Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1983, Page 9
DV. FÖSTUDAGUR 3. JUNI1983.
9
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Ráðstefna
um
S-kóreanski stjórnarandstæðingurlnn
Kim Young-Sam hefur nú verið í
hungurverkfaili í 17 daga og mun nú
mjög af honum dregið. En hann lætur
engan bttbug á sér finna og krefst
endurreisnar lýðræðis í S-Kóreu.
Þegar kistan með líkamsleifum Schauffelbergers kom til Bandaríkjanna tók her-
inn á móti henni með mikilli viðhöfn. Nú hafa skæruiiðar í E1 Salvador ítrekaö
hótanir sinar í garð bandariskra hernaðarráðgjafa.
El Salvador:
Skæruliðar hóta
Bandaríkjamönnum
I gær ítrekuöu skæruliöar í E1
Salvador hótun sina um aö drepa
bandaríska hernaðarráögjafa þar í
landi. Yfirlýsing, sem send var til út-
varpsstöövar í San Salvador, höfuð-
borg ríkisins, lýsti ábyrgö á moröi
hernaðarráðgjafans Albert Schauffel-
berger á hendur skæruliðum Frelsis-
hreyfingar alþýðu sem á aðild aö
heildarsamtökum skæruhða.
Schauffelberger er fyrsti liðsforingi í
herafla Bandaríkjanna sem drepinn
hefur verið í E1 Salvador.
I yfirlýsingu Frelsishreyfingar
alþýðu var einnig ítrekuö krafa skæru-
liða um viðræður við stjórnvöld um
friö, án skilyrða. En stjórnvöld hafa
neitað að taka upp viðræöur við skæru-
liða meðan þeir bera vopn.
Nicaragua:
Skæruliðar taka borg
Skæruliðar stjórnarandstæðinga í
Nicaragua tilkynntu í gær, aö þeir
hefðu náð á sitt vald bænum Monzonte
í hinu norðlæga héraði Nueva Segovia.
Tilkynningin, sem gefin var út í höfuö-
borg Hundúras, sagði aðtaka bæjarins
hefði gengið hratt fyrir sig en ekki var
gerð grein fyrir því, hvenær bærinn
var tekinn, eða hvort nokkurt mannfall
varð. Mozonte er um 15 kílómetra frá
landamærunum við Hondúras.
Engin yfirlýsing um þetta mál hefur
verið gefin út á vegum stjórnvalda í
Nicaragua. Skæruliðarnir í norðurhér-
öðum landsins eru fyrrum fylgismenn
einræðisherrans Anastasio Somoza,
sem sandínistar veltu af valdastóli
1979. Yfirvöld í Nicaragua segja að
skæruliðum sé stjórnað af banda-
rískum yfirvöldum.
Gæði sjávarafurða
Á vegum Sjávarútvegsráðuneytisins og Fiskiðn, fagfé-
lags fiskiðnaðarins verður haldin dagana 9., og 10. júní
n.k. að Borgartúni 6, IV hæð (ráðstefnusal).
Tilgangur ráðstefnunnar er að varpa ljósi á aðgerðir í
gæðamálum, greina frá nýjungum og ræða umbótamál
í fiskiðnaði.
Ráðstefnustjóri Björn Dagbjartsson
Dagskrá:
9. júní
Setning ráðstefnu
Ávarp sjávarútvegsráðherra, Halldórs Ás-
grímssonar: Aðgerðir stjórnvalda í gæðamál-
um.
Gæðahringir í fiskiðnaði:
Ingjaldur Hannibalsson frá Iðntæknistofnun.
Stjórnun og skipulögð vinnubrögð: Árni Gunn-
arsson frá Stjórnunarfél. ísl.
Námsleiðir fyrir starfsfólk í fiskiðnaði og sjávar-
útvegi: Sigurður B. Haraldsson skólastjóri Fisk-
vinnsluskólans.
Ferskleiki fisks - mat eða mæling: Björn Krist-
insson frá Rafagnatækni.
Dagskrá:
10. júní
Verðmæti sjávarafla og þýðing gæða: Jónas
Blöndal frá Fiskifélagi íslands.
Um rannsóknir: Erindi flutt af starfsmönnum
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins.
Opinber eftirlitsstörf í sjávarútvegi og fisk-
vinnslu: Jóhann Guðmundsson frá Framleiðs-
lueftirhti sjávarafurða.
Hráefni um borð í fiskiskipum og í móttökum:
Svavar Svavarsson framleiðslustjóri BÚR
Erindi sölusamtakanna: Fulltrúar Sölumiðstöðv-
ar hraðfrystihúsanna, Sambands ísl. samvinnu-
félaga og Sölusambands ísl. fiskframleiðenda
fjalla um hráefni, vinnslu og umbótamál fyrir
erlendan markað. Kynning á lagafrumvarpi um
rikismat sjávarafurða.
Á eftir erindum verða umræður og fyrirspurnir.
Ráðstefnugjald er kr. 800, innifalið er matur og kaffi.
Þátttaka tilkynnist í síma 13151 frá kl. 13.30 til 16.00.
Áríðandi að tilkynna þátttöku sem fyrst.
F/SK
UÆUii fagfelag
smJKM
FISKIDNAÐARINS
SJAVARUTVEGS-
RÁÐUNEYTIÐ
S-Kórea:
LIÐAN HUNGURVERK-
FALLSMANNS SLÆM
stuðningsmenn hans dæmdir í stof uf angelsi
Fyrrum leiötogi stjórnarandstöð-
unnar í S-Kóreu, Kim Young-Sam,
heldur enn áfram hungurverkfalli
sínu, þrátt fýrir það að læknar hans og
stuöningsmenn hafa eindregiö beðið
hann að láta af því. Kim hefur nú verið
í hungurverkfalli í 17 daga til stuðnings
kröfu sinni um endurreisn lýðræðis í S-
Kóreu. Líðan hans er nú orðin mjög
slæm.
I nótt sátu þrír læknar viö rúm hans í
tvo og hálfan tima og reyndu að telja
honum hughvarf en Kim, sem hefur
ekki viljað láta annað inn fyrir sínar
varir en vatn og salt, segist hafa
byrjað á þessu hungurverkfalli sjálf-
viljugur og muni halda því áfram.
Læknar sögöu að nú væri svo komið
fyrir Kim að hann ætti á hættu að bíða
varanlegan skaöa af hungurverk-
fallinu og að brátt yrði ekki aftur
snúið.
Stuðningsmenn Kims mynduðu 13
manna nefnd tO þess aö telja honum
hughvarf en óeinkenniskiæddir
lögreglumenn fluttu tíu þeirra burt frá
spítalanum þar sem Kim liggur og til
síns heima en þrem var leyft að heim-
sækja Kim. Stuðningsmenn Kims
sögðu að lögregluþjónarnir hefðu sagt
a þeir ættu nú að sitja í stofufangelsi til
þess að koma í veg fyrir að skipu-
lagöur yrði almennur stuðningur við
kröfur Kims. Þá voru 22 félagar í
mannréttindahreyfingu S-Kóreu settir
í stofufangelsi í gær til þess að kom í
veg fyrir að þeir gætu haldið fund til
þess að ræða hungurverkfall Kims.
Indónesía:
r
ÞRIR FARASTIFLUGSLYSI
Flugvél af Fokker-28 gerð, í
eigu Garuda flugfélagsins í
Indónesíu, hrapaði á eynni
Sumatra skömmu eftir flugtak
frá flugvelli á suðurhluta eyj-
arinnar. Með flugvélinni voru 57
farþegar og 4 manna áhöfn, þrír
fórust. Flugvélin var á leiö til
Jakarta, höfuðborgar Indónesíu.
Talsmaður flugfélagsins sagði
að ekki væri vitaö hvers vegna
flugvélin hrapaði, en samkvæmt
frásögnum munu það hafa verið
flugmaðurinn, aðstoðarflugmað-
urinn og einn farþeganna sem
fórust.