Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1983, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1983, Blaðsíða 28
28 DV. MIÐVIKUDAGUR14. SEPTEMBER1983. í gærkvöldi í gærkvöldi Afmæli Reiðhjól tapaðist Sl. föstudagskvöld tapaðist splunkunýtt blátt torfæruhjól með rauðu sæti hjá Glæsibæ. Eig- andinn, sem er aðeins átta ára, hafði sjálfur safnað fyrir hjóllnu og því er missir hans ekki minni en ella. Ef einhver hefur séð hjólið, vin- samlegast hringi í síma 35923 eða hafi sam- band við DV. Úr tapaðist Síðastliðið föstudagskvöld tapaðist gullúr í Hagkaupi. tJrið er af gerðinni Citizen Quartz, kvenúr með brúnni ól úr krókódílaskinni. Sá sem hefur fundið úrið getur skilað því á rit- stjóm DV eða hringt í Agnesi Amardóttur í vinnusíma 22020. Háls-, nef- og eyrnalæknir á ferð um Húsavík. Einar Sindrason, háls-, nef og eymalæknir, ásamt öðrum sérfræðingum Heymar- og tal- meinastöðvar Islands, verður á ferð á Húsa- vík dagana 16. og 17. sept. 1983. Rannsökuð verður heym og tal og útveguð heymartæki. Áætlun Akraborgar Frá Akranesi Frá Reykjavik kl. 8.30 kl. 10.00 kl. 11.30 kl. 13.00 kl. 14.30 kl. 16.00 kl. 17.30 kl. 19.00 Kvöldferðir 20.30 22.00 Október, sunnudagar. Nóvember—apríl, engar kvöldferðir. Leiðsögunámskeið Ferðamálaráð Islands mun í vetur halda námskeið fyrir verðandi leiðsögumenn ef næg þátttaka fæst. Námskeiðið hefst 29. septem- ber nk. og lýkur í maí næsta vor. Fluttir verða fyrirlestrar tvö kvöld í viku, mánudags- og fimmtudagskvöld, og próf verða haldin í nóvember og maí. Umsóknar- eyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrif- stofu Ferðamálaráðs, Laugavegi 3, (4. hæð), R., en umsóknarfrestur rennur út 15. sept. nk. Námskeiðsstjóri verður Birna G. Bjamleifs- dóttir. Áskríftarsími 27022 BLAÐSÚLUBÖRN! Komið á afgreiðsluna Þverholti 11 60 ára afrnælí á í dag, 14. september, ' Ingimar Þérðarson bifrelðastjéri, Há- túni 8 í Keflavík. Hann ætlar aö taka á móti afmælisgestum sinum í Kirkju- lundiíkvöldeftirkl. 19. Guðmundur Guðmundsson lést þann 8. september sl. Hann var fæddur í Holta- hreppi í Rangárvallasýslu þann 13. janúar árið 1904. Foreldrar hans voru Olína Guðmundsdóttir og Guömundur Einarsson. Guðmundur fluttist til Reykjavíkur tvítugur að aldri, stund- aði hann lengst af almenna verka- mannavinnu. Framan af ævi vann hann við byggingar. Eftir að hann hætti byggingarvinnunni hóf hann störf hjá Mjólkursamsölunni í Reykja- vík. Guðmundur kvæntist aldrei. Kveðjuathöfn um hann fer fram frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30 en hann verður jarðaður í Marteinstungu í Holtum. Eiríkur Kristinsson flugumferðar- stjóri lést 4. september sl. Hann var fæddur 25. maí 1941, sonur hjónanna Helgu Olafar Sveinsdóttur og Kristins Agústs Eiríkssonar. Eiríkur nam loft- skeytafræði hjá Landssíma Islands og lauk loftskeytaprófi vorið 1959. Hann stundaði loftskeytastörf á farskipum um hríð og réðst svo til starfa hjá Eölisfræðistofnun Háskólans og síðar hjá Flugmálastjóm Islands, þar sem hann starfaði upp frá því við flugum- ferðarstjórnina í Reykjavík, hinn 1. nóvember 1963. Eftirlifandi eiginkona hans er Anna M. Axelsdóttir. Eignuðust þau þrjú börn. Eiríkur var frumherji í fallhlífarstökki hér á landi og sá fyrsti sem nam þá íþrótt erlendis og til kennararéttinda í þeirri grein. Var það áriö 1966 í Bandaríkjunum. Eftir heimkomuna kenndi hann félögum Flugbjörgunarsveitarinnar og fleirum fallhlífarstökk. Utför hans verður gerð frá Bústaðakirkju í dag kl. 13.30. Ingibjörg Guðmundsdóttir, Snorra- braut 33, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju fimmtudaginn 15. septemberkl. 10.30 f.h. Gunnar E. Guðmundsson málari, Bræðraborgarstíg 53, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 15. septemher kl. 13.30. Hinrik Elbergsson, Hjallabraut 35 Hafnarfirði, andaðist í Land- spitalanum 12. september. Bragi Jónsson, Skipasundi 3, lést 11. september. Hallgrimur Pétursson andaðist á heimili sínu 20. ágúst. Jarðarförin hefurfariðfram. Þorgrimur Þorsteinsson, Drumbodds- stööum, andaöist í sjúkrahúsi Selfoss þann 24. ágúst. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. FÆSTÁ HMV NÆSTA , . ,, blaðsölu er komin ut stað Ofurgródi auðhringanna Sjónvarpsdagskráin bar einkum svip af stóriðjumálum og tölvutækni. Þegar Einar Ben fór að boöa löndum sinum togaraútgerð og virkjun fallvatna urðu þeir ókvæða við enda skelkaðir mjög þegar útlendar fram- farirbarágóma. Togaramir unnu sér þó öruggan sess í voru þjóölífi og án þeirra hefði enginn nútimabragur náð að vaxa i landinu. En sú varð Islands óhamingja að fossamálin svonefndu fóru í ægileg- an rembihnút og enn eru þau í þvílík- um rembihnút hið innra með mörgum að f urðu sætir. Islendingar urðu af hálfrar aldar þróun meöan Norðmenn höfðu vit á að virkja og nú þarf að vinna upp þessa sorgiegu töf. Fréttastofa útvarps gerði bráða- birgöasamkomuiaginu skil á marga vegu og hringdi jöfnum höndum til' útlanda og austur á Neskaupstað til; aðheyra svör manna. Fréttastofa sjónvarps var ögn lakara aö þessu sinni og var þaö hálf óviðkunnanlegt er fréttamanni láðist að segja deili á stúlku nokkurri, önnur en þau aö hún héti Kristín og væri a moti rikisstjórninni, en það eru margir. Nýi fræðslumyndafiokkurinn um tölvur kemur fyrir sjónir sem af- skaplega gagnlegur í alla staði, einfaldur í sniðum og skrumlaus en dálítið óspennandi. Þaö heföi víst gengið illa hjá Einari Ben að selja íslendingum fyrri tíma tölvur, því að þær eru af útlendum uppruna og þess utan 'framleiddar af auöhringum sem hirða af þeim siíkan ofurgróða að bjargálna álfurstar verða að gjalti. Baldur Hermannsson. Bókasýning Dagana 12.—15. september heldur Bóksala- stúdenta sýningu á u.þ.b. 500 nýjum og nýleg- um bókum um tölvur og tölvunarfræði frá bandaríska forlaginu Prentice-Hall Inc. og dótturfyrirtækjum þess í hliðarsal Félags- stofnunar stúdenta. FuUtrúi Prentice-Hall, Frank O’Donel, verður viðstaddur sýninguna og mun veita aUar upplýsingar um þessar og aðrar útgáfu- bækur forlagsins. Sýningin verður opin miðvikudaginn 14. sept. frá kl. 9.30 til 21. en fimmtudag kl. 9.30— 18. AUir eru boðnir velkomnir á sýningu þessa. Bóksala stúdenta. Apótek Akureyrarapótek og Stjörnu- apótek, Akureyri Virka daga er opiö í þessum apótekum á opn- unartíma búða. Apótekin skiptast í sína vUc- una hvort að sinna kvöld,- nætur- og helgi- dagavörslu. A kvöldin er opiö i þvi apóteki sem sér um þessa vörslu til kl. 19. A helgidög- um er opið kl. 11—12 og 20—21. Á öðrum tím- um er lyfjafræðingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar í síma 22445. Tapað -fundiö Sýningar Þorbjörg Andrésdóttir andaðist í svefni 10. september. Hún verður jarð- sungin föstudaginn 16. september kl. 13.30 frá Dómkirkjunni. Guðjón Bjarnason múrarameistari, Lágabergi 4, fyrrverandi söngstjóri barnakórsins Sólskinsdeildarinnar, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kapellu fimmtudaginn 15. september kl. 15. Hljómplötur ________ o KuKI sendir frá sór sína fyrstu plötu KuKl er fyrir margra hluta sakir frekar merkileg og sérstæð hljómsveit, það ætti reyndar að afnema hugtakið hljómsveit þeg- ar talað er um KuKl, nota frekar eining. Einn daginn tók hún bara til starfa og hyggst starfa áfram í mörgum myndum, myndum skapandi eðlis. KuKl er afrakstur þeirra sem hafa nú um nokkurra ára skeið staðiö að ný- sköpun í íslenskri tónlist, KuKl er samruni margra aðalskauta íslenskrar nýtónlistar, þeirra krafta sem þóttu í upphafi hafa mest að segja og gera. KuKl starfar fyrir framtið- ina og vill reyna að láta allt gott af sér leiða. En nóg er nú komið af stórum orðum: KuKl ætlar að halda sig við raunveruleikann því það er hann sem við lifum fyrir og með. KuKl hefur núna sent frá sér sína fyrstu plötu, smáskifu sem inniheldur tvö lög. Platan er gefin út í samruna við 10. sept. tón- leikana þar sem hún kom í fyrsta sinn sýnileg öðrum en sjálfum sér, en hún mun ekki koma fram sýnileg aftur um nokkurt skeið en það gerir ekkert til, maður má ekki vera svona eigingjam. Fyrir þá sem hafa áhuga þá er meira væntanlegt frá KuKl og það jafnvel á vetri komandi. KuKl, birgir mogensen, guð. krist., trygg- ur, björk, einar m. bragadóttir, einar öm, söngull/pönk (fyrir byrjendur). Engin lokaorð, þeirra er ekki þörf. Ferðalög Ferðafélag íslands Helgarferðir 16.—18. sept.: 1. Þórsmörk. Gist í Skagfjörðsskála í Langa- dal. Gönguferðir með fararstjóra. 2. Veiðivötn og nágrenni. Gist í sæluhúsi Fl. Gengið yfir Snjóöldufjallgarð að Tungnaá og víðar. Farmiöasala og allar upplýsingar á skrifstof unni, öldugötu 3. Dagsferðir sunnudaginn 18. sept.: 1. Kl. 10, Skjaldbreiður (1060 m). Ekið um Þingvöll, Uxahryggjaleið og línuveginn, en gengið er á fjallið að norðan. Verð kr. 500. ATH. breyttan brottfarartíma. 2. Kl. 13, Þingvellir (haustlitir). Verð kr. 250. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austan- megin. Farmiðar við bil. Frítt fyrir böm í fylgd fullorðinna. Ferðafélag Islands. Útvistarferðir Helgin 16.-18. sept. 1. Haustferð á Kjöl. Eyvavarða til heiðurs Eyjólfi Halldórssyni ferðagarpi verður hlað- in. Hveravellir — Kerlingarfjöll — Beinahóll o.fl. Pantið tímanlega vegna takmarkaðs hús- rýmis. 2. Þórsmörk. Uppselt. Sjáumst síðar. Af skipulagsástæðum er æskilegt að farmiðar í haustlita- og grillveisluferö 23. sept. verði sóttir sem fyrst. Upplýsingar og farseðlar á skrifstofunni Lækjargötu 6a, sími 14606 (sím- svari). SJAUMST. Ferðafélagið Utlvist. Andlát Tilkynningar -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.