Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1983, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1983, Blaðsíða 32
32 DV,..FIMMTUDAGUR 10. NOVEMBER1983. í gærkvöldi____________í gærkvöldi Uppspretta andans er fundin Hyldýpi andleysunnar í Dallas í gærkvöldi varö mér loks ofviða. Eg fór aö velta fyrir mér hvað langt væri síöan ég heföi séö góöa hug- mynd í sjónvarpinu. Lengi vel leitaði ég árangurslaust uns brot héöan og brot þaöan úr dagskrá þessa sama kvölds fóru aö taka á sig mynd, Ný örlagadagskrá í óteljandi þáttum hófst. Efniviöur: auglýsingarnar, aöalpersóna: Laddi. Laddi er hundleiður og úttaugaöur tölvuoperator í stóru fyrirtæki (Digital). Aö loknum vinnudegi á föstudegi snarar hann sér út í Möst- una (Bílaborg) og ekur eins og vit- laus maður heim því frændfólk kon- unnar er væntanlegt í mat. Þegar hann kemur heim er allt í drasli og undirbúningur í ólestri. Ekkert getur þessi kona gert eins og manneskja og Laddi kippir eldhúsinu í lag á svip- stundu (Ajax). Þaö veröur aö redda snarlinu í hvelli og allir geta boröaö franskar (Fransmann). Nú og ef ein- hver er óánægöur, má redda skapinu meö írsku kaffi ef konan fengist nú bara til aö mala þaö (Santos). Pakk- iö vill fara á óperuna og Laddi neyð- ist til aö fara meö (Dilettó kaffi). Hann læðist út í hléi og leitar í hóp félaganna á körfuboltaæfingu (Sam- bandiö). En jafnvel þar gleymir hann ekki nöldrinu í konunni: „Það þarf nýjar flísar í eldhúsiö (JL húsiö) viö veröum aö fá smartara klósett (J. Þorláksson og Norömann) og hvaö meö blöndunartækin viö bað- iö(Grohe). . . og jeggedí jagg.” Laddi gefur skít í allt og fer á diskótek (Steinar). Þegar hann kemur heim vilja hvorki krakkarnir né konan yröa á hann og bursta bara tennurnar (Colgate). Mæhrinn er fullur. Laddi skilur, fær sér leigt her- bergi og kaupir gamlan Volkswagen en einmitt þegar hann er aö skipta um dekk á druslunni hitttir hann dís sinna drauma (Almennar trygging- ar) Þau ákveöa aö kynnast nánar og fara saman í sólarferð (Útsýn). En þriggja vikna drykkjuskapur gengur fram af Ladda og hann kemur áfengissjúkur og kærustulaus heim. Hann leggst svo lágt aö reyna að stela pizzu af gamalli konu sér til matar (Pizzuhúsiö) og úr þvi blasir aðeins meöferöin við (SÁÁ). Þaöan snýr hann blásnauöur út í lífið en man þá eftir aö hafa endumýjað í happdrættinu einhvem tímann í ölvímunni (Happdrætti Ht). Hann fær stóra vinninginn. Nú skal lifa heilbrigðu lífi meö útivem og fjalla- feröum svo fjórhjóladrifinn Subam (Ingvar Helgason) verður fyrir val- inu. Laddi þeysir á nýja bílnum út í óbyggöir, óvissu og nýr maður á vit nýrra örlaga,— Endir á þessari sápuóperu, sem hér meö er laumað inn í dagskrána. Gissur Sigurðsson. Kjartan Erlendsson vélstjóri lést 28. október sl. Hann fæddist í Reykjavík 7. mars 1948, sonur þeirra Ástu Þor- grímsdóttur og Erlends Jóhannssonar. Kjartan lærði vélvirkjun hjá Héöni hf. og lauk síöan námi frá Vélskóla Islands 1974. Aö því búnu hóf hann störf á sjónum sem vélstjóri og var lengst af á skipum Eimskipafélags Islands en tvö síðustu árin var hann á Sandeynni. UtförKjartans verðurgerö frá Fossvogskapellu í dag kl. 13.30. Jóhann S. Hannesson fyrrverandi skólameistari og skáld er látinn. Hann fæddist á Siglufiröi 10. apríl 1919, sonur hjónanna Hannesar Jónssonar og Kristínar Bjargar Þorsteinsdóttur. Jóhann varö stúdent frá MA og lauk MA prófi í ensku og málvísindum viö University of California í Berkeley áriö 1945.- Jóhann var lektor í ensku viö Háskóla Islands 1948—50. Kennari í ensku og bókmenntum og jafnframt bókavöröur viö The Fiske Icelandic Collection viö Corneli-háskóla í New York. Þá sneri hann heim og varö skólameistari á Laugarvatni um 10 ára skeið, frá 1960—70. Hann var starfs- maöur fræösluskrifstofunnar í Reykjavík 1970—72 og kenndi viö Menntaskólann í Hamrahlið. Hann var kvæntur Lucy Winston og eignuöust þautvöbörn. Pétur W. Mack lést 31. október sl. Hann fæddist á Siglufiröi 21. desember 1950, sonur séra Róberts Jack og fyrri konu hans Sigurlínu Guðjónsdóttur, en hún lést þegar Pétur var tveggja ára. Skömmu seinna gekk honum í móður staö Guömunda Vigdís Siguröardóttú-, seinni kona Róberts. Pétur vann lengst af viö þaö starf er hann menntaöi sig til, bifvélavirkjun. Eftirlifandi eigin- kona hans er Elín Guömundsdóttir, eignuðust þau þrjár dætur. Fyrir rúm- um fjórum árum fluttust þau til Stykkishólms, þar sem Pétur vann lengst af sem verkstjóri hjá Nýja- bílveri hf. Fyrir tveim mánuöum réð Pétur sig á Haföminn SH 122. Utför Péturs var gerö frá Bústaðakirkju í morgun kl. 10.30. Elísabet Brynjúlfsdóttir, Ægissíöu 119 Reykjavík, andaðist 6. nóvember í Landspítalanum. Jónas Haukur Einarsson, blikksmíöa- meistari, Sunnubraut 20 Kópavogi, veröur jarösunginn frá Fossvogskap- ellu föstudaginn 11. nóvember kl. 15. Jakob Sveinsson, Egilsgötu 32, sem andaöist þann 4. nóvember síöastliö- inn, veröur jarðsunginn föstudaginn 11. nóvember kl. 16 frá Fossvogs- kirkju. Aðalfundir Sundfélagið Ægir. Aöalfundur félagsins 1983 verður haldinn sunnudaginn 13. nóvember kl. 16 að Fríkirkju- vegi 11. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjómin. T Knattspyrna Uppskeruhátíð hjá Víkingum Uppskeruhátíð knattspymudeildar Víkings verður í kvöld, fimmtudaginn 10. nóv. kl. 19.30 í félagsheimili Víkings við Hæðargarð. íþróttir Firmakeppni KKÍ Þátttökutilkynningar í firmakeppni KKI, þurfa að hafa borist skrifstofu KKI eigi síðar en 1. desember nk. Þátttökutilkynning er ekki tekin til greina nema henni fylgi þátttökugjald kr. 1300,-. Tapað -fundið Tapað — Fundið Fyrir nokkram dögum fannst, í kvikmynda- húsinu Regnboganum, svart seðlaveski með miklu af peningum í. I veskinu voru engin skilríki né annað sem bent gæti á eigandann og enginn hefur spurst fyrir um veskið þar. Ef einhver hefur tapað veski með mikilli upphæð í er viðkomandi beðinn um að hafa samband við starfsfólk Regnbogans sem allra fyrst. Tapað — fundið Síðastliðið fóstudagskvöld voru nokkrir út- lendingar staddir í veitingastaðnum Broad- way að skemmta sér. Einn þeirra lagði frá sér jakkann með veski í, en einhver gestanna var svo hirðusamur að hirða veskið. Nú er það ósk útlendingsins aö hann fái skilríkin til baka því annars mun hann eiga í erfiðleikum með sín ferðalög. Sá sem veit um skilríkin er því beðinn um að segja til hvar veskið með skilríkjunum er í síma 33212. Hvar er Depill Svartur og hvítur köttur sem heitir Depill tapaöist frá Kambsvegi 16. Þeir sem vita hvar hann heldur sig vinsamlegast hringi i síma 35508 eða 76340. Fundir Kvenréttindafélag Islands heldur hádegisfund á Lækjarbrekku fimmtu- daginn 10. nóvember. Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður kemur á fundinn og ræðir um launamál kvenna. Lútersvaka á vegum kirkju- félags Digranesprestakalls Á kirkjufélagsfundi sem haldinn verður í safnaðarheimilinu við Bjamhólastíg fimmtudaginn 10. nóvember kl. 20.30 veröur dagskráin helguð Lúter. Ingimar Erlendur Sigurðsson les úr nýjum ljóðum sínum um Martein Lúter. Elín Þorgilsdóttir les kafla úr ævisögu Lúters eftir Roland H. Bainton sem út kemur innan skamms. Sýndar verða mynd- ir úr sögu siðbótarinnar. Nýir félagar og gestirvelkomnir. Frá Migrensamtökunum Mánudaginn 14. nóvember verður annar fræðslufundur vetrarins að hótel Esju kl. 20.30. Gestur fundarins verður Einar M. Valdimarsson, heila- og taugasjúkdóma- læknir. Haustfundur Snarfara verður haldinn fimmtudaginn 17. nóvember 1983 í húsi Slysavamafélags Islands og hefst kl. 20. Fundarefni: 1. félagsstarfið, 2. Uppbygging hinnar nýju smábátahafnar Snarfara, 3. Önnur mál. Stjórnin. Kvenréttindafélag íslands — Hádegisverðarfundur Kvenréttindafélag lslands heldur hádegis- veröarfund í Lækjarbrekku fimmtudaginn 10. nóvember nk. Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður kemur á fundinn og segir frá störfum framkvæmdanefndar um launamál kvenna. Á ráðstefnu Alþýðuflokkskvenna sem haldin var 24. sept. sl. var samþykkt að efna til þverpólitisks samstarfs um launamál kvenna og að konur reyndu þannig með sam- stöðu sinni að hafa áhrif á að uppræta þann launamun sem er á milli kvenna og karla í þjóðfélaginu. Félagsmenn KRFI og aðrir er hafa áhuga á málinu eru hvattir til aö mæta á fundinn. Kvenfélag Fríkirkjunnar í Reykjavík heldur basar á Hallveigarstöðum laugar- daginn 12. þ.m. kl. 14.00. Þeir sem vilja gefa þangað kökur eða muni eru beðnir að koma með það að Hallveigarstöðum eftir ki. 18 á föstudag. Verkakvennafélagið Framsókn heldur sinn árlega basar laugardaginn 19. nóvember kl. 14 aö Hallveigarstööum. Tekiö á móti munum á skrifstofu félagsins aö Hverfis- götu8—10. Basamefndin. Húsmæðrafélag Reykjavíkur heldur basar og flóamarkað að Haliveigar- stöðum sunnudaginn 13. nóvember kl. 14. Félagskonur og aðrir vinir sem ætla að gefa muni á basarinn era beðnir að hafa samband við Rögnu í síma 81759, Steiinunni, síma 84280 og Sigríði ,síma 23630. Kvenfélag Grensássóknar heldur basar í safnaðarheimilinu við Háaleitisbraut laugardaginn 12. nóvember kl. 15.00. Tekið verður á móti kökum og munum föstudaginn 11. nóvember milli kl. 18 og 22. Félagsfundur verður haldinn mánudaginn 14. • nóvember ki. 20.30. Meöal annars verður tískusýning frá Verðlistanum. Allar konur velkomnar. Stjómin. Ársháfíðir Jöklarannsóknafélag íslands Árshátíð félagsins verður í Snorrabæ við Snorrabraut laugardaginn 12. nóv. 1983. Húsið opnað kl. 19.00. Veislustjóri: Sveinbjörn Björnsson. Borðræða:Ari TraustiGuðmunds- son. Miðar fást í versluninni Vogaveri, Goöarvogi 46, sími 81490 og óskast sóttir fyrir fimmtudagskvöld 10. nóv. Skemmtinefnd. Tilkynningar Keflavíkurkirkja Lútersvaka á fimmtudagskvöld kl. 20.30, fermingarböm kynna Lúter. Myndasýning og samtalsþáttur, kór Keflavíkurkirkju syngur sálma eftir Lúter. Allir velkomnir. Sóknarprestur. Músíktilraunir '83 Lifandi tónlistarkvöld í Tónabæ á vegum SATT og Tónabæjar Músíktilraunir ’83 era hugsaðar sem tækifæri fyrir tónlistarmenn til að koma á framfæri frumsömdu efni, óháðu ríkjandi sölulög- málum hljómplötumarkaðarins, að gefa tónUstarmönnum tækifæri til að gera tUraunir í hljóðverum fyrst og fremst með tónUstarlega þróun í huga. Sex tUraunahljómsveitir spUa hvert kvöld og komast tvær áfram til úrslita á lokakvöld. Aheyrendur gefa hverju verki sem hljóm- sveitirnar flytja stig. Þrjár stigahæstu hljóm- sveitirnar á lokakvöldinu hljóta tuttugu tíma í hljóðveri í verðlaun. Hver hljómsveit má fiytja 4 frumsamin lög. Ahersla er lögð á að hljómsveitum úti á landsbyggðinni sé boðm þátttaka og á ein- hvern hátt munu aðstandendur Músíktilrauna ’83 reyna að beita scr fyrir lækkun ferða- kostnaðar vegna þátttöku, t.d. með útvegun hljóðfæra o.s.frv. Verði meira framboð af hljómsveitum en mögulegt verður að koma fyrir á þessum kvöldum skal nefnd á vegum SATT og Tónabæjar sjá um forval. Sama nefnd sér um niðurröðun hljómsveita fyrir hvert kvöld. Nokkur hljóðver hafa gefið SATT og Tónabæ 20 tíma til Músiktilrauna ’83. Eina skilyrðið af þeirra hálfu er að vinningshljóm- sveitirnar velji í samráði við viðkomandi hljóðver hljóðstjóra sem svo hafi yfirumsjón með upptökunni. Vinningshljómsveitimar draga um hvaða hljóðver verður fyrir valinu. Þátttaka: Hljómsveitir geta tilkynnt þátttöku sína í Músktilraunir ’83 bréflega eða símleiðis í Tónabæ, Skaftahlíð 24, sími 35935. Þátttökutilkynningar þurfa að berast fyrir 12. nóv. fyrir fyrsta M. T. kvöidið, annars 5 dögum fyrir hvert kvöld. Músíktilraunir ’83 verða haldnar í Tónabæ á hverjum fimmtudegi og er fyrsta kvöldið 17. nóvember, síðan 24. nóv. 1. des. 8. des og 9. des. úrslitakvöld. Þekktar hljómsveitir í íslensku tónlistarlífi verða fengnar til að spila sem gestir á hverju kvöldi. Allir sem áhuga hafa á lifandi tónlist eru velkomnir á þessa tónleika og er það von aðstandenda Músíktilrauna ’83 að þetta framlak leiði til aukinnar þróunar íslenskrar dægurtónlistar og meiri breiddar í útgáfu. SATT og TÓNABÆR. Aukasýning á Guðrúnu Vegna þess hve margir þurftu frá að hverfa á síðustu sýningu Leikfélags Reykjavíkur á leikritinu Guðrún verður aukasýning nú á fimmtudagskvöldið og verður það allra síðasta sýning verksins. Sem kunnugt er byggir höfundurinn, Þór- unn Sigurðardóttir, leikritið á Laxdælasögu, ástum Guðrúnar Osvífursdóttur og sambandi hennar við þá fóstbræður Kjartan Olafsson og Bolla Þorleiksson. Leikendur í þessum hlut- verkum hafa hlotið mikið lof fyrir leik sinn en þeir era: Ragnheiður Elfa Arnardóttir, Jóhann Sigurðarson og Harald G. Haralds- son. Alls koma 9 leikarar fram í sýningunni. Jón Asgeirsson samdi tónlistina en höfundur er jafnframt leikstjóri. Sænska kvikmyndin „Hástökkvarinn" endursýnd í Norræna húsinu Vegna góðrar aðsóknar að sænsku kvikmynd- inni Hástökkvarinn, sem sýnd var í Norræna húsinu á vegum kvikmyndaklúbbsins Norður- Ijóss, verður önnur sýning í Norræna húsinu í kvöld, fimmtudaginn 10. nóv., kl. 17.15. Myndin fjallar um þorpsfiflið sem verður að þorpshetju þegar hann vinnur hvem sigurinn af öðrum í hástökki og nálgast óðum heimsmetið. Asko Sarkola leikur aðalhlutverkið og sýnir óviöjafnanlegan leik, en hann mælir ekki orð af vörum alla myndina. Aðgöngumiðar eru seldir í bókasafni og við innganginn og kosta 20 kr. Hátíðarsamkoma á fæðingardegi Marteins Lúters 1 tilefni af þvi að 500 ár era liðin frá fæðingu Marteins Lúters þ. 10. nóv. nk. gengst Háskóli Islands fyrir hátíðarsamkomu í hátíðasal háskólans. Dr. Sigurbjörn Einarsson, fyrrv. biskup Islands, flytur hátíðarræðuna. Jón Stefánsson söngstjóri stjórnar söng. Samkoman hefst kl. 17.15 í kvöld, 10. nóv., og eru allir velkomnir. Til fyrrverandi nemenda Tækniskóla íslands, vinnu- veitenda þeirra og annarra sem áhuga hafa á málefninu Nefnd sem menntamálaráðherra skipaði vinnur nú að athugun á stöðu Tækniskóla Is- lands í menntakerfinu og áætlun um framtíðarþörf fyrir margs konar tækni- menntun og hvernig henni verði best fyrir komið. Meðal þess sem nefndin f jallar um er: — Tengsl skólans við aðrar menntastofnanir. — Nýjar námsbrautir í skólanum og fjöl- breyttara fullnaðamám. — Verkefniskólansásviðiendurmenntunar. Nef ndin væri þakklát fyrir athugasemdir og tillögur varðandi verkefni sitt þ.á m. varð- andi alla menntun sem nú er veitt í skólanum. Tillögumar má senda rektor og ræða þær við hann eða skólanefndarmenn Tækniskóla Islands. Rektor. Fréttatilkynning frá póst- og símamálastofnuninni (lollenska póst- og símamálastofnunin hefur tilkynnt, að vegna verkfalis megi búast við töfum á póstf lutningi til og frá Hollandi. Sýning Guðbergs heldur áfram Sýning Guðbergs Auðunssonar, í sýningar- salnum að Þingholtsstræti 23, hefur verið framlengd tU 15. nóvember. A fjórða hundrað manns hafa séð sýninguna í hinum nýja sýningarsal sem einnig er vinnustofa Guð- bergs. Sýningin er opin daglega frá kl. 3—6. laugardaga og sunnudaga frá kl. 2—6. Skipadeild Sambandsins HULL/GOOLE: GAUTABORG: Jan ,14/11 HvassafeU . 10/11 Jan 28/11 Hvassafell.... .22/11 Jan 12/12 HvassafeU . 6/12 Jan 27/12 Hvassafell.... .20/12 ROTTERDAM: KAUPMANN AHÖFN: Jan 15/11 Hvassafell .11/11 Jan 29/11 HvassafeU . 23/11 Jan 13/12 Hvassafell . 7/12 Jan 28/12 HvassafeU , 21/12 ANTWERPEN: SVENDBORG: Jan 16/11 DísarfeU . 9/11 Jan 30/11 Helgafell ,17/11 Jan 14/12 Hvassafell .24/11 Jan 29/12 HvassafeU , 8/12 HelgafeU ,13/12 HAMBORG: Jan 18/11 AARHUS: Jan 2/12 DisarfeU ,10/11 Jan 16/12 Helgafell 17/11 Jan 30/12 Hvassafell ,24/11 HvassafeU 8/12 HelgafeU 13/12 HELSINKI: Helgafell 14/11 Helgafell 9/12 GLOUCESTER, MASS.: Skaftafell 29/11 LARVIK: Skaftafell . 29/12 Hvassafell 9/11 Hvassafell 21/11 HALIFAX, CANADA: Hvassafell 5/12 Skaftafell 30/11 HvassafeU 19/12 /SkaftafeU 30/12 Happdrætti Félags einstæðra foreldra Dregið hefur verið í happdrætti Félags einstæðra foreldra, og hlutu eftirtalin númer vinning: 2829, 4248, 2622, 60, 3842, 3112, 4287, 4398, 4078, 3598, 924, 4190,1245, 2802, 929,1940,1872, 3538,1567,1204. Miðstjórn Bandalags íslenskra sérskólanema samþykkti á fundi sínum 25. október 1983 eftirfarandi ályktun: Eins og fram hefur komið að undanförnu er það æUun stjórnvalda um þessar mundir að skerða stórlega það fé sem Lánasjóður íslenskra námsmanna telur sig þurfa á næsta ári. Það er ljóst að þær upphæöir sem nefndar eru í fjárlagafrumvarpinu fýrir árið 1984 duga hvergi nærri til þess að Lánasjóðurinn geU sinnt lagalegri skyldu sinni. Það á að heita svo að á Islandi ríki jafnrétti til náms. Þaö er að allir hafi sama rétt til þess að læra án tillits til stéttar eða stöðu. Ef þessi stórfelldi niðurskurður á eftir að eiga sér stað mun það beinlínis þýða að fjöldi fólks verður að hætta námi, þar eð augljóst er að fólk sem ekki hefur neinn fjárhagslegan bakhjarl að styöjast viö verður aö treysta á lán frá Lánasjóðnum. Það skal enn einu sinni áréttað að náms- lánin eru alls ekki gjafir heldur koma náms- menn til meö að greiða þau að fullu til baka með verðbótum. Miðstjórn Bandalags íslenskra námsmanna skorar á Alþingi og ríkisstjórn að standa við gefin loforð og Iög um Lánasjóö íslenskra námsmanna þannig að ekki þurfi að koma til stórfelldrar fækkunar í skólum landsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.