Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1983, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1983, Síða 8
8 » DV. LÁÚGARDAGÚH15. OKTOBRH1983. Úfgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stiómarformaður og útgáfustióri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóriogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstiórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoóarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjó<-ar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA12—14. SÍMI 8M11. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiósla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27 022. Sími ritstjórnar: 84611. Setning, umbrot, mynda og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. P rentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Áskriftarverð á mánuði 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr. Helgarblað25kr. Minnkar dúsan? Fjármálaráðherra reynir í fjárlagafrumvarpinu að skera niður blaðastyrkinn. Sumir flokksforingjarnir eru auðvitað þegar byrjaðir að mótmæla. Ovíst er, hvort til- raun fjármálaráðherra tekst. Flokksbroddar á Alþingi kunna enn að stööva hann og setja blaðastyrkina á ný inn að fullu. Auðvitað eiga engir blaðastyrkir að vera. Auðvitað eiga dagblöðin að standa og falla með því, hvort nægilega margir kaupa þau. Stuðningurinn við blöðin kom á fjárlögum þessa árs undir tveimur liðum. I fyrsta lagi voru fjórar milljónir á fjárlögum sem styrkur til blaðanna sem einn af kostnaðarliðum fjár- málaráðuneytis. Þetta fé varð öllu meira vegna aukafjárveitingar á ár- inu. Því var skipt í tvennt. Annars vegar voru keypt 200 eintök af hverju blaöanna, Tímanum, Þjóöviljanum, Morgunblaðinu og Alþýðublaðinu. DV hafnaði þessum ríkisstyrk sem öðrum. Ennfremur var upphæð látin ganga til þingflokkanna, sem létu hana ganga til landsmálablaða sinna. í fjárlögum var ennfremur heimild til þess, að ríkið keypti til viðbótar allt að 250 eintökum af hverju dagblað- anna. Ráðuneytið tók þannig á því máli, að peningar voru greiddir sumum blaðanna sem styrkur án þess að blöð væru tekin. Ráðuneytið leit svo á, að það hefði ekkert við þessi blöð að gera. Tíminn, Alþýðublaðið og Þjóðviljinn tóku við þessum styrk, en DV og Morgunblaðið ekki. Þessi síðasti liður stuðningsins hefur væntanlega kost- að ríkiö um tvær milljónir króna til viðbótar áðurnefndri upphæð. Á fjárlagafrumvarpi Alberts Guðmundssonar er fjög- urra milljóna styrkurinn felldur niður en illu heilli er heimildargreinin um kaup á 250 eintökum látin standa. Hér er um heimild að ræða, sem vonir stóðu til, að fjár- málaráðherra mundi ekki nota þessu sinni. Stjórnmálaflokkarnir ná peningum af skattgreiðendum til sín með blaðastyrkjunum. Auðvitað er ranglátt, að fólk borgi með sköttum nokkr- ar milljónir króna til að efla flokksblöð. Fólk mun greiða atkvæði um blöðin með ákvörðunum um kaup á þeim. Flokksblöðin standa illa í samkeppninni. Þau eru yfirleitt rekin með tapi. Fólk ver ekki pening- um sínum til þeirra í nægum mæli til þess að þau skili hagnaði. Þarna hefur samtryggingarkerfi flokkanna blómstrað. Fjármálaráðherra er einn þeirra stjórnmálamanna, sem hefur skiliö, aö það er ekki siðlegt að úthluta slíkum dúsum. Nú reynir á næstu vikum á, hvort samtryggingarkerfið tekur völdin og leggur áfram þá kvöð á skattgreiðendur, að þeir leggi af sínu litla fjármagni nokkrar milljónir til flokksblaðanna, sem fáir vilja kaupa frjálsu geði. Með því væri viðhaldið í þessu efni spillingu báknsins. Almenningur greiddi þá sem fyrr fyrir framleiðslu áróðurs fyrir stjórnmálamennina. En kannski er von til þess, að dúsan verði minnkuð. Haukur Helgason BREFIft) HANS DENNA -trlA <L lA^ I 1 ' Eg sá hann álengdar, þar sem hann eigraöi eftir gangstéttinni, luntalegur á svip, frakkinn fráflaks- andi, og allt yfirbragöiö bar þess vott aö hann haföi ekki náö nokkrum manni þann daginn. Ég tók krappa beygju til vinstri og hélt upp hliðar- götu. Þetta myndi auðvitað lengja leiö mína heim, en meö þessu móti var þó von til þess aö ég slyppi viö aö þurfa að sýna manninum gestrisni. Þaö var til mikils að vinna. Hann náöi mér í gættinni. Ég haföi rétt aö segja lokið upp dyrunum og var aö stíga yfir þröskuldinn þegar ég fann heitan andardrátt hans í hnakka mínum. Um leiö og ég sneri við tókst mér aö kæfa örvæntingar- ópiö og meira aö segja að tjasla sam- an i andlitinu einskonar brosi. Til- geröarlegu, litlu og stuttu, en brosi samt. — Komdu sæll og blessaður. Langt síðan ég hef séö þig. Viltu ekki koma innogfákaffi? — Sæll. Já. Jútakk. Og hann var kominn inn fyrir og úr frakkanum áöur en ég náði aö segja: Gjöröusvovel. Síðan gekk hann inn í eldhúsið, tók blööin sem ég haföi ætlaö aö lesa og sökkti sér ofan í þau meðan ég byrj- aöi aö laga kaffið. Ég reyndi að halda uppi glaöværum samræöum meöan ég var að tína fram bollana og teskeiöarnar en hann svaraði með umli einu og önugheitastunum. Þaö sauö á katlinum og ég sneri mér aö uppáhellingunni. Næst þegar ég leit viö virtist hann hafa lokiö blaöalestr- inum. Hann leit upp, virtist hugsi, en tókst aö lokum að koma orðum aö því sem vaföist fyrir honum. — Lánaöu mér blýant. Ég rétti honum blýant og svei mér þá ef hann fór þá ekki aö ráöa kross- gátuna, böivaöur. Þetta angraði mig. I fyrsta lagi foragta ég fólk sem ekki hefur meira sjálfstraust en svo aö það notar blýant til aö ráöa kross- gátur. I ööru lagi var þetta mitt blað og ég hafði ráðgert aö rubba þessari krossgátu af yfir eftirmiðdagskaff- inu. Ég skellti kaffikönnunni á borðiö og mér tókst að skvetta dálitlu kaffi yfir hendur hans svo aö hann henti frá sér blýantinum og lét aumlega. Ég hirti ekki um að sýna honum vorkunn, en spuröi hann, í kurteisis- skyni,hvaöværitítt. — Títt? Fjandinn sem þaö er nokkuö títt! Nema auðvitað hvaö ÓlafurB. Guðnason hann Denni tók þessa verkalýðskalla flottumdaginn! — Tók Denni einhvern flott? Ég verö að viöurkenna, aö þaö gætti nokkurs vantrúartóns í rödd minni þegar ég varpaöi þessari spurningufram. — Já, þama koma þeir, þessir kallar, með örfáar hræöur meö sér niður á Austurvöil og afhenda af- raksturinn af þessari svokölluöu undirskriftasöfnun. Svo þegar þessi búri ætlar aö fara að gera sig breiöan, segir Denni bara: Hvar eru heimilisföngin?Nú,þessir delar uröu bara að gjalti og vissu ekki hvaö þeir áttu aö segja, og þá sagöi Denni: Ég ætlaði að senda þeim bréf. Flott, maöur! Eligant! Hann er ákafur aödáandi Denna, þessi maður,og talar reyndar ekki ósvipað og skurögoöið. — Þaö heföi auövitaö verið miklu flottara heföi Denni fengið heimilis- föngin. Þá heföi hann brilleraö al- veg. Tuttugu þúsund atkvæöi á einu bretti. Hann er svo andskoti sannfær- andi, maðurinn. Hann haföi gleymt kaffibrunanum og krossgátunni líka. — Ég veit alveg hvemig hann heföi haft bréfiö. Ég sé þaö alveg fyr- ir mér. Kæri kjósandi, og ágæti Is- lendingur! Þannighefðiþaðbyrjaö. — Mér skilst aö þú sért ekki alveg sáttur viö efnahagsstefnu ríkis- stjórnarinnar minnar. Þaö þykir mér leitt! Voða leitt, meira að segja! En það er nú þannig, aö þegar við- skiptahallinn, vöruskiptajöfnuöur- inn, verðbólgan, innflutnúigurinn, útgerðin, gengisskráningin, landbún- aðurinn, útflutningurinn, bindiskyld- an, verðtryggingin, sérstöku drátt- arréttindin og hvaö sem það nú heitir allt saman, er komiö í einn hnút, svo- kallaöan gordíonshnút, er ekki um annað að ræöa en aö höggva á hann. Ég var búinn aö tala viö ósköp marga og loks kom okkur saman, framsóknarmönnum og sjálfstæöis- mönnum, að reiða í eitt skipti al- mennilega til höggs. Og nú emm viö að verða búnir aö hjakka í gegnum þennan gordíonshnúL Ég veit að þetta er erfitt fyrir launafólk í landinu en því miður er ekki gott viö því aö gera. Þaö hefði verið erfiöara heföum viö ekkert gert og ekki farið í stjórn. Hugsaöu þér til dæmis sam- göngumálin! Þau stefndu í óefni en mér finnst þau hafa stórbatnað síö- ustudaga. — Kæri kjósandi og ágæti Is- lendingur. Nú verðum við að taka á þessum málum saman og ljúka þvi sem viö höfum byr jaö á. Þetta er erf- itt en það er eins og að fara til tann- læknis, sárt, en holt svo þaö er best að bíta bara á jaxlinn og ljúka þessu af. Ég veit að þú, sem þjóöhollur Is- lendingur, skilur þetta og herðir belt- iö, bítur á jaxlinn, axiar byrðar þín- ar.harkar af þér og hjálpar okkur að reka endahnútinn á þetta verk. Þinn einlægur, Denni. Hann stóð nú á miöju eldhúsgólf- inu, rjóöur í kinnum, meö tárin í aug- unum, og vingsaði höndum sínum í sífellu. Kaffiö mitt var orðiö kalt í bolianum og ég staröi á manninn, eins og hundur á grammófón. Hann var svo líkur Denna aö ég varö aö líta út um gluggann til aö sannfæra sjálfan mig um aö þetta væri ekki forsætisráöherrann sjálfur. Þaö var enginn lítill, sparneytinn jeppi í inn- keyrslunni. — Heyröu, áttu ekki einhvem salva til þess að bera á brunasár? Hann mundi nú allt í einu eftir kaffibrunanum og stóð nú álútur frammi fyrir mér og reyndi að líta veiklulega út. Ég átti ekki salva. En ég hellti ísköldu vatni yfir hendi hans og sagöi honum um leið aö það væri best fyrir hann aö fara á slysavarð- stofuna og láta búa um þetta al- mennilega. Það hreif. Hann fór skömmu síðar og mér til gleði sá ég aö hann hafði varla náö aö byrja á krossgátunni. Hann haföi aöeins skrifað eitt orö. Þaö var gefiö upp frelsari, fimm stafa orö, og hann haföi skrifað „Denni”.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.