Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1983, Síða 6
6
DV. MIÐVIKUDAGUR14. SEPTEMBER1983.
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
-■
Opnunartími verslana í Reykjavík
er dæmi um steinrunnið fyrirkomulag
sem stjómast af miðaldahugsunar-
hætti einhverra einangraöra fyrirbæra
ífilabeinstumi.
Hverjir dunda í þessum fílabeins-
tumi við það að skammta okkur neyt-
endum tíma og segja okkur hvenær við
eigum að gera okkar innkaup til
heimilanna, veit ég ekki, en þeim er
vorkunn. Því þeir hafa ekki hugmynd
um hvemig daglegt strit gengur fyrir
sig utan turnsins.
Hjá venjulegu fólki sem vinnur dag-
langt til að afla viðurværis er helst
gripiö til þess bragðs að stelast úr
vinnunni til að hlaupa í verslun. Ég er
ein þeirra. Þegar kemur að helgarinn-
kaupum,og þau dreg ég fram á föstu-
dag yfirleitt, er ég orðin úrvinda eftir
langa vinnuviku — rýk samt í næstu
verslun af illri nauðsyn. Eftir föstu-
dagsörtröðina í versluninni, grípur
mig alltaf víðáttubrjálæöi, loksins þeg-
ar ég kemst út aftur með teygða hand-
leggi af fimmtán plastpokum.
Oft hef ég hugsað „kallinum í fíla-
beinstuminum” þegjandi þörfina,
hreinlega ógnaö honum og neitað aö
versla á föstudögum. Síöan hef ég
glottandi ekið upp í Mosfellssveit, eða
suður í Kópavog eða bara út á Nes í
rólegheitum á laugardegi og keypt það
sem vantaði. Gefið „kallinum” langt
nef, skyldi hann hafa tekið eftir því?
Nú er þetta mótþróaskeið aö renna á
enda eða breytast. Aðallega vegna
þess að laugardagsleikurinn er nokkuö
kostnaðarsamur, bensínið er orðið svo
dýrt.
Svo er annaö, ég vil endilega versla
við „minn kaupmann” í Reykjavík,
mér finnst hálfpartinn að ég sé að
svíkja hann með rápi úti um nágranna-
sveitir. Og þegar ég heyrði að 12 mat-
vöruverslanir í Reykjavík heföu skipt
um eigendur síðustu átta vikurnar,
fékk ég samviskubit. Kaupmenn í
Reykjavík heyja harða baráttu til að
halda uppi þjónustu við okkur neytend-
ur hvunndags og svo hlaupum við fyrir
horn um belgar (fleiri en ég hafa farið í
bíltúra).
Oft hef ég „gosið” þegar opnunar-
tími verslana í Reykjavík hefur verið á
dagskrá þar sem fleiri en tveir hafa
verið samankomnir. Allir nærstaddir
hafa gosið með mér. Jafnt kaupmenn
sem aðrir. Einu sinni hélt ég að búðun-
um væri lokað eftir settum reglum
þeirra vegna. En nú veit ég betur. Ekki
eru þessar reglur settar til hagsbóta
fyrir neytendur. Kannski starfsfólkið í
verslunum, þaö má ekki keyra það
áfram í vinnu, „gæti verið túlkað sem
þrælahald” sagöi einhver. Þá sagði
einn „gosfélaganna” að það væri
ekkert mál að fá afleysingarfólk, til
dæmis fólk af atvinnuleysisskrám eöa
skólafólk til að hlaupa í skarðið. Fyrir
Raddirneytenda:
Afgreiðslutími verslana,
úrelt fyrirkomulag
Vikuleg verðkönnun:
Júlla frænka er ekki par ánægð með opnunartíma verslana í Reykjavik, sem hún telur vera steinrunnið fyrirkomulag.
hverja er þá afgreiöslutími verslana
lögbundinn?
I sumar þegar allar matvöru-
verslanir áttu aö vera lokaðar á
laugardagsmorgnum sagði mér einn
úr „gosfélaginu” að þær hefðu margar
verið opnar, þar sem kaupmennimir
gátu komið því viö að vinna sjálfir
ásamt búaliði. (Þetta fór framhjá mér
og ég ók um sveitir.)
Ástæöan er einfaldlega sú aö kaup-
menn sjálfir eru engan veginn sáttir
við þær reglur, sem gilda um opnunar-
tíma verslana. En þaö virðist ekki
vera nóg að bæði kaupmenn og neyt-
endur vilja breyta núverandi reglum
um opnunartíma verslana. Hverra
hagsmuna er verið að gæta ?
Kær kveðja, Júlla frænka.
Upplýsingaseðilli
til samanburðar á heimiliskostnaði j
Hvað kostar heimilishaldið? , f
Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- |;
andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar |1
l”'“- |
fjölskvldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nytsamt heimilis-
tæki.
Nafn áskrifanda
Heimili
Sími
Fjöldi heimilisfólks
Kostnaöur í ágúst 1983.
Matur og hreinlætisvörur kr.
Annaö kr.
Alls kr.
Vorumar ivið dyran
úti á landsbyggðinni
Að þessu sinni ákváðum við að
gera vikulegu verökönnunina úti á
landi til að lesendur geti séð hver
verðmunurinn er á höfuðborgar-
svæðinu og landsbyggðinni.
Einnig sést að töluverður verð-
munur er milli staða á iandsbyggð-
inni.
Ef við byrjum á eplunum sjáum
við að þau eru ódýrust á Akureyri og
fást þar á sama verði og dýrustu epl-
in fengust í verökönnuninni í Reykja-
vík í síðustu viku. Dýrustu eplin er
hins vegar að f á í Bolungarvík.
Tómatar eru dýrastir í Bolungar-
vík en ódýrastir i Hagkaupi í Njarð-
vík, en á höfuðborgarsvæðinu
voru þeir dýrastir á krónur 96 og
ódýrastir á 60 krónur, í síðustu viku.
Gúrkurnar eru ódýrastar í Njarð-
vík en dýrastar í Bolungarvík.
Odýrustu gúrkurnar á höfuðborgar-
svæðinu í síðustu viku voru á 48
krónur en þær dýrustu á 82.
Eggin eru langdýrust á Vopnafirði
en ódýrust á Selfossi, og eru þar
ódýrari en á höfuðborgarsvæðinu í
síðustuviku.
Islenskar gulrætur eru langódýr-
astar í Njarðvík en eru nær helm-
ingi dýrari í Bolungarvík. Erfitt er
að gera samanburð við höfuöborgar-
svæöið, því að þar fengust þær aðeins
á einum stað í síðustu viku.
Erlendar gulrætur fást einungis í
Bolungarvík, en fengust hvergi í
síöustu viku.
Hvítkál er mjög svipað í verði, dýr-
ast í Bolungarvík, en ódýrast á Sel-
fossi. Einungis ein verslun á höfuð-
borgarsvæöinu hafði ódýrara hvítkál
í síðustu viku.
Nautahakkið er ódýrast í Njarð-
'vík en dýrast á Homafirði. Ein
verslun á höfuðborgarsvæðinu var
með nautahakkiö jafnódýrt og í
Njarðvík.
Kjúklingarnir eru á nokkuö mis-
jöfnu verði. Odýrastir eru beir í
Njarðvík en dýrastir á Horna-
firði. I könnuninni í síðustu viku var
ein verslun á höfuðborgarsvæðinu
með jafnlágt verð og Hagkaup i
Njarðvíkum.
Nýr svínabógur er á mjög svipuðu
verði í öllum verslunum á lands-
byggöinni, en var ódýrari í öllum
verslunum, sem könnunin náði til í
síðustu viku á höfuðborgarsvæðinu.
Smjörvinn er sömuleiðis á svipuðu
verði víðast hvar, og var það einnig í
verslunum á höfuðborgarsvæðinu í
síðustu viku.
Ef litið er á heildina sést að
verslun Einars Guöfinnssonar i Bol-
ungarvík er einna dýrasta verslunin,
í þessari könnun. Einna ódýrast er
Hagkaup í Njarðvík.
, Verðkönnun þessi er gerð símleiðis
og því verðum við að treysta því aö
rétt verð hafi verið gefið upp. Ef les-
endur verða hins vegar varir viö aö
verðið passar ekki, er bara að spyrj-
ast fyrir um hvernig á þvi standi.
-SþS.
Dagsetning: 12Í9CB3 KA Setf. KASK Höfn Hornafirði Kaupf. Vopnaf. KEA HrisaL EINARGUÐF, Bofcingarv. Kaupf. Borgarn. Hagkaup Njarðvk.
Epli, rauö ! 68,60 69,90 74,75 59,- 75,85 67,10 67,10
Tómatar 96,60 94,50 82,80 89,60 102,90 94Æ0 64,-
Gúrkur 75,90 81,- 85,85 79,60 88,20 81,- 59.80
Egg 65,- 73,50 105,- 72,- 81. 74Æ0 69,-
Gulrætur, ísl. 96,60 90,65 99,65 102,90 96,60 54,-
Gulrætur, erl. Hvítkál 48,30 57,20 58,25 54,- 130,70 58,95 55,20 51,20
Nautahakk 165,- 229,- 228,25 188,20 228,95 181,- 155,-
Kjúklingar 99,- 120,- mm 154,60 109,50 125,- 89,50
Svínabógur, nýr 169,45 169,45 169,45 168,40 153,- 159,20
Smjörvi 62,05 62,05 64,10 62,- 61,- 62,10 59,45