Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1983, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1983, Page 3
DV. FÖSTUDAGUR 3. JUNI1983. 3 í háskólanámi á launum hjá utamíkisráðuneyti Hjá flugmálastjórn á Keflavíkur- flugvelli sem heyrir undir utanríkis- ráöuneytiö, hafa þrír nemar í flugum- feröarstjórn veriö á fullum launum án nokkurra verkefna frá því í júlí í fyrra. Tveir þeirra komust í starfsþjálfun 1. apríl síöastliöinn en sá þriöji hefur enn þaö eitt aö gera aö sækja launaumslag- iö sitt um hver mánaöamót. Sá hefur nýtt tímann til laganáms í vetur. Mál þetta má rekja aftur til hausts- ins 1981. Þá hófst frumnámskeiö fyrir nema í flugumferöarstjórn. Af þessu námskeiði, sem lauk um mánaðamótin janúar-febrúar 1982, voru tólf menn valdir til framhaldsnáms. Þaö hófst meö þriggja mánaða námskeiði í Bret- landi og lauk því í júnílok. Upphaflega var gert ráö fyrir aö senda átta menn á Bretlandsnám- skeiðið þar sem ekki var aðstaða til aö taka fleiri í starfsþjálfun hérlendis. Svo fór aö tólf menn voru sendir út. Sumir tólfmenninganna höföu veriö á launum sem aöstoöarmenn flugum- feröarstjóra frá því vorið 1981. Allur hópurinn var svo settur á launaskrá þegar heim var komið. Nemarnir tóku laun samkvæmt 8. launaflokki ríkisins. Átta nemar af þessum tólf hófu starfsþjálfun 1. ágúst í fyrra, fjórir í Keflavík og fjórir í Reykjavík. Þeir fjórir sem eftir voru uröu aö bíða. Þremur þeirra var ætlað starf í Kefla- vík en einum í Reykjavík. I Reykjavík var máliö leyst með því aö gera þennan eina aö aöstoöar- manni. I Keflavík fundust engin verk- efni fyrir nemana þrjá, Sigurö Baldursson, Helga Kristinsson og Harald Olafsson. I níu mánuöi, frá júli í fyrra til apríl Bruni á ísafirði í fyrrínótt: Tvo þusund fisk- kassar eyðilögðust Litlu munaði aö stórbruni yröi á Isafirði í fyrrinótt. Slökkviliöi bæjarins var klukkan hálftvö til- kynnt um eld í Hraöfrystihúsinu Norðurtanga. Miklar eldtungur stóöu þá upp meö gafli hússins. Allt tiitækt liö var kallaö út. Eldur skiölogaöi i fiskkössum viö húsvegg en var auk þess aö læsast í vélasal frystihússins. Slökkviliði tókst að verja húsið aö mestu, meðal annars meö nýjum froöubíl sem þarna þótti sanna ágæti sitt. Slökkvistarfi lauk um klukkan fimm um morguninn. Þá voru um tvö þúsund fiskkassar brunnir, hús- gaflinn sótsvartur og rafleiðslur í' vélasal ónýtar. Grunur leikur á aö um íkveikju hafi verið að ræða. . -KMU/VJ, tsafirði. í ár, hafði flugmálastjórnin á Keflavík- urflugvelli enga þörf fyrir þá Sigurö og Helga. „Eg sat bara heima,” sagði Helgi. Mál Haralds Olafssonar er hins veg- ar flóknara. Flugumferðarstjórar hafa neitaö aö taka hann í starfsþjálfun meöan niðurstaða hefur ekki fengist í svoköiluöu einkunnamáli. Meöan les Haraldur lög og þiggur um leiö laun frá varnarmáladeild utanríkisráöu- neytis. Málk Haralds bíöur nú ákvörðunar ríkissaksóknara. Þaö snýst um meinta fölsun stúdentsprófseinkunna. Þaö er fyrir nokkru komið frá Rannsóknar- lögreglu ríkisins úr framhaldsrann- sókn. -KMU. Ferðaskrifstofa Kjartans Helgasonar, Gnoöarvogi 44 — sími 86255. RÓSALANDIÐ BÚLGARÍA Par sem loftið angar afrósailmi. Þar sem sólin, sjórinn og strendurnar eru með því besta í Evrópu. Þar sem verðlag er í lágmarki. Þar sem greidd er 80% uppbót á gjaldeyri. Þar sem hótel, matur og þjónusta eru við haefi hvers og eins. Skoðunarferðir m.a. til Istanbul með skipi. Áœtlunarflug alla mánudaga. íslenskur fararstjóri á staðnum. UNGVER JALAND: — „HJARTA EVRÓPU” Þar sem lífið ,,slœr” með ótrúlegu fjöri lífs- glaðrar þjóðar, iðandi af sígaunamúsík, list, Bartuk, Kodai. Þar semmatur, þjónusta og hótel eru í gœðaflokki. Þar sem sól skín í heiði á hverjum degi. Áœtlunarflug alla föstudaga, hringferð um landið, sumarbústaðir. Lágt verðlag. Skoðunar- ferðir. Þú kaupir farmiðann og pakkar niður og þá má segja að flest sé greitt. Ferðaskrifstofa Kjartans. Sími 86255. Helslnki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.