Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1983, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1983, Blaðsíða 36
36 DV. ÞRIÐJUDAGUR15. NOVEMBER1983. Sviðsljósið * Sviðsljósið Sviðsljósið Jakob Jakobsson, starfsmaður Sædýrasafns, rennir vatnsslöngu inn fyrir rimia Ijónabúrsins. DV-myndir: GVA. Ljónið sleppti ekki slöngunni Ljóniö er sterkt dýr og getur bitiö fast. Þaö fengu starfsmenn Sædýra- safnsins að reyna á dögunum. Ljóninu Leó, sem er karldýr, er stundum gefiö vatn úr slöngu. Þegar ljósmyndari DV var staddur við ljónabúrið fyrir síöustu helgi var einmitt veriö aö renna slöngu, sem draup úr, inn fyrir rimlana. I fyrstu lét ljóniö sér nægja aö sleikja dropana af stút slöngunnar. En skyndilega tók það slönguna upp í sig, lokaði gininu og beit tönnunum fastsaman. Einn starfsmanna safnsins reyndi að draga slönguna úr gini ljónsins en þaö gekk ekki. Reynt var aö toga fastar en ljóniö var ekki á því aö gefa sig. Þaö ætlaöi sér greinilega aö halda fengnum hlut. Reynt var aö kippa slöngunni af ljóninu en án árangurs. Konungur dýranna haggaðist ekki. Starfsmenn safnsins sáu aö viö svo búið mátti ekki standa. Tveir þeirra tóku um slönguna og hófu aö toga af alefli. Ljóniö átti ekki að komast upp meöneinastæla. Ljóniö hélt enn fast um sinn enda. Þaö var því komið í reiptog viö tvo menn. Var nú togast á um slönguna. Á endanum sleppti ljóniö taki sínu. Togast 6 viö ijónið um slönguna. Ljónið haggast ekki. Þessir fjórir eiga það sameiginlegt að hafa verið formenn Vals. Þeir eru: Ægir Ferdinandsson, Bergur Guðnason, Pótur Sveinbjarnarson og Þórður Þorkelsson. DV-myndir: GVA. Litið inn á herrakvöld: „VALSMENN LÉTT- IR í LUND...” „Valsmenn léttir í lund. / Leikum á sérhverri stund. / Kætin kringum oss er. / Hvergi er f jörugra en hér.” Þessi söngur bergmálaöi um Síðu- múlann fyrir skömmu. Söngurinn náöi eyrum blaöamanna svo ekki var um annað aö ræöa en kanna hvaö væri á seyöi. I Síðumúla 35, félagsheimili tann- lækna, var samankominn yfir hundraö manna hópur Valsmanna og nokkrir aörir. Þarna voru eingöngu karl- menn enda um herrakvöld aö ræöa, hiö fyrsta hjá Knattspymu- félaginu Val. Valsmenn skemmtu sjálfum sér með eigin skemmtiatriðum. Á meðfylgj- andi myndum sjást dæmi um hvernig þeirfóruaö. Halldór Einarsson, Henson, skipu- lagði kvöldiö. Tilgangur meö því var meöal annars sá aö afla f jár til körfu- knattleiksdeildar félagsins og varö töluverður hagnaöur. Undir lokin fór f ram málverkauppboð. Sigurður Mareisson, yfirkennari og lengi stjórnarmaður i Val, syngur lag sem kallað er„Keriingin". Ástin blómstrar hjá Paul og Carrie Hjónin nýgiftu Carrie Fisher og Paul Simon sjá ekki sólina hvort fyrir ööru þessa dagana. Þegar Paul átti aö troöa upp meö Art Garfunkel í Nice í Frakklandi á dögunum heimt- -*•---- ■ m. Paui Simon og Carrie Fisher. aöi hann að taka Carrie sina meö til Miðjarðarhafsborgarinnar. Daginn eftir hljómleikana fóru hjónin í rómantíska strandgöngu. Auðvitaö tókst ljósmyndara aö þefa þau uppi og fann þau saman á ströndinni. Þar smellti hann af þeim meðfylgjandi mynd. Heigi Daníelsson og Óttar FoNx Hauksson teke leglð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.