Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1983, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1983, Blaðsíða 5
DV. FIMMTUDAGUR10. NOVEMBER1983. Raimhæft að stoppa fíotann í 4 mánuði Ein þeirra tillagna sem fram komu á þingi LlU nýverið var að gera út- gerðarmönnum kleift að leggja skipum sínum í þrjá mánuði á ári. I tillögunni var gert ráð fyrir að út- gerðarmenn mættu leggja skipum sínum í áföngum en ekki í skemmri tíma en mánuö í senn. Þótt tillagan hafi ekki mstt háværri andstööu var. hún ekki samþykkt á þinginu. Olafur Björnsson, útgeröarmaður og fiskverkandi í Keflavík, var einn flutningsmanna. Hann sagði i samtali við DV að í raun væri þarna verið að tala um tveggja mánaða fjarveru frá veiðum þar sem reikna mætti með að mánuður færi í viðhaldsaðgerðir hvort sem er og vafalaust myndu útgerðar- menn nýta þennan dauða tíma til viðhalds. Að mati Olafs hefði þurft að ganga enn lengra og leggja skipunum í fjóra mánuöi „en þetta hefði verið skikkan- leg prufa”, sagöi hann. Ekki vildi hann tíunda nákvæmlega skipulag þessara stöðvana enda hefðu þær orðið breytilegar eftir lands- hlutum, skipum og árstíma. Hann áleit að engin ætti að þurfa að vera frá veið- 5 — til að veiðarverði arðbærar, segir Ólaf ur Björnsson útgerðarmaður um yfir virkustu mánuðina og út- gerðarmenn ættu sjálfir að fá að ráða 'að vissu marki hvenær þeir legðu skipumsínum. I þessum tillögum felst viss viður- kenning á að flotinn sé a.m.k. f jórðungi of stór. Tók Olafur undir þaö sem skoöunsína. -GS. Kristinn Sigmundsson söngvarl er meðal þeirra sem koma fram á tón- leikum íslensku hljómsveitarinnar í kvöld. íslenska hljómsveitin: Kristinn Sig- mundsson syngur á f yrstu tónleikunum „Frá nýja heiminum” er yfirskrift fyrstu áskriftartónleika Islensku hljómsveitarinnar á öðru starfsári sem verða haldnir í Neskirkju í kvöld. Auk hljómsveitarinnar koma fram þau Kristinn Sigmundsson söngvari, Anna Guöný Guðmundsdóttir píanó- leikari og Pétur Jónasson gítarleikari. Stjómandi tónleikanna verður Guð- mundur Emilsson. Askrifendur sem enn hafa ekki sótt miða eru beðnir um að gera það sem fyrst. Skrifstofa hljómsveitarinnar að Frikirkjuvegi 11 er opin kl. 9—15. Einnig má kaupa áskrift við inngang- inn. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. -GB. Skrifstofa framtíðarínnar - námsstefna og sýning hefst í dag Stjórnunarfélag Islands og Skýrslufélag Islands efna til náms- stefnu um „Skrifstofu framtíðarinnar” og veröur hún haldin í dag, fimmtu- dag, í Kristalssal Hótel Loftleiöa og hefstkl. 13. Fjölmargir sérfróðir menn um efnið, jafnt innlendir sem útlendir, munu fjalla þar um ýmisleg svíð sem tengj- ast því og í framhaldi af námsstefn- unni verður síðan sýning á tölvubún- aði, skrifstofutækjum og skrifstofu- búnaði. Sýning þessi verður haldin í Hús- gagnahöllinni, Bíldshöföa 20, dagana 10, —16. nóvember og verður opin frá kl. 15 til 21. .-BH. Næsta bylting f tölvuvæðingu Dr. Clarence A. Ellis flytur fyrirlest- ur í boði viðskiptadeildar föstudaginn 11. nóvember 1983 kl. 16.15 í Árnagarði, stofu 201. Fyrirlesturinn nefnist „Næsta bylting í tölvuvæðingu á skrif- stofu”. Veröur hann fluttur á ensku og er öllum heimill aðgangur. I fréttatilkynningu frá Háskóla Is- lands er þess getið að dr. Ellis hafi lok- iö doktorsprófi frá háskólanum í Illi- nois árið 1969 og hafi meðal annars starfað sem prófessor viö Massachus- etts Institute of Technology, en á seinni árum hefur hann unnið á rannsókna- stofu XEROS í Palo Alto. -BH. Slóút Rafmagnslaust varð í öllum austur- hluta Reykjavíkur laust eftir klukkan 16 í gær. Astæðan var sú að háspennu- rofí sló út Rafrnagnsleysið stóð aðeins í nokkrar mínútur eins og menn hafa efiaustorðið varirvið. -óm. stil i stáll séthö°n botð u* UNDIR TÖLVUR PBENIARA RITVÉLAR Bókabúð Sigfúsar Eymundssonar Austurstræti 18 Konráð Axelsson Armúla 36 (Selmúlamegin) CHRYSLER MEIRIHÁTTAR VERÐLÆKKUN Nú seljum við síðustu eintökin af þessum frábæru tækjum á stórlækkuðu verði. Dodge picup 1980 723m @00 f — 379.500,- Dodge van 1982 479.700,- Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.