enn var
þá heitið á koppinn og að vanda dugði
það ráö. Verksmiöjan komst í gang á
hálfum mánuði. 9. apríl síðastliðinn
voru bornar fram veitingar í koppnum
í þriðja skipti.
I lok greinar sinnar í Álafossfréttum
segir Pétur Eiríksson: ,,Eins og sést á
framansögöu er ekki gripið til
koppsins nema í ýtrustu neyð. Hann er
ekki veittur reglulega og einungis ef
alveg sérstök afrek eru unnin innan
þröngra tímamarka. Eg held aö best
sé að halda þessu svona, því það er ein-
ungis verðmætt sem fáir fá og geta
sjaldan eignast en hitt lítilsvert sem
margir komast oft yfir. Koppurinn er
nú í umsjá spunaverksmiðjunnar sem
vann til hans meö heiðri og sóma. ”
Hér með er þessum upplýsingum
komið á framfæri viö 6765-0484.
mms*:
lsunarstnrf^rt*^sins vanhakn .en®1 ^sfvirkiar fiu stóðu yflr
Starfsmaður Álafoss kvartaði á dögunum yfir koppisem starfsmenn fengu
fyrir vel unnin störf við hreinsun eftir bruna. Pétur Eiriksson forstjóri
heldur því aftur á móti fram að hinn mesti vegsauki sé að fá koppinn.
DavidBowie:
Klettur upp úr drullu-
polli meðalmennskunnar
Siguröur Jóhannsson, aldursvarafor-
seti Sambands islenskra hippafríka,
skrifar:
Með því nú er til umræðu hvað
dægur-, sem kallað er, -tónlistar skuli
á listahátíð reynist ég mér að óvörum
skyldugur til að leggja orð í belg.
Mér skilst að sá möguleiki kunni að
vera fyrir hendi að David Bowie þiggi
boð hingaö. Ef svo er væri fáránlegt
annað en bjóöa honum.
Munandi tíma sirka tvenna komma
sjö og hafandi í gegnum þá hlustað
með aldrei færri eyrum en öðru eftir
hverju því er hljómar vel, getur mér
ekki þótt annað í dag en að hr. Bowie
standi ásamt örfáu listafólki öðru eins
og klettur upp úr þeim drullupolli
meðalmennsku og andleysis sem á
ströndum Noröur-Atlantshafs gengur
af óskiljanlegum ástæðum undir nöfn-
um er vitna bæði i tóna og list.
Aö vísu er ég skömm skár sáttur við
það sem heyrist í hinu almenna út-
varpi en við hitt sem heyrist ekki. Mér
hefur þótt mínir fuglar fagrir. A
dögum Cream og Hendrix var sem
annar hver jarðarbúi syngi svo þrótt-
mikilli röddu sem þeir. I dag er leitun
I ___________
aö fólki utan klassískrar hefðar sem
ekki viröist fyrirlita eigin verk.
Ekki að sú leitunin þurfi endilega að
vera löng. Pönkið, eins og þaö kýs að
kalla sig — tja — sumir bestu vinir
mínir eru pönkarar — en það er jú eins
og ekki alveg útsprungið blóm. Maöur
veit eiginlega ekki ennþá hvemig það
lítur út. Og ef út í það er farið, má
segja að tónlist umrædds Bowies sé ein
megin þeirra æða er tengja pönkið við
aðra tónlist fyrr og síðar.
En sú er ekki frágangssökin, heldur
hin sem einfaldari er: að Bowie er heilt
skáld, á tóna, á orð, á flutning, og hann
er máttugt skáld. önnur sem mér
vitanlega koma til álita hafa hvorki til
að bera heillyndi né verulegan mátt.
Að vísu hefur mér skilist að fyrir
hendi sé fræðilegur möguleiki á þvi að
tónleikar hr. Bowie geti orsakað
heróínneyslu, eins og kvikmyndin.Wir,
Kindera des Bahnhofs Tiergarten bar
svo eftirminnilegt vitni um. Þó er þetta
ekki sannað, og sumir alls áreiðanlegir
vísindamenn telja nokkuö víst aö engin
tengsl séu í raun. En þó væru, eða séu,
er held ég hverfandi hætta á smiti hér
á skerinu. Eg get sjálfur borið um það,
hve fikniefnalögregla okkar er starfi
sínu vaxin. Semsé mjög vel. Eða mátu-
lega er kannski rétta orðið. Allavega
þurfum við tæplega aö óttast. Þó
sumum náttúrlega finnist mest gaman
að óttast.
Allt um þaö. Það mun vera hængur
aö sviðið i Laugardalshöll er lítið. Er
eitthvert mál að reisa bráðabirgöasviö
stærra? Eg meina, tölum við manninn.
Þaö má ekki sleppa svona sjensum.
„Bowie stendur eins og klettur upp úr þeim drullupolli meðalmennsku og
andleysis sem á ströndum Norður-A tlantshafs ganga undir nöfnum sem
vitna i bæði tóna og list."
Verkamanna
bústaðir:
„Þetta viðlegugjald
er hreinn þjófnaður”
3078-2498 skrifar:
j Miglangartilaðbeinaathygliþeirra
sem sitja nú á Alþingi og karpa um
hlutina að málefnum gamla fólksins.
Eg trúi því ekki, nýkjörnir alþingis-
menn, að þiö ætlið aö gleyma gamla1
'ólkinu eins og hinir gerðu.
Það er svo hróplegt ranglæti sem
yfir þetta gamla fólk er leitt.
Móðir mín er 74 ára gömul og er
sjúklingur. Hún hefur búið í verka-
mannabústöðum í yfir 40 ár. Maður
ætlaöi að hún ætti íbúöina skuldlausa..
Nei, svo er ekki. Hún þarf að borga 9
þúsund krónur á ári í þetta viðlegu-
gjald sem kallað er og er bara nafnið
tómt. Hún hefur bara ellilaunin og
dróst síöast að hún gæti borgað. Þurfti
hún þá að greiða dráttarvexti á allt
saman og upphæðin fór þá í 10—11
þúsund krónur. Fasteignaskattar og
brunamat ekki innifalin og ýmis gjöld
aukalega ofan á allt saman. Aldrei er
neitt gert fyrir þessar íbúðir. Glugg-
amir í hennar íbúð eru grautfúnir, úti-
dyrahurðin gisin og mikill kuldi í íbúö-
inni af þeim sökum. Margt annaö
amar að og hún hefur oft kvartað.
Alltaf erhenni lofaðað lagaöverðien
ekkertgerist.
Þetta gjald, 9 þúsund krónur, er
ekkertannað en þjófnaður.
Svona lagað ætti ekki að láta
viðgangast og ætti aö taka þetta til
rækilegrar athugunar.