Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1983, Síða 21
DV. LAUGARDAGUR15. OKTOBER1983.
BIBLÍUSAFNARI
ÖLLU TRÚLAUS
stínrt Ragnar Þorsteinsson.
heldur hann á bibliunni i
isku þýðingunni, en sem
gt er var Stalín ættaður frá
tðinu Grúsíu í Rússlandi.
Texti:
nuHdur Ernir
íúnarsson
Myndir:
nar Ólason
narinn Ragnar Þorsteins-
iaki hans má sjá safnið
i i eru guðsbækur á eitt
<g sextíu tungumálum,
aimsmetl
DV-myndir Einar Ólason.
Ragnar heldur nákvæma spjaldskrá yfir biblíusafn sitt, enda nauðsyn til,
þar sem meira en þúsund guðsbækur hvila i hillum hans. Hann flettír
hár upp að einu eintaki sínu.
im að eigin sögn. Það er
ili, en menn hafa komist að
ingumál sem tH er i heim-
ú að þetta einstaka mál sá
tg sumir halda, sökk i hafið
Baskabyggðir eru á Norður-
Hár gefur að IHa eina af biblíum Ragnars, en þessi er á máli fámenns
indiána-þjóðflokks i Ameriku, sem menn háldu lengi að ættí sár ekkert
ritmál. Hið gagnstæða kom hins vegar í Ijós fyrír fáum árum og þá var
biblian umsvifalaust þýdd á þetta mál. Eintak Ragnars er eitt af örfáum
sem til eru i heiminum.
J
I
starfi mínu og hversu mér hefur
gengið vel í því að þeir hafna al-
gjörlega borgun fyrir viðvikið. Þannig
að verð þessa safns míns í peningum er
ekki ljóst. Eflaust er það þó dýrmætt.
Að minnsta kosti hafa margir spurt
mig hvort safnið sé falt, og bjóða þá
jafnvel háar greiðslur.”
— En það hefur aö sjálfsögðu ekki
hvarflaö aö Ragnari að selja þetta
ævistarf sitt. Hann er spurður að þvi
hvort hann sé farinn að huga að því
hvað verði um safnið eftir hans dag.
„Það er stóra vandamálið á mínum
bæ,” svarar hann og heldur áfram:
,,Eg hef oft verið spurður sömu
spurningar og þú spyrð. En ég hef engu
getaö svarað því að jafnan hefur þetta
verið óráðið hjá mér. Eg á marga
erfingja en vil samt ekki að safnið
tvístrist á milli þeirra. A endanum
verður það sennilega ofan á að einhver
stofnun hljóti hnossið.”
Aldrei glapist af guðsorðum
— Ragnar er trúleysingi og hefur
aldrei á sinni ævi „glapist á
guðsorðum”, eins og hann segir
sjálfur. Mörgum hlýtur að þykja
skrítið að slíkur maður skuli hafa safn-
aðbókinnihelguífjóraáratugi. . .
„Þessi söfnun mín er og hefur ætíð
verið algjörlega óháö trúnni. Það er
einvörðungu vegna tungumála-
áhugans að ég sinni þessu efni. Og
biblian varð fyrir valinu sem fyrr
segir, aðeins vegna þess . að hún er sú
bók sem til er á flestum málum.
Þrátt fyrir trúleysi mitt hef ég
samt alltaf haft talsverðan áhuga á
trúmálum. Eg hef til dæmis bæði lesiö
Kóraninn og Mormónabókina spjald-
anna á milli og haft ánægju af. . . ”
— En hefurðu lesið kristnu bibliuna,
sem þú safnar?
„Nei, þótt ótrúlegt megi virðast, þá
hef ég aldrei gefið mér tíma til að lesa
hana alla. Eg hef samt lesið dágóðan
hlutaaf henni.”
— Hvernig hefur þér líkað sú
lesning?
„Það eru mörg gullkom í bibliunni.
Þar er víða mikil lífsspeki og þar er
líka margt fallega sagt...”
—En?
,,... lQcamikið bull.
Það sem ég met í biblíunni eru
orðskviðir Salómons og Predikarinn.
En sjálfar trúarkenningarnar: Þær
falla ekki að mínum smekk. Það er
ekki til í mér að trúa á guð. Það er mér
alveg ósjálfrátt og ég get ekkert að því
gert. Ég hef einfaldlega aldrei frelsast
eða orðið uppljómaður af verkum
frelsarans. Svo finn ég lika enga þörf
hjá mér fyrir trúna.”
Kynni við Jóhannes
úr Kötlum
— Ragnar er Dalamaður og fæddist
á sama bæ og Jóhannes skáld úr
Kötlum. Þeir voru æskufélagar og
ólust upp saman, þó svo að Jóhannes
væri nokkru eldri en Ragnar.
„Jóhannes var yndislegur maður.
Hann var ákaflega góð sál og fyrir
utan það að vera stórskáld mátti hann
ekkert aumt sjá. Hann var afar næmur
á tilfinningar manna og reyndar
mannseðlið allt, enda kemur það fram
íljóðum hans.”
— Ragnar segir mér sögu af því
þegar hann var að koma í heiminn.
„Þannig var að Jóhannes svaf í
sama herbergi og móðir mín og aðeins
þunnt þil skildi rúm þeirra að. Hann
varð því eðlilega var við það þegar
mamma var aö undirbúa komu mína i
þessa veröld. Hann sagði mér síðar
meir að fyrst hefði hann heyrtóhugn-
anlegt öskur sem síðan hefði faríð
heldur hjaðnandi, þangað til i bæinn
barst svo ámátlegt og linkulegt væl að
hann hélt að breimandi köttur væri
gólandi viö rúmgaflinn hjá sér. Það
mun þá hafa verið fyrsta viðbragð mitt
við alheiminum. ”
Rétt með hörmungum
að ég nenni að kjósa
— Strax á unglingsaidri fór Ragnar
að fást við stjórnmál og er hann var
kominn nokkuð fram yfir tvítugt bauð
hann sig meira að segja fram til þings
fyrir Sósíalistaflokkinn.
„Æ, ég hef nú aldrei haft neinn sér-
stakan áhuga á pólitík,” staðhæfir
hann nú á sjötugsaldri. ,,Ég þvældist
samt einhvern veginn inn í hana. Sem
betur fer komst ég ekki inn á þing
þarna rúmlega tvítugur að aldri, enda
kannski aldrei von til þess þar eð ég
var settur á frambóðslistann svona
meira til þess eins að einhver skipaði
sætið en að sá hinn sami fengi einhver
atkvæði.
Og nú er það rétt með hönmungum
að ég nenni að kjósa,” segir Ragnar og
brosir að minningunni um gömul af-
skiptiaf pólitík.
Stalín er minn maður
— Stalín hreif þig þegar hann komst
til valda austur í Rússiá. Og enn ertu
eldheiturStalínisti.
„Það er alveg rétt. Ég fékk snemma
mjög mikiö álit á Stalín karlinum. Og
ég hef ennþá mikið álit á verkum hans
og honum sjálfum. Eg tel að þessi
fræga ræða Krússjovs um glæpi Stalíns
hafi verið að mestu upplogin. Enda var
Krússjov um árabii hægri hönd Stalíns
í öllum framkvæmdum. Og ef hann
hefur verið að ljúga að heimsbyggðinni
í áratugi um framkvæmd kommúnism-
ans í Rússlandi, þá finnst mér afar ó-
trúiegt aö hann hafi allt í einu fariö aö
segja satt í þessari frægu ræðu sinni.
Mér finnst Staiin hafa verið sterkur
persónuleiki og frábær stjórnmála-
maður. Sjálfur Churchill sagði líka
eftir fyrsta fund sinn og Stalíns: „Það
er mikiii skaöi að ég skuli ekki hafa
kynnst þessum manni f yrr! ” ”
— Hinar illræmdu hreinsarnir
Stalíns, sem fólk talar um, eru því
hjóm í þínum eyrum.
„Já, það er fjarri mér að trúa
glæpaverkum upp á þennan mann.
Hann var fyrst og fremst útsjónar-
samur stjórnandi og skipuleggjandi
sem tókst af kunnáttusemi og
ótvíræðum hæfileikum að byggja há-
reist stórveldi Rússlands á þeim
grunni sem Lenin hafði látiö honum
eftirviðfráfallsitt.”
Ætli hann myndi ekki
brosa lymskulega
— Ragnar sótti félaga Stalin heim
vorið 1952. Til Rússlands var honum
boðið ásamt níu öðrum verkalýös-
frömuðum ofan af Islandi, en um þetta
leyti var Ragnar búsettur í Olafsfirði
og gegndi meðal annars formennsku í
verkalýðsfélagi plássins.
„Eg sá foringjann á Rauða torginu í
þessari ferð þar sem fram fóru fyrsta
maí hátíðarhöldin. Tilkomumikil sjón,
get ég sagt þér, þó svo Stalín hafi verið
orðinn heldur hrumur þegar þarna var
komiö sögu: Þetta var líka í siöasta
skiptið sem hann kom opinberlega
fram á Rauða torginu, en hann dó
blessaður í mars árið eftir.”
— Stalin var guðfræðingur. Ef hann
væri nú á lífi, Ragnar, heldurðu þá
ekki að honum myndi lítast vel á
bibliusafniö þitt?
„Eg vona það. Ætli hann myndi
samt ekki brosa lymskulega ef hann
kæmist að því aö sjálfur trúleysinginn
væriaðgaufa viöþetta. .. ”
-SER.