Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1983, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1983, Blaðsíða 1
INDÓNESÍA BANNAR ÆTTLEIÐINGU BARNA íslendingar hafa ættleitt 60 böm þaðan á síðustu áram „Máliö er þaö, að lög sem sett voru í Indónesíu frá og með 12. október sl. útiloka ættleiöingu þarlendra bama til útlendinga,” sagöi Guöbjörg Alfreðsdóttir, formaður fé- lagsins Islensk ættleiðing, er DV ræddiviðhana. Islensk ættleiðing er áhugamanna- félag sem hefur haft hönd í bagga með ættleiðingu bama frá útlöndum. A síöustu tveim og hálfu ári hafa 60 böm komið hingað til lands frá Indó- nesíu og hafa þau veriö ættleidd hér. Nú hafa þarlend yfirvöld tekið fyrir slíkt. Guðbjörg kvaðst ekki vita ná- kvæmlega hvers vegna þessi nýju lög hefðu verið sett í Indónesíu. Hefðu aðeins borist lausafregnir hingað til lands þar aö lútandi en einnig hefði nokkuð veriö skrifað um þau í erlendum blöðum. Mætti gera ráð fyrir að lagasetningin væri til orðin af trúarlegiun ástæðum. Nær 90 prósent landsmanna i Indónesíu væru múhameðstrúar ogmættiætla að þar væri orsakar lagasetningar- innar einkum að leita. Sagði Guðbjörg að í þessum nýju lögum væri m.a. kveðið á um að út- lendingur sem hygöist ættleiða bam frá Indónesíu yrði að hafa verið bú- settur þar í landi í þrjú ár áður en af ættleiöingunni gæti orðið. „Það er auðvitað útilokað fyrir fólk að uppfylia skilyrði sem þetta,” sagði Guðbjörg. ,,En svo er líka spurning hvað lög sem þessi halda lengi. Það ríkir gífurleg fátækt þama niður frá og f jöldinn allur af börnum er foreldralaus. Því má búast við að þetta breytist aftur þegar frá líður.” -JSS DAGBLAÐIЗVÍSIR 258. TBL. — 73. og 9. ÁRG. — FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1983. Ákvörðun stjómamefndar um pvottaþjónustu ríkisspitalanna: Öllum tilboð- umhafnað „Stjómamefnd hefur tekið ákvörðun um að hafna öllum tilboöum sem bárust í rekstur þvottaþjónustu fyrir ríkisspitalana,” sagði Davíð Á. Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri ríkisspítalanna, í viðtali við DV. Aðspurður um þá staðhæfingu Guðmundar Arasonar, forstjóra Fannar, um að hans tilboð hefði verið lægra en rekstrarkostnaður Þvottahúss ríkisspítalanna, sagði Davíð að óskað hefði verið umsagnar ríkisendurskoðunar í því málL , Jlekstrarkostnaðurinn hjá okkur er lægri en tilboð Fannar samkvæmt okkar útreikningum,” sagöi hann. „Stærsti liðurinn sem deilt er um í því sambandi eru afskriftir á tækjum en þann hlut má deila endalaust um. Okkar aðferð var sú að við látum meta öll tækin á raunverulegu verði og miðuðum afskriftimar viö 20 ára endingu. Þau eru nú flest 10—11 ára gömul. Guðmundur miöaði hins vegar við 8 ára afskrif tir. Þvottahús ríkisspítalanna á nú allt lín sem notað er á spítölunum. Við hefðum að sjálfsögðu selt þær birgðir ef samningar hefðu tekist. En það var sumsé gert ráð fyrir að línið yrði í eigu viökomandi þjónustuaðila þegar útboö var gert en ekki gert ráö fyrir neinum breytingum í þeim efnum.” -JSS Síldarsöltun rétt að Ijúka Á hverri stundu er nú búist við aö Síldarúivegsnefnd tilkynni að síldar- söltun verði lokið innan eins til tveggja sólarhringa. Mjög góð síldveiði er nú, þannig að svo kann að fára að bátar komi að landi með góðan afla eftir að söltun er lokið, eins og átti sér stað í fyrra. En þá tekur frystingin við ef síldin er ekki mjög smá og þær góðu fréttir berast af aðalveiðisvæðinu að síðustu sóiarhringa hafi síidin farið sístækkandi. Það mætti því kalla þetta kjörástand. -gs. ■HBBDHHl 22 Nóbels- verðlaunahafar mótmæla vígbúnaðar- kapphlaupinu ] Sjá erlendarfréttir ábls.Sogð Hlustað eftir neyðarsendi Menn eru vonlitlir um að nokkur úr áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar TF- RÁN hafi komist lifs af þegar hún fórst í Jökulfjörðum í fyrrakvöld. Talið er að þyrlan hafi farið í sjóinn út af Kvíarfjalli, milli Veiðileysufjaröar og Lónafjarðar. Brak úr þyrlunni hefur fundist á því svæði. Á sömu slóðum hafa dýparmæl- ar leitarbáta sýnt þúst á sjötíu metra dýpi. Enginn staðfesting hefur fengist á því að þar sé um flak þyrlunnar að ræða. Starfsmenn Flugmálastjórnar og Vamarliðsmenn komu í Jökulfirði síð- degis í gær með tækjabúnað til að greina hugsanlegar sendingar neyðar- sendis þyrlunnar. Neyðarsendingar eiga að geta heyrst í vatni. Umfangsmikil leit stóö fram yfir miðnætti í nótt. Leit hófst aftur í birt- ingu í morgun. I dag verður leitað úr lofti með þyrlu og’af sjó auk þess sem kafarar eru til taks. — sjá nánar blaðsiöu 2 og 3. -KMU. íslenskir fjallgöngumenn ráöastáhæsta fjall Vesturálfu -sjábls.3 Bygging stálversins tefst — sjá bls.4 Áhugamál einkaritara — sjá Dægradvöl bls. 34-35 39.000 EINTÖK PRENTUÐ í DAG. RITSTJÓRN SÍMI 86611 • AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA SÍMI 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.