Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1983, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1983, Side 11
Wl frr RTTOAnil'XIVGTM .VCI DV. MIÐVIKUDAGUR14. SEPTEMBER1983. Septemberspyrna Kvartmíluklúbbsins Akureyringamir stórbættu íslandsmetið i götubílafíokki Þriöja kvartmílukeppni sumars- ins sem gefur stig til Islands- meistaratitils var haldin síðastliðinn laugardag. Var það fjórða tilraunin sem gerð hefur verið til að halda hana en í hin þrjú skiptin var keppn- inni frestað sökum votviðris. Hafa þessar frestanir sjálfsagt valdið því hversu fáir komu á keppnina en það á jafnt viö um áhorfendur og kepp- endur. Var þessi keppni þó ein sú besta sem Kvartmíluklúbburinn hef- ur haldið frá upphafi. Höfst keppnin stundvíslega klukkan tvö og var lok- ið upp úr klukkan fjögur. Gekk keppnin fljótt og vel. Voru engir dauðir punktar í henni og allan tím- ann var eitthvað að gerast á braut- inni. Standardflokkur I standardflokknum var Gunn- laugur Emilsson nokkuð öruggur sig- urvegari en hann spyrnti við Ingólf Arnarson í úrslitaþrykkjum keppn- innar. Ingólfur átti ekki mikla mögu- leika í 440 cid Dodge Chargerinn hans Gunnlaugs og munaði nærri sekúndu á tímum þeirra. Eftir þrjár keppnir er Gunnlaugur efstur í stigakeppninni um Islands- meistaratitilinn í standardflokki, ásamt Lorenz Þorgeirssyni. Eru þeir báðir með 600 stig. I þriðja sæti er svo Ingólfur Amarson með 300 stig. Modified standardflokkur Islandsmeistarabaráttan i M.S. flokki er geysihörð en þar stendur baráttan á milli þeirra Asmundar Guðnasonar og Amar Jóhannesson- ar. Ásmundur sigraöi í tveimur fyrstu keppnum sumarsins en örn hefur verið að síga á hann jafnt og þétt. I keppninni á laugardaginn varð Ásmundur að láta sér nægja annað sætið, en 440 cid Dodge Challangerinn hans virðist eitthvað vera að gefa sig eftir öll átökin í sum- ar og fyrrasumar. örn Jóhannesson hefur hins vegar átt í erfiðleikum með Novuna sína í fyrri keppnum sem hann hefur tekið þátt í en hann virðist vera búinn að yfirstíga þá. Sigraði öm í þessari keppni og var besti tími hans í keppninni 12,22 sek. Street Eliminator flokkur Að vanda hefur götubílaflokkur- inn verið vinsælastur meöal kepp- enda og þar hef ur keppnin verið hvað hörðust í sumar, á milli þeirra Svavars Magnússonar og Haralds Haraldssonar. I fyrri keppnum sum- arsins hafa þeir skipst á að sigra en í þessari keppni stóð baráttan á milli þeirra um hvor þeirra fengi að keppa við Stefán Finnbogason í úrslita- spyrnunni. Bræðurnir Bragi og Stefán Finn- bogasynir komu frá Akureyri með „nýjan” bíl sem segja má að verið hafi í smíðum siöastliðin fjögur eða fimm ár og tekið miklum breyting- um í gegnum tíðina. Upphaflega átti bíllinn að keppa í Street Altered flokki en siðastliðinn vetur ákvað Bragi að gera bílinn skoðunarhæfan og setti hann á númer. Bíllinn er því fullkomlega löglegur i götubila- flokknum þótt um sé að ræða sér- smiðaöan keppnisbíl i hágæðaflokki. Pontiac Firebirdinn hans Braga átti ekki í neinum erfiðleikum með að stinga keppinauta sina af en Stefán bætti Islandsmetið í götubílaflokkin- um um 1,17 sek. þegar hann fór hraut- ina á 11,09 sek. Bíllinn er á mjög háu drifi en þeir bræður hyggjast lækka drifið fyrir seinni keppnir sumars- ins. Má því telja fullvíst að þeir eigi eftir að bæta Islandsmetið enn áður en keppnistimabilið er á enda. Haraldur Haraldsson er nú efstur í stigakeppni Islandsmeistarakeppn- innar með 600 stig. Á hæla honum kemur Svavar Magnússon með 500 stig en Valgeir Þórisson og Stefán Finnbogason eru í þriðja sætinu með 300 stig. Mótorhjólaflokkur Keppendur í mótorhjólaflokknum hafa verið mjög mismunandi margir í hinum ýmsu keppnum í sumar. Enginn keppandi hefur tekiö þátt i fleiri en einni keppni svo að útilokað er að spá nokkru um hver hljóti Is- landsmeistaratitilinn þar í ár. Fjórir keppendur eru efstir og jafnir með 300 stig en þeir eru Björgvin Björgvinsson, Jón Halldórsson, Ari Vilhjálmsson og Lúðvík Vilhelms- son. Mótorhjólunum var skipt í tvo flokka í síðustu keppninni en þá var þátttaka í mótortijólafloldmum mjög góð. Var hjólunum skipt um 750 cc mörkin. I flokki stærri hjólanna sigr- aði Lúðvík Vilhelmsson. Hann ók Kawazaki GP 1100 hjóli og vann Oskar Eðvarðsson í úrslitaspyrn- unni. Oskar ók Kawazaki 1000 hjóli og var besti tími hans 12,02 sek. en besti tími Lúðviks var 11,90 sek. I flokki minni hjólanna sigraöi Ari Vilhjálmsson öm Sigurhansson í úrslitaspyrnunni. Ari ók Kawazaki 650 cc hjóli og var besti tími hans í keppninni 13,48 sek. Besti tími Arnar var hins vegar 13,18 sek. en hann ók Kawazaki 550 hjóli. Jóhann Kristjánsson. Það er gaman að fylgjast með því hvað kvartmflubflar bera oft elnkenni eigenda sinna. Oft endurspeglast líkams- burðir og persónueinkenni mannanna i bflnum, og stundum jafnvel svo mikið að hægt er að segja að bfllinn og mað- urbm séu nauðalfkir. Óneitanlega mlnnti 427 cid Chevy Firebirdinn hans Braga Finnbogasonar á Braga þegar hann birtist á brautinni samanrekinn og kraftalegur, ákveðinn og snöggur svo að hann bókstaflega sópaði hinum bflun- um út af brautinni. Stefán, bróðir Braga, ók bflnum auðveldlega til sigurs og setti jafnframt nýtt Islandsmet í S.E.flokki 11,09 sek. Keppinautamir, Svavar Magnússon sem keppti á Chevrolet Camaro með 327 cid vél og Haraldur Haraldsson sem keppti á Chevrolet Vega, einnig með 327 vél, börðust af hörku um það hvor fengi að spyma til úrslita við Stefán Finnbogason í S.E. flokki. Haraldur hafði betur og sigraði Svavar. Besti tími Svavars í keppninni var 12,37 sek. en besti tími Haralds var 12,27 sek. Ásmundur Guðnason og öm Jóhannesson hafa barist grimmilega I sumar í M.S. flokki. Að þessu sinni hafði öm betur á 350 cid Chevrolet Novunni sinni. Var besti tími hans í keppnlnni 12,22 sek. en besti tíminn á 440 cid Dodge Challangeraum hjá Ásmundi var 13,49 sek. I flokki stsrri mótorhjólanna sigraði Lúðvfk Vilhelmsson (nsr á myndinni). Hann keppti á Kawazaki GP1100 hjóli og var bestl tími hans I keppninni 11,90 sek. Var það nsstbesti timinn f keppninni. 440 cid Chargerinn og Gunnlaugur Emilss. vora við sama heygarðshornið og svo oft áður. Létu þelr engan komast upp með múður og sigruðu auðveldlega i standardflokki. Gunnlaugur varð Islandsmeistari i götubflaflokknum í fyrra en snemma í sumar breytti hann Chargeraum svo að hann komst í standardflokkinn. Stefnir Gunnlaugur jafnt og þétt á íslandsmeistaratitilinn þar. Besti tími Gunnlaugs í keppninni var 13,86 sek. en í úrslitaspyrnunni keppti hann við Ingólf Araarson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.