Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1983, Blaðsíða 16
16
DV. MANUDAGUR18. JULI1983.
Spurningin
i
Hvaða áhrif hefur
stöðugt regn og
dumbungur á þig?
Halldór Ormsson, stm. Þjóðleikhúss-I
ins: Ekkert slæm áhrif, maður barai
fer ekki neitt.
Erlendur Þórðarson bifreiðarstjóri:!
Eg veit nú ekki um áhrifin, en þegar'
allt er grátt í kringum mann þá verður j
maöur sjálfur grár.
Ólöf Einarsdóttir húsmóöir: Hefurj
mjög slæm áhrif. Maður kemst í vontj
skap og verður leiður á lífinu vegna
þess að ég er einmitt í sumarfríi.
Bjarni Sigurðsson, verkstj. hjá Vega-I
gerðinni: Maður verður heldur þung-j
lyndari.
Ólafur Jakobsson leigubílstjóri: Hefurj
engin áhrif á mig, yfirleitt er ég það
léttur, það er ekkert sem hefur slæmj
áhrif á mig.
Tónlistarsmekkur bréfritara og þulanna Jóns Múla Arnasonar og Ragnheióar Astu Pétursdóttur vlrðist ekki falla vel saman.
Sígild tónlist á morgnana
H.Sn. skrifar:
Á hverjum morgni streymir fólk til
vinnu í þúsundatali. Um allt landiö
hefja karlar og konur mismunandi
skemmtileg störf. Sumir í frysti-
húsum, aðrir í hinum ýmsu iðnaðar-
fyrirtækjum, við stjóm vinnuvéla,
verslunarstörf, o.s.frv. Mismunandi
skemmtileg störf en eiga það sam-
eiginlegt að vera sá þáttur þjóðlífsins
sem heldur því þó gangandi þrátt fyrir
allt. Eitt af því fáa sem þetta fólk hefur
sér til ánægju við störfin er að hlusta á
útvarp. Sérstaklega hefur þetta létt
fólki morgundrungann, ekki síst sl.
vetur þegar Stefán Jón og hans fólk sá
um ágæta dagskrá í morgunsáriö.
li
En nú hefur heldur betur skipt um.
Jón Múli, meö jassinn sinn og lúðra-
sveitirnar, og Ragnheiður Ásta, með
ættjarðarlögin og karlakórana, hafa
nú tekið völdin á morgnana. Látum
það nú vera, ennþá slekkur enginn á
útvarpinu þess vegna. En þá tekur
steininn úr þegar dembt er yfir alsak-
laust fólk þætti, sem nefnist „Tón-
bilið”. Klukkan rúmlega hálfníu á
morgnana skal nú þröngvað upp á
okkur einhverjum klassískum
verkum, ókynntum, svo frystihúsa-
kerlingar og hafnarverkakarlar um
land allt megi nú spreyta sig á því að
kanna þekkingu sína á klassískri
músfk. Mér er spurn: Hvaða tónlistar-
legum vanvita hjá þessari stófnun
okkar, ríkisútvarpinu, hefur eiginlega
dottið þessi endemis vitleysa í hug?
Ætla forráðamenn útvarpsins virki-
lega að ganga endanlega frá þvi aö al-
menningur hafi gaman af þvi að hlusta'
á klassík? Skilja þessir menn ekki enn,'
eftir rúmlega 50 ár, aö fólk vDl fá að
hlusta á létta og skemmtilega tónlist f
vinnutíma sínum á morgnana en er svo
jafnvel tilbúið að meðtaka klassikina
þegar það hefur hreiðrað um sig heima
á kvöldin? Ef tónlistardeildin hefur i
raun og sannleika nokkurn minnsta
áhuga á að þroska tónlistarsmekk
þjóðarinnar þurfa þeir að læra þann
sannleika fyrst að hver athöfn hefur
sinn tima og tími klassískrar tónlistar
er alls ekki klukkan hálfníu á morgn-
ana.
Fyrir alla muni, fellið samstundis
niður þennan endemis dagskrárlið,
lifgið í guðanna bænum svolitið upp á
lagavalið hjá þeim Ástu og Jóni Múla
og þá mun fólkið, sem vinnur fyrir
kaupinu ykkar, — (ég á við þá, sem
vinna fyrir raunverulegum þjóðar-
tekjum) — sannarlega þakka ykkur
hátt og í hljóöi.
Og svona í leiðinni. Hefur Jónína
Benediktsdóttir þekkingu og leyfi til að
gefa læknisfræðilegar ráðleggingar i
morgunleikfimi sinni?
stundu
Að guggna
á úrslita-
„Sannur lýðræðissinni” skrifar:
Enn á ný hefur ný ríkisstjóm sest
aö völdum i landinu. Verkefnin sem
bíða lausnar eru mörg og vandasöm
svo strax í upphafi ferils síns er
henni ekki til setunnar boðið.
Fyrir þessar vorkosningar fýsti al-
menning í eitthvað nýtt og kröftugt
sem hönd var á festandi. Tvenn ný
stjórnmálasamtök komu fram með
nýjar hugmyndir, Bandalag jafnaö-
armanna og Kvennalistinn. Þessi
nýju samtök höföu „þokukenndar og
óraunsæjar tillögur til lausnar efna-
hagsvandanum” að því er gömlu
flokkamir sögðu. Bandalag jafnað-
armanna lýsti strax i upphafi kosn-
ingabaráttunnar stríði á hendur
gömlu flokkunum og hlaut málflutn-
ingur þess góöan hljómgrunn. Gömlu
flokkunum tókst þó með samstilltu
átaki aö lokum að sá fræi efasemda
„Kjósendum heföl átt að vera fullljóst um hvað var kosið: nýjor teiðir gegn
gömlum og úroltum leiðum."
og vonleysis í hugi kjósenda og þar
viðsat.
Allir gömlu flokkamir hafa fengið
sitt tækifæri til þess að reyna sinar
óskaleiðir og þær hafa því miður
brugðist. Kjósendum hefði aö þessu
gefnu átt að vera fullljóst um hvað
var kosið: nýjar leiðir gegn gömlum
og úreltumleiöum.
Og hver urðu úrslit kosninganna?
Jú, gömlu flokkamir með gömlu
ráöin fengu alls 75,5% atkvæða eöa
minnkuðu fylgi sitt um aðeins 4,5%.
Dómur kjósenda var ranglátur og
verður ekki til þess að breyting verði
á, almenningi i hag. Atvinnurek-
endur, stórkaupmenn, bankaráðs-
menn, samvinnumenn og milliliða-
menn landbúnaðarins hafa nú sest
við stjðrnvölinn eftir nokkurra ára
fráhvarf. Utrekstri allaballanna
verður fylgt kröftuglega eftir enda
engin eftirsjá að þeim í sjálfu sér.
Að lokum þetta: Kosningamar i
vor voru harmleikur sem seint
verður skilinn af komandi kyn-
slóöum. Áróðursvélar íhaldsflokk-
anna þriggja imnu vel og tókst að
lokum að fá þorra almennings á sitt
band aftur. Menn guggnuðu, annað-
hvort við lestur flokksblaða eöa í
kjörklefunum. Gömlu flokkarnir
sigruöu þrátt fyrir allt, þeir vörðu
undanhaldiö kröftuglega og senni-
lega snúa þeir næst vöm i sókn!
Lesendur Lesendur . Lesendur Lesendur