Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1983, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1983, Qupperneq 13
DV. MIÐVKUDAGUR 20. JULÍ1983. 13 • „Hvað eiga forystumenn Alþýðubanda- íagsins og forvígismenn ríkisstjórnar- innar sameiginlegt? Að vilja að umræðan snúist um flugstöðvarmál og olíutanka í Helgu- vík, þegar kaupmáttur er skertur um f jórðung og margar fjölskyldur eiga á hættu að missa eignir sínar á nauðungaruppboð.” ljós álit sitt: Hann hefur skömm á aö þessum söfnuði skuli líðast að einoka svo stjórnarandstöðumálflutning Al- þýðubandalagsins að þar komist nær ekkert að annaö en það sem hvorki er nærtækasta umhugsunarefni né alvar- legasta vandamál alþýöu manna. Með þessum málflutningi er einfaldlega verið að ganga erinda ríkisstjómar- innar — kæfa umræðuna um alvöru- mólin. Er sósíalisminn olíutankur? Sama fólk og sér aldrei annað en ameríska herinn hefur tekið sér einka- leyfi á sósíalismanum: Að vera sósíal- isti er að heimta að olia ameríska hers- ins verði áfram geymd úti í örfirisey en ekki flutt til Helguvíkur! Aö vera sósíalisti er að taka tryggð við leka flugstöð ( lek hús = þjóðleg hús)! Að vera sósíalisti er að halda amerískum herlögreglumönnum kyrrum í flug- vallarhliðinu og fá að hafa amerískar herflugvélar fyrir augunum þegar gengið er að og frá borði! Að mínu viti hefur þetta ekkert með sósialisma að gera. Sósíalismi er ekki flugstöö. Sósíalismi er ekki olíutankur. Sósíalismi er stjómmálastefna reist á ákveönum hugmyndum um aðferðir og úrlausnarefni í efnahags- og félags- málum á grundvelli samhjálpar- og mannúðarstefnu. Stefna ríkisstjórnar- innar er í hróplegu ósamræmi viö mörg grundvallaratriði þessarar stjómmálastefnu og störf hennar ógna þeim árangri til félagslegrar sam- hjálpar sem sú stjómmálastefna hefur fengið áorkað. A þessum gmndvelli ber sósíalistum; jafnaðarmönnum, að berjast gegn ríkisstjóminni. Um þau atriði eiga þeir að láta átökin standa. Afl fy Ikja mefl fólkinu Stjómarandstæðingar, sem kenna sig við sósíalisma, félagshyggju og verkalýðshreyfingu, eiga að standa með alþýðunni í vöm þeirra verðmæta sem máli skipta, en þau em atvinnu- öryggi fólksins, lífskjör þess og félags- legt réttlæti. Að þeim rétindum alþýðu- fólks er nú sótt af ríkisvaldinu. Vinstri mönnum ber að fylk ja sér með fólkinu. Sú er fyrsta og mesta skyldan: að drepa ekki þeirri baráttu á dreif með heilagsandahoppi og hávaða um auka- atriði. Allt of lengi hefur fámennum sér- trúarsöfnuði, sem gerír aðalatriði að aukaatriði og aukaatriöi aö aöalatriöi, liðist að koma í veg fýrir samstöðu manna sem eru sama sinnis um af- komu- og öryggismál alþýðuheimil- anna þótt þá greini á um ameríska her- inn. Allt of oft hefur sama sértrúar- söfnuði liðist aö spiUa sliku samstarfi þá sjaldan það hefur komist á. Nú taka sömu menn sér fyrir hendur að ganga erínda íhaldsins meö því að yfirgnæfa umræður um alvörumál með hávaða um olíutanka — ætla að snúa andstöðu við íhaldsstjóm upp í andmæli gegn her í landi. Hvað á þetta að ganga lengi? Hvað á þessi fávitaskapur aö ganga lengi svona? Hvað eiga verkalýðs- samtökin lengi að láta líðast aö heilagsandahopparamir hrífsi alltaf orðið þegar mest á ríður og snúi alvöruumræðum upp í f arsa ? Ég endurtak það sem ég hef sagt áður á þessum vettvangi: Menn — hvort sem viö köllum þá sósíalista, jafnaðarmenn eöa bara frjálslynda og vel meinandi einstaklinga — eiga að ræðast viö um hvemig skuli rjúfa þennan vitahring. Hvemig fólk, sem kann að greina á milli aðalatriöa og aukaatriða, getur náð saman höndum um samstarf í þeim málum sem alþýöuheimilin láta sig mestu varða — lífsbjargarmálum sérhverrar fjöl- skyldu í landinu. Þegar afkomuörygg- ið er í hættu eins og nú; þegar félagsleg réttindi em afnumin með stjómvalds- ákvörðun eins og nú; þegar lífsbjörg launafólks er skert um f jórðung eins og nú; þegar þriðja hver fjölskylda í land- inu getur vart risið undir skuldbinding- um sínum eins og nú — þá er mér annað efst í huga en olíutankar. Sighvatur Björgvinsson. flugvallarins í París. Flugstööin í höf- uðborg Finnlands sinnir öllum farþeg- um í innanlandsflugi og miUUanda- flugi. A siðasta árí gistu hana tæplega 2 mUljónir farþega. Samt er hún ekki stærri en monthöUin verður hér. Far- þegaf jöldi í Keflavík verður hins vegar um fy rirsjáanlega f ramtíö aldrei meiri en 400-500 þúsund eða aðeins lítið brot af því sem ferðast um Helsinki og de Gaulie. Skuldabaggar Samkvæmt samningi Geirs HaU- grímssonar og Brements sendiherra eiga Islendingar að greiða kríngum 800 miUjónir króna í byggingu flugstöðvar á KeflavíkurflugveUi. GreinUega hefur það hvarflaö að stjórnvöldum í Banda- ríkjunum, að slík risaupphæö tU einnar byggingar gæti reynst Islendingum þungur baggi. Þess vegna knúði sendi- herra Bandaríkjanna á um það, að í annarri grein samkomulagsins væri geirneglt, aö Islendingar lofuöu aö Ijúka byggingunni!! Framlag Bandaríkjanna er innan við helmingur af byggingarkostnaði flugstöðvarinnar. SendUierranum hef- ur þótt líklegt, að það kynni að reynast Islendingum erfitt að reiöa fram þær 800 miUjónir króna sem á vantar. Það sýnir svo aumingjaskap Geirs Hall- grímssonar að hann skuU samþykkja að Bandarikin geti yfirtekið algerlega byggingu sem tslendingar borga sjálf- ir að meglnhluta. Samningur Geirs HaUgrimssonar við sendiherra Bandarikjanna felur i sér risavaxna aukningu erlendra skulda. Ríkisstjórnin hefur forðast að gera nokkra grein fyrir því, hvemig þær skuldir skulu greiddar. Rekstur flugstöðvarbyggingarinnar megnar engan veginn að endurgreiða lánin. I greinargerð Fjárlaga- og hagsýslu- stofnunar um reksturinn var meginfor- sendan sú, aö flugfélögin, bankarnir, verslanirnar, veitingahúsin og önnur fyrirtæki, sem fengju höUina tU afnota, ættu ekki að greiða krónu í vexti og af- borganir vegna hinna erlendu lána. Ef rekstraraöUar væru knúnir tU að skUa greiðslum til jafns viö fjármagns- kostnað, likt og gert í í sérhverjum rekstri, væri ljóst að byggingin yrði rekin með buUandi tapi. Hver borgar skuldirnar og tapifl? Sú spuming brennur á vörum margra, hver eigi að greiða lánin, — samtals 800 mUljónir króna — sem rík- isstjómin hyggst taka tU að reisa monthöU á KeflavikurflugvelU. Ljóst er, aö rekstraraðilar í væntanlegrí byggingu ætla aUs ekki að borga sUk lán. Gjaldeyristekjum þeirra verður varið tU annarra hluta. Hverjir verða þá krafðir um greiðsl- ur? Skal ákveðinn aflahlutur sjó- manna renna til flugstöðvarbygging- arinnar? Ætlar Sambandiö að láta monthöUinni i té tekjur, sem berast vegna útflutnings frá iönaöarverk- smiðjunum á Akureyri? Ætlar Félag islenskra iðnrekenda aö samþykkja nýtt flugstöðvargjald, sem innheimt verður af öllum útflutningi iðnaðar- vara? Hvemig á annars að greiða þessar 800 miUjónir krína? Hvaðan á sá gjaldeyrir að koma, sem erlendir bankar munu kref jast, þegar kemur að skuldadögun lántökunnar? Auðvitað hafa málsvarar rUcis- stjórnarínnar forðast að svara þessum spurningum. I herbúðum ríkisstjórn- arinnar ríkir þögn um hina stórfeUdu aukningu erlendra skulda. Ráöherr- amir horfa bara gleiðbrosandi á likan- ið á borðinu. I sæluvimunni gleymist, að skuldadagarnir koma. Skuldin mikla, 800 miUjónir ís- lenskra króna, er verðugur minnis- varði um utanríkisráöherraferil Geirs Hallgrímssonar. Hann hefur löngum reynst þjóðinni dýr. Ríkisstjórnin krafðist risavaxinnar kjaraskerðingar almennings tU aö forða þjóðinni frá helfjötrum erlendrar skuldasöfnunar. Síðan feUur hún sjálf á fyrsta prófinu um aðhald, sparnað og skynsamlega fjárfestingu. Er hægt að taka slUca herramenn alvarlega?? Ólafur Ragnar Grímsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.