Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1983, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1983, Blaðsíða 9
DV. MANUDAGUR18. JULI1983. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd CIAogFBI íþjónustu Reagans Fyrrum starfsmenn bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, og banda- risku alríkislögreglunnar, FBI, voru í þjónustu Reagans núverandi Bandaríkjaforseta er hann háði kosníngabaráttu sína áriö 1980. Þetta er staðfest í bandariska vikuritinu Time. Þar segir að William Casey, forstjóri CIA og kosningastjóri Reagans, hafi ráðið þessa menn til að safna upplýsíng- um er að gagni mættu koma frá þeim f élögum sinum sem enn voru í starfl. Að sögn Time voru starfs- menn Reagans ánægðir með að fá slíkar upplýsingar og nota þær, en heimildir blaðsins segja ekki um hvers konar upplýsingar var að ræöa. Þessar upplýsingar Time koma fram á sama tíma og rætt er um hvemig starfsmenn Reagans komust yfir mínnisblöð Carters sem ætluð voru til nota í kosninga- baráttuhans. William Casey hefur neitað þessum staðhæfingum. Japan: Rangarfréttir af byltingu Ritstjóri og blaðamaður við jap- anska dagblaðið Tokyo Shimbun hafa verið leystir frá störfum, eftir að blaðið bar til baka fyrri fréttir af því að árið 1980 hafi liðsforingjar úr japanska hemum undirbúið bylt- ingu. Þessar fréttir, sem birtust í mars, voru byggðar á viðtölum viö óneflidan mann sem sagðist vera liðsforingi i flughemum. I yfirlýsingu blaðsins segir að komið hafi í ljós að heimildarmað- ur blaösins hafi veriö sami maöur og fyrr í þessari viku var ákærður fyrir fjársvik. Hann er Takashi Iwahashi, 42 ára gamall fyrrum verksmiðjueigandi, sem ekki hefur gegnt herþjónustu svo vitað sé. Danska stjómin stendur naumlega — Grænlendingar gætu haft líf hennar í hendi sér „Nýjar kosningar myndu ekki leysa neinn vanda og þær væru þvi hrein tímasóun,” sagöi Poul Schliiter forsætisráöherra Danmerkur i blaðaviðtali í gær eftir aö fram haföi komið að hin borgaralega samstjóm hans muni mjög sennilega biða lægri hlut í þýðingarmikilli atkvæða- greiðslu á þjóðþinginu 9. september næstkomandi. Forsætisráðherrann hafði áður lýst því yfir að hann myndi biöjast lausnar fyrir stjórn sína ef atkvæða- greiðslan gengi honum í óhag. I atkvæðagreiöslu þessari á þingiö aö taka afstööu til frumvarps rikis- stjómarinnar um niöurskurð á fjár- stuðningi rikisins til sveitarfélag- anna, en niöurskurðurinn nemur 1,35 milljarði danskra króna. Ríkis- stjómarflokkamir fjórir, Ihalds- flokkurinn, Vinstri fokkurinn, Kristi- legi þjóðarflokkurinn og Miðdemó- kratar styöja frumvarpið svo og Rót- tækir og 15 af þingmönnum Fram- faraflokksins. Gegn frumvarpinu standa hins vegar sósíaldemókratar, Sósíalski þjóðarfioKKurinn, vinstri sósialistar og 2. af þingmönnum Framfara- flokksins. Ollum á óvart hsfur siðan Preben Lange, annar þingmanna Grænlendinga, lýst því yfir að hann muni taka þátt i atkvæðagreiöslunni og greiða atkvæði gegn frumvarpinu nema fjárframlag til Grænlands veröi aukiö. Atkvæði hans mun að öllum likindum ráða úrslitum í þessu máli. Því má segja aö Grænlend- ingar hafi nú líf dönsku ríkis- stjórnarinnar i höndum sér. -GJA/Lundl. Afiiám herlaga i Póllandi mun trauðla hafa í för með sér aukið frjáls- ræði til handa Pólverjum, að sögn vest- rænna sendiráðsstarfsmanna i Póllandi. Búist er við að pólska þingiö, Sejm, muni tilkynna afnám herlaga næst- komandi föstudag 22. júlí sem er þjóö- hátíðardagur Póllands. En vestrænir stjómarerindrekar segja að ríkis- stjórn Jaruzelskis hershöfðingja hafi aö undanfömu undirbúið lagasetningu sem komi í stað herlaganna. Reiknað er með að hemaðareftirlit með verksmiðjum verði fellt niður en frelsi Pólverja til að ferðast erlendis verði ekki aukið. Þetta hefur verið mikið umkvörtunarefni eftir setningu herlaganna. Þegar þau tóku gildi i desember 1981 urðu öll áður útgefin vegabréf ógild. Síðan hafa Ieyfi til utanlandsferða einungis verið veitt fólki i viðskiptaerindum og þeim er þiggja boð náinna skyldmenna erlendis. Afnám viðskiptaþvingana Vestur- landa gagnvart Póllandi, mun ráðast af því hvernig staðiö verður að sakar- uppgjöf pólitfskra fanga. Samkvæmt opinberum tölum eru 202 í fangelsi í Póllandi af st jórnmálaástæðum, þar af eru 134 ákærðir fyrir að hafa skipulagt verkföll og brotið gegn herlögum á annan hátt. Vestrænir stjórnarerind- rekar telja þessa tölu þó mun hærri og nefna aö allt aö 2 þúsund manns sitji i fangelsi af stjómmálaástæðum. Þingmenn átaldir fyrir kynmök við unglinga Bandariski þingmaöurinn Daniel Crane lýsti þvi yfir um helgina að hann hefði gerst brotlegur við lög drottins er hann átti mök við eina sendimær þingsins árið 1980, en hann hygöist ekki seg ja sæti sinu lausu af þeim sökum. Siðanefnd þingsins hefur nýlega lokið rannsókn i máli tveggja þing- manna sem ásakaðir vom um að hafa haft samræði við sendimær og sendi- svein og hefur nefndin lagt til að þeir verði báðir víttir fyrir þessa hegðun. Daniel Crane hélt blaðamannafund á heimili sinu um helgina og las þar upp tilkynningu með eiginkonu sína sér við hlið. Crane var klökkur mjög, kvaðst hafa brotið guös lög og vildi nú biöja hann fyrirgefningar svo og böm sín og eiginkonu. Crane er fulltrúi repúblikana á þinginu en Cerry Studds, sem víttur' var fyrir samraéði við 17 ára pilt, er fuUtrúidemókrata. Þá var James Howarth, yflrmanni sendimeyja og sendisveina þingsins, gefið að sök að hafa haft mök við ungl- ingana en ásakanir um að hann hefði haft kókaín um hönd í þinghúsinu reyndust tiUiæfulausar. Howarth er ekki þingmaður og kveðst siðanefnd þingsins munu tyfta hann hæfilega fyrirvikið. Upplýsingar og innritun í Pólland: VANTRÚA AFNÁM HERLAGA Poul Schliiter forsætisráðherra Dana gæti lent í minnihluta á danska þínginu ef hann neitar að auka f járframlagið til Grænlands. Tilraunir með stýriflaugar — yfir norðursvæðum Kanada Kanadiska stjómin hefur sam- þykkt að leyfa bandariska hemum að gera tUraunir meö stýriflaugar yfir norðurhluta Kanada á næsta ári. TUraunimar munu fara f ram yf ir lítt byggðum svæðum en þetta svæði er valið vegna þess að það svipar til þeirra aöstæðna sem myndu mæta bandariskum herþotum í árásarflugi að Sovétrikjum, að því er talsmenn bandarísku herstjómarinnar segja. Akvörðun kanadisku r&isstjórnar- innar hefur verið fagnaö af banda- rískum stjórnvöldum en talið er að meirihluti Kanadamanna sé henni andvígur. I skoðanakönnun sem gerð var á þessu ári kom fram að naumur meirihluti Kanadamanna var slíkum tilraunum andvígur. Kjarnorkuandstæðingar i Kanada hafa lýst því yfir að þeir muni leita eftir ógildingu þessarar ákvörðunar hjá dómstólum þar sem hún stríði gegn ákvæðum stjómarskrár. Leið- togar kirkjunnar og kjamorkuand- stæðinga hafa skorað á Tmdeau for- sætisráðherra Kanada að endur- skoöa þessa ákvörðun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.