Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1983, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1983, Page 10
10 DV. LAUGARDAGUR15. OKTOBER1983. ÝMSAR STÆRÐIR. í SÍMA 52655. SELJUM IDAG TOGGURHR SAAB UMBOÐID BILDSHÖFÐA 16. SIMAR 81530 OG 83104 Menning Menning Menning LIF SEM hjOi\alíf Þjóöleikhúsið: EFTIR KONSERTINN eftir Odd Bjömsson. Lýsing: Páll Ragnarsson. Leikmynd og búningar: Steinþór Sigurösson. Leikstjóri: Oddur Björnsson. Osköp er Ijótt aö halda framhjá manninum sínum meö hans besta vini. Og aldeilis andstyggilegt að halda við konu besta vinar síns! Hvaö á aö gera viö mann sem stend- ur í slíku og öðru eins: tjóðra hann á grönunum úti í garði? Eins og Pétur vill gera við Jóhannes í leikritinu eft- ir Odd Bjömsson. Og vísa konunni af höndum sér en heim til friöilsins? Slíkar uppákomur sem þessar eru auðvitað ansi óhentugar, þó þær séu kannski ekkert ótíðar, í einkalífi og alvörunni. En þær falla þeim mun betur tii í leikritum. Og í leikriti Odds Bjömssonar má hvarvetna sjá grisja í slíkan hefðbundinn og raun- sæjan leik, gamanleik meö ögn sorg- legu ívafi um líf og raunir Péturs, Ingunnar, Jóhannesar. Efni hans, fyrsti þáttur: loft allt lævi blandið; annar þáttur, veislan: upp koma svik um siðir; þriðji þáttur: mey skal að morgni lofa. Og þar glampar þá um síðir á vonarneista í öskunni: kannski á morgun renni góður dagur aö lokinni þeirri umbyltingu lífs- hátta, tilfinninga, einkalífsins sem leikurinn var að lýsa. Kannski nær að segja að slík eða þvílík úrlausn þess skíni í gegnum tilfæringar leikskálds og leikstjóra með frásagnarefniö á stóra sviði Þjóðleikhússins. Hitt er víst að leik- ritið sjálft hefur enn ekki verið samiö né sviðsett, ekki þá nema einskonar jppkast þess — hvað sem Oddur Björnsson ætlar sér með efnið í Eftir konsertinn eins og það nú kemur fyrir. Hvaö sem það er þá tókst það ekki að leiöa það í ljós i sviðsetningu sjálfs hans í Þjóðleikhúsinu, eða ekki gat ég fundið það á frumsýningu. Og fann ekki betur en leikstjóri og leik- endur á sviðinu gripu eins og aö sínu leyti áhorfandi í salnum, til raunsæ- islegrar uppistöðu manngeröa og at- burða, persónulýsinga í hlutverkun- um sér til halds og trausts í leiknum. Pétur og Ingunn, Helgi Skúlason og Helga Bachmann, eru efnahjón á miðjum aldri, ríkisfólk í þriðju kyn- slóð, og hafa eins og algengt er í raunsæisiegum skáldskap menningu og hugsjón svo sem eins og slaufu á peningamaskínunni, sælgætisgerð og gosdrykkjaverksmiöju, sem afl og auöur þeirra rís á. Eða Pétur reynir það: fullur með innantómar orð- ræður í fyrsta þætti leiksins þar sem hinar raunsæislegu kringumstæður eru lagöar fyrir. Þau eru að búast til að taka við gestum að loknum kon- sert með heimsmanni í píanóleik. Það er kona Péturs, Ingunn, sem aðallega skynjar hvað líf þeirra er orðið innantómt, fáránlegt, örvænt- ingarfullt. Og hefur í þessum öngum stofnað til ásta meö heimilislæknin- um, Jóhannesi: Erlrngi Gíslasyni, einkavini og fóstbróður Péturs frá fyrri dögum. Eða það heldur að minnsta kosti maðurinn hennar, af- brýði hans við Jóhannes, ótti af og um konu sína, er aðalstef leiksins og birt í ýmsum tilbrigðum, frá raunsæi til afkáraskapar, út í gegnum at- burðaráshans. Ástæðuna til þess hve lítið verður úr efninu, tilætlun leiksins tekst ekki, hver sem hún annars var, held ég að megi greina í veisluatriöinu um mið- bik leiksins. Það má að minnsta kosti ímynda sér aö þar sé ætlunin aö leysa upp veruleikalíkingu fyrsta þáttarins og sýna að skáldlega stíl- færðum hætti það sem innra fyrir og undir býr lífi fólksins í leiknum, ang- ist þess og örvæntingu í kalkaðri gröf miðaldra lífshátta, með sífelldri lík- ingu í athæfi, lýsingu, orðræðu við frumskóg: sjónræn og verkleg merk- ing þess ætti þá að bregða birtu á það sem á undan fer og eftir kemur í leiknum, hið raunsæislega frásagn- arefni og leiksöguna í heild. Það má imynda sér þetta, eða annaö, en það sem augaö nemur á sviðinu er aðeins klúr og kjánaleg lýsing á ölæði og af- glöpum sem því kunna að fylgja. Ö1 er innri maður. Var þaö virkilega ekkert annaö né meira sem vakti fyr- ir leiknum? Það rennur af fólkinu og rennur nýr dagur, þeir sem uppi standa safnast saman á ný og fá sér ögn meira í staupi, húsráðendur og heim- ilisvinurinn gera upp sínar sakir. Þá hefur bóndinn brugðið sér af bæ með annarri konu, gefur nú húsfreyju far- arleyfi, hún víkur af vettvangi meö friðlinum sem kannski var en áreiðanlega verður það nú. Og bóndi situr eftir í vændum betri dags að morgni. Þaö er, satt að segja, bágt hlut- skipti að standa svo ráðþrota uppi gagnvart leiksýningu eins og áhorf- andinn gerir í þetta sinn og nema þar ekkert nema fokdreif frásagnar- efna, hugmynda sem aldrei skipast saman í merkingarbæra heild né hefja sig upp yfir hin algengu yrkis- efni. Eöa stóð ekki eitthvað slíkt til? Því miður óttast ég að hafa ekki veriö einn um þessa raun á frumsýn- ingarkvöld. Þá er fátt til ráöa annaö en halda sér við uppistööur efnisins, þau drög hins ósamda leikrits sem áhorfandi kemst ekki hjá að nema þar. Frá því sjónarmiöi eru sálarkröggur Péturs rauöi þráðurinn í leiknum, og vist sýndi Helgi Skúlason í hlutverki Pét- urs, Helga Bachmann sem Ingunn, fram á manngerðirnar í hlutverkun- um, hugsanlega einstaklinga í krögg- um og kreppu miðaldra hjúskapar. Það er nú meira hvað hjónalíf er orð- iö óbærilegt nú til dags, í leikritum hvað sem veruleika líður — saman- ber Skilnað og Garðveislu í fyrra, Lokaæfingu alveg núna nýskeð í Leikhúskjallaranum. Og virðist í hverju leikriti af öðru eiga að leggja út af þessum ósköpum allskonar íhugunarverð dæmi handa áhorfend- um að hafa heim meö sér, — hver sem þau nú voru í þetta sinn. önd- vert hinum holdgranna hugsuði og sælgætissala stendur í leiknum læknir og garðyrkjumaður, Jóhannes, ístrubelgur með kastró- skegg, og virðist satt að segja lítið nema gervið, en likamlega merking hlutverksins varð í öllu falli skýr í meðförum Erlings Gíslasonar. Annaö fólk í leiknum, öldruð amma og ættmóðir, svo sem skurögoð í há- sæti: Guöbjörg Þorbjarnardóttir, konsúlshjón og formaður músíkvina meö frú, fullur pólskur píanisti, voru svo sem aðrar algengar skopgerv- ingar i raunsæislegum gamanleik. Og unga fólkiö í leikrium, börn hjóna, álengdar við atburöarás hans: kannski eigi að nema þau sem andstæðu við úrkula líf fullorðna fólksins í leiknum, ígildi lífsins sem þeim auðnaöist ekki, og er þetta að vísu fjarska algeng hugmynd í sögum og leikritum. 0, kvika unga h'f, ó, miskunnarlausa elli! En shk merking varð þá aldrei ljós á sviðinu sjáifu: áhorfandi veröur að leggja hana til. Eins og annað. Leikmynd Steinþórs Sigurðssonar er stór og sjáleg, minnir í bland á hof og heimili, hvort sem það gefur eitt- hvaö til kynna um tilætlaða merk- ingu leiksins. Og reglulega fahega er farið með ljós í sýningunni, einkum í hinum ankannalegu atriöum um miðbik hans. Augaö brást við að nema það sem nú færi að ske. En það gerðist ekkert. Helga Bacbmann og Helgi Skúlason í hlutverkum sínum í ieikriti Odds Björnssonar, Eftir konsertinn, sem frumsýnt var í Þjóöleikhúsinu á miðvikudagskvöld. Leiklist Ólafur Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.