Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1983, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1983, Blaðsíða 20
20 DV. FIMMTUDAGUR16. JUNI1983. íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Skagamenn feneu skell á ísafirði — gamla kempan Jóhann Torfason skoraði sigurmark þeirra Frá Val Jónatanssyni, fréttamanni DV á Ísafirði: ísfirðingar unnu sætan sigur á Akur- nesingum í 1. deildarkeppninni hér á isafirði í gærkvöldi. Sigruðu þeir í leiknum 1—0 og skoruðu þeir þetta eina mark sitt um miðjan síðari hálf- leikinn. Var gamla kempan Jóhann Torfason þar að verki. OliB. með þrenn verðlaun Hinn gamli knattspyrnuþjálfari KR, Vals og ÍBV, Oli B. Jónsson, rakaði að sér verðlaunum á opna öldungamótinu í golfi sem haldið var á Nesvellinum á Seltjarnarnesi um helgina. Fór Oli B. heim með þrenn verðlaun af mótinu, en verðlaunin voru gefin af Auglýsingaþjónustunni hf. Sigraði Oli B. í keppninni með forgjöf — var á 149 höggum nettó — varð í öðru sæti án for- gjafar á 181 höggi og fékk aukaverð- laun fyrir að vera með fæst pútt allra keppenda. Eiríkur Smith listmálari sigraði í keppninni án forgjafar — var á 177 höggum — og Sveinn Snorrason lög- fræðingur með meiru varð þar í þriðja sætiáeftir Ola. Þeir sem komu á eftir honum í keppninni meö forgjöf voru þeir Sigur- jón Hallbjörnsson GR, sem varð annar og Ingólfur Isebam GR, sem varð í þriðja sæti. 'Up- Akurnesingarnir voru betri aðilinn í fyrri hálfleik. Áttu þeir nokkur góð marktækifæri en tókst ekki að nýta þau. Guðbjöm Tryggvason átti t.d. skot í stöng á 12. mínútu og 10 mínútum síðar b jargaði G uðmundur Jóhannsson á línu skoti frá Sigþóri Omarssyni. Isfiröingarnir komu tvíefldir til leiks í síðari hálfleiknum og réöu Skaga- menn þá ekkert við þá. Vom þeir strax með í leiknum af öllum lífs og sálar kröftum og áttu góð tækifæri til að skora eitt eða fleiri mörk. Bjami Sigurðsson, markvörður Ak- urnesinga, varði t.d. meistarlega vel langskot frá Guðmundi Jóhannssyni, en aftur á móti réö hann ekkert við skot Jóhanns Torfasonar 5 mínútum síðar. Þá bmnuðu Isfirðingarnir upp — Jón Oddsson óð upp vinstri vænginn og gaf þar fyrir markið en Jóhann var á réttum stað og afgreiddi knöttinn snyrtilega í netið fram hjá Bjarna. Eftir markiö hljóp mikið kapp í Skagamenn, en Isfirðingarnir börðust hetjulega og hleyptu þeim aldrei nógu nálægt til að skora. Urðu Skagamenn því að sætta sig við tap, en það var nokkuö sem þeir áttu öragglega ekki von á þama þetta kvöld. Arni Sveinsson var besti maður Skagamanna í þessum leik. Einnig áttu þeir góðan leik Sigþór Omarsson, Sigurður Lárusson og Olafur Þórðar- son. I liöi Isfiröinga var Hreiðar Sig- tryggsson ömggur og greip oft vel inn í leikinn. Þá áttu þeir Jón Oddsson og bróðir hans ömólfur góðan leik, svo og þeir Ámundi Sigmundsson og Jóhann Torfason. Dómari var Magnús Theódórsson og var öruggur í sinum dómum. Hann gaf eitt „gult spjald” í leiknum og fékk Guöjón Þórðarson Skagamaður að sjá bað. Uðin voru þannig skipuð: Lið Akraness: Bjarni Sigurðsson, Guðjón Þórðarson, Sig- urður Lárusson, Jón Áskelsson, Ölafur Þórð- arson, Hörður Jóhannesson (Björn H. Björns- son), Sveinbjörn Hákonarson (Júlíus P. Ing- ólfsson), Slgþór Ömarsson, Ámi Sveinsson, Guðbjöm Tryggvason. Lið ísafjarðar: Hreið- ar Sigtryggsson, Jón Bjömsson, (Gnnnar Pétursson), Benedikt Einarsson, Bjami Jóhannsson, Guðmundur Jóhannsson, Krist- inn Kristjánsson, ömóifur Oddsson, Jón Oddsson, Rúnar Vífilsson, Jóhann Torfason, Ámundi Sigmundsson. ★ MAÐUR LEIKSINS: Hreiðar Sigtryggsson. VJ.Ísaflrði 2. DEILD Staðan er nú þessi í 2. deildarkeppn- inni í knattspymu: FH—Fram 2-1 Völsungur—Njarðvík 0-1 Víðir-KA 0-0 Siglufjörður—Reynb- S 1—1 Njarðvík 5 4 0 18-2 8 Fram 5 3 116-3 7 Völsungur 5 3 115-2 7 KA 5 2 2 19-6 6 Reynir S 5 1 2 2 4-8 4 FH 4 1 12 3-4 3 Víðir 4 1 1 2 1-3 31 Einherji 3 1 111-2 3 Siglufjörður 5 0 3 2 4-7 3 Fylkir 5 1 0 4 6-8 2 Markhæstu menn: Jón Halldórsson, Njarðvík 4 Gunnar Gíslason, KA 3 Næstu leikir: KA-FH, Njarðvík-Víðir og Einherji-Fram á laugardaginn. Fylkir-Siglufjörður og Reynir-Völs- ungur á sunnudaginn. íþróttir íþrótt íþróttir DAGSKRA 17.JÚNÍ 1983 I. DAGSKRÁIN HEFST: Kl. 09:55 Samhljómur kirkjuklukkna í Reykjavík. Kl. 10.00 Forseti borgarstjórnar, Markús Orn Antonsson, leggur blómsveig frá Reykvíkingum á leiði Jóns Sigurðssonar í kirkjugaröinum v/Suðurgötu. Lúðrasveitin Svanur leikur: Sjá roðann á hnúkunum háu. Stjórnandi: Kjartan Óskarsson. II. VIÐ AUSTURVÖLL: Lúörasveitin Svanur leikur ættjaröarlög á Austurvelli. Kl. 10:40 Hátíöin sett: Kolbeinn H. Pálsson, formaöur Æskulýðsráðs Reykja- víkur. Karlakór Reykjavíkur syngur: Yfir voru ættarlandi. Söngstjóri: Páll P Pálsson. Forseti Islands, Vigdís Finn- bogadóttir, leggur blómsveig frá íslensku þjóöinni aö minnisvarða Jóns Sigurössonar á Austurvelli. Karlakór Reykjavíkur syngur þjóðsönginn. Ávarp forsætisráðherra, Steingríms Hermannssonar. Karlakór Reykjavíkur syngur: ísland ögrum skoriö. Ávarp fjallkonunnar. Lúðrasveitin Svanur leikur: Ég vil elska mitt land Kynnir: Rafn Jónsson. Kl. 11:15 Guðsþjónustq í Dómkirkjunni. Prestur séra Valgeir Ástráðsson. Dómkórinn syngur. Marteinn H. Friöriksson leikur á orgel. Einsöngvari: Sigríöur Ella Magnúsdóttir. III. HJÚKRUNAR- OG ÖLDRUNARSTOFNANIR: Kl. 10:00 Vestur-íslenskur karlakór syngur við Elli- og hjúkrunarheimilið Grund. (Karlakórinn Vesturbræður). Kl. 13:30 Skólalúðrasveit Árbæjar og Breiðholts leikur við Hrafnistu. Stjórnandi Ólafur L. Kristjánsson. Kl. 14:15 Skólalúörasveit Árbæjar og Breiðholts leikur við þjónustu- íbúðir aldraðra við Dalbraut. Kl. 15:30 Skólalúðrasveit Árbæjar og Breiðholts leikur við Droplaugar- staöi IV. BIFREIÐAAKSTUR: Kl. 14:00 Akstur gamalla bifreiöa. Félagar úr Fornbílaklúbbi Islands aka bifreiðum sínum vestur Miklubraut og Hringbraut og umhverfis Tjörnina og síðan að Melavelli. Kl. 14:30 Akstursþrautakeppni á Melavelli í samvinnu viö Bindindisfélag ökumanna. V. HLJÓMSKÁLAGARÐUR: Kl. 14:00-18:00 Félagar úr skátahreyfingunni sýna tjaldbúöar- og útistörf. Barna- og fjölskylduleikir. Kl. 14:30 Félagar úr glímu- og íþrótta- félögum í Reykjavík sýna glímu. Kl. 15:00 Oslo Handverker sangforening syngur. VI. I LÆKJARGÖTU. Kl. 14:30 Jasshljómleikar á Lækjartorgi. Hljómsveitin b 5 leikur. Kl. 14:30 Friðrik Ólafsson og Guðmundur Sigurjónsson tefla á útitaflinu í Lækjargötu. Kl. 15:00 Vestur-íslenski karlakórinn Vesturbræður syngur við Menntaskólann í Reykjavík. VII. FJÖLSKYLDUSKEMMTUN: Kl. 15:00 Safnast saman við Hlemmtorg. Kl. 15:20 Skrúðganga frá Hlemmtorgi, gengið niður Laugaveg, Banka- stræti og Ingólfsstræti á Arnarhól. Lúörasveit Reykjavíkur leikur undir stjórn Stefáns Þ. Stephen- sens. Skátar ganga undir fánum og stjórna göngunni. Félagar úr Félagi tamningarmanna taka þátt í göngunni með hesta sína. Stjórnandi: Sigurbjörn Bárðarson. Kl. 16:00 Dagskrá á Arnarhóli: Umsjón: Klemenz Jónsson. Kynnir: Gunnar Eyjólfsson. Meðal þátttakenda: Sigurður Sigurjónsson og Randver Þorláks- son, Hljómsveitin Hrím, Félagar úr leikhúsinu „Svart og sykurlaust", Aðalsteinn Bergdalog Ragnheiöur Steindórsdóttir, Guðni Þ. Guðmundsson og fleiri óvæntir gestir. VIII. GÖTULEIKHÚS: Kl. 17:00 Götuleikhús á Lækjartorgi, í Austurstræti og víöar. Leikhúsið „Svart og sykurlaust". 17.JÚNI 111983 IX. KVÖLDSKEMMTUN: ,,Viö byggjum leikhús" Kl. 20:00 Safnast saman við nýja Borgar- leikhúsiö í Kringlumýri. Kl. 20:15 Skrúöganga frá Borgarleikhúsinu. Gengið veröur Kringlumýrar- braut, inn Sigtún að Laugardals- höll. Leikarar og starfsmenn Leikfélags Reykjavíkur ganga fyrir göngunni og stjórna. Lúörasveit verkalýösins leikur undir stjórn Ellerts Karlssonar. Kl. 21:00 Kvöldskemmtun í Laugardalshöll: Leikarar og starfsmenn Leikfélags Reykjavíkur flytja söng og leik- atriði um borgarlífiö. Einnig veröa sungnir söngvar úr leikverkum sem sýnd hafa verið í lönó. Höfundar: Kjartan Ragnarsson og Jón Hjartarson. Leikstjóri: Kjartan Ragnarsson. Tónlistarstjórn: Siguröur Rúnar Jónsson. Flytjendur: Sigríður Hagalín, Jón Sigurbjörnsson, Margrét Ólafs- dóttir, Steindór Hjörleifsson, Aðalsteinn Bergdal, Guömundur Pálsson, Margrét Helga Jóhanns- dóttir, Jón Hjartarson, Soffía Jakobsdóttir, Jóhann Sigurðar- son, Valgerður Dan, Þorleikur Karlsson, GuðrúnÁsmundsdóttir, Kjartan Ragnarsson, Ragnheiöur Steindórsdóttir, Þorsteinn Gunnarsson, Hanna María Karls- dóttir, Karl Ágúst Úlfsson, Guörún Þorvarðardóttir og Edda Bachmann. Hljóöfæraleikarar: Jóhann G. Jóhannsson og Tómas Einarsson. X. KVÖLDDANSLEIKUR: Kl. 21:30 Hljómsveitin Galdrakarlar leikur á Lækjartorgi og hljómsveitin KIKK leikur í Lækjargötu. Dagskránni lýkur kl. 02:00. Æskulýðsráö Reykjavíkur Jón Erling Ragnarsson (sonur Ragnars Jónssonar handboltakappa) sést hér skora sigurmar Guðmund Baldursson, markvörð Fram. FH-ingar misi vitaspyrnu — ens síður FH-ingar björguðu í gærkvöldi andliti sínu er þeir náðu að sigra Fram á heimavelli sínum í Kaplakrika með tveimur mörkum gegn engu er liðin mættust í 2. deild íslandsmótsins í knattspymu. Fyrir leikinn höfðu FH-ingar, undir stjórn landsliðsmannsins Janusar Guðlaugssonar, aðeins hlotið eitt stig úr leikjum sínum og urðu þeir því að sigra i leiknum í gærkvöldi ef ekki ætti illa að fara. Það tókst þeim á frekar auð- veldan hátt þótt ekki blési byrlega fyrir þeim í byrjun leiksins. Það voru nefnilega Framarar sem náðufor- ystunni um miðjan fyrri hálfleik er Magnús Pálsson braut á einum leikmanni Fram innan vítateigs og dæmd var vítaspyma sem Hafþór Sveinjónsson skoraöi úr af öryggi. Og þannig var staðan í leikhléi. Sá sami Magnús Pálsson, sem áður er getið, kom nokkuö viö sögu í síðari hluta fyrri hálfleiks er hann fékk það hlutverk að framkvæma vítaspymu sem dæmd haföi verið á Hafþór Sveinjónsson og var það mjög góður dómur hjá Braga Bergmann sem, Þeir mæta Skotum á Akranesi Drengjalandsliðið í knattspymu mætir Skotum í Evrópukeppninni á Akranesi á sunnudaginn kl. 15. tslenska landsliðið hefur verið vaUð og er það þannig sklpað: Markverðir: Björgvin Pálsson úr Þrótti og Sigurbergur Steinsson úr Víking. Aðrir leikmenn: Bjami J. Stefánsson, Jónas Bjömsson, Eiríkur Björgvinsson, Grétar Jónsson og Jónas Guðjónsson úr Fram. Sig- urður Jónsson og Guðmundur Þ. Guðmunds- son frá Akranesi. EUas Friöriksson, Þór Ve., Stefán Steinsen, Víking, Kristján Gíslason, FH, Guðmundur Magnússon, Isafirði, Skúli Sverrisson, Fylki, Theódór Jóhannsson, Þrótti og Snævar Hreinsson, Val. • Þjálfari er Theódór Guðmundsson. -sos. dæmdi leikinn mjög vel. En Magnús fór illa að ráði sínu því að hann brenndi skotinu af og þar sluppu Framarar með skrekkinn. FH-ingar komu ákveönir til leiks í síðari hálfleik og ekki var liðinn nema stundarf jórð- ungur af leiknum þegar þeir náðu að jafna metin. Mikils misskilnings gætti þá milli vam- armanna Fram sem endaði með því aö Pálmi Jónsson komst einn að marki Fram og skaut góðu skoti í bláhornið sem Guðmundur Bald- ursson átti ekki möguleika á að ver ja. Við þetta mark Pálma vöknuðu FH-ingar til lífsins og tóku nú að berjast af krafti og uppskám fallegt sigurmark þegar á 31. mín- útu siöari hálf leiksins. FH fékk hornspymu. Knötturinn var gefinn vel fyrir markið þar sem Jón Erling Ragnars- son (Jónssonar) stökk hærra en aðrir og skalli hans, hnitmiðaður, hafnaði í marki Fram án þess að nokkur bláklæddur kæmi vörnum við. Framarar höfðu áður en þetta mark var skorað átt tvö mjög góð marktækifæri sem þeim tókst ekki að nýta en eftir að FH-ingar skoruðu sigurmarkið áttu Framarar ekki nein umtalsverð marktækifæri. FH-ingar vörðust vel og héldu fengnu forskotl Margir gamlir og góðir FH-ingar sáust ganga til síns heima eftir leikinn með sigurbros á vör, nokkuð sem þeir hafa þurft að biöa eftir í nokkuð langan tima. Leikinn dæmdi Bragi Bergmann og dæmdi hann sérstaklega vel. Sýndi hann tveimur leik- mönnum gula spjaldið, Steini Guðjónssyni, Jafnt á Sigl — hjá KS og Reýni Sandger Miklum baráttuleik KS frá Siglufirði og F Sandgerði i 2. deild lauk i gærkvöldi með jafntef eftir að staðan í leikhléi hafði verið 1—0 KS i vfl. Leikið var á Siglufirði. Heimamenn náðu fory; i fyrri hálfleik með marki Björns Ingimarssor Sigurði Guðnasyni tókst að jafna metin fyrir snemma í síðari hálfleik eftir homspyrnu. Leikurinn þótti ágætlega leikinn og var nokki marktækifæri hjá báðum liðum en barátU harkan var kannski í það mesta. íþrót íþróttir íþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.