Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1983, Page 6
6
DV. MIÐVIKUDAGUR 20. JULI1983.
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Kvartað yf ir spariskírteinum ríkissjóðs
Fæst minna
fyrir bréfin
nú en í
upphafi?
Nei, segja sérfræðingar
Hingað hefur hringt töluvert af fólki
að undanfömu vegna auglýsinga
Seðlabankans í sjónvarpi um verð-
tryggö spariskírteini. I auglýsing-
unum er sagt að með því að kaupa slík
skírteini varðveiti fólk verðgildi
peninga sinna á einfaldan og auðveld-
an hátt. Þeir sem hafa hringt hafa hins
vegar sagt frá dæmum þess aö verð-
gildið hefur ekki haldist.
Kona nefndi dæmi um tvær dætur
sínar. Arið 1979 fengu þær báöar 10
þúsund króna skuldabréf. Um svipað
ieyti fékk önnur þeirra skrifborð og
stól fyrir sömu upphæð. Þegar hin fór
að athuga með bréfið sitt fyrir um það
bil mánuði síðar kom i ljós að það var
talið 559 króna virði. Ljóst er að
stúlkan telst heppin ef hún fær sæmi-
legan koll fyrir það fé.
Þá var hringt í umsjónarmann les-
endasíðunnar. Kona sagðist hafa keypt
sér skuldabréf á 10 þúsund krónur áriö
1980.1 ár fékk hún fýrir þaö 300 krónur.
Árið 1980 var hægt að kaupa kjöt-
skrokk fyrir 10 þúsund krónur en nú er,
eins og konan benti réttilega ó, ekki
hægt að fó lélegt læri fyrir 300 krónur.
Þriöji lesandinn sem hringdi
varkarlmaður. Hann hafði keypt sér 5
þúsund króna skuldabréf órið 1973.
Þegar hann leysti þau út núna ó
dögunum fékk hann fyrir þau 428,70
krónur stykkið. Til gamans hringdi
hann í Mjólkursamsöluna og spurðist
fyrir um það hvað hann hefði getað
fengiö mikla mjólk ó þessum timum.
Svarið var að órið 1973 kostaði
mjólkurh'trinn 19,50. Hann gat þannig
fengiö 51,28 iítra fyrir þúsund krónur.
Núna kostar mjólkurlítrinn 16.45
krónur. Þannig fóst aöeins rúmir 26
h'trar fyrir hvert skuldabréf.
öllu fannst þessu fólki sem þarna
væri ríkið að svindla ó viðskiptavinum
sínum. Haldið væri fram að skulda-
bréfin héldu fullu verðgildi og meira til
þegar þau geröu ekki einu sinni þaö aö
halda í við verð ó algengum
nauösynjavörum.
Byggingarvísitala og
lánskjaravísitala
Þær upplýsingar fengust hjá Jóni
Friðsteinssyni í Seðlabankanum aö
verð á skuldabréfum ríkissjóðs hækk-
aði ýmist eftir byggingarvisitölu eöa
lónskjaravísitölu. Þau bréf sem gengin
voru út fyrir áriö 1980 hækka eftir
byggingarvísitölu. Lánskjaravísitala
var hins vegar fundin upp áriö 1980 og
fara þau bréf sem eftir það eru gefin út
eftir henni. Lánskjaravísitalan er sett
saman úr byggingarvísitölu að 2/3
hlutum og framfærsluvísitölu aö 1/3.
Jón sagði að þessar tvær visitölur
heföu alltaf verið taldar hækka meira
en framfærsluvisitalan og ættu því
bréfin að gera meira en að standa
undir hækkuðum kostnaði ó fram-
færslu. Auk þess leggjast vextir á
bréfin. Þeir eru á bilinu 3,5 til 6% eftir
því ó hvaða ári bréfin voru gefin út.
Þegar slegiö er upp í Hagtölum
mánaöarins, sem Seölabankinn gefur
út, kemur i ljós að byggingarvísitalan
hefur hækkað mun meira en fram-
færsluvísitalan. Svo dæmi sé tekið frá
~o. ■' J r
verotryggð
SRARISKÍRTEINI
1977 - 2- «•
m
ÍS iíÁPP*!
. > mm .*
' , •* "**»«* 'fttmMu r í
<■> <■: ;
'rÍkissjöður ISLANDS _ _
«•«» W**"**. Íitt
Ycr»»«w *•
Trj JJ--
„4 «*> « '*»*'***■’*> 7° TL M„ ,o3o - »’5
•YM»« ’"í>bfS"
o M u t97* >**>■«*>
U« w*— Aómío**"* °»
tt.rtoioa* -JL, „OSba*o> <* *»>»'**■
íXSSSí 09 Kum v a .íjiitöWjÖtSS-^ tfu
LUs ÍK««,V»«. «■ ka'"' ,, „37 1,1 3,oMdoso
c — w '
***■ (m-*. >*,w «-*
F.H. fitKISSJÓÖS
jJ íf<$*&**’**
~ U Út
*>*:■: :>.< tí -< ■
Ríkiö hefur gefíÖ út tvær tegundir af sparlsk/rteinum, verötryggö spariskírteini sem miðast ýmist við
byggingar- eöa lánskjaravisitölu og verötryggö happdrættisián sem miöast viö framfærsluvísitölu.
DV-mynd S.
árinu 1973, þegar elsta bréf lesendanna
okkar þriggja er keypt, kemur í ljós að
byggingarvísitalan var 208,6 stig. Hún
er nú 5800,2 stig. Hún hefur sem sagt
hækkað 27,81 falt. A sama tíma hefur
byggingarvísitalan hækkaö úr 36,9
stigum í 373 stig eða 31,71 falt. Láns-
kjaravísitalan, síöan hún var fundin
upp árið 1980, hefur hækkað heldur
minna en framfærsluvísitalan.
Ástæðan er sú aö seint á síðasta ári var
hætt viö svokallaðan vísitöluleik. I staö
þess að kjötið og smjöriö væri lækkað
rétt áður en visitalan var reiknuð út og
hækkað síðan aftur eftir útreikningana
var verðinu haldið óbreyttu. Þvi fást
þær niðurstööur að framfærsluvísi-
talan hækkaði úr 2545,8 árið 1980 í
5800,2 árið 1982. Hún 2,28 faldaöist.
Lánskjaravisitalan hækkaði úr 164
stigum í 373 stig eða 2,27 faldaðist. Á
milli óranna 1980 og 1981 hækkaði hún
1,52 falt á meðan framfærsluvísitalan
hækkaði 1,51 falt.
En hver er þá ástæðan fyrir því aö
menn telja sig fá minna fyrir skulda-
bréfin sín?
Ruglað saman
Anna Heiðdal hjá Fjórfestingafélag-
inu taldi aðalástæðuna fyrir óánægju
manna þá að þeir væru að rugla saman
tveim óskyldum hlutum. Annars vegar
væru svonefnd verðtryggö skuldabréf
og hins vegar svonefnd happdrættis-
lán.
Happdrættislánabréfin voru gefin út
til byggingar hringvegarins. Þau voru
til 10 ára og hófst útgáfa þeirra árið
1972. Þau voru verötryggð samkvæmt
framfærsluvísitölu. Engir vextir voru
greiddir en hins vegar höföu menn von
um happdrættisvinninga sem dregnir
voru út ööru hverju. Vinningar voru
ekki verðtryggöir. Þannig að það sem
hét 10 þúsund króna vinningur í upp-
hafi heitir núna 100 króna vinningur.
Þessi bréf getur fólk fengið endur-
greidd í Seðlabankanum þegar 10 ár
eru liðin frá útgáfudegi. Vilji þaö selja
þau fyrr eru þau seld meö afföllum, til
dæmis í gegnum aöila eins og Fjór-
festingafélagið. Afföllin eru misjafn-
lega mikil eftir því hversu langur tími
er eftir þar til bréfin er hægt að leysa.
út fyrir peninga. Gengi það sem Fjár-
festingafélagiö gefur út öðru hverju er
um það hversu mikils virði bréfin eru
miðað við ókveðnar dagsetningar.
Vegna þess að bréfin eru gefin út í
gömlum krónum eru þær upphæðir lika
igömlum krónum.
Hin bréfin sem ríkiö gefur út, það er
að segja verðtryggð skuldabréf eru
það sem Anna kallaði lúxusfjórfest-
ingu. Þau eru, eins og Jón benti ó,
miðuð við byggingar- eða lánskjara-
vísitölu. Eins og happdrættisbréfin er
hægt að selja þau, en með afföllum.
Þau halda verðgildi sínu mun betur en
happdrættisbréfin því auk vísitölunnar
leggjast vextir á upphæðina. En á móti
kemur að menn eiga ekki von á neinum
happdrættisvinningi út á þau.
Anna sagði líka að ekkert þýddi að
miöa við verö ó einstaka hlutum þessi
ár. Eitt árið væri ef til vill matur ódýr
og föt dýr, næsta ár fatnaður ódýr en
matur dýr. Miða yrði við einhverja
heild en ekki taka einstaka þætti út úr.
Það er það sem verið er aö reyna að
gera með hinum ýmsu vísitölum.
-DS.
VIKULEG VERÐKÖNNUN:
Þá er kom/ð að annarri afhln -
um vikulegu verðkönnunum
okkar. Verð hefur ekkl breyst
mikið i heildlne á þessari
viku. Þó hefur sumt hækkeð
ögn en annað lækkað á móti.
Skipt hefur veriö um eina
vorslun. J.L. húsið erkomlö i
steð Kjötmiöstöövarinner.
Verðkönnun 18. 7.1983
Hagkaup Glæsibær Víflir, Starmýri J. L. húsifl Stórmark- aðurinn
Epli, raufl 4« 42,35 47,50 46,50 44
Tómatar 38,95 42 38 42 39
Gúrkur 65,60 66 59,80 66 62
Egg Gulrœtur, 69 69 69 69 69
isl. Gulrætur, — — — 81
eri. 106,60 — 122 116 106,40
HvitkAI Nauta- 38,75 39 42,70 42,70 43,70
hakk 180,90 156 165 172 195
Kjúklingar Svfna- 95 108 119 126 119
bógur, nýr 169,70 138 138 151 135
Smjörvi 59,45 62,05 52,80 59,50 59,50
Miflafl ar vifl kílóverð á öllu nema smjörva. Þé er miflafl við 300 gramma öskjur.
Athugasemd
frá Verðlags-
stofnun
I Verðkynningu Verðlagsstofnuntu-
nr. 14, þar sem gerður er samanburður
á verði ó byggingarvörum, er ávallt
miðað við nýjasta verð á vörum í
Reykjavik í því skyni að samanburður-
inn við Svíþjóð verði raunhæfur. Dæmi
eru hins vegar um að lægri verð finn-
ist. Þannig er verð á Ifö Cascade bað-
kari og salemi 19—25% lægra i
Byggíngarvöruverslun Kjartans Jóns-
sonar, Tryggvagötu 6, en fram kemur í
óöurnefndri verðkönnun. Samkvæmt
þeim upplýsingum sem Verðlagsstofn-
un hefur er hér þó um undantekning-
artilvik að ræða og verð í verðkönnun-
inni að öðru leyti í samræmi við verð í
verslunum.
Neytendur
*
Dóra Stefánsdóttir
og
Sveinn Agnarsson