Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1983, Blaðsíða 33
DV. LAUGARDAGUR15. OKTOBER1983.
Menning
Menning
menn á skipulag, en hvort mönnum
er eiginlegra fer víst aö mestu eftir
skapgerð hvers og eins. Á sviði
stjórnmála hafa menn týnt niður
hugmyndafræðilegum ágreinings-
efnum, rótum allra deilna; minjum
um slíkan ágreining skýtur öðru
hverju upp, orðum eins og „íhald”,
„kommúnisti”, „lýöræðissinni” en
undantekningarlaust í rakalausu
samhengi við það sem á undan fer og
eftir í þeirri ræðu. Hið gamla tilefni
samlyndis að líkur sæki líkan heim
hefur lifað öll hin. Olíkindalæti, sem
fyrr voru íslendingum nauðsynleg til
afkomu, hafa haldist viö sem
einkenni samskipta í landinu þótt við
nú þurfum síður en fyrirrennarar
okkar að brynja okkur með slíku
háttalagi fyrir óblíöum náttúruöflum
og viö teljumst nú sjálfum okkur
ráðandi, þau eru hinu influtta þjóð-
skipulagi, lýðræðinu, eitur. Við
ræðum verðgildi hæfileika. Frænd-
semi viö hvem skuli skera úr um
hvort viðkomandi skuli fá embætti
eða ekki. Hvort pólitísk forréttindi
eigi að fylgja fjársterkum ættum.
Viö ræðum ekki k jama máls.
Skólun og
bókmenntir
Hiö versta við ófrjóa stjórnmála-
umræðu er að þrætuaöilar hætta
sjálfir, ef ekki linnir, að sjá það sem
er fyrir því sem á að vera, að þeirra
hyggju. Raunsæi í einni eða annarri
mynd er ómögulegt vegna slíks þver-
girðings innan íslenska stjórnmála-
geirans. Hin rótslitric pólitíska vit-
und Ieiðir til magnleysis æ fleiri að
hafa áhrif á eigið lif eða annarra með
stjórnsemd. Á líðandi stund leiðir
blindur blindan í veröld hendinga.
Stjórnmálamenn hafa ekki vald yfir
almenningi né sjálfum sér, almenn-
ingur ekki yfir þeim. Þróun í
þjóðfélaginu verður með öðrum hætti
en yfirbygging þess segir til um, hún
verður fyrir tilstilli skólunar (inn-
rætingar) og fyrir tilstilli bók-
mennta,— en þar á hvíla óæskilegar
hömlur.
Aðalaðsetur Borgarbókasafnsins í
Reykjavík er gamalt einbýlishús; í
höfuðborg landsins; höfuðvígi Sjálf-
stæðisflokksins um langt skeið; að
hálfnuðum síðari hluta tuttugustu
aldar höfðu forsvarsmenn lýðræðis í
landinu ekki náð lengra en þetta í
pólitískum þroska. Hins vegar hefur
kaupsýslan, eini unginn sem þrifist
hefur í hreiðri hins gamla sam-
bræðings íhaldsmanna og frjáls-
lyndra, sú sem hefur að markmiði að
gera að veruleika draum miðstéttar
um sömu velmegun sér til handa og
var aöalsmanna, hún hefur náð að
setja þann svip á bókagerð í landinu
að bækur eru aö útliti líkari því að
heyri til Viktoríutímabilinu en
nútímanum; svo hégómlegur er
allur þeirra búnaður.
Skáldskapur
Gunnar Gunnarsson skrifaöi í
grein að við samningu skáldskapar
sé rithöfundurinn einn meö guði. Hér
um árið tók Laxness stærra upp í sig
í viðtali í sjónvarpi við danskan bók-
menntafræðing og sagði að höfundur
væri innan marka verks síns guð.
Stórt orð Hákot. Það er hámark vits-
munalegs einstaklingsframtaks að
semja skáldskap og undravert er,
þegar tekið er miö að þeirri staö-
reynd • hve lítinn gaum þeir menn
gefa skálskaparviðleitninni, sem í
orði krefjast þess að þjóðfélags-
gerðin vemdi og stuðli að
einstaklingsframtaki í landinu, slikir
menn hafa yfirleitt reynst ónæmir
fyrir skáldskap samtíðar sinnar, til
skamms tíma sveiuðu þeir í hvert
sinn sem þeir heyrðu á rithöfund
minnst. Margir sjálfstæöismenn
þykjast hafa pólitíska samvisku en
eru raunar feyrupollar í menningu
sem fúnar öll ef ekki er lagt til
hennar jafnt og af henni tekið. Ef inn
í herbúðir hægrisinna spyrst að
maður hafi sent frá sér skáldverk er
hann óöara stimplaður vinstrisinni
af þeim sem þar hafa hreiðrað um
sig: „hann er örugglega sósialisti”,
og ef höfundurinn neitar þessu af
gefnu tilefni eða segir að pólitísk
sannfæring sín og skáldskapur séu
óskyld mál, er hann þar með af sömu
talinn hafa í frammi fláttskap og
undirferli og þar af leiðandi sé
maðurinn kommúnisti. Sósíalistar
taka skáldskap alvarlega, vilja að
hann sé virkt framlag til viðhalds og
breytinga samfélags. Hægrisinnum
er hann ekki alvörumál nema sem
sósíalismi. Og í öðru fáránlegu lagi
kannski ef höfundur er látinn. Undan
þessum samstillta vilja láta virkir
höfundar, oft án nákvæmrar yfir-
vegunar, gerast allaballar og eru þó
sumir áfram Geirfuglar í hjarta
sínu.
Kenningar Karls Jung
Niðurlæging manns getur varla
oröið meiri en aö hann vinni óvitað
að framgangi málefna andstæðings
síns, réttara sagt þess aöila sem yfir-
lýstur vilji hans er að berjast gegn.
Skemmtilega skýringu á slíkum
afkáraskap gaf austurríski sál-
fræöingurinn Karl Jung og fer vel á
að hafa hana til hliðsjónar þessu
máli þótt ekki væri af öðru en því að
hver jum manni hentan að kunna skil
á goðsögulegum hliðstæðum við
félagsleg fyrirbæri. Jung segir djúp-
stæða, óvitaða hugarstarfsemi öölast
persónugervi í goðheimum drauma,
Jung kallar persónusvið Skugga.
Maður, sem er illa haldinn af efnis-
hyggju, getur ekki skiliö aö gervið er
hluti af honum sjálfum heldur tengir
þaö ósjálfrátt öðrum einstaklingi eða
hóp manna, auðveldlega því að um-
heimurinn er sama manni lítið meira
en framlenging af honum sjálfum.
Maöur sem vekur upp slíkan Móra
og sendir andstæðingi sínum verður
sjálfum sér sundurþykkur ef hann
elur á óvildarhuga sínum í garð þess
aðila. Slík yfirborðsmennska hefur
reyndar fryst vitsmuni stórra sam-
býlishópa: Skuggi margra manna
hefur í einu lagi orðið að andstæöingi
sem ærilegum úrræðum er beitt til
að fyrirkoma í eitt skipti fyrir öll.
(Píslarsaga Jóns Magnússonar er
sígilt dæmi úr íslenskum bókmennt-
um um slíkan persónuklofning).
Ekki er aöeins pólitískt heldur
einnig heilsufarslega séð mikilvægt
að þekkja sjálfan sig frá andstæðingi
sínum. Oræður ótti fer í magann,
fyrir hjartað og í höfuðið. Heilsu-
lindir eru margar, allt frá leirböðum
til jógastöðva, sem lappa upp á menn
eftir að þeir eru sligaðir orðnir af að
hlaupa um með púkann á herðunum
— þjóðsöguminnið er arabískt og
sammerkt framangreindum. Þeim
sem losa menn við hann hefur á hinn
bóginn fækkað, þaö er verk
bókmennta.
Mikilvægi
bókasafna
Bókmenntir eru afar stór
vettvangur, sögulega skoöað, í heild
verður þeim líkt við huldumannkyn
sem fylgt hefur hinu, brugðiö upp
spegli handa því til að sjá sig í
hvenær sem þanþoli mennsku þess
hefur veriö ofboðið, gefið forvitni og
ímyndunarafli svigrúm þegar
hengingaról einhvers kerfisins hefur
hert svo að blóðrásinni að hugur
manns hefur ekki getað starfað.
Þetta þekkja Islendingar. Þær hafa
verið þjóðinni lind. En gætum upp-
sprettunnar! Ef sú lind mengast
tærist gróðurinn og ef uppsprettan
stíflast leggst þjóðmenningin undir
fokskafla yfirborðsmennskunnar.
„Vera má að ég sé ekki sammála
þér en ég mun verja rétt þinn til að
segja hvaðeina,” ritaöi Voltaire, sá
sem vildi upplýsa alþýðu í Frakk-
landi forðum daga. Bókasöfn hafa
alla tíð verið virki einstaklingsfrelsis
og þaö gefur auga leið að þau eru sér-
lega mikilvæg á málsvæði sem er svo
h'tiö sem hið íslenska. Fram aö tíð
prentlistar vígðust menn inn í bóka-
söfn eins og launhelgar; síðan hefur
verið að verki á Vesturlöndum virk
pólitík á þá átt að gera þau aðgengi-
leg öllum almenningi. Nema að
gerræðislegt stjórnarfar flokkar þau
nú eins og alltaf undir hættusvæði.
Bókasöfn eru þjónustustofnanir. Þau
gera almenningi bókmenntir
aögengilegar núorðið, koma í veg
fyrir að efnamenn eigi greiðari
aðgang aö bókmenntun en aðrir og
raunar opna þau öllum jafnt leið að
bókmenntum óháð rúmi og tíma i
þeim mæh sem mönnum er á annað
borð fært aö vera það vísvitað. Með
milhgöngu lýðkjörins ríkisvalds
afla menn sér með eflrngu bókasafna
tækifæris til að uppgötva einstakl-
ingseðli sitt og annarra.
33
GOLF-EIGENDUR
Eigum fyrirliggjandi:
frambretti, framsvuntur, hood, pústkerfi, dempara, aurhlífar, kúplingspressur,
kúplingsdiska og kúplingslegur.
Póstsendum.
BÍLHLUTIR H/F
Síðumúla 8, Rvík.,
sími 38365.
furöu*®?
ótru^
á litlum sJflosarX^awuti'smvr'
veröor að P^-