Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1983, Blaðsíða 19
DV. MANUDAGUR18. JULÍ1983.
„Égersko
1 ekkertað
hætta” — segir Guðmundur
- Þórarinsson Bls.23
Heimsmet
Salnikov
Í800 m
— Sjá bls. 26
19
N
Connors
mokar inn
dollurum
— Sigraði Kevin Currenj
í Suður-Af ríku
Bandariski tennisleikarinn kunni, I
Jimmy Connors, mokar beldur betur I
inn dollurunum í Suður-Aíríku. AI
föstudagskvöld sigraðl hann Kevln I
Curren, Suður-Afriku, í hörkulelk I
sem stóð í þrjár og hólfa klukkustund I
2-6, 7—8, 7—8 og 6-4 og fékk 100
þúsund dollara fyrir vikið. Það var I
einmitt Kevin Curren sem sló Jimmy I
Connors út i Wimbledon-keppnlnni á
dögunum.
hsím.
Golfarar
fjölmenntu
„á völlinn”
— breska meistara-
keppnin íbeinni
útsendingu á
Keflavíkurflugvelli
Frést hefur að islenskir golfmenn I
hafi fjölmennt á Keflavikurflugvöll i I
gsr og ástsðan var sú, að úrslita-1
keppnin i breska melstaramótinu i|
golfi var sýnd belnt i Keflavikursjón-1
varplnu gegnum Skyggnl.
Keppnin var geysliega spennandi I
og nánar er sagt frá henni á íþrótta-1
opnunnl. hsím.
Bandarískt
met í stang-
arstökki
— Jeff Buckingham
stökk 5,76 m
Jeff Buckingham setti nýtt banda-
rískt met i stangarstökkl á móti í I
Lawrence í Kansas á laugardag.
Hann stökk 5,76 metra. Reyndi siðan
þrivegis við nýtt heimsmet, 5,82 |
metra, en tókst ekki að stökkva þá
hæð að þessu sinnl. Helmsmetið er I
5,81 m. Buckingham keppir i
stangarstökki i heimsmeistara- j
keppninni í Helsinkl í ágúst. Eldra
bandaríska metið i stangarstökki |
áttu þelr Dave Volz og Brad Pursley,
5,72metra.
hsim.
Svíar Evrópu-
meistarar
pilta í golfi
Svíþjóð sigraði Wales, 6—1 i úr-1
slltaleik á Evrópumelstaramóti pilta
í golfi i Helsinkl á laugardag. t
keppninnl um þriðja sstið sigraði
Spánn Vestur-Þýskaland 4,5 gegn |
2,5.
„Það var takmarkið hjá
mér að setja met í sumar
- sagði Vésteinn Hafsteinsson, Selfossi,
eftir að hann setti nýtt íslandsmet í
kringlukasti í gær, 65,60 metra.
„Það kom mér kannski á óvart var
1 að setja nýtt tslandsmet i kringlukasti
nú eftir þann árangur, sem ég hef náð
á mótum síðustu mánuðina. Hins
vegar kom metið mér ekki á óvart eftir
að ég hafði hitað upp fyrir keppnina
nú. Þá kastaði ég um og yfir 64 metra
og þá virtist nýtt tslandsmet innan
seillngar,” sagði Vésteinn Hafsteins-
son, Selfossi, eftir að hann hafði sett
nýtt Islandsmet i kringlukastl í bikar-
keppni FRt í gsr. Kastaðl 65,60 metra,
sem er þriðji besti árangur i greinlnni
á Norðurlöndum i ár. Tveir Norðmenn
betrl. Eldra tslandsmetið átti Erlend-
ur Valdimarsson, tR, 64,32 m, sett i
ágúst 1974 eða fyrlr niu árum.
„Það var takmarkið hjá mér í sumar
að setja nýtt Islandsmet, einkum eftir
að ég hafði kastað 62,60 metra á móti í
Bandaríkjunum snemma í vor. Þaö
var bara að komast á mót, þar sem að-
stæður væru fullkomnar. Og það voru
þær hér á Fögruvöllum, þegar keppnin
var háð i kringlukastinu. Góður vindur
og allar aðstæður hinar bestu,” sagði
Vésteinn.
Hann er komungur af kringlu-
kastara i heimsklassa að vera, aöeins
22ja ára. Verður 23ja síöar á árinu en
kringlukastarar eru yfirleitt bestir um
þrítugt. Vésteinn stundar nám í
íþróttafræðum viö Alabama-háskóla í
Bandarikjunum og heldur þangaö á ný
í haust. Sjá nánar um bikarkeppni FRt
ábls.23og26.
hsim.
Vésteinn Hafstelnsson eftir að hann
hafði sett tslandsmet i kringlukastinu
á Fögruvöllum i gsr. Kastaðl 65,60
metra.
DV-mynd S.
Leikur Pét
á Spáni eða Italíu?
— Hann er með f reistandi tilboð
f rá tveimur félögum
„Min mál fara að skýrast hér og ef I
Gunnar Gunnarsson, Vfklng.
ég kemst ekki i liðið hjá Portland þá |
reyni ég hjá einhverju öðru félagi. Eg
er viss um að ég kemst að hjá öðru fé-
lagl ef þeir vilja mig ekki hjá Portland.
Ef þetta kllkkar allt saman þá fer ég til
Evrópu. Eg er með mjög góð og freist-
andi tllboð frá spönsku og ítölsku félagl
og þessi lið eru óð í að fá mig og vilja
helst að ég skrifl undir strax sem ég
geri auðvitað ekki. En þetta eru mikllr
peningar sem þessi félög hafa yflr að
ráða og tilboðin eru það góð að ef ég
lelk ekki i Bandarikjunum nssta vetur
þá leik ég annaðhvort á Italíu eða á
Spánl,” sagði Pétur Guðmundsson
körfuknattleiksmaður i samtali við DV'
igsrkvöldi.
Þess má geta, að leikmaður sá sem
Pétur tók sem rösklegast i karphúslð
eigi alls fyrir löngu og er 2,21 metrar á
hsð er kominn til Milwaukee Bucks og
mun lelka með því liði i NBA-deildinni i
vetur. Greinilegt að forráðamennlrnir
hjá Portland hafa fengið nóg af
kappanum eftir meðferð Péturs á
honum.
„Þetta er búlð að vera nokkuð
strangt upp á síðkastlð hjá Portland en
ég held þó enn í vonina — er reyndar
bjartsýnn — að komast að hjó
Portland,” sagði Pétur að lokum. SK.
Pétur Guðmundsson,
keppni.
D
til hsgri i
Einn besti leikmaður Vík-
ings til náms í Danmörku
— Gunnar Gunnarsson verður næstu f jögur árin í námi í tæknif ræði og mun leika með Ribe
„Jú, það er rétt. Eg fer til náms i
tsknlfrsðl i Danmörku og verð þar
nsstu fjögur árin ef allt gengur sam-'
kvsmt ástlun. Það er ekkl alveg
ákveðlð hvensr ég fer utan, það verður
elnhverntíma mllli 15. og 30. ágúst,”
sagði Gunnar Gunnarsson, lelkmaður-
inn kunnl i Viklngsllðinu i knattspyrnu, |
þegar DV rsddl við hann um helglna.
„Þetta mál hefur verið að þróast að
undanfömu og er nú komið á fast. Eg
mun leika handknattieik i vetur meö
Ribe en Anders—Dahl Nielsen, sem
var þjálfarí og leikmaður meö KR sl.
keppnistimabil, mun þjálfa og leika
með liðinu næsta vetur. Egill j
Jóhannesson, Fram, mun einnig leika '
meö Ribe næsta vetur,” sagði Gunnar |
ennfremur.
Það verður mikið áfall fyrir Víking
að missa Gunnar úr knattspyrnunni.
Ef til vill verða tveir leikir eftir á Is-
landsmótinu, þegar hann fer og
Gunnar mun ekki leika með Víking í i
Evrópukeppni meistaraliða. Hann er'
aðeins 21 árs og hefur leikiö 76 leiki í
meistaraflokki Víkings. Mjög sterkur;
ieikmaður og hefur verið í hópi albestu (
leikmanna Islandsmeistaranna f jögur
síðustu keppnistimabil.
Þá er Gunnar mjög liðtækur hand-
knattleiksmaður. Varð tvívegis Is-
landsmeistarí með Víking 1980 og 1981
en fékk lítil tækifærí í aðalliöinu. Fór
þá yfir í Þrótt, síðar í Fram, en ætlaði
að leika á ný með Víkingum i vetur eða
áður en það kom upp að hann færi i
framhaldsnám til Danmerkur.
hsim.