Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1983, Page 3
DV. MlÖVÍKtjbÁírÚR 14SÉÍ’l'É'lVÍBÉR 1983.
Lögreglustöðin í Árbæ:
Lögreglunni
ekki kastað
útágötu
„Eg á ekki von á því aö viö köstum
lögreglunni í Árbæ út um mánaða-
mótin þótt ekki verði búið að gera þær
úrbætur á lögreglustööinni sem krafist
er. Við höfum hvorki afl né mannskap í
það,” sagði Karl Karlsson hjá Vinnu-
eftirliti ríkisins er við spurðum hann
að því hvað gerðist ef ekki yrði orðið
við ábendingum Vinnueftirlitsins
varðandi húsnæði lögreglunnar í Arbæ
sem sagt var frá í blaðinu í gær.
„Ef ekkert hefur verið gert fyrir til-
skilinn tima förum við aftur á staðinn
og krefjumst skýringa. Ef það dugar
ekki getum við beitt dagsektum og
síðan innsiglaö húsnæðið. Við beitum
þessu þó ekki fyrr en í lengstu lög. Við
reynum alltaf að fara samningaleiðina
enda hefur það reynst okkur best.
Við höfum sjálfsagt rétt til að kalla
út lögregluna ef þörf krefur. Hingað til
hefur þess ekki þurft. Dagsektimar og
innsiglunin hefur nægt okkur til
þessa,”sagðiKarl. -klp-
Flugvirkjafélag íslands:
Sovéskum flug-
vélumverði
bannaðað lenda
,,Flugvirkjafélag Islands harmar og
lýsir hér með vanþóknun sinni á þeirri
fáheyrðu villimennsku sovéskra
stjómvalda að láta skjóta niður
farþegaflugvél í áætlunarflugi og
granda henni ásamt farþegum og
áhöfn, jafnvel þótt hún kunni að hafa
villstinná sovéskt yfirráðasvæði.”
Svo segir í ályktun sem send hefur
verið ríkisstjórninni. Þar segir
ennfremur:
„Til þess að undirstrika vanþóknun
á slíku athæfi skorar Flugvirkjafélagið
á stjómvöld að leyfa ekki lendingar
sovéskra flugvéla á Islandi í 269
daga.”
-KMU.
Sverrír Hermannsson iðnaðarráðherra og Jóhannes Norðdat, formaður samninganefndarínnar, á blaða-
mannafundinum ígær. q V-mynd G1/A.
Á Isamningur til árs
— en stefnt að heildarendurskoðun „svo fljótt sem unnt er”
Bráðabirgðasamningur ríkis-
stjórnarinnar og Alusuisse um mál-
e&ii álversins í Straumsvík var sam-
þykktur af aðilum í gær og fyrradag.
Hann gildir til árs, nema heildar-
endurskoðun ljúki fyrr með sam-
komulagi. I sameiginlegri tilkynn-
ingu aðila segir aö þeir „muni stefna
aö því að ljúka endurskoðun samn-
inga svo fljótt sem unnt er til hags-
bóta fyrir báða”.
I bráðabirgðasamningnum er
ákvæði um þriggja mánaða gagn-
kvæman uppsagnarfrest. Hafi ekki
samist um annaö og verði samningn-
um ekki sagt upp eftir níu mánuði,
framlengist hann sjálfkrafa um
mánuð í senn. En eftir níu mánuði er
einnig hægt að segja honum einhliða
upp af hálfu Álusuisse þannig aö
fyrri samningsstaða taki gildi á ný.
Efnisatriði bráðabirgðasamnings-
ins hafa þegar verið skýrð ítrekað
hér í blaðinu. Þrjár dómnefndir
fjalla um skattadeilu aðila, gildandi
samningar verða endurskoðaðir
(orkuverð, skattaákvæði, tvöföldun
álversins og meðeigandi að allt að
50% hlutafjár, aðild íslenska ríkisins
ogfleira).
Þá hækkar orkuverðið strax úr
6,475 millum í 9,5 mill og í 10 mill,
þegar álmarkaöurinn í London nær
78 sentum á pund í 20 daga samfleytt,
en það er nú mjög nærri því. Þetta er
54% orkuverðshækkun og þýðir 11—
12 milljóna auknar tekjur á mánuði
fyrir Landsvirkjun, reiknað á núgild-
andi gengi.
A blaðamannafundi Sverris Her-
mannssonar iðnaðarráðherra í gær
kynnti hann,isamt samninganefnd-
inni um stóriðju, bráðabirgða-
samninginn. I henni eru Jóhannes
Nordal, Guðmundur G. Þórarinsson
og Gunnar G. Schram, en ritari
Garðar Ingvarsson og til aðstoðar af
hálfu ráðuneytisins Páll Flygenring
ráðuneytisstjóri.
HERB
■
Þar dugar hvorki bros né bölv...
Mikil læti hafa verið í lögreglunni í
Reykjavík að undanfömu við að klippa
númer af óskoðuðum bílum. Hefur
hver bíllinn á fætur öðrum verið
stöðvaður og kannað hvort hafi
verið farið meö hann í aðalskoðun. Ef
svo er ekki er farið með bílinn í skoðun
eða klippt af honum númerin á staðn-
um. Hafa margir bölvað lögreglunni
bæði hátt og í hljóði fyrir þetta en
hvorki það né blítt bros og loforð um aö
fara strax á morgun með bílinn í skoð-
un hefur dugaö. Þessi mynd var tekin
hjá Bifreiðaeftirlitinu í vikunni en þá
voru tveir lögreglubílar og tvö lög-
regluhjól að koma þangaö með langa
lest af óskoðuðum bílum.
-klp-/DV-mynd S.
Kvikmyndir Knudsenfeðga
í dreifingu erlendis
Nýlokið er gerð hollenskrar útgáfu
kvikmyndar Vilhjálms og Osvalds
Knudsen „Eldur í Heimaey”. Þetta er
tólfta tungumálaútgáfa kvikmyndar-
innar. Hinar útgáfumar era á ís-
lensku, ensku, dönsku, finnsku,
frönsku, þýsku, ítölsku, japönsku,
norsku, spænsku og sænsku.
öðrum kvikmyndum þeirra feðga,
sem til eru í erlendum útgáfum, hefur
verið dreift á videokassettum til skóla,
vísindastofnana og einstaklinga víða
um heim. Kassettum þessum hefur
ekki verið dreift hér innanlands. Þær
eru framleiddar í London en stefnt er
að þvi að koma á fót framleiðslu og
dreifingarfyrirtæki i Bandaríkjunum.
Nú þegar er búið að selja myndefni til
margra helstu skóla og visindastofn-
ana í Bandaríkjunum og Evrópu en
með tilkomu þessarar nýju tækni er
þessi markaður stööugt aö stækka.
-SLS
'SVAR VIÐ DYRHÐINNI'
SOGAR
NÁIMAST
HVAÐ
SEM
ER
MEÐAL ANNARS:
VATN, MÚL OG
SAND -
HENTUG FYRIR
ALLAR GERÐIR AF
TEPPUM.
BIÐJIÐ UM
MYNDALISTA
PÓSTSENDUM
ASTRA
SÍÐUMÚLA 32. - SÍMI86544.
Fyrir:
fyrirtæki, hót-
el, byggingar-
verktaka, stofn-
anir, verk-
stæöi og
heimili.
VERÐ:
34 lítra kr. 6.818,-
43 lítra kr. 7.656,-
51 iítra kr. 9.638,-^
Fœst í kaupfélögum
um allt land.
Árs ábyrgð,
allir varahlutir
fyrirliggjandi.