Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1983, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1983, Síða 10
DV. MIÐVKUDAGUR14. SEPTEMBER1983. 1U Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Augusto Pinochet forseti hefur veriö tíu ár á valdastóli í Chile (11. sept.) en er litlu nær um að friöa landiö eftir þennan tíma. Á undan- fömum vikum hefur stjómarand- staöan gerst svo opinská og uppi- vöðslusöm aö margir velta þvi fyrir sér hvort hershöfðinginn fyrrverandi sé að missa sín fyrri tök á stjómar- taumunum. Allt frá valdaráninu 11. september 1973, þar sem kjörinn forseti lands- ins, marxistinn Salvador Allende, lét lífið, hefur Pinochet hershöfðingi staðiö af sér erlendar úthrópanir vegna mannréttindabrota og bægt frá Chile þeim tilburöum sem farið hafa í vöxt annars staðar í spönsku- mælandi Ameríku til þess að koma á borgaralegum stjómum. Andstöðunni heima fyrir hefur til skamms tíma verið haldiö í skefjum með þeirri fylgisöldu, sem valdaræn- ingjarnir nutu í upphafi byltingar- innar og eins hefur stjómarandstöð- unni verið haldið niðri haröri hendi. Enda drógu bætt kjör, sem fylgdu efnahagslegum uppgangi, mjög úr óánægjunni i bili. En siöustu fimm mánuðina hefur hann andaö úr norðrinu og tíöar mótmælaaðgerðir úti á götum stærstu borga. Utlendingar sem dvelja langtím- um í Chile segja að andrúmsloftiö sé 11 w % Þessi mynd var tokin af forsetahölllnnl I Santiago þann fræga dag 11. sept. 1973þegar stjóm Allende var bylt. Pinochet oróinn valtur tfu árum ffi ■ I _| r ■ * töluvert breytt frá því 1980 þegar flest andaöi af batnandi efnahag. Þá var í þjóðaratkvæðagreiðslu sam- þykkt stjórnarskrá sem gerði ráð fyrir endurreisn lýðræðis áriö 1989 og fól Pinochet hershöfðingja að fara með forsetaembættið til bráða- birgða þangað til. Nú era hins vegar fáir þeirrar trúar að Pinochet verði stætt á forsetastólnum allt fram til 1989. Mestu veldur. um fylgishnignun Pinochets sá afturkippur sem kom- ið hefur í efnahagsh'fið. Kreppan skall á í fyrra og gerði þriðjung vinnuaflsins atvinnulausan. Um leiö virðast hafa brostið vonir millistétt- anna um Pinochet, en til þeirra sótti hann aö mestu fylgi sitt. En í Chile segja menn að Pinochet sjálfur geri sér ekki grein fyrir því hvað vindáttin hefur breyst mikið. Mátti þó margt vera til marks um það. Fyrstu teiknin voru kannski hin- ar miklu undirtektir sem kopar- námumenn fengu 11. maí strax á fyrsta degi mótmælaaðgeröa sinna gegn stjóm hans. Eftir því sem mót- mælaaðgerðimar héldu áfram og breiddust út var lögreglu og her teflt harðar fram. Fangelsanir fóru í vöxt. Eftirlit með útgöngubanni í höfuöborginni var hert. Stjómin gerðist æ harðorðari. En slíkar gagnráðstafanir höfðu eins og þær gera venjulega gagnstæö áhrif viö það sem þeim var ætlað. Menn eins og Rodoif o Seguel, leiðtogi kopamámumanna, og Gabriel Valdes, formaður flokks kristilegra demókrata (sem er bannaður), urðu á svipstundu nánast þjóðhetjur. Og í stað þess aö binda enda á mótmæla- aðgerðimar og óeirðirnar var eins og olíu hefði verið skvett á eldinn. Með vissu er vitað um 32 menn sem látið hafa iífið í óeirðum síðan mótmæla- aðgerðirnar hófust í maí. Þar af féllu . 24 í nýlegustu aðgerðunum í síðasta mánuði. Boðaðar hafa verið áfram- haldandi mótmælaaðgerðir. Ösveigjanleiki Pinochets þykir hafa gert aöstöðu hans verri. Hann hefur hvergi slakað til og hvergi mætt umkvörtunum með umbótum. Er því jafnaö til þess þegar ríkis- stjómin horfði í eitt og háift ár að- gerðalaus á dvínandi efnahag eftir að kreppunnar tók að gæta. Nú þykir þó loks veriö farið að örla á því að stjómin hafi markað nýja stefnu og og frumkvæðið að henni ekki runnið frá Pinochet sjálfum heldur innanríkisráðherra hans, reyndum hægripólitíkus, sem er Sergio Jarpa. Menn þykjast þekkja handbragð1 Jarpa á því að neyðarástandslögun- um, sem gilt hafa í tíu ár, hefur verið aflétt. Þessir fáu útlagar, sem fengið hafa leyfi hingað til aö snúa heim, eru nú orðinn stöðugur daglegur straumur. Kosningalögin hafa verið tekin til endurskoðunar og heitið hef- ur verið þjóðaratkvæði til undirbún- ings þingkosningum, sem annars. ættu ekki að koma til fyrr en 1990. Jarpa hefur tekið upp viðræður við fulltrúa stjórnmálaflokka, sem hafa verið bannaðir, en þeir hafa með fleiri stjómarandstæðingum stofnað ný samtök sem kalla sig „lýðræðis- bandalagið”. Þessi nýju samtök hafa krafist þess að Pinochet víki fyrir nýjum manni og að réttkjöriö löggjafarþing setji nýja stjómarskrá svo að ekki þurfi að taka nema 18 mánuði þaöan í frá til þess að koma á lýðræði. Það er nú orðið æ oftar viðkvæðið meðalmanna: .JHvaöætlar Jarpa að gera næst?” — I staðinn var það áð- ur: „Hvað ætli Pinochet geri næst?” — Segir þetta nokkuð um hvernig; vindáttin hefur breyst. Fyrst í stað hefur þetta haft þau áhrif að treysta stöðu forsetans og einkanlega á meðal hersins, sem er í rauninni sá, sem mestu getur ráðið um örlög hans. Pinochet hefur tekist, aö minnsta kosti í bili, að draga úr því áliti manna að hann sé fyrst og fremst aðalþröskuldurinn í vegi fyrir úrbótum. Minnast má þess enda að þá fyrst var Allende forvera hans rutt úr vegi þegar hann hafði lýst því yfir að vonlaust væri að ræða við stjómarandstöðuna. Það er að vísu önnur andstaða í dag, en hún var í fyrstu tortryggin á einlægni Jarpa. Síðan hefur henni aukist trúa á þvi aö honum sé full alvara, en forsetinn hins vegar hugsi sér þessar aðgerðir aöallega til þess að kaupa frest. Við þau tækifæri sem Pinochet hefur komiö fram opinber- lega upp á síökastið hefur kveðið við nokkuö öðruvísi tón hjá honum en Jarpa. Hann hefur meöal annars sagt að vilji marxistar annan 11. september muni þeir fá hann. Hann hefur sagt að neyði menn hann til þess þá muni hann ganga enn harka- legar fram en hingaö til, og hann hef- ur bent á það aö kosningar 1989 eöa 1968 séu einungis möguleiki. Pinochet segir aö breytingar á stjómarstefnu séu ekki afleiöingar mótmælaaðgerða heldur nokkuð sem hann hafi stefnt að í áratug. Þennan áratug þjóöfrelsunar, eins og komist er að oröi í stjómartilkynningum í sjónvarpinu. Tilnefning Jarpa í ráöherraembætti var nokkuö djarfur leikur hjá Pinochet. Jarpa virðist hafa sitt eigið pólitiska markmið, sem er að því er viröist að koma á lýðræðis- stjóm með friðsömum hætti. I sam- skiptum sínum við stjómarandstöð- una og viðræðum hefur Jarpa virst tala fyrir eigin munn jafnt sem full- trúi Pinochets. Jarpa virðist einnig eiga sína traustu bakhjaria í hemum. Einkan- lega þá hjá flotanum og í flughem- um, en foringjar þar vora fljótir að lýsa yfir fylgi sínu við stefnubreyt- ingar hans eftir morðið á æðst- ráöanda Santiago á dögunum. Einn og einn afsettur hershöfðingi kominn á eftirlaun hefur viðrað óánægju sína, eins og t.d. Gustavo Leigh, sem stýrði flughemum á tímum byltingarinnar, en áhrif þeirra hafa verið þverrandi eftir aö þeir drógu sig í hlé eða voru settir á eftirlaun. Eiginlega er ekki búist við bví að herinn beiti sér eöa hafi frumkvæði að stjórnarherraskiptum. Þrátt fyrir valdaránið fyrir tíu árum hefur það raunar fylgt hernum í Chile að virða vel stjómskrárlög. Sagt er að það hafi einmitt verið þess vegna sem byltingin gegn stjóm Allende forseta var ekki gerð þrem árum fyrr en raunin varð á. Innan landhersins, þaðan sem Pinochet kom sjálfur, era ekki leng- ur eftir tíu ár neinir keppinautar sem hann þarf að óttast. Þeir eru annað- hvort komnir á eftirlaun eða fallnir í valinn. Þó gæti herinn neyðst til að taka afstöðu með öðrum hvorum ef skær- ist í odda með Jarpa og Pinochet. Til dæmis ef Jarpa gæti sameinaö hin borgaralegu öfl að baki sér með áætl- un sem Pinochet vildi hafna. Hugsanlega gæti þá herforingjaráðið notaö sér þann rétt, sem því var áskilinn í gildandi stjórnarskrá, að lýsa forsetann óhæfan til að gegna embættinu áfram. En hvernig sem það allt veltur þá er hitt fyrirsjáanlegt að Pinochet getur ekki átt sér mjög langrar framtíðar von í embættinu. Þar að hlýtur að koma að nýr maður verður að koma í forsetastólinn, og vafalítið hefur Jarpa það á bak við eyrað. Yfirvöld Chlle hafa mœtt mótmœlagöngunnl aö undanförnu með meiri hörku fyrst framan af, en Jarpa, hinn nýiinnanríkisráðherra, hefurbeitt sór tyrir afniml neyOarástandslaga og teklð upp viöræöur vlð stjómar- andstöðuna. Umsjón: Guðmundur Pétursson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.