Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1983, Page 15
DV. LAUGARDAGUR15. OKTOBER1983.
15
um eru þakin rauðleitum þangtegund-
um og fallegum svömpum, fóðruð með
blaöjurtum eins og silfurpappír og
skreytt fáséðum kóralladýrum. Þau
eru því að öllu glæsilegri en búr þau
sem menn búa til. Sjórinn rekur okkur
frá þeim fyrr eða síðar, en við komum
aftur og eigum það víst aö finna íbúana
endurnærða, og ef til vill eru komnar
fleiri tegundir en voru þar áður, því að
oft verða sjávardýr sem eiga heima
lengra úti í dýpinu eftir í pollunum þeg-
ar fellur út, á sinn hátt líkt og þegar
jökullinn hörfaði til norðurs eftir ísöld-
ina og skildi eftir leifar heimskauta-
dýra og -jurta á f jallatindum.
Örlög marfíóar
í sæfífílskjafti
Ef okkur þykir gaman að horfa á
sífíflana, þá getur margt orðið til
skemmtunar. Við skulum bregða okk-
ur í marflóahópinn og ná í nokkrar
þeirra. Við látum eina þeirra ofan á
einn sæfífilinn miðjan og sá er fljótur
að taka viö. Angamir grípa fast utan
um marflóna, alveg eins og sóldöggin
grípur fluguna. Marflóin brýst um en
fær engu ráðið um örlög sín og er brátt
dregin inn og úr augsýn.
Þá er það ekki ómaksins vert að sjá
hvemig sæfíflar fæðast, en það getur
orðið með ýmsu móti. Við sjáum einn
fullorðinn með nokkur smáknippi á
hliðunum. Við getum látið hann í skál
og séð að angar fara að vaxa út úr
þessum nöbbum og að síðustu losna
þeir og eru þá fullgerðir sæfíflar. Eða
við sjáum að fullorðinn sæfífiU dregur
inn í sig angana aö orsakalausu að
þvi virðist en breiðir síðan úr þeim eins
og hann getur. Því næst hreyfist munn-
opið og opnast og út stökkva einn, tveir
og upp í fimm eða sex ofurlitUr sæfífl-
ar. Þeir velta og sprikla í vatninu og
festa sig síðan á klettinn hjá mömm-
unni. Brátt geta þeir rétt sig upp,
breiða út angana og hef ja líf sitt á eigin
spýtur. Þessir blómdýrahnappar eru
misstórir, sumir örsmáir og óUkir for-
eldrinu, synda um stund og ógrynni
þeirra verða tU á skömmum tíma. Aðr-
ir hafa anga eins og að ofan er lýst og
festa sig undir eins.
Undur og eðli
marglytta
AUa jafna er fjöldi krabbadýra,
stórra og smárra, í fjörupollunum.
Þeir skreppa til og frá ef stjakað er við
þeim, þrá að komast í skuggann innan
um þangiö. Krabbar þessir eru marg-
víslegir að gerð, flestir rauðleitir eöa
bleikir að sínum eðla lit en birtast
þannig sjaldnast í fjöruborðinu þar
semþanglýjur hafafest utanáþáog
gert skel þeirra græna eða dökkleita.
Gaman getur verið að stríða kröbbun-
um, láta þá til dæmis klófesta penna
eða einhvern staut sem maður hefur
meðferðis og orðið vitni aö miklum
styrk og snerpu þessara furðulegu
dýra.
I fjörupoUunum eru margar faUeg-
ar, hægfara skepnur og svo lítiö ber á
sumum þeirra að ekki er unnt að
greina þær á ööru en skugganum af
þeim sem sést á botninum. Aðrar eru
líkastar Ufandi Ijóshringjum. Það eru
ósköp litlar marglyttur, gagnsæjar
hveljukringlur með átta rákum upp og
ofan eftir bolnum, gerðum úr smáflög-
um sem ljósbylgjurnar brotna í. Þaö
eykur prýði þessara snotru dýra aö
tveir langir, kögraðir angar fljóta eftir
þeim, ýmist útréttir eða í mörgum
bugðum. Kögrið á þessum öngum er
eins og kóngulóarvefur úr Ufandi hár-
um sem hvert um sig lifir sínu Ufi og
keppist við að grípa smá ætisagnir fyr-
ir eiganda sinn. Það er ógleymanleg
sjón að sjá hóp af rifhveljum líða með
hægð fram og aftur um poUinn. Ekki er
tU neins að reyna að taka af þeim Ijós-
mynd. Þaö væri sama og ætla sér að
taka mynd af efni sólargeislans. En
þoUnmæðin þrautir vinnur allar og tek-
ist hefur að ná mynd af slíkri Ufandi
hvelju, aUmikið stækkaðri og má þar
sjá greinUega alla gerð hins undur ein-
falda líkama; pokann í miðjunni,
sem er maginn, skeiðarnar sem hún
lyppar löngu angana upp í og nærir sig
og ofan á kúpunni er tæki það sem er
áttaviti hennar, stýri og stjórnari. En
þessi litla ögn er óhrædd við að þreyta
átök við öldur og brotnandi bárur.
Aðrar hveljutegundir eru kúlulaga
og faUegar sem hinar. Þær róa sér um
vatniö eins og aðrir ættingjar þeirra og
líða látlaust áfram, bomar af straum-
hræringum sem þær sjálfar valda.
Krossfiskar og
igulker
Af öörum íbúum fjörupollanna má
nefna krossfiska og ígulker. Alstaðar
er nóg af þeim. I poUinum má sjá
krossfiska beygja sig í keng er þeir
taka fæðu sína. Þeir gúlpa út úr sér
maganum og gleypa þannig bráö sína,
snigla og sæfífla. Igulkerin þenja og
teygja sogfætur sína, ótal marga og
fálma eftir einhverju sem þeir geta
gripið í og dragast áfram með miklum
erfiðismunum. Munnur þeirra er und-
arlegt verkfæri með fimm tönnum.
Hann er neðan á dýrinu miðju og græn-
leitir broddar í kring um hann. Sumir
krossfiskar eru alsettir löngum gödd-
um aö utan, en aörir eru nærri sléttir.
Uturinn er mjög margbreytUegur;
rauður, gulur, bleikur og svo framveg-
is. Þessar göddóttu skepnur ganga í
gegnum furðuleg breytingastig áður
en þær eru fullvaxnar og er einungis
hægt aö henda reiður á því tU f uUs und-
ir smásjánni. Ef maður dregur grisju-
net um polUnn fær maður í það ógrynni
af þeim á ýmsu stigi og láti maður
krossfiskegg í vatnsglas er hægt að at-
huga breytinguna. I fyrstu sýnist eggið
ekki vera annað en dáUtiU hlaupkökk-
ur, en brátt kemur fram laut á annarri
hliðinni og dýpkar hún og dýpkar þang-
að til hún nær inn í miðju eggsins Ukt
og maður tæki kíttiskúlu og ýti fúigrin-
um inn i hana. Þessi hola er eins konar
magi og opiö munnurinn. Því næst
verða ótal breytingar, mynd eftir
mynd, ólíkari hver annarri að útliti og
byggingu en maðkurinn flugunni.
Ýmis smákvikindi
sem koma á óvart
Nú víkur sögunni aftur tU pollsins. I
netinu sem við drógum um hann leynd-
ust margar aðrar skepnur en kross-
fiskar, sumar þeirra svo fíngerðar og
veikbyggðar að þær leysast í sundur
áður en smásjá eða myndavél verður
við komiö. Þarna leynast sjóormar
sem hafa stór og skær augu, langa
arma og ótal langa fálmandi anga.
Erfitt er að koma auga á þá því að
líkami þessara orma er hartnær jafn-
gagnsær og vatnið. Þá eru þarna
stærri tegundir sjóorma, skrautlegir á
Ut og faUega lagaðir þegar þeir synda í
ljósbylgjum í vatninu eða veifa fagur-
rauöum hausnum á botninum innan
um fjörujurtirnar. Þessir ormar grafa
sér göng í leðjunni, hafa raöir af krók-
um á hliðunum og geta þannig skriðið
um híbýU sín. Þarna eru líka marflær.
Ein tegund þeirra, pínulítU, situr á
þangi og skiptir Utum eins og kame-
Ijón. Hún bugöar sig eftir þangblöðum
og syndir þess á mUU með sömu tök-
um. Önnur marflóartegund er allsvip-
uð viðarlús þeirri, sem er algeng á
trjáberki, en er ákaflega fagurlega lýs-
andi og glóir eins og gimsteinn á botn-
inum. Þar er ofurUtil sjókónguló og
það má auöveldlega furða sig á hvar
innyfli hennar geti verið því að hún er
ekki annað en lappir og búkurinn ekki
stærri en svo að lappirnar komast að-
eins fyrir á honum. En svo er mál með
vexti að magi og önnur líffæri eru ekki
annað en örmjóar pípur sem liggja út í
aUar átta lappirnar og sýnir það hve
vel má nota plássið. Þó hafa þessi dýr
harða smáþræði út úr sér og er það
vöm þeirra gegn óvinum. Aðrar
skringilegar tegundir hafa stóra rana
og skríða hægfara um sæfífilholurnar
og hnipra sig saman þegar skugginn af
mannshendi feUur á þær
Fjaran: Paradís
jarðarinnar
Þeir sem farið hafa fjöruferð með
aöstoð þessa texta hér að framan ættu
nú að vera orðnir nokkurs vísari um
hið f jölbreytta lífríki sem er að finna á
þröskuldi lands og sjávar. Óhætt er að
mæla með fjöruferðum sem tóm-
stundagamni, slíkan fróöleik og
skemmtun er hægt aö hafa úr þeim. Sá
staður þar sem hægt er að skoða sér tU
gamans mergð undursamlegra dýra
og jurta í síbreytilegum myndum,
má heita paradís þess forvitna og
fróðleiksþyrsta. Slíkur staður er
fjaran.
VÖRUMARKAÐIR
FYRIRTÆKI
auglýsingaljósaskilti með innskriftarborði. Handhægt í
meðförum. Stórt stafaminni.
UPPLÝSINGAR
í SÍMA 52655.
TIL SÖLU
AA
?/
Oruggari akstur
á ísilögöum vegum
Gott grip í
meö lausum sn
Stöðugleiki Góöir hemlunareiginleikar
í hálku viö erfiðar aðstæöur
COODYEAR vetrardekk eru gerö úr sér-
stakri gúmmíblöndu og meö mynstri
sem gefur dekkinu mjög gott veggrip.
GODDYEAR vetrardekk eru hljóölát og
endingargóö.
Fullkomin hjólbarðaþjónusta
Tölvustýrö jafnvægisstilling
GOODWYEAR
GEFUR &RETTA GRIPIÐ