Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1983, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1983, Page 5
DV. LAUGARDAGUR15. OKTOBER1983 5 Félag forræðislausra feðra um barnalögin: Gölluð, óskýr og óréttlát — félagsmenn að móta tillögur til úrbéta Félag forræöislausra feðra, sem í eru reyndar forræðislausar mæður líka, er þessa dagana aö safna saman athugasemdum við bamalögin á meö- alfélagsmanna. Eins og félagsmenn orða það þá vilja’ þeir að lögin verði skoðuð, þeim breytt og þau bætt þar sem þau séu gölluð, óskýr og jafnvel óréttlát. Þegar athugasemdum hefur verið safnað munu félagsmenn, ásamt sameiginlegum lögfræðingi sínum, móta tillögur um úrbætur og koma þeim á framfæri beint við viðkomandi ráðherra. Telja þeir hugtakið jafnrétti aðeins vera á pappirnum á þessu sviði í dag og fyrir það h'ði stór hópur for- eldra og bama. -GS Kirkjuþing hefst á morgun Kirkjuþing þjóðkirkjunnar hefst á morgun, sunnudag, í Hallgrímskirkju. Þingiö hefst með hátíðarguðsþjón- ustu kl. 14. Þar mun sr. Olafur Skúla- son predika. Síðan setur Pétur biskup Sigurgeirsson þingið og Jón Helgason kirkjumálaráðherra flytur ávarp. Á þinginu verður m.a. fjallaö um frumvarp til laga um starfsmenn þjóðkirkjunnar, reglur um notkun safnaðarheimila, nefndastörf þjóðkirkjunnar, fræðslumál og kirkju- eignir. Mörg önnur mál liggja fyrir þinginu. Kirkjuþing stendur í 10 daga. Það sitja, auk biskups og ráðherra, 20 full- trúar úr hinum ýmsu kjördæmum landsins og em þar jafnmargir leik- menn og prestar. Einnig sitja þingið fulltrúar guðfræðideildar og prestar í sérþjónustu. Vígslubiskupar eiga sæti á kirkjuþingi, án atkvæðisréttar. -JSS Norræna félagið: Hjálmar Ólafsson formaður Hjálmar Olafsson var kjörinn formaður Norræna félagsins á sam- bandsþingi þess er haldið var nýlega. Á þinginu kom meðal annars fram að um 9000 manns em nú félagsbundin í 40 félagsdeildum víðs vegar á landinu. Á 17. hundraö manns munu í ár njóta fyrirgreiðslu Norræna félagsins í sam- bandi við ferðir til annarra Norður- landa. Þá verða rúmlega 80 nemendur á vetri komandi í lýðháskólum annars staöar á Norðurlöndum fyrir milli- göngu félagsins. Af helstu verkefnum félagsins á síð- asta starfstímabili bar hæst hina viða- miklu Grænlandskynningu sem unnið var aö í samvinnu við Norræna húsið, Námsflokka Reykjavíkur og fleiri aöila. Þá efndi félagið til ferða til Grænlands og Finnlands. Af frekara starfi má nefna að félagið annaöist fyrirgreiðslu við námskeiða- hald og kynnisferðir. Það átti aðild að kynningu á norrænu málaári og nú er að hefjast norrænt bókmenntaár. Ný- lega kom út Norðursöngvabókin og norrænar sagnir sem er árbók félags- insíár. Þassl böm aru lánsöm i óláni sínu þvi hjálparhönd hjálparstofnana hefur náð tH þeirra, en árlega látast 15 milljónir bama úr hungri eða vannæringu. Matvæladagur til að minna á á hungrið Þótt næsti sunnudagur beri ekkert smávegis búsældarlegan titil: Mat- væladagur Matvæla- og landbúnaðar- stofnunar Sameinuöu þjóðanna, er þessi árlegi dagur haldinn til að minna á hungur og örbirgð í heiminum. Hans verður minnst í guðsþjónustum í kirkj- um landsins, þar sem framlögum verð- ur einnig veitt móttaka. Af starfi Hjálparstofnunar kirkjunn- ar nú má nefna langtímaverkefni i Súdan er byggist á hjálp til sjálfs- bjargar. I siðasta mánuði stóö stofnun- in aö matvælasendingum til neyðar- hjálpar í Ghana og Póllandi og fyrir- hugaðar eru alveg á næstunni sending- ar til Eþíópíu. Alls hefur stofnunin staðiö að matvælasendingum upp á 500 tonn í ár til bágstaddra víöa um heim. Talið er að 500 milljónir jarðarbúa líði nú hungur að jafnaði og 15 milljónir barna deyi árlega vegna hungurs og vannæringar. -GS í KANARÍSÓL MED ARNARTLDGI Flugfélag með ferskan blæ Carnarflug Lágmúla 7, sími 84477 . ( góðum sólarferðum gerir gistingin gæfumuninn. Viðburðarík Amsterdamdvöl í kaupbæti. VERD TO4 KR.22.686 (miðað við 4 í 3 herb. íbúð). Brottför: Alla þriðjudaga. 10, 17 og 24 daga ferðir. Innifalið: Flug, akstur til og frá flugvelli erlendis, gisting á lúxushótelinu .... Þú vaknar að morgni og eftir hressandi steypibað og morgunverð skellirðu þér út í sólina á sundlaugarbarminum. Færð þér svalandi sundsprett annað slagið og undir hádegið tekurðu léttan tennisleik með ferðafélögunum. Eftir Ijúffengan hádegisverð á sundlaugarbarnum hallarðu sólstólnum þínum aftur og lætur þér líða vel í sólskininu. Seinnipartinn röltirðu svo kannski í verslunarmiðstöðina, eða ferð hring á golfvellinum, eða kíkir í spennandi bók og slakar á fyrir stórsteikina á veitingastaðnum. Og eftir kvöldverðinn . . . í fjörið á næturklúbbnum, eða rólegheit heima í glæsilegri íbúðinni. . . Þetta er engin draumsýn. Svona gengur lífið fyrir sig á Barbacan Sol, gististaðnum einstaká sem Arnarflug býður farþegum sínum. Þar er allt á einum stað, - nýjar og fallegar íbúðir eða smáhýsi, tvær frábærar sundlaugar með öllu, golf- og tennisvellir, verslunarmiðstöð, veitinga- staðir, barir, spilasalir og fléira - allt er fyrsta flokks. Stórkostlegur gististaður sem íslenskir Kanaríeyjafarar hafa lengi óskað sér, en fá nú fyrst að njóta. íslenskur fararstjóri. GISnNGIM GOHR GOTJMIJNMN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.