Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1983, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1983, Side 30
30 DV. MIÐVIKUDAGUR 20. JtLl 1983. Afgraiðum stimpla með stuttum fyrirvara. Stimplagerð Félagsprentsmiðjunnar hf. Spitalastig 10 - Simi 11640 GRJÖTGRINDUR Á FLESTAR TEGUNDIR ÐiFREIDA Eigum á lager sérhannaðar grjót- grindur á yfir 50 tegundir SÉRHÆFÐIRIFMT 06 CiTROEN VIOGERBUM BIFREIÐAU|VERKSTÆÐIÐ SKEMMUVEGI 4 W Al A U Ál A s~hnQSwQS BÍLALEIGUBÍLAR HÉRLENDIS OG ERLENDIS iR REYKJAVlK 91-86915/41851 AKUREYRI 96-23515X1715 BORGARNES: 93- 7618 BLÖNDUÖS: 95- 4136 SAUÐÁRKRÓKUR: 95- 5223 SIGL UFJÖRÐUR: 96-71489 HÚSAVlK: 96-41260/41851 VOPNAFJÖRÐUR: 97- 3145/ 3121 EGILSSTAÐIR: 97- 1550 HÖFN HORNAFIRDI: 97- 8303/ 8503 1 interRent ■ . ' *r*M. > ■.»'<«« 4 4' 664IS HfclS •« 96 ; 4S1S ;• M'. . . ,að það er líka opið í hádeginu? .. ,að við eigum ekki bara mikið af og ódýra varahluti í LADA, GAZ , VOLGA, MOSKViCH og UAZ? .. .að við eigum lika hluti, sem henta í aðra bíla? .. að það borgar sig oftast að tala við okkur fyrst? ,. ,að við leitum ávallt eftir hagstæð- ustu innkaupunum í hvert sinn? .. .að við kaupum lika varahluti frá Þýskalandi, Englandi, Sviþjóð, Ítalíu o.fl. o.fl.? Dæmi Suðurlandsbraut 14 Varahlutir Skiftiboró 39230 38600 Þarna fær ögmundur Kristínsson að reyna þá beisku staðreynd að markið er stórt og Skagamenn skotharðir. Eitt núll fyrir Skagann. Byggðastefnan allsráðandi í fótboltanum — Hvað er eiginlega að gerast í 1. deild? Jæja, drengur, þá er það Laugar- dalsvöllurinn, sagði röddin í símanum og hljómaði heldur kunnuglega þrátt fyrir ameríska hreiminn. Alveg er þetta nú makalaust, hélt Bensi vinur minn áfram skömmu síðar þegar viö ókum á ofsahraða inn Suður- landsbrautina, því að leikurinn var alveg að fara að hefjast. Hingað er maöur kominn heim eftir margra ára útilegu og kemst að því sér til sárrar hrellingar að gamla góða liðið manns er komið á botninn. Víkingur — þetta lið sem með réttu á að vera í forystunni og hvergi annars staöar. Víkingur er kannski ekki það sem áður var, sagði grályndur Valsari sem sat nálægt okkur í stúkunni á vellinum. En Víkingur er stjömulið og þeim er trúandi til hvers sem vera skal. Hverju spáiö þiö, sveinar? spurði hann svo glettnislega og við skildum óðara hvar fiskur lá undir steini. Það fer fjögur núll fyrir Víking, sagði Bensi vafningalaust og var ekki laust við að ameríski hreimurinn væri dálítið farinn að víkja. Hann dró upp og rétti grálynda Valsaranum viðeig- andi seöil. Þrjú eitt fyri Víking, sagði ég og rétti Valsaranum þaö sem honum bar. Eitt núll fyrir Skagann, sagöi lítill vinnulúinn maður og allir litu til hans meðvanþóknun. Dómarinn flautaði og leikurinn hófst. Valsarinn leit yfir völlinn allan, vó og mat hvem einasta leikmann í sjónhendingu og það færðist eins og fjarræn slikja yfir augu þessa gamal- gróma vallarrefs. Tvö eitt fyrir Skagann, sagði hann svo og slikjan hvarf af hvörmunum. Og það þarf ekki að orölengja að Skagapiltarnir vom snöggir að negla boltann í netið hans ömma. Litli Skagamaðurinn við hlið okkar hló af kátinu, dró upp pyttlu með gulum safa og dreypti á henni. I hinum enda stúkunnar var hersing Skaga- Byggðastefnan var nú ekki alveg aiisráðandi á áhorfendapöllunum þvi að þessir vösku sveinar og nokkrir fieiri þeyttu lúðrana ákaft þegar Vikingarn- ir voru með bottenn. m „Ekki hefðir þú nú brennt af úr svona fœri, " sagði Magnús Sigurjónsson og hló dátt (t. v. fyrir miðju) og ekki berá öðru en Sveinn Jónsson, formaður KR, só þvi algerlega samþykkur. manna saman komin og nú tóku þeir lagið, „Kátir voru karlar” og svo framvegis og þeir vora líka væddir „Nú hljóta þeir að skora," hugsaðl Ágúste Bjarnadóttír, eða svo máttí að minnsta kostí lesa úr svip hennar þar sem hún sat og fylgdist spennt með leiknum ásamt manni sínum, Antoni Kjærnested, fyrrum formanni Vik- ings. Myndir BH. pyttlum með hollum ávaxtasafa, sem gott var að sötra þama í kuldanum. Hvað er eiginlega aö gerast hér í knattspymunni á Islandi? spurði Bensi gremjulega og fékk að súpa á hjá Skagamanninum. Era utanbæjar- liðin að leggja þetta allt undir sig? Sú var tíðin að Skagastrákarnir komu siglandi yfir sæinn að voriagi og það vora leikir sem púður var í. En nú era fimm utanbæjarlið komin á toppinn í fyrstu deild og það er ekki fyrr en i sjötta sæti aö höfuðborgariið fær að rétta upp hönd. En nú skoruðu Skagapiltarnir annaö mark og aftur laust hersingin í stúk- unni upp sigurópi, en Skagamaöurinn litli við hliö okkar lét pyttluna ganga og var sæll og glaöur. Þeir leka aldrei niður tveimur mörkum, sagði hann og brosti út að eyram, þeir leka aldrei niður tveimur mörkum. En Víkingar eiga leikinn, sagði Bensi og saup drjúgum ávaxtasafann góða og nú var ameríski hreimurinn algerlega horfinn. Og viti menn — Víkingar náðu að pota inn knettinum. Það var dæmt víti á Skagapiitana og boltinn iá í netinu, sem í sjálfu sér var alls ekki ósann- gjamt því aö Reykjavíkurstrákamir áttu í rauninni síst minna í leiknum Knattspyrna þótt þeim gengi illa að skora. Og nú voru það unnendur Víkings sem lustu upp fagnaðarópi í stúkunni. Þetta var að vísu ekki voldugt fagnaðaróp, því að þarna átti Skaginn öllu fleiri áhang- endur á staðnum. Svona er þessu komið, sagði Bensi gramur. Þaö er ekki lengur kiappað fyrir Reykjavíkurliöunum á heima- velli! Hingað koma Skagamenn á völl- inn, AkurejTÍngar og Vestmanney- ingar og Keflvíkingar og jafnvel Vest- firðingar, en hér sést ekki Reykvík- ingur til þess aö klappa fyrir sínum mönnum. Láttu ekki svona, sagði litli Skaga- maðurinn og réð sér ekki fyrir lífsgleði en þaö munaöi minnstu aö honum svelgdist á ávaxtasafanum, þvi að á síðustu sekúndu leiksins áttu Víkingar dauðafæri inni á markteig Skaga- manna. Heimir gaf boltann fyrir en sveinniiui sem var þar fyrir vippaði honum hátt upp i bláma himinsins og þar með var sá draumurinn úti. Leikurinn endaði tvö eitt fyrir Skagann, rétt eins og grályndi Valsar- inn hafði séð fyrir af sínu hyggjuviti, enda brosti hann breitt er hann kvaddi. Þakka þér fyrir, vinur, sagði Bensi viö Skagamanninn og skilaði honum pyttlunni sem nú var orðin tóm. Mínir drengir áttu leikinn en þínir drengir unnu og það var allt fullkomlega heiðarlegt. Nú er byggðastefnan alls- ráðandi í knattspyrnunni, sagði hann og siðan ók hver til síns heima. TextiogmyndlrBH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.