Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1983, Blaðsíða 12
12
DV. MANUDAGUR18. JULI1983.
DAGBLAÐIÐ-VÍSiR
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIDLUN HF.
Stjómarformaflurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóriogútgáfustjóri: HÖROUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aöstoóarritstjóri: HAUKUR HELGASON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjóm: SÍÐUMÚLA12—14. SÍMI 86A11. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022.
Afgreiösla, áskriftir.smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022.
Sími ritstjómar: 84611.
Setning, umbrot, mynda-og plölugerö: HILMIR HF„ SÍDUMÚLA 12. P rentun:
ÁRVAKUR HF„ SKEIFUNNI19.
Áskriftarverð á mánuði 230 kr. Verð í lausasölu 20 kr.
Helgarblað22 kr.
Enn ranglát millifærsla
Núverandi ríkisstjórn ætlar illu heilli að viðhalda þeirri
ranglátu millifærslu, sem hefur falizt í ráðstöfun fjár úr
svokölluðum gengismunarsjóðum.
Eins og oft vill verða um „fyrirgreiðslupólitík” hins
opinbera, kemur úthlutunin ranglátlega niður.
Dr. Bjöm Dagbjartsson gerði grein fyrir málinu í
kjallaragrein í DV á föstudaginn. Hann nefndi, að ýmsum
útgerðarmönnum gremdist mest, að upp á síðkastið hafa
gengismunarsjóðirnir í æ ríkari mæli verið notaðir til að
greiða niður olíukostnað og nú síðast „fjármagnskostnað
óábyrgra togaraútgerða.” Þeim finnist, eins og leiða má
rök að, sem verið sé að gera upptækar eignir, sem þeir
hafa aflað, og færa þær til togaranna, sem svo aftur
keppa vægðarlaust við þá um síminnkandi þorskafla.
1 meira en 20 ár hefur við velflestar formlegar gengis-
fellingar verið stofnaður gengismunarsjóður í nafni ríkis-
sjóðs í Seðlabankanum. Lögin byrja yfirleitt þannig:
„Þegar skilað er til banka gjaldeyri fyrir útfluttar
sjávarafurðir framleiddar fyrir gengisfellingardag, skal
hann greiddur útflytjanda á gamla genginu, en mis-
munur andvirðisins samkvæmt nýja genginu lagður í
gengismunarsjóð. ”
Nokkur rök hafa legið til slíkrar ráðstöfunar. Rætt
hefur verið um, að menn gætu jafnvel „spáð í” væntan-
legar gengisfellingar og safnað birgðum og hagnazt á því.
Nauðsynlegt hafi verið að bæta gengistap, sem hver
gengisfelling veldur útgerðarfyrirtækjum með gengis-
tryggð lán á skipum. Björn Dagbjartsson bendir á, hve
vandræðalega hafi verið að staðið og hvílík mismunun
hafi falizt í úthlutun þessa fjár.
Dr. Björn segir: „Þrátt fyrir þau rök, sem áður voru
talin, er mæla með myndun gengismunarsjóða, er það í
rauninni óumdeilt, að þetta er eignaupptaka. Þetta er
millifærsla á fjármunum, þar sem ríkisvaldið er oft á tíð-
um að reyna að bæta úr fyrri mistökum, eins og til dæmis
að greiða niður fjármagnskostnað fiskiskipa, sem aldrei
hefði átt að leyfa kaup á. ”
„Gengismunarsjóðir eru eitt „sósíalistískasta” fyrir-
bæri íslenzks efnahagslífs. Þeir eru ranglátir gagnvart
meginþorra fyrirtækja í sjávarútvegi og skapa í það
minnsta mikla óánægju og tortryggni um misnotkim
(mismunun).”
DV birti einnig á föstudag viðtal við Olaf Bjömsson,
stjómarformann Samlags skreiðarframleiðenda, um
sama efni. Olafur er jafnvel hvassari en Björn Dagbjarts-
son. Hann segir:
„Þessi ráðstöfun gengismunar í stofnfjársjóði fiski-
skipa rennur fyrst og fremst til að bjarga afglöpum, sem
hafa keypt skip, sem þeir hafa aldrei ætlað að borga, en
það eru þeir, sem hafa fjárfest í nýjum skipum á síðustu
þrem til fjórum árum. ”
Að því leyti, sem gengismunur verður til við gengisfell-
ingar, er ranglátt, að hann gangi til ákveðinna „gæðinga”
ríkisstjómar eða sjávarútvegsráðherra. Ganga verður
gegn þeim aðferðum, sem sjávarútvegsráðherrar hafa
lengi notað við úthlutun „dúsa” til aðila í sjávarútvegi.
Reglur um stuðning við sjávarútveg verða að vera al-
mennar, þannig að hagnaður skili sér, þangað sem hann
er verðskuldaður, en ekki til illa rekinna fyrirtækja.
Þetta gildir þeim mun fremur sem við búum við of stóran
fiskiskipastól. Sem sjávarútvegsráðherra í síðustu ríkis-
stjóm gekkst Steingrímur Hermannsson fyrir bráða-
birgðalögum til að hjálpa ákveönum fyrirtækjum í vand-
ræðum með fjárframlagi, í stað almenns stuðnings. Nú-
verandi sjávarútvegsráðherra heldur slíku áfram. Það
kann ekki góðri lukku að stýra. Haukur Helgason.
STAÐA
Ál IMIIMP
BrkLBlr mMrWw011
Verö á áli var fallandi frá miðju ári
1980 fram á siöasta ársfjóröung 1962.
Þótt úr f ramleiöslu áls væri dregið juk-
ust birgöir, einkum 1981. Frá árslokum
1982 hefur verö á áli á markaöi i
London hins vegar hækkaö um 50% en
fregnir berast af undirboðum.
I
Á markaði í London hafa miklar
sveiflur oröiö á álveröi síðustu 10 ár.
Frá miðju ári 1974 til miös árs 1975
lækkaöi tonn af áli í veröi úr $ 1.100 i
tæplega $ 700. Síðan fór þaö hækkandi
uns þaö komst upp í $ 1.900 á miöju ári
1980. Þá féll ál snögglega i veröi og stóð
áltonniö í $ 950 í lok þriöja ársf jóröungs
1982. Um leið var viðast hvar dregið úr
vinnslu þess, i mismiklum mæli þó, og
rekstrarhalli varð hjá öllum stærstu
álhringunum, til dæmis hjá Alusuisse $
25,5 milljónir 1981 og enn meiri 1982;
hjá Ardal 500 milljónir norskra króna
1982; hjá EFIM $ 177 milljónir 1981 og
hjáQndasa $67milljónir 1982.
Afturkippur þessi í áliðnaði 1980—
1982 er hinn fyrsti sem varaö hefur
lengur en eitt ár og hafa álhringir og
stjórnvöld brugöist viö honum á ýmsa
vegu. 1 Vestur-Evrópu hafa ríkis-
stjórnir hlutast til um að vinnslu væri
Kjallarinn
HaraldurJóhannsson
uppi haldið i álverum svo að hún nam
1982 að meöaltali 75% af vinnslugetu
þeirra, gagnstætt 42 % i Bandarikjun-
um. Viðbrögö þeirra hafa þó umfram
allt farið eftir veröi á rafmagni sem er
stærsti kostnaðarliður vinnslu áls úr
álsýringi, jafnvel um eöa liölega
helmingur hans.
Rafstöövar, sem leggja álverum til
rafmagn, vinna þaö viö orku, ýmist úr
oliu, kolum, jarðgasi, fallvötnum eöa
kjamorku, en fyrstnefndi orkugjafinn
hefur hækkað mjög i verði frá 1972 og
lyft upp veröi annarra, beinlínis og
óbeinlínis, eins og alkunna er. Aö
jafnaöi hafa álver gert samninga um
rafmagnskaup til langs tima. En um
leið og þeir hafa runniö út hefur raf-
magnsverð til þeirra veriö hækkaö. Og
samningum til mjög langs tima hafa
seljendur rafmagns reynt að rifta eða
aðfá endurskoðaða.
II
1 Vestur-Evrópu hefur frá 1980 hvað
sist þrengt að áliðnaði í Noregi þar
sem hann fær rafmagn frá vatnsafls-
stöðvum á tiltölulega lágu veröi. Engu
að síður hefur oröiö rekstrarhalli hjá
álféiögum þarlendis.
Á Bretlandi færöi áliönaöur út kvíar
á áliönum sjöunda áratugnum. Þrjú ný
álver, sem þá tóku til starfa, sömdu
um rafmagnskaup við lágu verði til
langs tíma og hafa notið þess. Hins
vegar lokaöi Tl-hringurinn nýlegu og
fullkomnu álveri sinu i Invergordon á
Skotlandi í desember 1981 eftir langt
þóf um rafmagnsverð. Þaö mun vera
eina stóra álverið í Vestur-Evrópu sem
lokað hefur veriö á síðustu þremur
Hvernig má bæta verkalýðshreyf inguna?
Konur - hora-
rekur hreyf-
ingarínnar
Staöa konunnar innan verkalýðs-
hreyfingarinnar er mál sem ég kýs
aö fjalla sérstaklega um þótt svo aö
hún snerti flest önnur svið. Það er
t.d. argasta tvöfeldni að tala um aö
tryggja lýöræði ef ekki er um lciö
reynt aö tryggja áhrif kvenna í
hreyfingunni á ákvaröanatoku til
jafns viö karla. Þaö er til lítils að
berjast fyrir bættum kjörum hinna
láglaunuöu ef því er gleymt að
stærsti láglaunahópurinn er konur.
En þar sem þessar staöreyndir og
fleiri slíkar hvila á sama grunni,
eiga sér sömu ástæðumar, verður aö
reyna aö gera sér grein fyrir þeim i
heild í staö þess aö fljúgast á viö ein-
stakar birtingarmyndir.
Jafnróttissinni?
Þessi grein á ekki aö fjalla um
kvennakúgun almennt þótt auövitaö
tengist ástandiö á þessu sviöi í
verkalýöshreyfingunni ástandinu í
þjóðfélaginu öllu. Til þess er einfald-
lega ekki rúm í stuttri blaöagrein
sem þessari. Allir þykjast vera orön-
Guðmundur
Sæmundsson
ir jafnréttissinnar og þreytast ekki á
aö tala um ást sína á jafnréttinu. Ast
þeirra á því gengur jafnvel svo langt
aö i nafni þess eru kvennaframboð i
kosningum kærö f yrir brot á j af nrétti
af því aö þau telja sig geta verið án
karla.
1 hverju felst þessi jafnréttisstefna
sem nú er sem ákafast boöuö? Hún
felst aö mínu mati í þvi aö konur
skuli á öllum sviöum hafa formlegan
rétt til aö gera eins og karlar. Vinna í
pólitík eins og karlar. Taka þátt í
prófkjörum eins og karlar. Nota
sömu aðferöirnar og karlar. Gleypa í
sig sama verömætamat og karlar.
Með því skal þaö enn og aftur staö-
fest að það sem karlar álíti gagnlegt
og gott sé gagnlegt og gott. Konur
megi vera með — „Verið velkomnar
í okkar hóp” — svo framarlega sem
þær hlíti leikreglum karla.
Viðhorf kvenna einhvers
vlrfli?
Að mínu áliti hafa reglur karla,
viðhorf þeirra, starfsaöferðir og
stefna sýnt aö þær duga ekki. Þær
hafa leitt okkur í ógöngur. Ég álit aö
konur hafl á öllum þessum sviöum
margt fram að færa sem betur dugar
en ráösnilli karlpeningsins. En jafn-
-W
-