Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1983, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1983, Blaðsíða 13
DV. MIÐVKUDAGUR14. SEPTEMBER1983. 13 Klámið og kvenna- hreyfingin Fyrir nokkrum vikum skrifaöi kona aö nafni Helga Sigurjónsdóttir greinaflokk í DV um klám. Hún taldi þaö beinast aö konum, gera úr þeim tæki, óviröa þær. Og hún kraföist þess, í nafni kvennahreyfingarinnar, að settar yröu strangari eöa þrengri reglur um sölu klámrita hérlendis. Aö vísu kom blessuö konan upp um fullkomið sakleysi sitt, því aö hún tók tímaritin Playboy og Penthouse til dæmis um klámrit, en þaö breytir því ekki, aö hún gaf tile&ii til nokk- urra umræðna, því aö hún hélt fram skoöun, sem ýmsir töldu, aö enginn heföi lengurí fullri alvöru. Þessi skoðun kom að vísu úr óvæntri átt, því aö Helga hefur, ef ég man rétt, verið bæjarfulltrúi Alþýöu- bandalagsins í Kópavogi eöa meö öðrum oröum starfandi „vinstri” maöur. (Eg tel oröin „hægri” og „vinstri” mjög villandi um stjómmálaskoöanir og hef þau því innan tilvitnunarmerkja.) „Vinstri” menn hafa flestir veriö taldir frjálslyndir í siöferðilegum efnum og stjórnlyndir í atvinnu- málum, en „hægri” menn stjórn- lyndir í siðferðilegum efnum og frjálslyndir í atvinnumálum. Tiltæki Helgu er þó ekki eina dæmiö um það, aö „vinstri” menn á íslandi séu aö hneigjast til ritskoðunar. Þorbjörn Broddason hefur skrifaö margt um hættuna af Andrési önd, söguhetju Walt Disney, og víöa á Norðurlönd- um hefur Andrés auminginn verið geröur útlægur úr almenningsbóka- söfnum. Þjóöviljinn hefur og hamast gegn ofbeldismyndum á snældum 'þeim, sem menn geta leigt sér, þegar þeim leiöist rikissjónvarpið. Krafa Helgu er í einföldustu mynd sinni, aö ríkiö meini mönnum að njóta þess, sem þeim geðjast aö, af því aö Helgu geöjast ekki aö því. Klámrit seljast, af því að eftirspum er eftir þeim — meö öörum orðum af því aö einhverjir hafa þörf fyrir þau. Þaö neyðir enginn ungar og fallegar stúlkur tU þess aö láta taka af sér nektarmyndir, og það neyðir enginn mennina í síðu frökkunum til þess aö kaupa klámrit. Þetta eru viðskipti frjálsra einstaklinga, sem eru meö þeim aö fullnægja þörfum sínum — stúlkumar þörfinni fyrir fé, menn- imir þörfinni fyrir klám. (Þessi rök ná að sjálfsögöu ekki tU barna eöa dýra eöa annarra, sem geta ekki talist sjálfráðir geröa sinna.) Hvaöa rétt hefur Helga til þess aö nota ríkisvaldið til aö meina þessu fólki aö fullnægja þörfum sínum með viöskiptum? Kemur henni þetta viö? Henni kemur þetta aö sjálf- sögöu viö í þeim skilningi, aö hún má hafa skoðun á því. En spurningin er, með hvaöa rökum hún getur stigið skrefiö frá því aö hafa skoðun á þessum viöskiptum og tU þess aö meina fólki að eiga þau. Að vísu hniga rök aö því að meina mönnum Ótímabærar athugasemdir Hannes H. Gissurarson að eiga þau viöskipti, sem skaöa aöra. En hvernig getur klámið skaöaö Helgu? Þaö getur valdiö henni hugarangri, en menn eiga varia rétt á því aö vera vemdaöir gegn hugarangri. Stúlka, sem hrygg- brýtur pUt, kann að valda honum hugarangri, en hún hefur fuUan rétt tU þess aö velja. Neytandi, sem tekur eina vöru fram yfir aöra, kann aö valda framleiðanda þessarar ann- arrar vöru hugarangri og jafnvel gjaldþroti aö lokum, en hann hefur f uUan rétt á aö velja. Helga kann að svara, aö veriö sé aö óvirða konuna. Hvaða konu? Helga hefur aðra skoöun á þvi, hvaö konunni sé fyrir bestu, en þær þokka- dísir, sem fletta sig klæöum fyrir framan myndavél, og hún ætlar aö neyða sinni skoðun upp á þær. En hún gleymir því, að þessar konur hafa sinn fulla rétt. Hvorki ríkið né Helga hafa neitt leyfi tU aö vernda þær gegn sjálfum sér. Og þær mega reyndar vera hreyknar af því — og eru það — að vera taldar svo faUegar, að eftirspurn sé eftir nektarmyndum af þeim. Helga talar þannig ekki í nafni aUra kvenna, heldur sumra. Hún gleymir því einnig, aðklám beinist ekki aðeins að konum. Til eru tímarit fyrir konur (og kynvUUnga), svo sem Playgirl, full af nektarmyndum af laglegum piltum. Finnst Helgu, aö þau eigi að banna? Eg fæ ekki séð, að viðskipti meö klám skaði aðra. Þeir, sem eiga þessi viðskipti, græða á þeim (aö eigin dómi), ella ættu þeir þau ekki, og aðrir tapa ekki á þeim, þótt þeir kunni að hafa vanþóknun á þeim. Eitt gæti aö vísu verið umhugsunar- efni í þessu viðfangi — hvort klám ýtti undir kynferðisafbrot. Fyrir því hafa ekki verið færð nein rök. Og ég er reyndar ekki viss um, aö klám mætti banna, þótt einhver fylgni væri meö klámi og kynferöisafbrot- um. Hvers vegna? Vegna þess aö með því væri ekki sagt, aö klám ylU kynferðisafbrotum, enda væri það rökleysa, því að kynferðisafbrota- menn valda að sjálfsögöu kynferðis- afbrotum. Þeir eru fuUorönir menn og veröa aö bera ábyrgö á verkum sínum. Mennirnir, sem falla í freistingu, eru sekir, en ekki þaö, sem freistar þehra. Skýringin á þvi, aö flest klámrit „beinast að” konum, er líklega sú, að sá markaður er stærri, karlar hafa meiri kaupmátt en konur. Konur geta breytt því með því aö bæta hag sinn, framleiða meira. Jafnrétti kynjanna er sjálfsagt, en hvorki Helga né einhver önnur kona getur í nafni kvennahreyfingarinnar reynt aö meina konum og körlum aö eiga viðskipti, sem skaöa ekki aöra í- neinum skynsamlegum skUningi. Klám er ekki mjög tilkomumikiö og á sér þvi formælendur fáa, en frelsiö til aö velja er líka frelsi til aö velja þaö, sem er ekki mjög tilkomumikið. Hannes H. Gissurarson. Éb „Klám er ekki mjög tilkomumikið og á ^ sér því formælendur fáa, en frelsið til að velja er lika frelsi til að velja það, sem ekki er tilkomumikið.” Ef menn vilja eitthvað i sig loggja tíl að baata umferðarmanninguna, samhliða hugarfarsbreytingu, þarf kerfisbundið að útrýma sjátfum slysagildrunum. sitt gagn svo langt sem það nær. Og dreift niöur biðskyldum og stöðvunar- skyldum og aUs konar takmörkunum. En eru þetta bestu úrbætumar sem viö höfum á markaönum? Nei, hreint ekki. Orsök flestaUra slysa í umferö- inni á höfuðborgarsvæöinu og öðram þéttbýlisstöðum er sú að leiðir of margra skerast í tíma og rúmi, og af- ' kastageta umferðarmannvirkjanna er ekki næg. Og hvað þarf til aö laga þaö? Peninga, og ekkert nema meiri pen- inga. Eg ætla ekki aö þreyta lesendur á því aö þylja aUar þessar tölur um slys, legudaga, þjáningar, skýrslur, mann- afla og svo frv. sem ég hef. Heldur leggja aöeins þaö til aö almenningur og opinberir aöUar komi sér saman um þaö aö hér þarf aö gera bragarbót á. Og þaö í alvöru. Aðeins 1/3 hiutinn í slysavarnaskattinn Samkvæmt skýrslum Davíðs A. Gunnarssonar, forstjóra Ríkisspítal- anna, kosta umferðarslysin islenska. þjóöfélagiö á marsverðlagi 1983, aö- eins á yfirstandari ári kr. 440 mUljónir. Og þar af yfir helmingur á höfuðborg- arsvæðinu. Yfir 200 miUjónir, þegar allt hefir verið reUtnaö. Væri ekki sniö- ugra að kasta þessum 200 miUjónum i umferðarbrýr, undirgöng undir götur eins og Miklubrautina, göngustíga og hjólreiöastíga og þessháttar alvöru- slysavamir? Samhliða þvi aö gera strætósamgöngur meira aðlaðandi en þær eru? Slys í umferðinni af völdum véUtnúinna ökutækja eru að komast í 7. sæti yfir dánarorsakir Islendinga. En nú ætla ég aö vera ósköp hógvær, eins og mín er venja þegar ég geri það að tiUögu minni aö aðeins veröi variö 70 miUljónum á ári hér í höfuöborginni tU alvöruslysavama, eöa sem svarar að- eins 1/3 hluta þess sem fórnað er í slys- um á sama staö á sama tima. Arðbærasta fjárfestingin Samkvæmt mjög lauslegum ágisk- unum tæki ekki nema 15 ár meö þessu viðbótarframlagi til alvöruslysavam- anna að fyrirbyggja upp undir helming af þessum skatti (200 miUj.) eöa um 100 mUljónir meö því sem fyrr var talið upp. Á ég þá viö aö brúa ÖU gatnamót Miklubrautar, öU gatnamót Klepps- vegar og flest gatnamót Hringbrautar og Kringlumýrarbrautar bæöi fyrir ak- andi, hjólandi og gangandi umferð. A þessum stofnbrautum veröa flest og al- varlegust slysin hér í Reykjavflt. Sem smáaðgerö í samanburöi við þetta væri að koma upp hjólreiðastígum og aöskildum göngustígum á sömu leiðum. En þaö sem ég á við héma er aö þess- ar 70 miUjónir, sem ég tók sem dæmi, eru aðeins 1% skattur tíl viöbótar út- svarinu hér í Reykjavflt En það er sem kunnugt er 11,88% í dag og skilar um 741 miUjón á þessu ári tU Reykjavikur- borgar. Hver vUdi ekki leggja þetta eina prósent á sig til viðbótar í þessar framkvæmdir og slysavarnir? Næst- um örugglega aUir yröu því fylgjandi ef þeir fengju tryggingu fyrir því að þaö færi í þetta eitt. Hvem myndi muna um 12,88% útsvar í staö 11,88% og fá nokkra vissu fyrir að aö þessu væri verið aö vinna í alvöru? I þessu reikningsdæmi væri afskriftarhraði þessara mannvirkja ekki nema um 30 ár. Sem telst með því besta sem gerist í langtímaframkvæmdum. Þá er þetta meö aröbæmstu framkvæmdum sem lagt er út i, samanboriö viö virkjanir og kisUmálmverksmiöjur og þess hátt- ar sælgæti i dag. Verkefni slysavarnaskattsins Ég legg tU að sveitarfélög fái að leggja 1% slysavaraaskatt á útsvars- stofn útsvarsgreiöenda sinna til eftir- farandi verkefna: 1. Byggja umferðarbrýr á þá staöi aUa sem mestu slysin verða. t röö eftir slysatíðni. 2. Byggja undirgöng fyrir gangandi og hjólandi umferö á aUa staði í borg- inni þar sem slys veröa. t röö eftir sly satíðni og þörf. 3. Koma upp hjólreiða- og göngustíg- um á aUa staði í borginni þar sem því veröur við komið af tæknUegum ástæðum. 4. Stórbæta þjónustu og rekstrar- grundvöU almenningsvagnakerfis- ins á svæðinu. 5. Fjölga akreinum, yfirborðsmerk- ingum, umferðarskUtum, vegvís- um, slaufum og svo frv. og svo frv. Alveg eins mikið og þörf væri á hverju sinni. Sórhæfing er ómennsk SamhUöa þessu aö sveitarfélög heiti þvi aö byggja ekki ný hverfi eða mann- virki sem hafa ekki nær aUa akandi, hjólandi og gangandi umferö aöskUda eftir því sem ítrustu kröfur gera ráö fyrir. Meö þessum aðgerðum væri stig- iö raunverulegt spor tU aö bægja frá þessum slysum. Þessi áróöur um ailt mögulegt í nútímaþjóðfélaginu er ómennskur mjög. Og beinUnis skemm- andi. Nútímamaöurmn þarf aö vera sérþjálfaöur á æ fleiri sviðum þjóöfé- lagsins ef ekki á iUa aö fara, er honum sagt. En menn eru mannlegir og eiga aö vera þaö. Samt er aUtaf veriö aö reyna að gera okkur vélrænni á öUum sviöum. Og meö öUum þessum fortöl- um og úrtölum má eitthvað draga úr slysunum í umferöinni. En lflriega litið til lengdar. Svona áróöur hættir aö virka eftir vissan tíma. Tii orða eða athafna? En í mínum huga er þaö efst, ef menn vUja eitthvað leggja á sig til að bæta umferðarmenninguna, samhUða hugarfarsbreytingu; kerfisbundm út- rýming á slysagildrunum sem til staö- ar eru. Og þetta er aöeins spuming um hve langt menn vUja í rauninni ganga, tU orðaeða athafna. Kveöjur, Magnús H. Skarphéðinsson, vagnstjóri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.