Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1983, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1983, Blaðsíða 11
DV. ÞRIÐJUDAGUR15. NÖVEMBER1983. 11 „LÍST ÁGÆTLEGA Á MIG” — segir Guðmundur Búason sem situr á Alþingi í fyrsta sinn ,,Eg er ekki meö hana tilbúna.” , Guðmundur Búason er kaupfélags- stjóri þeirra Vestmanneyinga og hefur verið það í rúm þrjúár. Annars er hann Akureyringur og starfaði :áður hjá KEA sem verslunarstjóri og verslunarráðunautur. — Hvernig var að koma til Eyja frá Akureyri? „Það voru viss viðbrigði, en ég kann annars ágætlega viö mig. Vest- ;manneyingar hafa tekiö okkur mjögvel.” . — Ætlarðu kannski að vera þar um ókomna framtíð? „Það er óráðið eins og er.” — Hvaö gerir kaupfélagsstjórinn svo þegar hann á f rí? „Þaðfernúmesturtímiístarfiö en ég er mikill skákmaður. Eg spUa líka bridge og syng, ég hef verið for- maður kirkjukórsins í rúmt ár,” sagði Guðmundur Búason. Guðmundur er kvæntur Guðrúnu Jóhannesdóttur og þau eiga þrjú börn og eitt bamabarn. -GB. „Mér líst ágætlega á mig, en ég er nú að átta mig á þessu ennþá. Eg hef ekki komið hér inn áöur þannig að þetta er aUt nýtt fyrir mér.” Guðmundur Búason heitir „nýj- asti” alþingismaðurinn, 2. varaþing- maöur Framsóknarflokksins í Suöurlandskjördæmi, og situr fyrir Jón Helgason landbúnaöarráðherra. Guðmundur var á öðrum degi sínum í þinginu þegar DV ræddi við hann en hann var engu að síður spurður hvort aUt væri nú eins og hann heföi búist við. „Þetta er svipaö í stórum dráttum en að vísu er þetta stuttur tími sem Uðinn er,” sagði Guð- mundur. Hann á framundan viku til hálfs mánaöar setu á Alþingi. Ætlar hann að hafa sig mikið í frammi á þeim tíma? „Eg geri síður ráö fyrir því. Eg kom inn frekar óvænt. Eg er 2. vara- maður og reiknaöi ekki meö þessu.” — Þú ert þá ekki með þings- ályktunartUlögu í fórum þínum? „Ég geri síður ráð fyrir að hafa mig mikið í frammi,” segir Guðmundur Búason sem situr sem varamaður á AlþingL DV-mynd E.Ó. Hárgreiðslumeistararnir ásamt módelum sinum eftir hina vel heppn- uðu sýningu sina i Rio de Janeiro. Nú ætla þeir að vera meö „Ríósýninguna” í Broadway á þriðjudagskvöld. Hár- greiðslu- fólk „íhár saman” — á lokkandi og rjúkandi góðri „Ríósýningu" í Broadwayá þriðjudagskvöld Sýning hárgreiöslumeistaranna í Intercoiffureklúbbnum á Islandi, sem verður í Broadway í kvöld, þriöjudags- kvöld, á eflaust eftir að lokka marga tU sín. Hárgreiöslumeistararnir ætla nefni- lega að sýna „Ríó-atriðið” sem sló í gegn á heimsþingi samtakanna í Rio de Janeiro fyrr á þessu ári. Svo vinsæl var sýningin að hár- greiðslumeisturunum var boðið að vera með hana í Sviss í september síð- astliðnum og í janúar komandi er ætl- unin að sýna í Bandaríkjunum. Þá má geta þess að franski hár- greiðslumeistarinn Ventin Jiard mun einnig sýna í Broadway í kvöld. Miðasalan á „Ríó-sýninguna” í Broadway verður meöal annars hjá hárgreiöslumeisturunum Elsu, Dúdda, Palla, Matta, Siggu, Lovísu og Brósa. Og þá verða einnig seldir miðar við innganginn. Sem sé lokkandi sýning í Broadway á þriðjudagskvöld, sem byrjar klukk- an níu. Og auðvitað fer enginn í hár saman á sýningunni, enda engum „greiði” gerður með sliku. Auðveldari flutningur frá Nú þéttum við norska flutnings- netið Með fjórum nýjum þjónustuhöfnum í Osló, Bergen, Álasundi og Þrándheimi bætum við vörustreymið, og tryggjum auðveldan vöruflutning til áætlanahafna í Kristiansand og Moss. Samhliða þessu bjóðum við fast flutnings- gjald innanlands í Noregi milli þjónustu-og áætlanahafna, til aukinnar hagkvæmni fyrir viðskiptavini. Umboðsmenn KRISTIANSAND vikulega A. I. Langfeldt & Co. Rádhusgaten 8 4601 Kristiansand S Tel.: 042-22259 Tetex: 21818 OSLO vikulega Berg Hansen & Co. A/S Festnlngskalen 45, Oslo 1 Tel.: 02-420890 Telex: 11053 MOSS vikulega H. Schianders, Eftf. A/S Værlebryggen Postboks 428 ■ 1501 Moss Tel.: 032-52205 Telex: 71412 BERGEN vikulega Grleg Transport Postboks 245 • 5001 Bergen Tel.: (05) 310650 Telex: 42094 ÁLESUND/ SPJELKAVIK hálfsmánaðarlega Tyrholm & Farstad A/S Postboks 130 6001 Álesund • Tel.: 071-24460 Telex: 42330 TRONDHEIM hálfsmánaðarlega B. Iversen & Rognes A/S Havnegt. 7 ■ Postboks 909 7001 Trondhelm Tel.: 07-510555 Privat: Turid Thorvaldsen • Tel.: 07-511173 Kjell Evensen Tel.: 07-976918 Telex: 55419 Flutningur er okkar fag ■ r EIMSKIP T Sími 27100 -JGH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.