Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1983, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1983, Blaðsíða 40
27022 ÁUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA33 SMÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI11 86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14 Dregur að landsfundi Alþýðubandalagsins: Sterkar líkur benda til þess, samkvæmt heimildum DV í Alþýöu- bandalaginu, að Steingrímur Sigfús- son alþingismaöur veröi næsti vara- formaöur þess. Þá sem strjálbýlis- fulltrúi, þar sem formaöurinn, Svavar Gestsson, er höfuöborgarbúi. Þetta er óbreytt staöa frá því aö DV skýrði frá hræringum út af þessu embætti í haust. Kjartan Olafsson ritstjóri hefur veriö varaformaður tvö síðustu tímabil, sem þingmaöur og síðar frambjóðandi fyrir vestan, þótt hann búi í borginni. Aöalreglan er sú að menn haldi ekki embættum i Alþýöubandaiaginu nema tvö þriggja ára tímabil í senn, þótt þaö þriöja komi til greina í und- antekningum. Nú sem sagt hættir Kjartan. Einnig hættir Guörún Helgadóttir sem ritari og loks hættir Tryggvi Aðalsteinsson sem gjald- keri, bæöi eftir tveggja tímabila setu. Ljóst er af heimildum DV aö kosning varaformanns veröur ekki' átakalaus. Annar strjálbýlisfulltrúi er talinn renna hýru auga til stöðunnar, Hjörleifur Guttormsson. Hann er þó ekki talinn leggja í kosn- ingu á landsfundinum nema vera öruggurumsigur. ÞaÖ eru hins vegar konur í banda- laginu úr Reykjavík, sem hafa mikinn viöbúnaö og ætla að bjóöa fram konu í varaformannsstööuna. Álfheiður Ingadóttir blaðamaður er einna heist til nefnd en ýmsar fleiri munu enn koma til greina. -HERB. Nauðlending á þjóðvegi Böm fyrirá veginum Frá Þórunni Reykdal frcttaritara DV í Borgarfirði: Einshreyfils flugvél TF-RPM nauö- lenti á þjóðveginum við Hellubæ í Hálsasveit á 4. tímanum á þriðjudag. Vegna vélarbilunar hugðist flug- maðurinn nauðlenda á veginum en 3 litlar skólastelpur voru þá á veginum. Haföi þeim dottiö í hug aö ganga heim hluta af leið sinni úr skóla án vitundar foreldra sinna. Reyndi flugmaðurinn þá aö fleyta vélinni lengra yfir vegin- um með þeim afleiðingum aö hún lenti á rafmagnslínu sem lá yfir veginn við Hellubæ. Lendingin tókst vel, flugmað- urinn og börnin sluppu ómeidd og vélin skemmdist ótrúlega lítiö, dældaðist á nefinu fyrir neöan skrúfuna. Hins veg- ar slitnaði línan og rafmagnsstaui ar brotnuðu. Rafmagnslaust var í Hvítár- síöu og Hálsasveit í nokkra tíma á þriðjudag og aftur á miövikudag vegna viðgeröa. ÞÞR Kosningar í Mýrdalshreppi Kosning til hreppsnefndar Mýrdals- hrepps fer fram næstkomandi laugar- dag, 12. nóvember. Mýrdalshreppur veröur reyndar ekki til fyrr en um áramót er formleg sameining Hvammshrepps (Víkur í Mýrdal) og Dyrhólahrepps tekur giidi. Samþykkt var við almenna atkvæöagreiöslu í hreppunum 14. nóvember 1982 aö sam- eina hreppana frá og meö 1. janúar 1984. Þrír listar eru í kjöri viö hrepps- nefndarkosninguna, B-lista Framsókn- arflokksins, D-listi Sjálfstæöismanna og Z-listi Umbótasinna. Kosin veröur 7 manna hreppsnefnd og einnig fulltrúi hreppsins í sýslunefnd Vestur-Skafta-. fellssýslu. Kosið veröur á tveimur stööum, i Ketilstaðaskóla og Víkurskóia. ÖEF LOKI Úff, annar Steingrímur! Teknirfyrir að „smygla” þorski! Vélbáturinn Reykjaborg RE 25 hefur veriö sviptur leyfi til dragnótaveiöa á Faxaflóa. Veiöieftirlitsmenn kæröu bátinn í lok síöustu viku vegna of mikils þorskafla um borö en sam- kvæmt reglugerð má þorskur ekki fara yfir 15% af afla dagnótabáta. Skipverjar höfðu blandað þorskinum við kolann og síðan breytt yfir þannig að þorskurinn sæist ekki. En veiðieftirlitsmennimir fundu þennan „smyglvarning” um borð og kæröu bátinn. Þetta er í annað skiptið sem Reykjaborgin er kærð fyrir brot á dragnótaveiðunum á Faxaflóa, og var hún því svipt leyfi. Dragnótaveiöamar þar eru mjög umdeildar og langt því frá að menn séu á einu máli um ágæti og nauðsyn þeirra. Því er haft mjög strangt eftirlit meö því aö öllum settum reglum sé fylgt og bátar óspart sviptir leyfum og sektaöir ef þeir fara ekki eftir þeim. -klp- Afli Húsavíkurbáta hefur verið mjög lélegur að undanförnu og á myndinni sést afrakstur dagsróðurs hjá einum þeirra. Gœftir hafa verið lélegar og bátárnir vart komist á sjó. í október bárust um 300 tonn á land og það sem af er nóvember er aflinn orðinn rúmlega 80 tonn, aðallega þorskur. Fyrsta síld haustsins er vœntanleg til Húsavíkur í kvöld og verður hún unnin á morgun. DV-mynd E.Ó. Verður Framsókn á móti útvarpslagafrumvarpinu? „Eg er mjög vantrúaður á þetta frumvarp,” segir Halldór Ásgríms- son sjávarútvegsráöherra, og á þá við útvarpslagafrumvarpiö sem Ragnhiidur Helgadóttir hefur lýst yfir að hún hyggist leggja fram eins og það kom frá útvarpslaganefnd. „Eg er ekki þeirrar skoðunar aö þaö sé mögulegt aö reka hér margar útvarpsstöövar í landinu, ég vil reka hér myndarlegt ríkisútvarp, en ef á að fara aö heimila mjög mörgum aðilum að reka útvarp hérna hlýtur samkeppnin þeirra á milii að bitna mest á þeim sjálfum og draga þá niður,” segir Halldór. Honum finnst aö menn á Reykjavíkursvæðinu gieymi því að við búum fá í stóru landi. Stundum sé eins og mönnum finnist að hér geti hlutirnir verið eins og í Bandaríkjun- um og meðai annarra stórþjóða. Halldór viidi ekkert um þaö segja hvort þessi afstaöa hans þýddi þaö að framsóknarmenn myndu ekki ljá máls á því aö frumvarpiö veröi lagt fram í nafni ríkisstjórnarinnar, málið yrði til umræöu í þingflokki framsóknarmanna næstkomandi mánudag og þar yrði afstaða tekin tU málsins. SþS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.