Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1983, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1983, Blaðsíða 6
6 DV. MANUDAGUR18. JULI1983. Verðlaunahafar maímánaðar: „Nokkurra daga feröalag fyrir verð einnar kristalsskálar” „Að halda bókhald er oröiö mér jafn- eölilegt og sjólfsagt og aö boröa og sofa,” sagði Dóra Magnúsdóttir þegar viö hittum hana að máli. Erindið var aö afhenda henni verölaun i heimilis- bókhaldinu fyrir' maímónuö. Seðill hennar og manns hennar, Guðmundar Magnússonar, var dreginn úr aðsend- um seðlum fy rir þann mónuö. Dóra valdi sér teppi ó ganginn og forstofuna fyrir verðlaunaupphæðina. Teppið var keypt i versluninni Teppa- landi. Það er Dóra sem sér algerlega um bókhaldið á heimilinu. Hún sagðist setjast niður á hverju kvöldi, fó sér kaffisopa, og færa til bókar allt það sem keypt hefði veriö. Aðeins einu er haldiö utan við, bílnum. Um hann sér Guðmundur alveg og færir ekki til bók- ar. Bókhald hefur Dóra haldið fró því aö hún byrjaöi að búa órið 1944. Einnig hefur hún haldiö dagbók fró því tveim árum fyrr, órið 1942. Á hverjum degi hefur verið fært inn hvemig veðrið var, hvað gert var og hvert farið. Eg spurði Dóru aö þvi hvort þetta væri ekki tímafrekt. „Nei, það þarf engan tíma. Þetta er ekki meira verk en að fá sér kaffisopa. Eg hef alltaf tima á kvöldin og ég held að það hafi raunar allir. Það sem mest slitur fólki nú ó dögum er hins vegar umhugsunin um sífellt timaleysi. Mönnum finnst þeir hafa svo óskap- lega mikið að gera að þeir gefa sér ekki tíma til neins.” Dóra segist vera Borgfirðingur í all- ar ættir. Hún hefur búið í Reykjavík síðan 1944. Lengst af vann hún ein- göngu innan heimilisins enda með tvær dætur og oft gestkvæmt. „Það var al- gengt aö hér boröuðu sex manns í kvöldmat,” segir hún. Á síöari árum hefur hún hins vegar gerst sjólfstæður atvinnurekandi eins og hún orðar það brosandi. Hún tekur til fyrir konur sem hún þekkir og fær ögn greitt fyrir. „Eg er ekki að þessu peninganna vegna. Heldur til þess aö hjólpa fólki og gera eitthvað,”segir hún. Sund er hennar líf og yndi. Á hverj- um morgni gengur hún úr Hlíðunum inn í Laugardalslaug og er komin þangað þegar opnað er, 20 mínútur yfir 7. „Eg er í sjö-hollinu i pottinum,” seg- ir hún. Oft gengur hún til baka líka en stundum keyra hana ýmsir vinir hennar úr pottinum. „Það er ekkert að ganga þetta. Eg er svona 15—20 mínút- — Dóra Magnúsdóttir tekin tali Dóra með þrítuga heimllisdagbók. Arið 1953 kostaði mjólkurlítrinn 2 krónur og 70 aura. Eina vikuna var keypt sæl- gæti fyrir eina krónu. Heildarútgjöldln fyrir árið voru heldur ekki nema rúm 23 þúsund. DV-mynd Bj. Bj. hef til þess aö heyra í og hitta fugla, njóta kyrrðarinnar og vera ein með sjólfri mér.” Auðveldara nú Eg spurði Dóru að því hvort auðveld- ara væri að lóta enda nó saman nú en þegar hún hóf búskap. „Jó, þvi þó var það virkilega erfitt. Aðstæður hafa mikið breyst og fólk gerir meiri kröfur núna. Við gamla fólkið gerum ekki mikiar kröfur. Við eigum allt af öllu og þörfnumst einskis. Áður fyrr höföum við hreinlega ekki efni á hlutunum og þaö varö vani að veita sér þó ekki. En unga fólkiö nú á dögum hlýtur aö hafa þaö erfitt. Þaö gerir aörar kröfur. Matarkaupin eru ugglaust stærsti og dýrasti liðurinn hjó þvi. Það boröar ekki saltfisk þrisvar í viku eða annað sem ódýrt er. Þaö hlýt- ur að vera hrikalegt fyrir þetta fólk að ur. Þetta er líka eina tækifæriö sem ég lóta enda ná saman.” Dóra dró fram 30 ára gamla heimil- isdagbók sem forvitnilegt var að skoða. Þar sóst aö þá hafði maturinn kostað 11.133 krónur og 22 aura fyrir árið. Heildarútgjöld fýrir árið voru 23.115 krónur og 9 aurar. Maturinn var sem sagt alveg um helmingur. Ekki sagöist Dóra muna hvað Guðmundur hafði í laun þetta árið. En hún mundi það glögglega að óríð 1946 voru launin 1300 krónur á mánuöi. Þar af fóru 700 í húsaleigu og voru 3 ár greidd fyrir- fram. Þau árin vann Guðmundur hjá símanum. Eins og menn gera enn en í dag reyndi hann að auka hið lóga mán- aðarkaup með mikilli eftirvinnu. Hugsafl um tilganginn Eg spurði Dóru að þvi til hvers hún væri að þessu bókhaldi. Hvort hún teldi að því eitthvert gagn. „Tilgangurinn er að vita í hvað pen- ingarnir fara. Þeir hreinlega hverfa og ég fer að hugsa um það í hvað þeir hafi farið. Eina leiðin til þess að vita það er að skrifa það niður, allt saman. Þá er þetta alveg á hreinu. Eg hugsa líka aö eitthvað sé hægt aö spara með þyí. Mest sparar maöur hins vegar með þvi að hugsa ævinlega óður en eitthvað er keypt hvort það sé nauösynlegt. Eg er stundum búin að taka einhven hlut úti í búð þegar ég fer að hugsa umþað hvað ég ætli eiginlega að gera viö hann. Og j)á fer hann oft í hilluna aftur. Kannski er það í undir- meðvitundinni að nú þurfi ég aö skrifa þaö niður aö ég hafi eytt þessum og þessum peningum í óþarf a. Það eru svo ótal margir hlutir sem fólk telur sig þurfa í dag sem það hefur ekkert við að gera. En þetta eru dauðir hlutir sem eru svo lítils virði. Fólk at- hugar ekki hvaö er hægt að veita sér á andlega sviöinu fyrir sömu upphæð. Til dæmis er hægt að ferðast, jafnvel í nokkra daga fyrir sama fé og ein krist- alsskál kostar. Skól sem síöan er sett inn í skáp og ef til vill aldrei notuð. Fólk fær svo miklu meira út úr ferða- lögum til dæmis en svona skál,” segir Dóra. Hún veit hvað hún syngur þvi að é sínum tæplega 40 búskaparárum hefur hún vanið sig á að vera ón hluta sem flestir telja þó sjálfsagða. Aldrei hefur hún til dæmis eignast kæliskáp. Eg rak upp stór augu þegar hún sagði mér það og spuröi hvemig hún heföi farið að. „Ég hef komist afskaplega vel af. Þar sem ég hef búið hefur reyndar ailt- af verið köld geymsla. Og ef hún hefur ekki dugaö hef ég sett matinn í kassa út ó tröppur. Dætur mínar fóru að suða í mér fyrir nokkrum árum að kaupa mér isskáp. En ég hef ekkert við hann að gera. Hjó mér hefur aldrei skemmst matur vegna þess að kælingu hafi skort. Við tvær manneskjumar þurfum orðið þaö lítið aö fyrst ég hef komist af öll þessi ár ón ísskóps fer ég ekki aö kaupa hann héöan af. Það tek- urþvíekki.” Keypt inn mánaðarlega Einn munað hefur Dóra þó veitt sér hin siðari ór. Hún ó frystikistu. Hana reynir hún að fylla eftir því sem unnt er ó hverju hausti. Þá er tekið slátur og kjöt keypt i heilum skrokkum. Mánað- arlega er síöan verslaö nær allt sem þarf til heimilisins. Þá er farið í Hag- kaup á Laugaveginum, keypt inn og haldiö heim aftur, meö strætisvagni. A milli er síðan keypt mjólk þegar hana vantar og einstaka sinnum brauð., Jíg kaupi alltaf 25 kilóa poka af kartöflum á haustin og ef ég kemst í nýjan og góðan fisk kaupi ég slatta af honum,” segirDóra. Þau Guömundur hafa alla sina tíö leigt. Þau keyptu sér fyrsta bílinn árið 1963. Eg spurði Dóru að þvi aö lokum hvað þau gerðu viö peningana sina úr því að þeim væri ekki eytt í mat og ekki í tilgangslausa hluti. „Við leggjum þó inn ó banka til elli- áranna. Þar rýrna þeir auövitað og verða að engu. En þetta er það eina sem við getum gert. Það lifir enginn af ellilaununum einum saman. Eitthvaö örlitið verður maður að eiga til viöbót- ar,”sagðihún. -DS. Bfanda frá Blöndubökkum Drykkur sem nefnist Blanda er ný- lega kominn á markað hér fyrir sunn- an. Aður var hann farinn að fást á Norðurlandi. Þrátt fyrir nafnið er drykkurinn hvorki hugsaöur fyrst og fremst til að blanda meö annan vökva né er hann úr hinu mikla fljóti Blöndu. Hann er hins vegar framleiddur á bökkum fljótsins, úr hreinu og tæru húnvetnsku lindarvatni og appelsinu- safaþykkni frá Brasiliu. Mjólkursamlagiö á Blönduósi sér um blöndunina á Blöndunni. Skip koma siglandi beint á Blönduós með fryst þykknið sem síðan er þynnt með vatni þar til fæst gómsætur appelsínusafi. Hann er siðan fluttur vitt og breitt um landiö. Umbúðir eru skemmtilegar og á þeim nákvæm lýsing bæði á innihald- inu og næringu þess. Verðið er lægra en á öðrum ávaxtasafa. Hver lítri kostar 29,95 krónur i Hagkaupi. -DS/DV-mynd Þó.G. Blandan er töluvert mikið ódýrari en annar appelsinusafi. DV-mynd GVA. \« VAUV, ' lireinn appeisinu safi 1 lítri G«ymísf í kmií vffl hreínn appeisinu safi 1 fítri G*ymí*t í kmi f víöO~$*C appeisinu safi 1 iítri í kmU Mikill verömunurá hreinsuöu bensíni ogkveikjarabensíni — þótt í raun sé um sama hlutinn að ræða Þorbergur hringdi og vildi vekja athygli ó hversu dýrt kveikjaraben- sin væri. Nefndi hann sem dæmi að 125 ml af Ronsonoil kostuðu 76 kr. i verslun en bensinlítrinn rúmar 20 krónur. Fannst honum einkennilegt hversu miklu dýrara kveikjaraben- síniö væri en bilabensínið. Fyrirtækið í. Guðmundsson flytur inn Ronsonoll kveikjarabensínið og þar fengum við þau svör aö ofan á innkaupsverðið kæmi 30% vörugjald og 80% tollur, fyrir utan 23,5% sölu- skatt í smásölu. Ef söluskatturinn er dreginn frá veröinu, 76 kr., lætur nærri aö kveikjarabensíniö sé á 58 krónur. Eftir því sem næst verður komist er hreinsað bensin aðaluppistaöan í kveikjarabenslni en þaö fæst í apótekum. í apóteki Vesturbæjar kosta t.d. 100 ml af hreinsuðu bensíni 24,90 enþaðsamsvararþvíaðl25ml kosti 31,13 kr. Þetta verð er mun lægra en á kveikjarabensininu en inni í því er einnig söluskattur. Ef hann er dreginn fró lætur nærri að 125 ml af hreinsuðu bensini leggi sig á 23,81 kr. i apóteki. Þaö er rúmlega 150% ódýrara en samsvarandi magn1 af kveikj arabensíni. Ástæðan fyrir því hversu hreins- aða bensíniö er miklu dýrara en venjulegt bílabensin er sú að hreins- unin er kostnaöarsöm og mikið ná- kvæmnisverk. Verður aö hita bensin- ið upp í ókveðið hitastig og eima þannig öll óæskileg efni i burtu. Þó vildi Þorbergur vekja athygli ó því hversu litið er af kveikjaraben- sini í brúsunum fró Ronson. Sagöi hann aö oft heyrðist greinilega þegar brúsamlr væru hristir að þeir væru ekkinemaréttrúmlegahálfir. -sa. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.