Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1983, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1983, Blaðsíða 18
18 DV. FIMMTUDAGUR10. NOVEMBER1983. Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að gjalddagi launaskatts fyrir mánuðina ágúst, september og október er 15. nóvember nk. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til innheimtu- manns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ. HITAVEITA SUÐURNES JA vill ráða til starfa vélvirkja Laun samkvæmt kjarasamningi Starfsmanna- félags Suðurnesjabyggða. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist til Hitaveitu Suðurnesja, Brekkustíg 36 Njarðvík, eigi síðar en 21. nóv. nk. Styrkir til háskólanáms og vísindalegs sérnáms í Svíþjóð. Sænsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa Islendingi til há- skólanáms í Svíþjóð námsárið 1984—85. Styrkfjárhæð er 3.020,00 s.kr. á mánuði í 8 mánuði. — Jafnframt bjóða sænsk stjórnvöld fram fjóra styrki handa Íslendingum til vísindalegs sérnáms í Svíþjóð á háskólaárinu 1984-85. Styrkimir eru til 8 mánaðar dvalar, en skipting í styrki til skemmri tíma kemur einnig til greina. Styrkfjárhæð er 3.020,- s.kr. á mánuði. — Ennfremur gefst íslenskum námsmönnum kostur á að sækja um styrki þá, er sænsk stjórnvöld bjóða fram í löndum þeim, sem aðild eiga að Evrópuráðinu, en þeir styrkir eru eingöngu ætlaðir til framhaldsnáms við háskóla. Umsóknum um framangreinda styrki skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6,101 Reykjavík,, fyrir 1. janúar nk., og fylgi staðfest afrit prófskírteina ásamt meðmælum. — Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ, 7. nóvember 1983. og myndarlega , JÓLAGJAFAHAMDBÓK - jkemur út um mánaðamót nóv/des. Þeir auglýsendur sem áhuga hafa á að auglýsa í JÓLAGJAFAHAMD BÓKINNI SIMIIMIM ER vinsamlegast hafi samband við auglýsingadeild Síðumúla 33, Reykjavík, 82260 eða í síma 82260 milli kl. 9 og 17.30 HAFIÐ SAMBAND STRAX SEM ALLRA FYRST. Húsavík: Mynd hf. hefur fengið jákvæðar undirtektir Frá Ingibjörgu Magnúsdóttur, fréttaritara DV á Húsavik: Fyrirtækið Mynd hf., sem stofnað var hér á Húsavík í sumar, hefur fengiö mjög jákvæðar undirtektir meöal bæjarbúa. Um almennings- hlutaféiag er að ræða og eru hluthafar 38talsins. Mynd hf. annast framköllun allra venjulegra litmynda, eftirtöku mynda og stækkanir. Eftir áramót verður boð- ið upp á enn meiri stækkanir. Auk þessa geta viöskiptavinirnir fengið myndir sínar brenndar á diska og aðra skrautmuni. Þá er einnig hægt að fá jólakort og önnur tækifæriskort með eigin mynd- um. Roy Phillips filmtæknifræðingur veitir fyrirtækinu forstöðu, en hann hefur um árabil unnið við sitt fag í Reykjavík og erlendis. Hann sagöi að Mynd hf., væri búin fullkomnustu tækjum sem völ væri á í dag. „Ein filma er framkölluð í einu og fylgist starfsmaður með hverri mynd. Þetta tryggir betri myndgæði, enda ganga svona fyrirtæki vel í stórborg- umerlendis.” Afkastageta fyrirtækisins eru rúm- lega hundrað filmur á 8 klukkustund- um. En þess má geta að Húsvíkingar hafa að meðaltali sent um 18 filmur í framköllun á dag tii Reykjavíkur og beðið eftir þeim í allt aö viku til tíu daga. Roy er eini starfsmaður fyrirtækis- ins nú, en ef björtustu vonir rætast skapar það fleirum atvinnutækif æri. Móttaka á filmum á Húsavík er hjá Hljóð og sport, Kaupfélagi Þingeyinga, Skóbúð Húsavíkur og Bókaverslun Ingvars Þórarinssonar. Fyrirtækið býður einnig fram þjónustu sína sem víðast um landið í gegnum umboðs- menn sína. Sama verð er greitt fyrir framköllun um allt land. Formaður stjórnar Myndar hf. er Ámi Haraldsson. -JGH Eini starfsmaöur fyrirtœkisins, Roy Phiiiips filmtæknifræöingur. Hann hefur um árabil unniö sitt fag i Reykjavík og erlendis. Myndhf. er tH húsa / húsnæði Sjálfsbjargarfélagsins og mun vera fyrsta fyrirtæki sinnar tegund- ar utan Reykjavíkursvæðisins. D V-mynd: Ingibjörg Magnúsdóttír. Hvolsvöllur: Timburhúsin ekki lengur í ónáðinni Frá Halldóri Kristjánssyni, fréttarit- ara DV á Hvolsvelli: Flest íbúðarhús á Hvolsvelli eru steinhús á einni hæð. Og lengi vel þótti annað ekki fært en að húsin væru byggö með þeim hætti. Þess vegna finnst mönnum sem brotið hafi verið blað í skipulags- og byggingarmálum áHvolsvelli, erþetta tvflyfta timburhús var reist hér á staðnum. , Sem dæmi um hve menn hafa verið fráhverfir timburhúsum sem þessum, er að á árunum frá 1970 til 1973, þegar veruleg hreyfing komst á byggingar- framkvæmdir hér, leituðu tveir fyrir sér með að byggja tvílyft timburhús. Þá var hugmyndinni algerlega hafnað sem fráleitri. -JGH. Tvilyft tímburhús 6 Hvolsvelli. Slík hús þykja ekki lengur fráleit þar um slóðir. DV-mynd: Halldór Kristjánsson. gólfteppi á ótrúlega hagstæðu verði. Vegna sérstaklega hagstæðra magninnkaupa bjóðum við BERBER gólfteppi á aðeins kr. 390,- m2. Dæmi: Þú kaupir 40 m2, heiidarverð ca kr. 15.600,-, þú greiðir aðeins kr. 3.000,- í útborgun og eftirstöðvar færðu lánaðar í 6 mánuði. Opið: Mánud.—fimmtud. 9—18 Föstudaga kl. 9—19 Laugardaga kl. 9—12 BYGGINGAVORUR HRINGBRAUT 120: Byggingavörur Gólf teppadeild Simar: Timburdeild..................28-604 .28-600 Málningarvörur og verkfæri 28-605 28-603 Flisar og hreinlætistæki......28-430 HRINGBRAUT 120 (Aðkeyrsla frá Sólvallagötu) NÝJUSTU TEPPAFRÉTTIR BERBER

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.