Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1983, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1983, Page 7
Neytendur Neytendur DV. MIÐVIKUDAGUR14. SEPTEMBER1983. — Er það eðlilegt að blðtiml eftir einum þéttilista á frystikistu sé flmm mánuðir? spyr bréfritari. Tilviljun ein, segir fyrirtækið, að þessi listi var ekki til, og biðtiminn er í hæsta iagi þrir mánuðir. Ath. Frystikistan á myndinni er ekki tengd bréfinu á nokkurn hátt. k9 nKW ÍPsest á ;r$!2?2ð- MEÐAL EFNIS í ÞESSARI VIKU Raddirneytenda: Langur biðtími — eftir þétt ilista í f ryst ikistu — tilviljun, segirfyrirtækið „Viö fengum 140 frystikistur á frá- bæru verði!” segir í fyrirsögn stórrar auglýsingar frá Heimilistækjum hf. í Morgunblaðinu 11. september. Ekki efa ég að verðið sé frábært og ég leyfi mér að samgleöjast 140 væntanlegum Philips-frystikistueigendum. Sjálf er ég búin að eiga frystikistu þessarar geröar í 10 ár og hún hefur þjónaö mínu heimili dyggilega. En nú í sumar fór ég að taka eftir því aö það myndaðist hrím undir lokinu og er að var gáð kom í ljós, að þéttilistinn á lokinu var ónýt- ur. Þetta er nú smámál, hugsaöi ég, fegin því aö ekkert „alvarlegt” skyldi vera að. Ég hringdi í snatri í umboðið og þar var mér tjáö að svona þéttilist- ar væru ekki til á lager, það yrði að panta þá og biöin gæti orðið löng, kannski 5 mánuðir. Þar sem mér, venjulegri heimakonu, var óskil janlegt hvers vegna það þyrfti aö taka svona langan tíma aö fá einn lítinn gúmmilista utan úr Evrópu, nú á tölvu- og þotuöld, spurði ég þann elsku- lega unga mann, sem var við hinn enda símalinunnar, hvernig á því stæði? Hann tjáði mér að varahlutaaf- greiðslukerfið væri býsna flókið. Viö værum á ákveönu markaðssvæði og yrðum að panta frá ákveöinni miðstöð, sem síðan pantaði frá verksmiöjunni sem sæi um framleiðslu á umræddum frystikistuparti. Pöntunum væri safn- að saman í pöntunarmiðstööinni eftir ákveðnum reglum og þær ekki af- greiddar fyrr en ákveðnum fjölda væri náð. Þvi miöur gætu þeir hér á Islandi lítil áhrif haft á afgreiðslu mála í út- landinu, en vonuðu aö innan tíðar yrði tekið upp fljótvirkara kerfi. Eg þakk- aöi honum upplýsingamar, hann tók niður nafn mitt og lofaði að láta rrúg vita, þegar þéttilistinn kæmi til lands- ins. A meðan ég bíð eftir þéttilistanum og hlusta á mótorinn í hrímaðri frystikist- unni mala nær stööugt (og. rafmagns- mælinn tikka í takt), dauöhrædd um að mótorinn gefist upp af áreynslunni, áður en þéttilistinn kemur, velti ég því fyrir mér hvers vegna heimilistækja- innflytjendur sjái ekki um að hafa helstu varahluti á lager. Þeir í Fálkan- um létu mig einu sinni bíða mánuðum saman eftir lítilli reim í Hoover-tau- þurrkara. I millitíðinni fór ég í allar reimabúðir bæjarins, en fékk hvergi reim sem passaði. Að lokum gat ég komiö þurrkaranum í skrykkjóttan gang með því að nota reim úr gömlum Skódabíl og á henni gekk hann, þangað til kunningjar í Bretlandi keyptu fyrir mig reim í næstu Hoover-búð og sendu í flugumslagi. Eg veit að lesendur geta sagt ótal sögur svipaðar þessum. En hvers vegna er ástandið þá ekki betra? Hvernig stendur á því að fyrirtæki sem getur flutt inn 140 frystikistur á einu bretti kemst upp með að hafa ekki á lager einföldustu yarahluti? Er þetta kannski okkur kaupendum aö kenna? Eru seljendur orðnir svo vanir því að við fleygjum því sem bilar og kaupum nýtt, aö þeim finnist ekki taka því að hafa varahlutina við höndina, panti bara fyrir þá sem nenna að bíöa í fimm mánuði eftir að fá gert við? Innflytjendur, mér er spum. Þórdís Arnadóttir Heiðargerði 1 Reykjavík. Hjá Heimilistækjum fengum við þær upplýsingar að það væri algjör tilvilj- un að þessir þéttiiistar hefðu ekki verið til á lager. Yfirleitt hefði fyrirtækið góðan varahlutalager í frystikistur og ísskápa, en því miður hefði þessa þéttilista vantað í þetta sinn. Astæðan fyrir því að biötíminn væri svo langur væri sú aö afgreiðsiutiminn frá verksmiðjunum í Hollandi væri svo langur. Við því gætu þeir því miður ekkert gert, en tóku fram að hann væri tveir til þrir mánuðir. -SþS. _ Orðsending til skólanema! Message skólaritvélar með eða án rafmagns • Sterkar • Skýrt letur • Einfaldar • Léttar • Ódýrar • í handhægum töskum Söluaðilar: Penninn. Hallarmúla Bókval, Akureyri Aðalbúðin, Siglufirði Versl. Valberg, Ólafsfirði Bókaversl. Jónasar Tómassonar, (safirði Bókaversl. Sigurbjörns Brynjólfss., Hlöðum Bókaversl. Þórarinss Stefánss., Húsavík Radíóver, Selfossi Stapafell, Keflavík SKRIFSTi OFUVÉLAR H.F. % '4 Hverfisgötu 33 — Simi 20560 — Pósfhólf 377 itl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.